Fréttablaðið - 24.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.04.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Landlæknir og heilbrigðisráðherra eru ekki sam-mála um túlkun laga um sjúkratryggingar. Þetta kemur skýrt fram með yfirlýsingu frá landlækni sem birt er á heimasíðu embættisins. Heilbrigðisráð- herra virðist telja að einkareknar heilbrigðisstofnanir þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, heldur nægi einungis staðfesting frá landlækni um að þær uppfylli faglegar kröfur. Þær geta síðan fjármagnað rekstur sinn með samningi Sjúkra- trygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Með þessari fráleitu túlkun heilbrigðisráðherra hafa stjórnvöld enga stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur eða hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er einfaldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggjumanna en almannahagur fyrir borð borinn. Til að bregðast við þessari slæmu stöðu hefur Sam- fylkingin lagt fram frumvarp um að ráðherra geti ekki gert þjónustusamninga við einkaaðila í heilbrigðis- kerfinu nema með samþykki Alþingis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að arðgreiðslur af heilbrigðis- þjónustu verði óheimilar. Þessi tillaga Samfylkingar- innar hefur fengið jákvæðar umsagnir, enda í samræmi við vilja meginþorra almennings. Hugmyndum um gróða og markað hefur verið þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heil- brigðiskerfisins. Þeir sem vilja selja ríkinu heilbrigðis- þjónustu hafa ráðið för með því að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir og er í raun leyft að skammta sér almannafé. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur nema frjáls- hyggjustefna núverandi ríkisstjórnar með heilbrigðis- ráðherra í broddi fylkingar, sem leyfir einkavæðingunni að blómstra í hans skjóli. Við hin þurfum að gæta að og verja grunnstoðir velferðarkerfisins kröftuglega nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur vaða uppi. Einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Aldrei má minnsti vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Skjól fyrir einkarekstur Oddný Harðardóttir Hér er ein- faldlega lúffað fyrir villtustu draumum frjálshyggju- manna en almanna- hagur fyrir borð borinn. Verkleysi fram undan Þing kemur saman í dag eftir langt páskafrí. Engin lagafrum- vörp eru hins vegar á dagskrá. Byrjað er á tveimur sérstökum umræðum, um húsnæðismál og kennaraskort, og svo endað á heilum átta fyrirspurnum. Mönnum verður tíðrætt um doða í íslenskri pólitík í byrjun kjörtímabils. Hvernig má svo sem annað vera þegar viku- lega koma upp mál þar sem ríkisstjórnarflokkunum virðist fyrirmunað að ganga í takt? Eins manns meirihluti gæti þýtt verk- leysi ríkisstjórnar; ríkisstjórn um ekkert nema að halda völdum. Endurkoma Illuga Fréttablaðið segir frá því í dag að Illugi Gunnarsson, fyrr- verandi ráðherra, verði nýr formaður stjórnar Byggðastofn- unar. Sá ráðherra sem býður upp á þann ráðahag er Jón Gunnarsson, ráðherra byggða- mála. Út fer stjórnarmaður í Kaupfélagi Skagfirðinga, Herdís Sæmundardóttir, sem var stjórnarformaður Framsóknar- flokksins. Það er eitthvað svo íslenskt við þetta. Þrír ráðherrar síðustu ríkisstjórnar lentu í tómu basli og var Illugi einn þeirra. Það kemur ekki að sök núna virðist vera. Áhugavert að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði á síðasta kjörtímabili Illuga hafa tekið þátt í grímulausri spillingu. sveinn@frettabladid.is Stundum gerast stórir hlutir í okkar litla landi. Atburðir sem eru jafnvel stærri og mikilvæg-ari en við gerum okkur grein fyrir í fyrstu og fela í sér möguleika sem öllu máli skiptir að við sjáum og nýtum. Ekki aðeins til hagsbóta fyrir okkar litla samfélag heldur jafnvel þegar best lætur veröldina og þess vegna er nafnið Veröld, hús Vigdísar, svo fallega viðeigandi fyrir miðstöð tungumála og menningar. Það sem er okkur kannski eðlilega efst í huga í þessu samhengi er staða íslenskunnar sem á undir högg að sækja í kjölfar sívaxandi áhrifa enskunnar hér sem víðar. AP-fréttaveitan fjallaði í liðinni viku um stöðu íslenskunnar í alþjóðasamfélagi og þar kom fram að um einn milljarð íslenskra króna þurfi til ef gerlegt eigi að vera að bjarga tungumálinu okkar undan þeirri stafrænu tækniflóðbylgju sem skellur á okkur um þessar mundir. Í íslenskunni býr saga okkar, list, menning og hugsun svo við hljótum að velta því fyrir okkur eftir hverju ráðamenn séu að bíða. Það er eflaust ekkert nýtt að pólitíkin sé sein til svars þegar mest á reynir en þar sem stjórnmálin eiga erfitt með að meta verðmæti, utan tyllidaga, í öðru en krónum og aurum, þá er rétt að árétta að í björgun íslenskunnar eru fólgin gríðarleg verðmæti. Um allan heim er að finna fjölda þjóða og tungu- mála sem er svipað fyrir komið og okkur og íslensk- unni. Þjóða sem nú leita til okkar, eða öllu heldur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, eftir heilræðum sem byggja á reynslu og sérþekkingu sem hefur þó þrátt fyrir allt skilað íslenskunni á lífi inn í sam- tímann. Þessu hlutverki hefur stofnunin verið að sinna á undanförnum árum en með tilkomu hússins, aðstöð- unnar og þeim möguleikum sem í miðstöðinni búa er viðbúið að á næstunni verðum við vitni að vatna- skilum í verndun og eflingu aðþrengdra tungumála. Veröld, hús Vigdísar, verður fyrst og fremst sama- staður tungumála. Tungumálakennslu og þýðinga sem eru smáríkjum á borð við okkur óendanlega mikil- væg. Með færni á öðrum tungumálum og vönduðum þýðingum getum við í senn öðlast aukinn skilning á öðrum þjóðum, menningu þeirra og hugsunarhætti jafnt sem deilt með þeim því sem skiptir okkur hvað mestu máli hverju sinni. Slíkur skilningur er hugsan- lega það mikilvægasta sem heimurinn þarf á að halda um þessar mundir á dögum popúlisma og fáfræði víða um heim. Stjórnmálamenn og -konur rjúka upp vinsældalista og valdastiga í krafti skilningsleysis og ótta við hið óþekkta en þekking, færni og skilningur þykir vera til óþurftar og aðeins til upphafningar á tyllidögum. Í Veröld, húsi Vigdísar, höfum við Íslendingar ein- stakt tækifæri til þess að skapa mótvægi við allt þetta því þar er orðið laust fyrir allar þjóðir. Þar getum við sýnt heiminum að í tungumálum býr menning, saga og hugsun þjóða og jafnvel hugmyndir þeirra og draumar um ókomna tíð. Og þetta gerum við ekki síst með því að rækta og vernda tungumál okkar og menn- ingu á hverjum degi og deila svo afrakstrinum með heiminum, öllum til heilla. Orðið er laust Þar getum við sýnt heim- inum að í tungumálum býr menning, saga og hugsun þjóða og jafnvel hugmyndir þeirra og draumar um ókomna tíð. 2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r10 s k o ð U N ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 2 4 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -9 F B 8 1 C B 2 -9 E 7 C 1 C B 2 -9 D 4 0 1 C B 2 -9 C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.