Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 15
Rannsóknarleiðangur
fyrir 100 árum
ís á Nykurtjörn allt sumarið
Gamalt vísnahrafl
Árið 1896 átti Þorvaldur Thor-
oddsen leið um Svarfaðardal á
leið sinni út með Eyjafirði áleiðis
til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Hann hafði verið beðinn að líta á
Nykurtjörnina fyri ofan Grund
og gefa góð ráð um vargir gegn
vorhlaupunum úr tjórninni
sem sífellt vofðu yfir túni og
húsum á bænum.
Þorvaldur fór upp að tjörn-.
inni í fylgd með þeim Jóhanni á
Hvarfi og Þorgilsi á Sökku.
Hann lýsir tjörninni vel í Ferða-
bók sinni bindi IV. En í stað þess
að láta í ljós sjálfstætt álit á
orsökum hlaupanna segir hann
frá því, að árið 1888 hafi Jóhann
á Hvarfi farið við fjórða mann
uppeftir og rannsakað tjörnina
og gefið amtsmanni á Akureyri
skýrslu um athuganir sínar. „Af
því að skýrsla þessi um ferð
þeirra félaga er góð oggreindar-
lega samin og lýsir vel landslagi
og öðru, leyfi ég mér að setja hér
aðalinntak hennar,“ segir Þor-
valdur.
Skýrsla Jóhanns á Ytra-Hvarfi.
Hér birtist skýrsla Jóhanns með
nokkrum úrfellingum þó pláss-
ins vegna. Ymislegt er athyglis-
vert í þesari greinargerð. Fyrst
og fremst sá gamli skilningur
manna, þ.á.m. líklega Thor-
oddsen, á orsökum hlaupsins úr
tjörninni, sem Jóhann setur
fram.
Vel mega menn líka taka eftir
því, sem fram kemur um ísinn á
Nykurtjörn og þá sögu, sem það
segir um árferðið um þetta leyti.
Þá er gaman að lesa um þessi
litlu krabbadýr, sem Jóhann
segir frá. Nú eru þau trúlega
aðalundirstaðan undir silungs-
lífinu í tjörninni.
Ritstj.
„Hinn 3. nóvember fórum við
snemma morguns frá bæjum, er
næst liggja, því fyrr var það ekki
tiltækilegt, þar sem ís leysti
aldrei af tjörninni á þessu sumri
nema með löndum fram; voru
þær vakir nú lagðar, svo hægt
var að komast út á tjörnina; til
þess höfðum við haft í sumar
kunnugra manna eftirlit, hve-
nær þess væri kostur. Að vorinu
var ekki til þess hugsandi, þar
sem allt landið í kring ogtjörnin
var hulin þykkum gaddi. Við
biðum því þess, að upp tæki,
sem þó að lokum eftir sumarið
varð allt of lítið.
Við höfðum með okkur verk-
færi til að brjóta göt á ísinn. Það
gjörðum við á sjö stöðum eftir
fyrirsögn eins fylgdarmannsins,
sem var gagnkunnugur tjörn-
inni, þegar hún var auð. Við
mældum dýpi í hverri vök, sem
gjörð var og fundum minnst 4
faðma, en mest 9 faðma dýpi.
Yfirborðið mældum við, og er
það um 500 m á lengd, en að
jafnaði 150 m á breidd. Aeinum
stað var ísinn nær þrjár álnir á
þykkt; þar lá hraunhaugur, sem
borizt hafði með snjóflóði ofan
úr klettum niður á ísinn; þess
háttar var víða sjáanlegt ofan á
gömlum haddi. Sýndi það merki
til, að ekki hefir umrót komið á
tjörnina á þessu ári, því allt var
óhaggað og ósprungið.
Farvegurinn er mjór og grunn
ur við tjörnina, og til langs tíma
eru bakkar hans órótaðir og
mosavaxnir, enda er farvegur-
inn þar að öllum jafnaði þurr
ofan eftir brúninni, annars sjást
ekki merki til langt ofan eftir
nefndri brún, að vatn falli
þar til muna, nerpa eftir náttúr^
legheitum, þegar leysingar eru.
Neðst í brúninni ofan til við
fletina, sem fyrr er á minnst,
fer lækurinn að koma fram, og
skiptir sér litlu neðar; fellur
nokkur hluti hans út og ofan í
svokallað Ljótsgil. Falla læk-
irnir þar í mjóum klofa; þar
vottar fyrst fyrir, að skriðu-
hrauntagl hefir kastazt fram úr
gilinu nokkurn spöl ofan á milli
lækjanna. Eins og áður er sagt,
hallar hrauninu vestur að tjörn-
inni, og í sömu stefnu virðist
botninum halla neðan vatns upp
að skriðum, er falla úr kletta-
belti (Nykurstöllum) neðst í
hnúkunum, og eru þar takmörk
tjarnarinnar að vestan, út og
suður, tilbreytingarlaust.
Þar sem hraunbotn fannst
með lóðinni alls staðar, þar sem
mælt var, virðast miklar líkur
lúta að því, að hin árlegu hlaup,
sem í lækinn koma, orsakist af
því, að ein eða fleiri botnæðar
liggi frá botni tjarnarinnardjúpt
niður í hraun, undir brúninni,
komi aftur fram niður í gili, ef til
vill á einum eða fleiri stöðum,
þar sem allt er stórgrýtis-
holhraun. Eru mikil líkindi til,
að á þessari leið sé einhver ketill
eða kimi, sem vatn geti safnazt í,
en frost á vetrum stífli fram-
rásina neðarlega í brúninni, sem
aftur þiðnar á vorin um sama
leyti, eftir því sem náttúran
framleiðir þetta, því austur-
hlíð brúnarinnar blasir mót sólu
á vorin og er oft snjólítil. Enn
fremur bendir til, að svo geti
verið, að ekki komi hlaup í
Iækinn fyrri en í 13. viku sumars
þ.á., því þá fyrst var þiðnað og
upp tekið framan á brúninni að
sama hlutfalli sem um fardaga
undanfarin ár, og jafnaðarlega
hefir á því tímabili í hann
hlaupið. Vegna þess að hlaupið
mun aldrei koma ofanjarðarfrá
tjörninni fram yfír brúnina,
byggjum við álit okkar á því,
sem að framan er sagt; að öðrum
kosti virðast hlaupin ekki geta
staðið í nánu sambandi við
tjörnina, sem eru þó miklar
líkur til að sé.
Við látum þess hér við getið til
athugunar, að fyrir 10 árum
kom fólk, sem var á grasafjalli
frá Grund, að tjörninni um
fardagabil. Hafði þá vorað vel
og var ís leystur af allri tjörn-
inni. Það settist sunnan við
lækinn rétt við tjörnina um
lágnætti og horfði á vatnið;
sagði þá vinnumaður frá Grund,
sem var í förinni: „Nú hleypur
lækurinn á morgun.“ Hinir
spurðu, hvað hann hefði til
merkis. Sýndi hann þá, hvar
smábólur sáust koma upp í
tjörninni, svo sem rúman faðm
frá landi; maður þessi kvaðst
fyrr hafa orðið þess var, þegar
hlaup væru nálæg. Fólkið fór
strax heim og sofnaði, en um
dagmál var hlaupið komið í
lækinn. Þetta megum vð segja
sannhermt. Af þessu lítur út
fyrir, að vatnsæðar niðri í
brúninni hafi verið að ná
framgöngu. Enn fremur bar svo
til, að smalamaður kom fyrir
mörgum árum að tjörninni að
morgni dags í fjarska miklum
hita og ætlaði að drekka. Sá
hann þá mörg lifandi smádýr
við bakkann, hætti við og tók
hellu og þeytti henni með
þessum dýrum á land. Þau voru
rauðbrún á lit með hala, sem var
tvískiptur aftast, flatvaxin að
ofan að sjá, með sívölum búk
undir kápu þessari, ekki ólík
fiðrildi að lögun. (Þetta hafa
auðsjáanlega verið krabbarþeir,
sem kallaðir eru skötuormar;
(Lepidurus); þeir eru algengir í
fjallavötnum á Islandi.)
Þegar vakirnar komu á ísinn
hjá okkur, kom aragrúi af
smádýrum með vatnsólgunni
upp um götin. Þau voru fagur-
rauð og á stærð við fló.
(Vatnaflær (Daphniæ) eru og
mjög algengar í fjallavötnum;
þær eru líka krabbadýr.) Mest
bar á þessu, þar sem vatnið var
heitast, því mikill munur var á
hita og kulda í því. Var það
heitast um miðju tjarnarinnar,
svo lítill kuldi fannst á bert
hörund, en ískalt syðst.“
Jónas Þorleifsson:
Jónas bóndi Þorlcifsson i Koti er allra
manna best heima í margskonar göml-
um svarfdælskum fróðleik bæði í
bundnu og óbundnu máli.
Hann gerði það fyrir lesendur Norð-
urslóðar að setja á blað til birtingar
þessa vísnasyrpu með skýringum, og er
það hald hans að fæst af þvía.m.k. hafi
áður komist niður á hlað.
Þegar Halldór Þorkelsson (1785-
1763) bjóá Urðum hafði hann um tíma 3
vinnumenn, sem allir voru hagmæltir.
Voru það Jón sonur hans, siðar bóndi í
Klaufabrckkum, fóstursonur hans
Rögnvaldur Rögnvaldsson. síðar bóndi
á Klængshóli og Jón Bjarnason. lengi
vinnumaður hér í sveit og víðar.
Halldór bjó með ráðskonu um þessar
mundir. var það dugnaðarkvcnmaður.
en þótti helst til gott að fá sér í staupinu.
Eitt sinn, cr hún var all vel við skál kvað
Jón Bjarnason:
Kámutíl glennir kjálkaskinn,
kníkóll spennir irvni.
Fálan rennur fram og inn
/iill af brennivini.
Eitt sinn var það. að Halldóri bónda
gekk illa að vekja ráðskonu. Þá kvað
.lón Bjarnason:
Hann er að liengja henni á.
Iwna enginn vekja nw.
Bvsna lengi bryójan lá.
Bakkurs J'engiö liaföi hún />á.
Stúlka á Urðum sagði það væri
maðkur í llski. sem hún varað borða. Þá
kvaðJ.B.:
h'annstu inaur i jiskinuni.
Johlin gláöar ijarna?
Dnföu hann út q/ iliskinuni
íljöfullinn /wnn arna.
Jón Halldss. botnaði
Halldór sval' í alþiljuðu húsi og kvöld
eitt. þegar hann var háttaður. fcr
ráðskona innfyrir til hans og skellir
hurðinni allharkalega á eftir sér. Þá
kvað J.B.:
Hiiröin sinall og lnill við ga/l
sem hlypi í /jalli skriða.
h'iis i svall iiiii /riggjarlijall.
fer />á kurl aö iöa.
Rögnvaldur botnaði:
og Jón Halld.
Ólal'ur i Gljúlrárkoti var að slá. Var
heitt i veðri og fór hann úröllum fötum
og sló ber. En kýrin hans komst í l'ötin
og át þau. ..Og þarna stóð ég svo cins og
af móðurlífi" sagði hann frá síðar.
Þá kvað Rögnvaldur á Klængshóli:
Kheöin gtíðu g/ey/ui áð
á grænii Óösins vifi.
En áhnarjiíöiir e/iir slóö
eins og úr iiióöaijifi.
Hans Baldvinsson senl'i frá sér þessa
framtalsvísu. þegar hann bjó í Sauða-
neskoti:
Köinirinn svarnir, kýrnar tvier.
krakkar þrir ng álján œr.
Ttílf genilinga lel égflesi.
ivo Iniiu/ii og gráan hesl.
Jón Jónsson (Sælor) hagyrðingur var
i göngum. og beið hann á Gljúfrárkots-
túninu á nteðan aðrir fóru fram á
Gljúfrárdalinn. Mun honum Itafa runn-
ið í brjóst um stund. Á cl'tir kvað hann:
(iljúfrárkoisvelli eg lugöi mig lági
og hirái á vangann.
Kg vissi ekki af nier en vaknaöi hniu
viö valnsniöinn sirangan.
Siökk eg á ftéiur og liugsaöi hreini.
hvaö hreif niig frá ilruiinii.
Þaö var hún Gljúfni. seni heljaöi heinl
i hununili siraiinii.
kemur ein eltir óvissan
Og hér
höfund:
Ktifrvkur viö kaf/istant/
klerks i háu sloii.
hii />á er veriö aö liiia liltintl
heinia i Tjarnarkoii.
Gamlir húsgangar:
Skeinniiun er />aö niesia niin
i myrkri fremja gleim.
Sjál/iir eigöu sviöin />in
og súrsniér viö þeini éllu.
Þorláksilug i inalinn niinn
inorkinn /ékk ég hákarHnn
haröq/isk inn liáljharinn
og liákarlsgrúlarhrceöinginn.
Hann hel'ur langað til að hátta þann,
sem geröi þcssa vísu:
Kohlinnn nú er koniin nóll.
kennir hia skrokkur.
Mjallahnúiltjolilin /Ijiíil
/áröu aö húa iun okkur.
Og vonandi hcfur hann sofið vel. Það
vona ég. að þið gcrið líka. lesendur
góðir.
J. Þ.
Jólaöl - -
Jólagosdrykkir
Munið jólaölið vinsæla
í 10 I kössum frá Sana.
Pantanir í síma 61304.
Afgreitt 21. og 22. des. frá kl. 13-18 e.h.
í Ásvegi 13 Dalvík.
Umboð fyrir: Pepsi Cola, Pepsi Cola Diet, Appelsínu
límonaði, Mirinda, Mix, Seven Up, Thule öl
og Pilsner.
Ekkert jólaborð án Sana og Sanitas drykkja.
Sana-umboðið Ásvegi 13 Dalvík slmi 61304.
NORÐURSLÓÐ - 15