Fréttablaðið - 24.04.2017, Blaðsíða 30
Tottenham á enn eftir að stíga stærstu skrefin
Tottenham er eitt mest spennandi lið Evrópu en heldur áfram að falla á stærstu prófunum. Liðið er í stöðugri framför en þarf að læra að sýna miskunnarleysi á ögurstundu.
fótbolti „Við þurfum að finna leiðir
til að vinna svona leiki. Við vorum
miklu betri á löngum köflum en
Chelsea fann leið til þess að vinna
eins og í úrslitaleik deildabikarsins
fyrir tveimur árum. Við vorum líka
betri í þeim leik svo það er erfitt að
kyngja þessu. Það er erfitt að setja
fingur á það af hverju við töpuðum;
kannski vantaði smá heppni, þetta
féll með þeim og það var erfitt að
koma til baka,“ sagði Harry Kane,
aðalmarkaskorari Tottenham, eftir
4-2 tapið fyrir Chelsea í undanúr-
slitum ensku bikarkeppninnar á
laugardaginn.
Kane dró þetta ágætlega saman.
Tottenham var sterkari aðilinn
lengst af, þá sérstaklega í seinni hálf-
leiknum fram að þriðja marki Chel-
sea á 75. mínútu. Fimm mínútum
síðar skoraði Nemanja Matic sann-
kallað draumamark og eftir það var
engin leið til baka fyrir Tottenham.
Eftir að Argentínumaðurinn
Mauricio Pochettino tók við Totten-
ham sumarið 2014 hefur liðið
verið á stöðugri uppleið. Því hefur
samt gengið erfiðlega að vinna
allra stærstu leikina og gengið illa
á Wembley sem er vandamál því
liðið mun spila þar á næsta tímabili
á meðan bygging nýs heimavallar
stendur yfir.
Tottenham tapaði fyrir Chelsea
í úrslitaleik enska deildabikarsins
2015 og gerði 2-2 jafntefli við sama
lið í maí á síðasta ári sem gerði út
um möguleika liðsins á að vinna
Englandsmeistaratitilinn. Í þeim
leik sýndi Spurs mikið agaleysi;
missti niður tveggja marka forystu
Leikmaður helgarinnar
Christian Benteke skoraði bæði mörk Crystal Palace
þegar liðið vann 1-2 útisigur á Liverpool, hans
gamla liði, í gær. Palace hefur verið á mikilli sigl-
ingu að undanförnu og unnið sex af síðustu átta
leikjum sínum. Og strákarnir hans Sams Allardyce
eru komnir upp í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Ótrúlegur viðsnúningur hjá Palace sem var í tómu
rugli undir lok stjórnartíðar Alans Pardew.
Benteke var aðeins eitt tímabil í herbúðum Liver-
pool og þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sínar bestu
hliðar skoraði hann níu mörk í 29 deildarleikjum. Það
var ekki nóg til að sannfæra Jürgen Klopp, knatt-
spyrnustjóra Liverpool, sem seldi hann til Palace á
tæpar 30 milljónir punda.
Belginn stóri og stæðilegi hefur átt fínt tímabil með
Palace og er kominn með 14 mörk í vetur. Benteke
hefur alls skorað 65 mörk í 149 leikjum í ensku úrvals-
deildinni sem verður að teljast góð tölfræði, sérstak-
lega í ljósi þess að hann lék með Aston Villa fyrstu þrjú
tímabil sín í deildinni. – iþs
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Þrátt fyrir að vera
manni færri í 65
mínútur vann Hull
2-0 sigur á Watford.
Mikilvæg þrjú stig hjá
Tígrunum, sérstaklega í ljósi þess
að Swansea vann Stoke á sama
tíma. Þetta var sjötti deildarsigur
Hull undir stjórn Marcos Silva.
Hvað kom á óvart?
Að Everton tókst ekki
að skora gegn West
Ham sem er með
eina lélegustu vörn
deildarinnar. Ever-
ton hafði skorað 16 mörk í sex
leikjum fyrir leikinn á Lundúna-
leikvanginum á laugardaginn en
tókst ekki að finna netmöskvana
gegn Hömrunum.
Mestu vonbrigðin
Liverpool hefði
farið langt með að
tryggja sér Meistara-
deildarsæti með sigri á
Crystal Palace á heimvelli.
Liverpool komst yfir en Christian
Benteke, fyrrverandi leikmaður
liðsins, skoraði svo tvívegis fyrir
Palace og tryggði liðinu sigurinn.
Lærisveinar Jürgens Klopp eru
nú bara þremur stigum á undan
Manchester United sem á tvo
leiki til góða á Liverpool.
og fékk níu gul spjöld.
Tottenham-menn gerðu svo all
rækilega í brækurnar í Evrópu-
keppnum í vetur; fyrst í Meistara-
deild Evrópu og svo í Evrópudeild-
inni. Spurs spilaði fjóra Evrópuleiki
á Wembley og vann aðeins einn.
Það er freistandi að stimpla
Tott enham-menn sem lúsera sem
skreppa saman þegar á stóra sviðið
er komið. Það er samt ekki alveg
sanngjarn dómur, sérstaklega ekki
eftir leikinn á laugardaginn. Totten-
ham spilaði vel og á löngum köflum
í seinni hálfleik komst Chelsea ekk-
ert í boltann.
Lærisveinar Antonios Conte áttu
fimm skot á markið í leiknum og
fjögur fóru inn. Fyrsta markið kom
beint úr aukaspyrnu, annað markið
úr vítaspyrnu og fjórða markið var
þrumuskot af löngu færi hjá manni
sem hefur skorað heil sex mörk í 143
leikjum fyrir Chelsea. Tottenham
fékk alls á sig þrjú mörk úr föstum
leikatriðum á laugardaginn sem
liðið verst vanalega mjög vel.
Það var líka allt annað að sjá Tott-
enham í leiknum á laugardaginn en
í Evrópuleikjunum fyrr í vetur þar
sem liðið sýndi allar sínar verstu
hliðar.
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 34. umferðar 2016-17
Swansea - Stoke 2-0
1-0 Fernando Llorente (10.), 2-0 Tom Carroll
(70.).
Hull - Watford 2-0
1-0 Lazar Markovic (62.), 2-0 Sam Clucas
(71.).
Bournemouth - Boro 4-0
1-0 Joshua King (2.), 2-0 Benik Afobe (16.),
3-0 Marc Pugh (65.), 4-0 Charlie Daniels
(70.).
West Ham - Everton 0-0
Burnley - Man. Utd. 0-2
0-1 Anthony Martial (21.), 0-2 Wayne
Rooney (39.).
Liverpool - C. Palace 1-2
1-0 Philippe Coutinho (24.), 1-1 Christian
Benteke (42.), 1-2 Benteke (74.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Chelsea 32 24 3 5 65-27 75
Tottenham 32 21 8 3 68-22 71
Liverpool 34 19 9 6 70-42 66
Man. City 32 19 7 6 63-35 64
Man. Utd. 32 17 12 3 50-24 63
Everton 34 16 10 8 60-37 58
Arsenal 31 17 6 8 63-40 57
WBA 33 12 8 13 39-42 44
S’ton 31 11 7 13 37-40 40
Watford 33 11 7 15 37-54 40
Stoke 34 10 9 15 37-50 39
C. Palace 33 11 5 17 46-53 38
B’mouth 34 10 8 16 49-63 38
West Ham 34 10 8 16 44-59 38
Leicester 32 10 7 15 41-53 37
Burnley 34 10 6 18 33-49 36
Hull 34 9 6 19 36-67 33
Swansea 34 9 4 21 39-68 31
M’brough 33 4 12 17 23-43 24
Sunderland 32 5 6 21 26-58 21
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum á Englandi
Swansea City
Gylfi Þór Sigurðsson
Lék allan leikinn og lagði
upp fyrra mark Swansea
í 2-0 sigri á Stoke. Þetta var fyrsti
sigur Swansea síðan 4. mars.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Var á sínum stað í byrj-
unarliði Cardiff sem gerði
markalaust jafntefli við Wigan.
Wolverhampton Wanderers
Jón Daði Böðvarsson
Lék seinni hálfleikinn
í markalausu jafntefli
Úlfanna og Blackburn.
Fulham
Ragnar Sigurðsson
Sat allan tímann á
bekknum þegar Fulham
vann öruggan sigur á Huddersfield.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Kom ekkert við sögu
þegar Bristol vann 3-2
sigur á Barnsley á heimavelli.
Harry Kane gengur niðurlútur af velli eftir 4-2 tap Tottenham fyrir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Kane skoraði laglegt skallamark í leiknum en það dugði ekki til. noRDiCPHoToS/GETTy
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Kom inn á sem varamaður
á 62. mínútu í 0-2 tapi fyrir
Man. Utd. Þetta var fyrsti
leikur Jóhanns Berg eftir meiðsli.
Chelsea - Tottenham 4-2
1-0 Willian (5.), 1-1 Harry Kane (18.), 2-1
Willian, víti (43.), 2-2 Dele Alli (52.), 3-2 Eden
Hazard (75.), 4-2 Nemanja Matic (80.).
Arsenal - Man. City 2-1
0-1 Sergio Agüero (62.), 1-1 Nacho Monreal
(71.), 2-1 Alexis Sánchez (101.).
Enska bikarkeppnin
Undanúrslit
2 4 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r14 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
2
4
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
B
2
-9
5
D
8
1
C
B
2
-9
4
9
C
1
C
B
2
-9
3
6
0
1
C
B
2
-9
2
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K