Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 14.12.1982, Blaðsíða 2
Aldarafmæli Halldórs í Brekku Tjarnarkirkju gefin minningargjöf Þann 10. desember voru 100 ár liðin frá fæðingu Halldórs Kristins Jónssonar bónda og dýralæknis í Brekku. Til að minnast aldar- afmælisins færðu aðstand- endur þeirra hjóna, Halldórs og Þórlaugar, Tjarnarkirkju að gjöf 20 sálmabækur og veggskáp fyrir þær. Þessi gjöf er vel við eigandi m.a. fyrir þá sök að Halldór var um langt skeið meðhjálpari og mikill velunnari kirkjunnar. Halldór var fæddur í Sælu, en ólst að mestu upp á Hjalta- stöðum í Skiðadal. Kona hans var Þórlaug Oddsdóttir bónda og skipstjóra í Hrings- dal á Látraströnd. Þar bjuggu þau hjónin fyrstu árin, en fluttu síðan hingað í sveitina og bjuggu í Brekku langan aldur. í ritinu Svarfdælingarsegir svo um Halldór í Brekku: „Hann varbúfræðingurog bjó snoturlega, en gegndi auk þess ýmsum trúnaðar- störfum i þágu sveitunga sinna, var t.d. forðagæslu- maður, safnaðarfulltrúi og meðhjálpari um langt skeið. Hann lærði dýralækningar á námskeiði í Reykjavík og stundaði þær um árabil. Farnaðist honum vel í því starfi, því hann var dýravinur og brá jafnan við ef hans var þörf til að líkna skepnum. Taldi þá ekki eftir sér erfið ferðalög, því hann var léttur í hreyfingum og röskur ferða- maður. Halldór var trú- hneigður og sérlega kirkju- rækinn, greiðvikinn maður og góðgjarn.“ Sóknarnefnd Tjamarkirkju hefur beðið blaðið að koma á framfæri innilegu þakklæti til gefendanna fyrir þessa góðu og þörfu gjöf. Björgunarsveit Slysavamarfélagsins „frekir til fjárins um þessar mundir“ Á öðrum stað hér í blaðinu auglýsir , kiwanisklúbburinn Hrólfur sölu flugelda til styrktar björgunarsveit Slysavarnar- félagsins á Dalvík. Blaðið hringdi í formann björgunarsveitarinnar, Ólaf Thoroddsen kennara og spurði, hvað þeir væru að sýsla. Ólafur sagði að það væri ýmislegt og þeir væru nokkuð frekir til fjárins tim þessar mundir. í sveitinni eru um 25 manns. Þeir eiga góðan torfæru- bíl, ennfremur „slöngubát sem sagt farartæki til björgunarásjó og landi. Færanlega rafstöð á sveitin líka svo hægt sé að hal'a Ijós þótt rafmagnslaust verði, ennfremur að lýsa upp hugsan- lega slysstaði. Á þessu ári hafa líka farið fram endurbætur á húsnæði t.d. bílskúr við Jónínu- búð. Rétt núna er sveitin að verða sér úti um flotbúninga fyrir áhöfn „slöngubátsins". Það kostar talsverða peninga og kemur sér þá vel að l'á fjár- stuðning frá Kiwanismönnum. Ennfremur hal'a „stelpur" í kvennadeildinni haldið basar til ágóða fyrir björgunarsveitina. Einnig það hjálpar. Björgunarsveitin er þakklát öllum velunnurum sínum og velgerðarmönnum og sendir öllum héraðsbúum bestu jóla- og nýárskveðjur. Loðdýraeldi í Svarfaðardal Félagar úr björgunarsv. f. v.: Valur, Torfi, Hörður, Herbert og Jóhannes. Ljósm. Ó.T. Stelpurnar héldu basar og höfðu upp 8.500 kr. 4^—á L.oðdýraræktin er í uppsiglingu hér í byggðarlaginu. Allir kannast við loðdýrabúið mikla á Böggvisstöðum. sem Þor- steinn Aðalsteinsson rekur. Það mun vera stærsta búið í landinu með um 2600 minkalæður og 400 refalæður og tilheyrandi karldýr. N ú eru komin dýr í tvö önnur bú hér í sveitinni. í Ytra-Garðs- horni hjá þeim feðgum Hjalta og Jóni eru nú 45 læður og 16 högnar og á Þverá í Skíðadal hjá Ingva Eiríkssyni eru 40 læðurog 13 högnar hvortveggja í nýbyggðum húsum. Áð lokum er svo verðandi loðdýrabú hlutafélags, sem Dalalæða nefnist, í landi Sökku fyrir ofan Saurbæjarhól, þar sem áður fyrr stóð kotbýli, sem Saurbær hét, en stundum kallað Sökkukot. Þar stendur til að taka 80-100 refalæður og til- heyrandi fjölda högna (steggi) nú fyrir jólin. Sá fjöldi rúmast í öðrum helming dýraskálanna þar, en áhugi er fyrir að í hinum helmingnum verði minkar. Ólík- legt er þó að það geti orðið fyrr en skipt hefur verið um minka- stofn í Böggvisstaðabúinu því fyrst um sinn a.m.k. munu öll loðdýrabúin hér kaupa fóður þaðan. í viðtali við Þorstein Aðal- steinsson kom fram að hjá honum er nú mikið um að vera. Verið er að verka skinn og ganga frá til brottsendinga Eru 16 manns í vinnu þar þess dagana, en jafnarðarlega yf árið vinna þar nú 7-10 manns Nú þegar samdráttur er atvinnu sem tengist útgerð o fisk\innslu má það vera gleð efni að nýr atvinnuvegur er uppsiglingu. sem miklar von eru við bundnar. Skíðafélag Dalvíkur 10 ára: Mikill hugur í mannskapnum Þann 11. nóv. varð Skíðaf. Dalvíkur 10. ára, haldið var upp á afmælið í Berþórshvoli 27. nóv. með mikilli veislu. Þangað var boðið öllum félugum Skíðafélags- ins, komu þangað um 80 manns. Nú fer að styttast i það að skíðasvæðið verði opnað því búið er að setja niður mótorinn við neðri lyftuna, en hann hefur verið í viðgerð. Um starfsemina á komandi vetri er það helst að segja að búið er að ráða mann í fullt starf, sem felst í urnsjón með mannvirkjum og keyrslu snjótroðara, en eftir sem áður verður lyftuvarsla unnin í sjálfboðavinnu um helgar og á kvöldin. Fyrirhugað erað halda opinni braut fyrir göngufólk í vetur, og áætlað er að það fólk, sem notar þessa þjónustu, greiði fyrirhana og verður það eitt gjald, sem gildir allan veturinn. 1 vetur verður Ævar Klemens- son með daglegar ferðir á skíða- svæðið, og ætti það verða mikil bót, sérlega fyrir yngri kynslóð- ina. Til fjallanna líður löngun mín. Lyftugjöldin í vetur verða sem hér segir: to dags- daga- árs- kort kort kort 12 ára og yngri 15 kr. 120. 325. 13 - 15 ára 25 kr. 200. 500. 16 ára og eldri 50 kr. 400. 800. í sumar var unnið við viðhald á mannvirkjum, skipt um togvír á neðri lyftunni, hús málað, vegur lagfærður og bílastæði stækkuð. H.J. NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Af hverju? Sá tími sem nú fer í hönd hefur um aldir orðið mönnum tilefni til hátíðarhalda. E'orfeður okkar héldu sín jó) til að fagna þvíað dag tók aftur að lengja, myrkriö vék fyrir ljósinu. í dag eru jólin ekki aðeins nefnd hátíð ljóssins heidur og hátíð friðarins eða hátíð barnanna. Nú á aðventu er því nærtækara en í annan tíma að velta fyrir sér hvernig mannkynið er statt með tilliti til friðar og barna. Sú heimsmynd sem fjölmiðlar draga upp og erþví miðursönn svo langt sem hún nær, hlýtur að setja að okkur ugg varðandi framtíð barna þessa lands og heimsins alls. Sú hugsun læðist jafnvel að, að e.t.v. verði ekki um neina framtíð að ræða. Aldrei hafa verið framleidd jafn máttug vopn og í dag. Aldrei hefur jafnoft verið hægt að tortíma öllu lífi á jörðinni með þeim vopnum sem herveldin eiga í búrum sínum. Og enn er hrópað á meira. En hversu tryggur er sá friður sem byggir á slíku ógnar- jafnvægi. Eitt sinn skal hverdeyja og því furðulegt og vanvirðing við skynsemi fólks að halda því fram að friður sé tryggari ef vopnamagnið verður það mikið að unnt verði að tortíma öllu lífi margoft. Sem hetur fer hefur fjöldi fólks leyft sér að efast um og jafnvel hafna hinum útreiknaða ógnarfriði hernaðarfræðinga og hafna þeim hugmyndum að aukinn vígbúnaður tryggi frið. Aukin afskipti kirkjunnar af starfsemi friðarhreyfinga vekur vonir, ekki síst fyrir þá staðreynd að kirkjan er ekki eins háð landamærum ríkja og hernaðarblokka og stjórnmálamenn, sem miskunnarlaust eru merktir og básaðir cftir því hvað ráðandi öflum hentar í valda og vígbúnaðarkapphlaupinu svo sem hjáseta Islands á þingi S.Þ. sýndi þegar tillaga Svíþjóðar og Mexicó var borin undir atkvæði. Hverju svarar þú svo barninu sem spyr: Af hverju var setið hjá? Erum við ekki á móti kjarnorkuvopnum? Viljum við ekki stuðla að afvopnun? Við skulum svara slíkum spurningum hvert fyrir sig og sýna svör okkar í verki. Fljótum ekki sofandi aðfeigðarósi. Viðeigumekki að þurfa að líta undan þegar börnin spyrja: Af hverju? J.A. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.