Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Blaðsíða 11
gagnasöfnun og greining þeirra fram samtímis. Rannsakandi
hélt dagbók þar sem hann lýsti hugrenningum sínum um það
sem fram kom í viðtölunum og einnig hugrenningum varðandi
rannsóknaferlið sjálft. Eiginleg rannsóknargögn voru hinn
vélritaði texti viðtalanna og dagbók rannsakanda.
Gagnagreining fór fram á ensku og hófst eftir fyrsta viðtal
og var síðan endurtekin eftir hvert viðtal sem tekið var. Hún fól
í sér kerfisbundna greiningu og túlkun á textanum sem heild,
hlutum hans og samanburði á þeim. Skoðað var hvað var
sameiginlegt og hvað ólíkt (Reason og Reason,1981; Benner,
1985; Leonard, 1989). Rannsakandi las viðtölin margsinnis
með opnum huga og ígrundaði tímunum saman þá merkingu
sem viðmælandi tjáði með orðum sínum og atferli. Setningar og
orð í textanum, sem innihéldu mikilvægar upplýsingar fyrir og
um þátttakandann, voru undirstrikuð og síðan endurtekin eða
endursögð á ensku út á hægri spássfðu á handriti hvers viðtals.
Þessar setningar og orð voru flokkuð saman í þemu og samfelld
lýsing á þemanu skrifuð.
Skrifað var ævisöguyfirlit (sleppt í niðurstöðum), þemu
sett fram og lífsmunstur greint. Þema var skilgreint sem
atburður/fyrirbæri sem endurtók sig. Aðalatriði ævisögunnar
voru einnig sett upp í töflu (sleppt í niðurstöðum) þar sem
lykilatburðir á hverju æviskeiði voru tilgreindir (Bramwell,
1984, Newman, 1987,1990; Helga Jónsdóttir, 1988). í öðru
viðtali var túlkun rannsakanda á aðalatriðum fyrsta viðtals
borin upp við þátttakandann, þ.e. taflan og lífsmunstrið, og
hann beðinn um að segja til um réttmæti túlkunarinnar.
Þátttakendur staðfestu allir túlkun rannsakanda í öllum
tneginatriðum. Eftir annað viðtal voru þrjú viðtöl til viðbótar
tekin þar sem þátttakanda var boðið að ræða frekar um mikil-
væga atburði í lífi sínu, það sem lá honum á hjarta og sérstak-
h'ga ef hann stæði frammi fyrir einhverjum breytingum sem
hann vildi ræða. í sfðasta viðtalinu var fyrrgreind tafla og
lífsmunstrið aftur rætt við þátttakanda til frekari áréttingar á
réttmæti túlkunarinnar. Þegar öllum viðtölum var lokið var
gagnagreining allra þátttakenda borin saman og skrifuð lýsing
á lífsmunstri og þemum eins og þau komu fyrir hjá þátttak-
endum í heild sinni (Benner, 1985; Newman, 1990). Þessi
greining var síðan borin saman við sjúkdómsmunstur COPD.
Gögnin voru að lokum greind samkvæmt lýsingu Newman á
þroskaferlinu en sú greining svarar síðustu rannsóknar-
spumingunni: Greina þátttakendur eigið lífsmunstur og hvernig
tengist sá skilningur heilbrigði þeirra?
NIÐURSTÖÐUR
Þemu sem einkenndu reynslu þátttakenda
Eftirfarandi þemu einkenndu frásögu þátttakenda: a) Að
sætta sig við orðinn hlut - leið til að lifa af, b) lítt uppbyggjandi
úrlausnir á erfiðum atburðum, c) erfiðleikar við að tjá sig og
tengjast öðrum, d) togstreita á milli eigin þarfa og væntinga frá
umhverfinu, e) skortur á orðum til að lýsa andþyngslum, f)
skert virkni, g) samspil tilfinningalegs ástands og andþyngsla
°g h) mikil áhersla á gildi atvinnu. Þemum er að vissu leyti
raðað eftir mikilvægi þeirra í frásögu þátttakenda en þau hafa
jafnframt innbyrðis tengsl og er því röðunin ekki fullkomlega
einhlít.
a) Að sœtta sig við orðinn hlut - Leið til að lifa af
Þátttakendur lýstu mikilli óánægju með aðstæður sínar og
sjúkdóm og vildu úrbætur. í sumum tilvikum greindu þeir
leiðir til úrbóta og töluðu um þær en þegar til kom var þeim
ókleift að framkvæma það sem til þurfti. Algengt var að
þátttakendur töluðu um að auka líkamlegt þrek sitt og sumir
hófu skipulega líkamsþjálfun á meðan á rannsókninni stóð.
Þessi þjálfun skilaði hins vegar sjaldnast þeim árangri sem
búist var við og stundum þurftu þátttakendur að hætta eða
fresta þjálfun því ýmis vandamál skutu upp kollinum, s.s.
endurteknar lungnasýkingar. Þó tókst einum að megra sig
verulega á meðan á rannsókninni stóð og var það honum
gífurlega mikilvægt en jafnframt nánast lífsnauðsyn.
Á sama tíma og þátttakendur lýstu óánægju sinni með
sjúkdóm sinn og aðstæður lögðu þeir áherslu á að framtíðin
yrði þeim betri. Þrátt fyrir það var kvíði fyrir framtíðinni
áberandi. Karl gerði sér grein fyrir ýmsum lausnum á vanda-
málum sínum en sagði: „. . . Það er hægara sagt en gert.
. . . Maður er skítóánægður með sjálfan sig, maður er vanur að
vera hress og frískur og geta eiginlega farið svona nokkum
veginn ferða sinna. En núna er ég bara allt í einu bundinn stól
og ég er oft helvíti stressaður ... Ef ég fer að pæla í framtíðina
get ég ekki annað en verið kvíðinn.“ Um viðhorf sitt til
sjúkdómsins sagði Árni að honum fyndist mikilvægast að vera
„jákvæður, spaugsamur og allt það. Ég held að léttast sé að
bera sjúkdóminn þannig.“ Honum fannst einnig mikilvægt að
vera ekki að velta sér upp úr veikindum sínum og fleiri tóku í
sama streng.
Segja má að um ákveðna þversögn í frásögu þátttakenda
hafi verið að ræða. Þó svo að þátttakendur hafi lagt mikla
áherslu á bjartari framtíð og að nauðsynlegt væri að bæta
marga hluti í lífi þeirra, þá voru þeir í raun búnir að gera sér
grein fyrir að þeir vom ekki aðeins með ólæknandi sjúkdóm
heldur einnig að sjúkdómurinn færi versnandi og að fáu yrði
breytt til hins betra. Hins vegar var þessi þversögn afar
mikilvæg og í raun lífsnauðsynleg til þess að geta lifað við
aðstæður sem stundum vom nánast óbærilegar.
b) Lítt uppbyggjandi úrlausnir á erfiðum atburðum
Flestir þátttakenda höfðu þolað erfiða atburði í lífinu, oft í
barnæsku. Nokkur höfðu snemma misst annað foreldri, einn
hafði fengið berkla á unga aldri, ein var lausaleiksbam og átti
ekki fast heimili í barnæsku og fátækt var áberandi hjá
allflestum. Einkennandi fyrir frásögn fólksins vom ekki
atburðirnir í sjálfu sér heldur hversu neikvætt það leit á þessa
liðnu atburði. Það var þolendur hörmunga sem höfðu fáa eða
enga jákvæða fleti. A.m.k. gat það ekki skýrt frá slíkum
lærdómi með eigin orðum. Dísa greindist með lungnasjúkdóm
fyrir 12 ámm í tengslum við sýkingu sem hún fékk í lungun.
Hún sagði:
Það var ekkert gert. Ég fékk bara einhver hylki. Svo þegar það
var nú gengið yíir, þá fann ég að ég var ekki sama manneskjan
og ég hafði verið. Mér fannst ég einhvem veginn fara illa
andlega. Ég treysti mér eiginlega ekki orðið í neitt. Ég var f
vandræðum hvort ég gæti farið í vinnu.
Faðir Jakobs yfirgaf móður hans og fjögur börn þegar
Jakob var ungbam. Eldri bróðir hans dó skömmu síðar. Jakob
taldi að strax í bamæsku hefði hann haft minnimáttarkennd og
tengdi það basli og erfiðleikum heima fyrir. Hann sagði: „Það
voru allir með sína foreldra heima og gekk allt betur bæði með
að byggja og rækta. Þama [á bænum þeirra] var ekkert til neins
og allt ónýtt. . . . Það er alltaf meira öryggi hjá þeim sem að
hafa báða foreldrana.“ Foreldrar Bjöms vom drykkfelldir en
um það talaði hann lítið. Sautján ára að aldri var honum
TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997