Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1997, Síða 25
Mynd 3 Klínísk verkcfni sem tengjast uinhótastai'fí verkjameðferð (25 %) sem og verkefnum um brjóstagjöf, lyfjagjöf, fjölskyldufræðslu, fall úr rúmi og vímuefnaneyslu. Á hjúkrunarheimilum bar hins vegar mest á klínískum verkefn- um um fjölskyldufræðslu (25 %) og lyfjagjöf eins og mynd 3 sýnir. I heild eru hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnunum að vinna að mörgum og mismunandi klínískum verkefnum sem tengjast umbóta- eða gæðastarfi. Auk þess sem að ofan er sagt má nefna rannsókn á þvagleka kvenna, eineltismeðferð, samlífsráðgjöf til para, fræðslu hjúkrunarfræðinga í skólum m.t.t. heilbrigðis, fræðslu um tengsl lífshátta og holdafars, innkallanir og móttöku sjúklinga á kvennadeild, um hægða- tregðu, thoraxdren, innankúpuþrýsting og fræðslu til nemenda í framhaldsskólum í samvinnu við kvennaathvarf og RK-hús um ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Staðlar Spurningunni, hvort útbúnir hefðu verið staðlar sem unnið væri eftir, svöruðu 75% á sjúkrahúsum í Reykjavík og sviðum þeirra játandi, 50% á sjúkrahúsum utan Reykjavíkur, 45% á heilsugæslustöðvum og 33% á hjúkrunarheimilum, sjá töflu 1. Eins og mynd 3 sýnir var algengast að útbúnir hefðu verið staðlar um starfsmanna- viðtöl, móttöku starfsmanna, klíníska hjúkrun og fræðslu til starfsfólks. Umfjöllun Mikil gróska er í umbóta- og gæðastarfi innan hjúkrunar eins °g niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna. Athygli vekur hversu heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili fylgja fast á eftir sjúkrahúsum í þróunarstarfi tf;ngdu gæðamálum í hjúkrun, en yfir 80 % allra sem svöruðu eru að vinna að slíkum málum. Athygli vekur einnig hvernig ýmis mál, sem hafa verið efst á baugi f þjóðfélaginu, endur- speglast í þeim verkefnum sem hjúkrunarfræðingar eru að vinna að. Ber þar liæst umbóta- og gæðastarf í tengslum við áfalla- hjálp sem heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á landinu öllu hafa verið að vinna að. Einnig vekur athygli að um fimmtungur heilsugæslustöðva, hjúkrunar- heimila og sjúkrahúsa á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið að vinna að fjölskyldufræðslu. Rúmlega 30 % heilsugæslustöðva hafa verið að vinna að mikilvægum klfnískum viðfangs- efnum, s.s. vímuefnaneyslu, og fast á hæla þess málaflokks koma klínísk verkefni um brjóstagjöf og óværð ungbarna. Umræða um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu kemur einnig fram í verkefnum sem tengjast þjónustuþáttum og skipulagi þjónustu. Má þar nefna hjúkrunarskráningu, sjúklingaflokkun og skipulagsform hjúkrunar. Breyttir stjórnunarhættir hafa án efa einnig haft áhrif á val verkefna. Kemur það fram f stöðlum sem unnið hefur verið að í hjúkrun en þeim má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: stjónunarlegir þættir, s.s. starfs- mannaviðtöl og móttaka starfsmanna og sjúklinga, fræðsla og klínísk hjúkrun. Ljóst er að áhugi hjúkrunarfræðinga á gæða- og umbóta- starfi er mjög mikill eins og fram kemur í því sem að ofan hefur verið sagt. Þetta kom einnig fram í liinni miklu þátttöku sem var á málþinginu um gæðastjómun í hjúkmn í mars 1996. Þátttakan kom gæðastjórnunarnefndinni ánægjulega á óvart og varð að fytja málþingið f stærri salarkynni til að hýsa yfir 150 hjúkmnarfræðinga sem þingið sóttu. Var þetta nefndinni mikið fagnaðarefni og vísbending um að vænta megi enn betri tíðar með blóm í haga. Mynd 4 Staðlar í bjiíkrun 0 Hjúkrunarh. ■ S.hús-R IDS.hús utan R. □ Heilsugæsla TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 1. tbl. 73. árg. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.