Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 24

Norðurslóð - 16.12.1981, Blaðsíða 24
Svarfdælsk byggð & bær Sigríður með keðju formanns Norræna húsmæðrasambandsins. MERKISAFMÆLI Þann 1. desember varð 90 ára Þóra Jóhannesdóttir, fyrrum húsfreyja'á Ingvörum og Harðangri, (Grundargata 7) Dal- vík, ekkja Kristins Jónssonar járnsmiðs, er andaðist 1941. Þóra hefur dvalist á Kristneshæli mörg undanfarin ár. Þann 7. des. varð 70 ára Anna Stefónsdóttir, áður húsfreyja í Gröf og Böggvisstöðum og síðast lengi í Sólgörðum á Dalvík, kona Jóns Jónssonar fyrrv. skólastjóra. Þau hjónin dvelja nú á heimili aldraðra, Dalbæ á Dalvík. Þann 8. des. varð 70 ára Guðrún Arngrímsdóttir frá Vega- mótum, nú vistmaður í Dalbæ á Dalvík. Þann 9. des. varð 75 ára Friðrik Sigurðsson á Hánefsstöðum. Þau Friðrik og Kristbjörg Eiðsdóttir kona hans bjuggu á Hánefsstöðum frá því árið 1941 og þar til nú í haust að þau brugðu búi og fluttust til Dalvíkur. Þau búa nú á Böggvis- braut. Þann 27. des. verður 85 ára Jónína Guðlaugsdóttir fyrrv. hús- freyja á Hamri, ekkja Gunnlaugs Þorsteinssonar bónda þar. Hún fæddist á Knarareyri á Flateyjardal og ólst þar upp og á Tindriðastöðum í Fjörðum. Jónína dvelst nú í Dalbæ á Dalvík. Þann 27. des. verður 75 ára Kristján Kristjánsson frá Miðkoti. Kristján ólst upp í Miðkoti hjá hjónunum Önnu Björnsdótt- ur og Jóni Hanssyni. Hann var sjómaður lengst af æfinnar, en vann þó jafnframt aðbúskap þar heima í Miðkoti. Kristján er nú vistmaður í Dalbæ á Dalvík. Blaðið sendir öllu þessu fólki bestu heillaóskir. SKÍRN. Þann 25. nóv. var skírður Gunnar Björgvin, foreldrar Júlíana Astvaldsdóttir og Ari Gunnarsson sjómaður Kotárgerði 13, Akureyri. ANDLÁT. ; Þann 30. nóvember andaðist í F.S.A. María Jónasína Gunn- \ laugsdóttir í Framnesi. Hún var fædd í Hólkoti við Dalvík 4. okt. 1920, dóttir hjónanna Gunnlaugs M. Guðjónssonar j og Sesselju Sigurjónsdóttur frá Sæbóli. María fór ung að árum til Akureyrar og dvaldist þar 25-30 j ár, en kom síðan heim til Dalvíkur og var fyrst hjá móður sinni, en árið 1967 settu þau saman bú í Framnesi Sigmundur Sigmundsson og hún, og þar átti hún heima til dauðadags. Hún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju, en jarðsett á I Upsum 5. desember. Heiman ég fór ... Sigríður Thorlacius er fædd á Völlum 13. nóv. 1913, dóttir hjónanna Sólveigar Pétursdótt- ur Eggerz og séra Stefáns Kristinssonar (prestur á Völlum 1901-1941). - Ég fór alfarin að heiman 19 ára, en árið áður hafði ég lokið Samvinnuskólaprófi á einu ári. Leiðin lá hingað suður og lagði ég stund á verslunar- og skrif- stofustörf af ýmsu tagi. T.d. vann ég á skrifstofu Alþingis 1935 og síðar var ég þingskrif- ari á þremur þingum. Minnis- stæðastur er mér þingfundurinn þegar konungsvaldið var tekið inn í landið (árið 1940) daginn sem þjóðverjar hernámu Dan- mörku. Til þess sögulega fund- ar var boðað eftir miðnætti og hafði hanndjúpáhrif á mig. Það var mjög lærdómsríkt að starfa á Alþingi og kynnast því hvernig löggjöfin er byggð upp. Sömuleiðis urðu mér góður skóli þau sjö ár sem ég vann hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þá var almannatryggingalög- gjöfin einmitt að koma til fram- kvæmda. Svo hef ég unnið dálítið fyrir útvarpið, sá m.a. um þáttinn „Við sem heima sitjum“, einnig hef ég þýtt sögur og erindi og lesið upp í útvarpi. Sigríður er þjóðinni kunnust fyrir störf sín að félagsmálum. Fyrir þau hefur hún fengið fálkaorðu og í ofanálag 1. stig af Dannebrog, er Margrét Dana- drottning kom í opinbera heim- sókn til íslands. Hún lætur sér fátt um finnast: -Já, þessar orður eru svo sem stílaðar á mitt nafn, en ég lít fyrst og fremst á.þær sem viður- kenningu til Kvenfélagasam- bandsins. Það sem ég hef gert er ekkert merkilegt, ég hef alltaf haft mjög góða aðstöðu til að sinna þessum hugðarefnum mínum og hef hlotið mikla uppörvun bæði í uppvexti frá foreldrum mínum og síðar frá manninum mínum, sem hefur stutt mig og hvatt með ráðum og dáð. Hver er sá góði maður? Birgir Thorlacius heitir hann, frá Búlandsnesi við Djúpavog, og erum við systra- börn hjónin. Við kynntumst í Samvinnuskólanum, og giftum okkur 13. maí 1939. Hann er ráðuneytisstjóri í Menntamála- ráðuneytinu. Við eigum engin börn og þegar ég var komin um fertugt fór ég alfarið að helga mig félagsmálum. Það byrjaði með stofnun Styrktrarfélags vangefinna á 6. áratugnum. Ég var á þeim árum að skrifa fyrir Tímann og hafði lengi haft áhuga á að beita kröftum mínum í þágu vangefinna. Ég varð því mjög glöð þegar ég var beðin að vera með í stofnun félagsins. ég varformaður fram- kvæmdanefndar fyrir Lyngás- heimilið og einnig í stjórn Bjarkarássheimilisins meðan verið var að koma þeim upp. Ég var kosin í ritstjórn Húsfreyjunnar varð ritstjóri hennar 1968-71 og aftur núna síðustu árin. ístjórn Kvenfélaga sambandsins hef ég verið lengi formaður þess var ég á árunum ’71-’79. ísland skoraðist lengi vel undan því að taka að sér formennsku í’Norræna hús- mæðrasambandinu, en ’76 þótti okkur það ekki lengur fært og tók ég það starf að mér í fjögur ár til '80. í tengslum við það hef ég tvisvar setið þir.g hjá Alþjóða samb. húsmæðra (nú síðastl. sumar í Hamborg) þá var ég meðal fulltrúa íslands á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexico og aftur í fyrra í Kaupmannahöfn. Hvað um pólitikina? - Ég var á tímabili að buslast dálítið á vegum Framsóknar- flokksins. Var í fulltrúaráði og blaðstjórn Tímans um skeið, form. Félags Frams.kvenna í tvö eða þrjú ár fyrir 1970 og varamaður í borgarstjórn eitt kjörtímabil. f sjö ár starfaði ég í félagsmálaráði R.víkurborgar, en þessu hætti ég öllu saman er ég hóf störf hjá Kvenfélagasam- til að stofna kvenfélag, þ.e. 1869. Nú, við hjónin skrifuðum einu sinni Ferðabók, þar sem við segjum frá nokkrum af utanlandsferðum okkar. End- urminningar Maríu Markan skráði ég eftir henni sjálfri og hafði ég afskaplega gaman af því. Þegar ég hætti fastri vinnu utan heimilis fór ég að þýða bækur, aðallega fyrir börn. Vin- sælastar hafa orðið Ævintýra- bækur Enid Blyton, en skemmti Frá þingi Alþjóðasambands húsmæðra í Hamborg 1980. bandinu. Formennskan þar var nú alveg nóg. Langaði þig aldrei á þing? - Nei, það hefði ekkert þýtt, einfaldlega vegna skapferlis míns. Mér hafa aldrei fallið þær vinnuaðferðir sem viðast gilda á Alþingi milli manna, bæði innan flokkanna og utan. Úlfúð og sundurlyndi er hins vegar nær óþekkt fyrirbæri í þvístarfi sem ég hef kynnst hjá Kven- félagasambandinu og þar hef ég verið mjög ánægð. Þar ríkir þó síst minni baráttuhugur fyrir bættu mannlífi en annars staðar þar sem um stór mál er fjallað, en við vinnum saman, ekki hvert gegn öðru. Við hellum okkur út í umræður um jafnréttismál uni stund og Sigríður segir okkur nokkur hastarleg dæmi um það hvernig karlmenn hafa ætlað sér að „klappa henni á kollinn“ stund- um í samstarfi í félagsmálum. Það kemur fram í spjalli okkar að henni finnst kvennaframboð tímaskekkja, það hefði átt að koma fram 1976 í beinu fram- haldi af bylgjunni sem þá var nýrisin. Því næst snúum við okkur að þeim bókum sem Sigríður hefur þýtt og samið. Þar ber hæst Margar hlýjar hendur sem er saga Kvenfélagasambands fs- lands rituð af Sigríði í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Þetta er mikið ritverk og er þar drepið á sögu allra félaga úti um land, sem mynda sambandið. - Þótt bókin sé stór og efnis- mikil inniheldur hún ekki nema lítið brot af öllu því efni sem til er og ég var búin að tína saman. Saga Kvenfélagasambandsins er mjög merkileg og líka löng, því eftir því sem ég kemst næst voru íslenskar konur fyrstar í Evrópu legust þykir mér Fólkið mitt og fleiri dýr eftir Gerald Durrell. Það er bók fyrir fólk á öllum aldri. Litlu fiskarnir eftir Erik Christian Haugand er yndisleg bók, en montnust er ég af að hafa þýtt Marselínó eftir Sanchez Silva úr spænsku, en það gerði ég með aðstoð góðra manna. Yfir tebolla hvetur Júlíus Sig- ríði til að hefjast nú handa um að skrá æviminningar sínar, en það segist hún ekki geta. - Ég hef svo stopult minni, segir hún. - Auk þess er ég að byrja að tína saman efni í afmælisrit Bandalags kvenna í Reykjavík, og það endist mér áreiðanlega næstu tvö árin. Er við höfum skoðað nokkrar myndir af foreldrum Sigríðar og vatnslitamynd af gamla Valla- bænum eftir Jón Helgason biskup kveðjum við Sigríði á heimili hennar að Bólstaðarhlíð 16 og þökkum fyrir spjallið. Brynja/Júlíus.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.