Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Page 1

Norðurslóð - 16.12.1981, Page 1
Messufólk á Tjörn 7. júní 1896 1. Séra Tómas Hallgrímsson, Völlum. 2. Séra Kristján Eldjárn Þórarinsson, Tjörn. 3. Una Jóhannesdóttir, Uppsalakoti. 4. Jón Tr. Jóhannsson, meðhjálpari, Tjörn. 5. Ingigerður Zóphoníasdóttir, lengst á Skáldalæk. 6. Sesselja Jónsdóttir, Tjörn. 7. Guðrún Guðmundsdóttir, Hrappstaðakoti. 8. Jón Jónsson, Hrappstaðakoti. 9. Þorbjörg Kristjánsdóttir, Tjörn. 10. Petrína Hjörleifsdóttir, Tjörn. 11. Þorbjörg Þórarinsdóttir, lengst í Gullbringu. 12. Sesselja Kristjánsdóttir Eldjárn, Tjörn. 13. Sigurður Jóhannsson, lengst í Gullbringu. 14. Vilhjálmur Einarsson, Jarðbrúargerði, siðar á Bakka. 15. Þór Vilhjálmsson, Jarðbrúargerði, síðar á Bakka. 16. Guðrún Gísladóttir, Ytraholti. 17. Guðrún Jóhannesdóttir, Ytraholti. 18. Jóhannes Þorkelsson, Ytraholti. 19. Soffía Zóphaníasdóttir(?),BrekkumeðbarnsittÖnnuSigfús- dóttur. % Við þessa messu var altaris- ganga með fermingarbörnum sem fermst höfðu í Tjarnar- kirkju á hvítasunnudag hálfum mánuði áður. Þau voru aðeins fimm talsins: Dagbjört Jóhann- esdóttir Ytraholti, Dórothea Þórðardóttir Steindyrum, Guð- rún Sigfúsdóttir Syðraholti, Jón Pálsson Bakkagerði og Þorbjörg Kristjánsdóttir Tjörn. Gera verður ráð fyrir að þau séu á myndinni svo og aðstand- endur þeirra, enn fremurfólk úr Tjarnarsókn, en reyndar einnig fleiri. Ekki er víst að þetta séu allir kirkjugestirnir. Að svo stöddu hefur ekki reynst unnt að bera kennsl á fleiri en þá sem skýringarmynd sýnir. En hugs- anlegt er að fleiri þekkist, einkanlega ef bændur og bœnda konur á nœstu bœjum eru höfð í huga og mjög líklegt er að verið hafi við kirkju þennan dag. Jón J. Árnason (1853-1927) smiður og Ijósmyndari á Lauga- landi á Þe/amörk mun hafa tekið þessa mynd eins og margar aðrar hér nyrðra á síðustu árunum fyrir aldamót. Eintakið sem hér er prentað eftir var í eigu séra Kristjáns. Um nokkurt skeið varþað týnt, en Sesselja Eldjárn fann það í bókakistu á kirkjulofti og þar með var því borgið. Einhvern- tíma skömmu upp úr 1960 lánaði Sesselja myndina til eftirtöku hjá Jóni Kaldal Ijós- myndara í Reykjavík. Þar brunnu og skemmdust margar myndir í eldsvoða 1963 og var jafnvel talið aðþessi myndhefði glatast. Fyrst 1977 var gerð rœkileg gangskör að því að leita hennar meðal leifa frá brunan- um, og þar fannst hún reyndar, en talsvert skemmd af reyk og hita. Fœr Ijósmyndari tók að sér að gera eins góða eftirmynd og efni stóðu til og það er hún sem hér birtist. Upprunalegu mynd- ina gaf Sesselja Þjóðminjasafni Islands. Talið hefur verið að þetta sé eina kopían sem til er afþessari sögulegu mynd. Það er þó ekki endilega víst. Æski/egt vœri að hugsanlegur eigandi betra ein- taks af myndinni gæfi sig fram og kynni þá að vera unnt að bera kennsl á fleira messufólk. Það mundi auka gildi myndar- tnnar. f JOLADAGBOK Aðfangadagskvöld kl. 6: Aftansöngur í Dalvíkur- kirkju. Jóladagur: Kl. 1,30: Messa í Vallakirku Kl. 3,30: Messa í Tjarnarkirkju. 2. jóladagur: Kl. 2: Messa í Urðakirkju. 3. jóladagur: Kl. 2: Messa í Dalbæ. Nýársdagur: Kl. 4: Messa í Dalvíkurkirkju. Verslanir K.E.A. verða opnar á laugardögum í desember sem hér segir: Laugardaginn 19. des. verður opið frá kl. 13 - 22. Miðvikudaginn 23. des. verður opið frá kl. 9-23. Fimmtudaginn 24. des. verður opið frá kl. 9-12. Söluop verða opin sunnudaginn 27. des. frá kl. 14-18 Söluop verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Sunnudaginn 3. í jólum heldur U.M.F. Þorsteinn Svörfuður hátíðlegt 60 ára afmæli sitt með fjöl- breyttri dagskrá. Auk heimafólks eru allir fyrrver- andi félagar hjartanlega velkomnir. Samkoman hefst kl. 9 e.h. Þriðjudaginn 29. des. heldur kvenfélagið Tilraun barnaball með jólasveinum og öllu tilheyrandi. Ballið byrjar kl. 13.30. Jólaskemmtun barnanna á Dalvík verður þann 29. desember kl. 3 e.h.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.