Norðurslóð - 14.12.1982, Qupperneq 9
í jólablaði Norðurslóðar 1980
voru birtir myndskreyttir kaflar
úr Svarfdæla sögu. Þar sagði frá
Klaufa Snækollssyni og Yngvildi
fagurkinn, sambýli þeirra og
hjónabandserjum. Nú er þráður-
inn tekinn upp að nýju þar sem
segir frá eftirmálum eftir víg
Klaufa. Banamenn og mágar
Klaufa þeir Þorleifur og Olafur
Asgeirssynir frá Brekku hafa
verið dæmdir í útlegð og skulu
utan með skipi frá Siglufirði. En
skipið kemst ekki langt, það ferst
út af Fljótum og komst ekki
mannsbarn af svo alþýða manna
vissi.
Einn morgun var það, að
Heklu-Skeggi kom inn að Stein-
dyrum; hann var á vist með
Sigríði Klaufasystur. Hann sá,
að tveir menn höfðu vaðið yfir
ána; en því sá hann það glöggt,
að snjóföl var fallið, og kallaði
hann þá á Sigríði, og þá kenndu
þau sporin, að þeir Asgeirssynir
höfðu þar farið, því að tain hin
mesta var miklu meiri á Olafien
öðrum mönnum. Og þá bað hún
hann fara til Ufsa og segja Karli.
Hann brá við þegar og fer til
Hofs við hinn fimmtánda mann;
en Ljótólfur var ekki heima, og
var hann farinn inn til fjarðar.
Þau voru fyrir búi meðan
Ragnhildur og Skíði; þar var
Yngvildur fagurkinn. Förþeirra
gat Skíði litið.
Núvoru sveinarnir nýkomnir,
þeir Asgeirssynir, og stóðu hjá
Skíða, er hann ók á völl. Ekki sá
hann annað fangaráð en þeir
settust í haugstaðinn, og drap
hann að þeim mykjunni, er
freðið hafði, en síðan mokaði
hann að blautri mykju. Síðan
fór hann suður á völlinn, og bar
þá Karl aðogfrétti,hvað manna
komið væri tii hans.
Þættir úr Svarfdælasögu
Árni Hjartarson tók saman. Sigrún Kr. Eldjárn
gerði myndirnar
Skíði dragnaði eftir
Þá tók Karl reipi og renndi
rúmsnöru að fótum Skíða og
hnýtti í tagl hestinum og sté á
bak og ríður fyrir ofan Skorðu-
mýri.
Skíði dragnaði eftir, og var þá
eytt skógunum, og stóðu stofnar
eftir; hann hlaut að gnötra þar
um, til þess er Ögmundur hjó í
sundur taglið á hestinum og
mælti: „Illa munum vér það, er
faðir þinn mælti, því að hann var
vinur hans, er vér kveljum Skíða
svo“.
Hann kvað það ekki að sínu
viti, — ,,að neinir menn séu hér
kornnir".
„Leyndu eigi, Skíði“, sagði
Karl, ;,því að hér eru komnir
synir Asgeirs".
„Sagt er það, er ég mun
segja“, sagði Skíði.
„Förum vér heim“, sagði
Ögmundur, „og þæfum ekki
Skíða, rannsökum bæinn“,- og
svo gerðu þeir.
Fyrir sunnan hús lézt Ög-
mundur sjá rauðan kyrtil hanga
úti á ási, og diglaði niður úr, og
brá hann í munn sér og kenndi,
að salt var; síðan hljóp hann
suður um húsin með kyrtilinn og
dró með sér tík mikla og hjó af
henni höfuðið og færði búkinn í
kyrtilinn og lét taka strúpann
niður úr höfuðsmáttinni og dró
að dyrunum, þar sem þær voru
inni Ragnhildur og Yngvildur.
Hann mælti þá: „Hér megið
þið sjá, hvað vér höfum fundið;
illa hefur sá, er svo ótrúan vin
hefur sem Skíði er, því að hann
hefur sagt til þeirra bræðra, og
megið þið sjá hér annan þeirra“.
Þær létu eigi sem þær heyrðu.
Þeir hlaupa nú suður á völlinn,
og var þar Skíði fyrir.
Karl hljóp að honum og tekur
Skíða og rekur niður fall mikið
og mælti: „Seg nú, ef þér er
betra nú en fyrr, vísir erum vér
nú orðnir, að þeir eru hér
Asgeirssynir“.
Skíði mælti: „Það segja þeir,
sem vilja; sagt hef ég það, er ég
mun segja“.
Þeir sáu þá, hvar riðu þrír
tugir manna utan að bænum.
Skíði var mjög meiddur, því að
honum blæddi hvervetna; höku-
beinið var rifið og hakan með, úr
tennur tvær. Þeir fara þá yfir
ána, en Skíði fer heim. Allt var
jafnskjótt, að Skíði kom heim og
Ljótólfur. Ljótólfur spurði, hví
hann væri svo leikinn illa.
Skíði svarar: „Enginn veldur
því nema haldinyrði mín“.
En Ljótólfur varð það á
munni, er hann sá Skíða:
„Kjóstu sjálfur laun fyrir haldin-
yrði þína“.
Skíði svarar: „Þú skalt gera
sæmd mína slíka sem þú vilt, en
auðkjörin eru launin, ef ég skal
ráða“.
Ljótólfur svarar: „Hver eru
þau?“
„Eg vil, að þú eigir hlut að“,
segir Skíði, „að égfái Yngvildar
fagurkinnar; þykist ég mak-
legastur að njóta hennar fyrir
hrakning þá, er Karl fékk mér“.
Ljótófiur svarar: „Hví beiðir
þú þessa, er mig varði sízt, og
ætla ég, að þér verði það ekki að
glissi að eiga hana“.
Skíði svarar: „Hversu sem
það fer, þá vil ég þetta verðkaup-
ið, en þú ráð, hverja sæmd þú
leggur henni“.
„Þá skulum við leita við
hana“, segir Ljótólfur, „því að
ég vil eigi gefa hana nauðuga“.
Þeirgengu þá til Yngvildarog
vekja þetta mál við hana, hvort
hún vildi ganga með Skíða.
En hún mælti til Ljótólfs:
„Lítils þykir mér þú vilja virða
mig, er þú vilt gifta mig þræli
þínum“.
Ljótólfur svaraði: „Eg mun
það bæta þér; ég gef honum
frelsi og fé svo mikið, að þið séuð
eigi meiri menn, þó að þið hafið
meira“.
„Nær er þá“, sagði Yngvildur,
„og mun ég þá mæla nokkuð
mínu máli“.
Ljótólfur spurði, hvað það
væri.
Hún sagði: „Hann skal hafa
fyllt skarðið í vör sinni á fimm
vetra fresti, svo að mér þyki vel
fuli vera“.
Þessu játar Skíði, og var þetta
að ráði gert, og gaf Ljótólfur
Skíða dal þann til forræðis, er
síðan er kallaður Skíðadalur.
Mörk var svo þykk upp frá
Tungunni, að aldrei var rjóður í.
Skíði hefur reist bæ sinn, þar
sem síðan heitirá Möðruvöllum.
Ljótólfur fékk honum búfé,svo
að þau voru vel birg.
Eitt sumar kom skip af hafi í
Svarfaðardalsárós, og hét
Gunnar stýrimaður fyrir skip-
inu; hann var víkverskur maður
og mikill vin Karls. Ljótólfur
var á þingi, er skipið kom. Karl
reið til skips og bauð Gunnari til
vistar með sér við svo marga
menn sem hann vildi.
Gunnar tók því vel, - „en bíða
mun ég Ljótólfs goða; er mér
sagt, að mikið missætti sé með
ykkur, og mun ég ráðast þangað
til vistar; þykir mér þá vænst, að
ég komi nokkru á leið um sætt
með ykkur“.
Karl ríður heim til Ufsa, en
Gunnar bíður þar nokkra hríð,
og kemur Ljótólfur eigi heim.
Karl elur á málið, að Gunnar
mundi til hans fara, - „og mun
fara að auðnu um sætt með
okkur Ljótólfi“.
Gunnar ræður nú til Ufsa með
Karli og nokkrir menn með
honum. Litlu síðarkom Ljótólf-
ur heim; er nú kyrrt um
veturinn. Austmaður fór jafnan
upp til Hofs um veturinn að leita
um sættir með þeim Karli og
Ljótólfi, og því kom hann á leið,
að sættarfundur var lagður með
þeim niðri á brekkunum hjá
Grafarhúsum. Til þess fundar
kom Skíði og Yngvildur fagur-
kinn. Og þá er mjög var ráðin
sættarstefna með þeim karli og
Ljótólfi, þá sagði Yngvildur, að
seint mundi verða fyllt í skarð í
vör Skíða, ef sjá sætt skyldi
takast.
Skíði mælti: Mæl þú allra
kvenna örmust og vesulust“.
Gunnar svaraði: „Oft stendur
illt af tali kvenna, og kann vera,
að af hljótist þessu tali sem þá er
verst hefur af hlotizt“.
Nú var lokið öllu um sættina,
og skildust ósáttir.
Það var einn rnorgun, er þeir
voru úti staddir Karl og Gunnar
og horfði Karl upp í himininn,
og fór annar litur í hann, en
annar úr. Gunnar spurði, hví
hann væri svo litverpur.
Karl svarar: „Lítið bragð
mun á því vera, en fyrir bar
nokkuð“.
heyrðu báðir: „Heim ætla ég þér
með mér í kveld, Karl frændi.“
Þá mælti Gunnar, að þeir
mundu til skips um daginn.
Karl mælti: „Ekkierannt um
það, því að ekki er byrlegt.“
Gunnar lét ekki ietjast.
Karl gekk til Þorgerðar, konu
sinnar, ogsagði henni: „Nú mun
ég fiytja Austmenn mína til
skips í dag, en ég mun segja þér,
hversu hátta skal, ef ég kem eigi
heim í kveld, því að eigi veit,
hverju heilli heiman fer.“ Hann
sagði henni fyrirburðinn.
„Nú verði svo, að ég látist, þá
vil ég, að þú færir byggð þína
upp á Grund, og hefur mér allt
þyngra fallið, síðan ég fór
þaðan.
Og eftir það búast þeir
heiman Gunnar og Karl, Svart-
höfði og Ögmundur; tveir voru
Austmenn aðrir en Gunnar, og
Karl var við hin sjötta mann. Og
er þeir komu ofan á hólana fvrir
sunnan Brimne'ssá og til dælar
þeirrar, er ofan er og suður er frá
ánni, þá spretta þar upp fyrir
þeim þrír tugir manna, og var
þar Ljótólfur. Tekst þarbardagi
mikill og harður.
Þá mæjti Ljótólfur: „Grið
viljum vér gefa Austmönnum."
Gunnar svaraði: „Annað-
hvort munum vér Itafa grið allir
eða enginn."
Og er þeir höfðu barist lengi,
þá geta þeir gert Karl fráskila
sínum mönnum og sækja sjö
menn, en hann hörfar undan,
þar til er hann kom til Hyltinga-
nausta. Þar felldi hann þá alla,
er hann sóttu. Og þá kom Skíði
að við tólfta mann. Karl hljóp
upp á naustið.
Skíði mælti: „Það er vel, Karl
að við höfum hér fundist.“
Ég þóttist sjá Klaufa, frænda minn, ríða í loftinu
ar það?“
segir
„Hvað v£
Gunnar.
„Eg þóttist sjá Klaufa, frænda
minn, ríða í loftinu yfir mér, og
sýndist mér hann á gráum hesti,
og dragnaði þar eftir sleði; þar
þóttist ég sjá yður Austmenn
mína og sjálfan mig í sleðanum,
og sköguðu út af höfuðin, ogget
ég mig þá litum brugðið hafa, er
ég.sá þetta".
Gunnar segir: „Ekki ertu svo
mikill fyrir þér sem ég ætlaði; sá
ég slíkt allt, og hyggðu nú að,
hvort ég hef nokkuð brugðið
lit“.
„Ekki sé ég það“, sagði Karl.
En þá er þeir ræddu þetta, þá
kvað Klaufi í loftinu:
Kól aldrigi Ála
éldrauga, ,ske’ vélum
beit á seggja sveitum,
svimm ek nú við ský, grimmum,
svimm ek nú við ský, grimmum.
Og þá mælti hann, svo að þeir
„Eigi lasti ég það,“ sagði
Karl, ,,og kann ég drengskap
þínum að því, að þú munt vilja
sækja einn að mér, og er það þá
nokkur frami, en ef þú sækir
mig með fleiri mönnum, þá
þykir mér þú ekki enda skildag-
inn við Yngvildi, þann er þú
hést, þá er þú fékkst hennar, og
þykir mér því aðeinsfullt skarð-
ið í vör þinni, ef þú berð einn af
mér.“
Skíði mælti þá: „Njóta mun
ég nú liðsmunar, og mun nú
verða að leggja til slíkt hver, sem
sýnist; kalli sá fullt skarð Skíða,
sem það vill, en sá öðruvísi, er
það vill mæla.“
Nú veita þeir Karli aðsókn, en
hann verst vasklega. Er svo sagt
að hann Karl vegur þrjá menn
Skiða, en særir fiesta þá, sem
eftir voru. Þeir Skíði létta nú
eigi, fyrr en þeir drepa karl.
Framhald á bls. 15
NORÐURSLÓÐ - 9