Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Qupperneq 25
Mynd 3 Klínísk verkcfni sem tengjast uinhótastai'fí verkjameðferð (25 %) sem og verkefnum um brjóstagjöf, lyfjagjöf, fjölskyldufræðslu, fall úr rúmi og vímuefnaneyslu. Á hjúkrunarheimilum bar hins vegar mest á klínískum verkefn- um um fjölskyldufræðslu (25 %) og lyfjagjöf eins og mynd 3 sýnir. I heild eru hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnunum að vinna að mörgum og mismunandi klínískum verkefnum sem tengjast umbóta- eða gæðastarfi. Auk þess sem að ofan er sagt má nefna rannsókn á þvagleka kvenna, eineltismeðferð, samlífsráðgjöf til para, fræðslu hjúkrunarfræðinga í skólum m.t.t. heilbrigðis, fræðslu um tengsl lífshátta og holdafars, innkallanir og móttöku sjúklinga á kvennadeild, um hægða- tregðu, thoraxdren, innankúpuþrýsting og fræðslu til nemenda í framhaldsskólum í samvinnu við kvennaathvarf og RK-hús um ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Staðlar Spurningunni, hvort útbúnir hefðu verið staðlar sem unnið væri eftir, svöruðu 75% á sjúkrahúsum í Reykjavík og sviðum þeirra játandi, 50% á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur, 45% á heilsugæslustöðvum og 33% á hjúkrunarheimilum, sjá töflu 1. Eins og mynd 3 sýnir var algengast að útbúnir hefðu verið staðlar um starfsmanna- viðtöl, móttöku starfsmanna, klíníska hjúkrun og fræðslu til starfsfólks. Umfjöllun Mikil gróska er í umbóta- og gæðastarfi innan hjúkrunar eins °g niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna. Athygli vekur hversu heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili fylgja fast á eftir sjúkrahúsum í þróunarstarfi tf;ngdu gæðamálum í hjúkrun, en yfir 80 % allra sem svöruðu eru að vinna að slíkum málum. Athygli vekur einnig hvernig ýmis mál, sem hafa verið efst á baugi f þjóðfélaginu, endur- speglast í þeim verkefnum sem hjúkrunarfræðingar eru að vinna að. Ber þar liæst umbóta- og gæðastarf í tengslum við áfalla- hjálp sem heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á landinu öllu hafa verið að vinna að. Einnig vekur athygli að um fimmtungur heilsugæslustöðva, hjúkrunar- heimila og sjúkrahúsa á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið að vinna að fjölskyldufræðslu. Rúmlega 30 % heilsugæslustöðva hafa verið að vinna að mikilvægum klfnískum viðfangs- efnum, s.s. vímuefnaneyslu, og fast á hæla þess málaflokks koma klínísk verkefni um brjóstagjöf og óværð ungbarna. Umræða um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu kemur einnig fram í verkefnum sem tengjast þjónustuþáttum og skipulagi þjónustu. Má þar nefna hjúkrunarskráningu, sjúklingaflokkun og skipulagsform hjúkrunar. Breyttir stjórnunarhættir hafa án efa einnig haft áhrif á val verkefna. Kemur það fram f stöðlum sem unnið hefur verið að í hjúkrun en þeim má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: stjónunarlegir þættir, s.s. starfs- mannaviðtöl og móttaka starfsmanna og sjúklinga, fræðsla og klínísk hjúkrun. Ljóst er að áhugi hjúkrunarfræðinga á gæða- og umbóta- starfi er mjög mikill eins og fram kemur í því sem að ofan hefur verið sagt. Þetta kom einnig fram í liinni miklu þátttöku sem var á málþinginu um gæðastjómun í hjúkmn í mars 1996. Þátttakan kom gæðastjórnunarnefndinni ánægjulega á óvart og varð að fytja málþingið f stærri salarkynni til að hýsa yfir 150 hjúkmnarfræðinga sem þingið sóttu. Var þetta nefndinni mikið fagnaðarefni og vísbending um að vænta megi enn betri tíðar með blóm í haga. Mynd 4 Staðlar í bjiíkrun 0 Hjúkrunarh. ■ S.hús-R IDS.hús utan R. □ Heilsugæsla TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.