Norðurslóð - 14.12.1982, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
6. árgangur__________Þriðjudaginn 14. desember 1982__________10. tölublað
Jólakvöld
Nú skal leika á langspilið veika
og lífsins minnast í kveld,
hjartanu orna við hljóma forna
og heilagan jólaeld,
meðan norðurljós kvika og blástjarnan blikar
og boganum mínum ég veld.
Ég blundaði hljóður við brjóst þín, móðir,
sem blómið um lágnœttið.
Þú söngst um mig kvœði, við sungurn bœði
um sakleysi ástir og frið.
Þú gafst mér þann eld, sem ég ennþá íkveld
get ornað hjartanu við.
Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál
og hug mínum lyftir mót sól.
Þú gafst mér þá þrá, sem ég göfgasta á,
og þá gleði, sem aldrei kól.
Ef ég hallaði mér að hjartanu á þér,
var mér hlýtt, þar var alltaf skjól.
En útþráin seiddi mig ungan og leiddi
á ótroðinn skógarstig.
Þrestirnir sungu, þyrnarnir stungu,
þorstinn kvaldi mig.
Þá græddi það sárin og sefaði tárin
að syngja og hugsa um þig.
Og nú vil ég syngja og sál mína yngja
með söngvum um lágnœttið hljótt
og hvísla í norður ástaroröum
meöan allt er kyrrt og hljótt,
og láta mig dreyma um Ijósin heima,
sem loga hjá mömmu í nótt.
D. St.
Litaður gluggi í Tjarnarkirkju gerður af Valgerði Á. Hafstað
DAGBÓK
Aðfangadag kl. 16.30. Aftansöngur í Dalvíkur-
kirkju. Séra Hannes Blandon.
Jóladag kl. 15.
Messað í Tjarnarkirkju. Séra Trausti Péturs-
son.
Annan jóladag kl. 14.
Messað í Vailakirkju. Séra Hannes.
2. janúar kl. 14.
Messað í Urðakirkju. Séra Hannes.
Kl. 16 messað íDalvíkurkirkju. Séra Hannes.
Afgreiðslutími verslana á Dalvík um jólin.
Verslanir KEA verða opnar:
Laugardaginn 18. des. verðuropiðfrá kl. 13-22.
Þorláksmessu 23. des. verður opið frá kl. 9-23.
Aðfangadag 24. des. verður opið frá kl. 9-12.
Gamlársdag 31. des. verður opið frá kl. 9-12.
Söluop verða lokuð á aðfangadag, jóladag,
annan jóladag og nýársdag.
Eftirtaldar deildir verða lokaðar vegna vöru-
talningar sem hér segir:
Kjörbúðin við Skíðabraut á gamlársdag. Mat-
vörudeild 3. jan., Vefnaðarvörudeild 3. og 4.
jan., Sport- og búsáhaldadeild 3. jan., Bygg-
ingavörudeild 3. 4. og 5. jan.
Verslunin Ýlir.
Laugardag 18. des. opið frá kl. 10-22.
Sunnudag 19. des. opið frá kl. 10-14.
Þorláksmessu 23. des. opið frá kl. 9-24.
Aðfangadag 24. des. opið frá kl. 9-12.
Gamlársdag 31. des. opið frá kl. 9-12.
Verslunin Sogn.
Laugardaginn 18. des. opið frá 10-22.
Þorláksmessu 23. des. opið frá kl. 9-24.
Aðfangadag 24. des. opið frá kl. 9-12.
Gamlársdag 31. des. opið frá kl. 9-12.
Apotekið.
Laugardag 18. des. opið frá kl. 9.30-12.00 og
13.15-22.00.
Þorláksmessu 23. des. opið frá kl. 9.30-23.00.
Aðfangadag 24. des. opið frá kl. 9.30-12.00.
Gamlársdag 31. des. opið frá kl. 9.30-12.00.
Verslunin Víkurtorg.
Laugardaginn 18. des. opið frá kl. 9-22.
Þorláksmessu 23. des. opið frá kl. 9-23.
Aðfangadag 24. des. opið frá kl. 9-12.
Gamlársdag 31. des. opið frá kl. 9-12.
Sparisjóður Svarfdæla.
Aðfangadag 24. des. opið frá kl. 9.15-12.
Gamlársdag 31. des. opið frá kl. 9.15-12.