Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Qupperneq 10

Norðurslóð - 14.12.1982, Qupperneq 10
Gömlu kirkjurnar í Svarfaðardal: Erindi dr.Kristjáns Eldjárns fluttvið hátíðarmessu í Tjarnarkirkju 18. júlí sæmandi að búa við slíkt lengur, ekki síst þar sern timburkirkjur voru þá á Urðum og Upsum. Var þá drif'ið í því að halda áfram því verki sem séra Krist- ján Þorsteinsson, gamall og þreyttur, liafði þegar undirbúið, að reisa veglega timburkirkju á Völlum og var hún fullbyggð 1861, og stendur sú kirkja enn og standa mun. Þarna höfðu þá gerst athyglis- verð tíðindi hér í dalnum. A einum áratug, 1850 - 60, höfðu þrjár af fjórum torfkirkjum hnigið til foldar og timburkirkj- ur risið í þeirra stað. Hið sama gerðist hinsvegar ekki um Tjarnarkirkju í þessari lotu. Ástæðan til þess er áreiðanlega sú, að torfkirkjan þar var yngri en hinar, byggð 1852 - 53, eða eftir að flestir söfnuðir voru hættir að reisa torfkirkjur og eftir að búið var að byggja timburkirkju á Urðum. Varla var von að menn rykju í að byggja nýja kirkju fyrr en eftir nokkra áratugi. En þar kom þó fljótlega að hið sarna gerðist hér á Tjörn og á hinum kirkjustöð- unum. Um 1880 fóru sóknar- menn og prestur hér, sem þá var séra Kristján Eldjárn Þórarins- son, að hugsa til byggingar nýrrar kirkju, árið eftir 1891 var torfkirkjan rifin, þótt ekki væri hún orðin þrítug, og af mikilli atorku byggð timburkirkja sem vígð var á hvítasunnudag. 5. júní 1892, kirkjan þar sem nú erum við, níræð á þessu sumri. Þar með var lokið torfkirkna- öld í þessari sveit, og sú þróun um garð gengin, sem í stóruni dráttum hafði farið fram um allt land á sama tímaskeiði. Nú var það aldrei ætlun mín að halda hér fyrirlestur um kirkjurnar í Svarfaðardal, en mér hefur þó fundist ástæða til að rifja upp þessi fáu atriði hér í dag. Vil ég þá minnast þess með þakklátum huga að Valdimar V. Snævarr tók á sínum tíma saman ritgerð- ir um allar kirkjunar fjórar, þar sem miklu ítarlegar er um byggingarsögu þeirra fjallað. í þeim eru meðal annars fróð- leiksmolar, sem Valdimar fékk hjá gömlum mönnum en ekki er að finna í öðrum heimildum, sem þó eru uppistaðan, og er slíkt alltaf mikils virði. Vel sé Valdimar fyrir ræktarsemi hans. Það er gaman að veita því athygli, að þegar Urðakirkju og Upsakirkju tók upp af grunni sínum árið 1900 og þær breyttust í spýtnabrak, þá stóðu Valla- kirkja og Tjarnarkirkja veður- ofsann af sér að mestu leyti. Það sem þarna gerði gæfumun held ég að hafi verið að þær tvær voru seinna byggðar og fyrra kirkju- fokiðáUpsum 1857 hefur kennt mönnum nauðsyn þess að festa þessi nýju hús rammbyggilega á grunninum. Sú saga er sögð, að þó að Tjarnarkirkja, sem var aðeins átta ára þegar aldamótarokið dundi yfir, fyki ekki út í veður og vind, þá skekktist hún eigi að síður allmikið og hallaðist mjög til norðurs. En nokkru síðar gerði hvassviðri af norðri, sem reisti hana við aftur og færði upp á grunninn. Þetta lætur í eyrum eins og þjóðsaga eða jarteikn úr helgisögn, en geymir þó eflaust einhvern sannleik. Og vissulega má líta á það sem tákn, tákn þess að þessi kirkja eigi að vera hér, eins og vafalítið hefur verið frá upphafi kristni, hérá þessum grunni, æðri máttarvöld vilji að svo sé. Og það má jafnvel því fremur líta svo á að þessi kirkja hafi aldrei bráðfeig verið, að vitað er að steðjað hafi að henni hættur sem afdrifaríkari hefðu getað orðið en foráttuveður. Með þessu á ég við hættuna sem mörgum kirkjum víða um land hefur verið búin af tilhneiging- unni til að leggja kirkjur niður, til að fækka kirkjum, byggja eina stóra kirkju í staðinn fyrir tyær eða jafnvel fleiri litlar. Ástæðurnar fyrir þessu eru augljósar og skiljanlegar, ein er til dæmis fólksfækkunin í sveit- unum, sem sumsstaðar hefur nálgast landauðn, ný og full- komin samgönguskilyrði, en margt fleira kemur til, og má nefna að mönnum hefur fundist praktískara og nútímalegra að hafa eina stóra, nýja kirkju heidur en að leggja kostnað í að halda við tveimur litlum og gömlum. Sumsstaðar hefur þessu verið hrundið í fram- kvæmd og þá jafnvel með þeirri málamiðlun að ný kirkja hefur verið byggð einhversstaðar milli tveggja gamalla, sem lagðar hafa verið niður, kannski næst- um því að segja úti á víðavangi eða bersvæði, ekki heima við neinn bæ. Fyrir minn smekk er þetta óviðfelldið og mér finnst að það hljóti að taka langan tíma að þvílíkt guðshús í útlegð ávinni sér það líf og þá helgi sem maður skynjar og á að skynja í kristinni kirkju. Guðshúsin eiga að vera sem næst mannabústöð- um, eins og þau voru líka ætíð fyrr á tíð, undantekningarlaust. Strandarkirkja er sér á parti, hún stendur á einmanalegum stað, en það erekki af því að hún hafi verið hrakin úr mannheimi, heldur af því að náttúruöflin, uppblásturinn í Selvogi, hrakti mannfólkið burt af staðnum, en kirkjan ein stóðst raunina og þraukaði á sínum fornhelga grunni. Mörgum hefur blöskrað að fjórar kirkjur skuli hafa verið og séu reyndar enn í ekki stærra héraði en Svarfaðardalur er. Og satt er það að skammt er þeirra í milli, svo að óvíða sést annað eins. Það er því síst að undra að sú hugsun hafi komið upp að hér væri réttast að grisja nokkuð. Skömmu eftir að séra Jón Bjarnason Thorarensen, sem hér var prestur 1846 - 69, kom til brauðs síns, fór hann fram á að þegar séra Baldvin á Upsum dæi yrði Upsasókn sameinuð Tjarnarsókn og Upsakirkja lögð niður og bauðst um leið til að byggja nýja timburkirkju á Tjörn, ,,en anstændig Kirke“, eins og hann segir. Á þetta féllust yfirvöld, en þá risu sóknarmenn á Upsum til varnar kirkjunni og báðu biskup að sjá til þess að hún mætti haldast eins og verið hefði um aldir. Buðust þeir til að hjálpa presti til að byggja nýja kirkju á Upsum og lofuðu að halda henni við. Allir valdamenn landsins studdu Upsamenn í þessu ogfengu þeir vilja sínum framgengt, enda sætti séra Jón sig við þau mála- lok þegar til kom. Eina afleið- ingin varð sú að þetta flýtti fyrir því að torfkirkjan gamla var rifin og timburkirkja byggð á Upsum 1853 - 54. Þetta er sjálfsagt gott dæmi um tryggð safnaðar við kirkju sína, en vitanlega kemur þar einnig til greina að fólki á Upsa- strönd þótti langt að strekkja alla leið fram í Tjörn til að sækja guðsþjónustu. Þessi hugmynd séra Jóns um sameiningu tveggja kirkna er býsna snemma á ferðinni og sér á parti. Hitt er annað mál að löngu, löngu síðar, eftir að fólki jafnvel fækkaði fremur en hitt og samgöngur bötnuðu til stórra muna, hefur þessi gamla hug- mynd eitthvað látið á sér kræla, ef til vill í nokkuð annarri mynd. Valdimar Snævarr segir árið 1950, að síðan þessi kirkja var byggð hér á Tjörn hafi tvisvar komið upp sú hugmynd að réttast væri að leggja hana niður sem sérstaka sóknarkirkju. En í bæði skiptin hafi söfnuðurinn lagst gegn því. Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt að varpað hafi verið fram að vel færi á að sameina Tjarnarkirkju og Upsakirkju í einni myndar- legri kirkju á Holtsmóunum, mætast á miðri leið. Og jafnvel finnst mér ég hafa orðið þess áskynja að einhver hafi útgrund- að það snjallræði að skynsam- legast væri að leggja nið.ir Valla-, Urða- og Tjarnarkirkjur og reisa í þeirra stað eina stóra kirkju fram á Tungum, á stað sem réttlátlegastur væri með til- liti til fólksins í sóknunum þremur. En nú skal ég ekki fjölyrða frekar um niðurlagningu kirkna hér í sveitinni, eða hvað menn kunna að hafa hugsað eða sagt um það efni. Eg veit vel að slíkt er, bæði hér og annarsstaðar ekki tilkomiðaf ræktarleysi einu saman við gömlu guðshúsin, þar kemur ekki síður til að það er talsvert átak fyrir fámenna og þá um leið fátæka söfnuði að leggja í gagngerðar endurbætur á þessum kirkjum. Samt er það svo að þegar einu sinni hefur verið gert vandlega við gamalt timburhús með þeim aðferðum og efnum sem nú standa til boða, þá þarf ekki að leggja í neinn umtalsverðan kostnað við þau um langt árabil. Og nú er svo komið hér í sveit, einmitt nú í dag, aðekki þarf framar að tala hér um niðurrif gamalla kirkna. Sú var tíðin, og þarf þó að vísu að fara nokkrar aldir aftur í tímann, að guðshús voru miklu fleiri en nú hér í sveitinni. Á miðöldum voru hér bænhús eða kapellur, einskonar heimakirkj- ur, á mögum bæjum og fylgdu þeim grafreitir, heimakirkju- garðar. Aðeins hér í Tjarnar- sókn voru bænhús a.m.k. á fjörum bæjum, líklega fleiri. Og svona var þetta allsstaðar, um allt land. Upp úr siðaskiptum var hvað eftir annað unnið að því af yfirvöldum að fækka þessum litlu guðshúsum. Smátt og smátt hurfu þau og gleymd- ust uns þar kom að ekkert stóð eftir. Kirkjum fækkaði einnig, en hér í dalnum stóðu þær allar fjórar og standa enn, og lít ég þá á Dalvíkurkirkju sem Upsa- kirkju á nýjum stað. Á fyrri hluta 19. aldar voru I allar kirkjurnar fjórar torfkirkj- ; ur, smáar vexti, í samræmi við það að söfnuðirnir voru fámenn- ir. Fyrir 1850 hefur ekki eitt einasa timburhús, sem svo eru kölluð, verið hér í sveitinni, allir bæir voru torfbæir, allar kirkj- M urnar voru torfkirkjur. En einmitt það ár 1850, þegar hálfnuð var öld, reis fyrsta timburhúsið af grunni hér í dalnum, og það var Urðarkikja, sem var sú eina af kirkjunum fjórum, sem var bændakirkja, þ.e. hún var í eigu og ábyrgð jarðareigandans. Þessa fyrstu timburkirkju byggði merkis- bóndinn Halldór Þorkelsson, sem sjálfur var smiður góður. Það var þessi kirkja sem fauk og brotnaði í spón í ofviðrinu 20. september árið 1900, og eftir hana reis af grunni sú Urða- kirkja sem enn stendur. Þessi kikjusmíð á Urðum var tákn nýs tíma sem kenna má við seinni hluta Í9. aldar. Þá gekk mikill stóridómur yfir torfkirkj- unum, sem til voru um allt land, þær þóttu ekki lengur sæmileg guðshús og menn þráðu nýjar kirkjur, timburkirkjur, bjartari og reisulegri. Hver af annarri risu þær nú af grunni, ogþannig var það hér í Svarfaðardal. Næst eftir Urðakirkju kom röðin að Upsakirkju. Torfkirkjan þar var rifin árið 1853 og á árunum 1854 - 55 var byggð timburkirkja í hennar stað. En það kom í ljós fljótlega, og þó enn betur síðar, að svarfdælskir byggingameist- arar, vanir jarðgrónum torfltús- um, gerðu sérekki grein fyrir því að betra var að festa þessi nýju timburhús rækilega til þess að ekki tækju veður upp. Nýja kirkjan á Upsum fauk af grund- velli sínum tveggja ára gömul, í ofviðri 2. mars 1857, og byltist algjörlega um koll og skemmd- ist mikið, eins og nærri má geta. Hún var þó reist við sama sumar en ekki átti af henni að ganga, hún fauk í stórviðrinu 20. sept. 1900, eins og Urðakirkja, og gjöreyðilagðist. Var þá byggð sú Upsakirkja, sem ofan var að mestu, þegar Dalvíkurkirkja tók við hlutverki hennar. Á Völlum var torfkirkja gömul og lasburða. Nú voru Vellir sá kirkjustaðurinn sem til- komumestur þótti löngum, og mun bæði sóknarmönnum og prestinum, séra Páli Jónssyni sálmaskáldi, nýkomnum í brauð sitt 1859, hafa þótt lítt Altaristafla í Urðarkirkju eftir Arn- grím Gíslason. Ljósm. J.H. Og það er sannfæring mín, og ef það er ekki svo nú þegar, þá verður það innan skamms, að allir verða á þeirri skoðun að það hafi verið happ og heillaráð að fara ekki að leggja þessa gömlu helgistaði sveitarinnar að velli. Vel með farin gömul kirkja er prýði á hverjum bæ og í hverri sveit. Og er þó hitt enn mikil- vægara, að gamla kirkjan með sínum kirkjugarði, geymir helg- ustu minningar okkar, minning- ar um feður okkar og mæður og þá menn alla sem á undan okkur eru farnir af þessum heimi, minningar um mestugleðistund- irnar og einnig sorgarstundirn- ar, sem hvortveggja eru snar þáttur í tilfinningalífi hvers einasta manns. Eg fyrir mitt leyti fagna því af heilum huga að sjá Tjarnarkirkju svo vel til hafða og friðhelga, að sjá um leið Vallakirkju viðgerða til framtíaðr og vita Urðakirkju vel á sig komna og í engri hættu hér frammi í dalnum. Afi minn skírði mig í þessari kirkju og í öllum kirkjunum þremur hafa nánustu frændur mínir starfað og átt sínar stóru stundir, og í öllum þremur kirkjugörðum hvíla nánustu forfeður mínir og frændur. Og vissulega geta margir þeir, sem hingað sækja í dag, og miklu fleiri, sagt hið sama. Þess vegna ætti það að vera okkur öllum gleðiefni að þessi gömlu minnismerki sveit- arinnar, kirkjurnar, fá að standa til framtíðar, á sínum gamla fornhelga grunni, i kirkjugörð- unum, því kirkja og kirkjugarð- ur heyra saman, þótt stundum þurfi að skilja þau að. Hver veit nema einhver sem orð mín heyrir hugsi sem svo: Hver er nú þetta? Er Kristján Eldjárn orðinn svona mikill kirkjumaður? Ekki var hann nú svo iðinn við að fara með guðsorð þegar hann var forseti. Slíkt hef ég stundum fengið að heyra. Nei, þaðersatt.égerekki meiri kirkjumaður en hver annar, og aldrei stóð það til að ég gengi í kirkjunnar þjónustu. En mig hefur oftar en einu sinni dreymt þann sérkennilega draum að ég ætti að fara að syngja messu. Og mér hefur liðið ónota- lega í svefninum og ég hef hugsað sem svo: Hvernig í ósköpunum á ég að komast skammlaust frá þessu? Kannski get ég bjargað mér fyrir altarinu með því að styðjast við hand- bókina, en að stíga í stólinn og prédika svona óundirbúinn, það verður þrautin þyngri. Upp frá þessum vandræðum hef ég svo vaknað. Ekki er mark að draumum, enda er mín saga sú, að þótt það kunni satt að vera að ég sé ekki kirkjurækinn maður, þá er það sannfæring mín, og mér finnst það ætti að vera sannfæring okkar allra, að við Islendingar, hvort sem við erum veikir eða sterkir í trúnni, ættum að lofa skaparann fyrir það að við skulum tilheýra hinum kristna hluta mannkynsins í þessum ekki allt of góða heimi, og búa við þjóðlíf og menningu sem um aldir hefur mótast af kristinni trú og kristinni kirkju. Það eru dásamleg forréttindi, sem aðeins nokkur hluti jarðarbúa nýtur. Þetta held ég að hver íslenskur maður ætti að gera sér ljóst og íhuga í alvöru. Á þessu góða dægri óska ég söfnuðinum og sóknarnefnd- inni í Tjarnarsókn til hamingju með að hafa lokið viðgerð þess- arar gömlu kirkju. Eg þakka hjónunum hérna á Tjörn fyrir að hvetja okkur hjónin til að koma norður og taka þátt i þess- ari hátíðarguðþjónustu. Aldrei fór það þó svo að mér auðnaðsit ekki að stíga einu sinni í stólinn í Tjarnarkirkju. Eg þakka mínum gamla góða bekkjarbróður, sóknarprestinum og prófastin- um, séra Stefáni Snævarr, fyrir messugjörðina og kenninguna hér í dag og fyrir hans löngu og dyggu þjónustu í sóknunum öilum hér í Svarfaðardal. Eg þakka kirkjugestum fyrir áheyrnina og óska ykkur öllum guðs blessunar. Ljósm. H.H. Eldingarminni um hryssu sem var göfugust gæðinga Eftir Daníel Á. Daníelsson lækni í Argerði I. 3. Húms i voga sigin, svaf sól, um boga runnin. Stjörnur loga, elclvörp af uppheims toga spunnin. Hvitfölt strýkst og iðar ótt, eimi líkt sér þeytir, Ijósið, ýkja hútt og hljótt, himins ríki skreytir. Risin sunnusvstir, kvöld silfri þunnu glitar. Loftsins unn er kyrr og köld kristalsgrunninn litar. Blúa lindin, hvolfsins haf, hjúpar tind og ögur. Mjallarstrindi stafar qf, storðin sindrar j'ögur. 2. Svellið Jiatt um vötnin víð var þú glatt af múna. Elding vatt sér forkunnfrið funahratt ú gljúna. Hófur small, er egndi ís augans hall sem glóði, hratt við gall með hnegg ogfrýs', hugur svall af móði. Brúnin skarpa og skapið fcert skrvða snarpa gripinn, höfuð garps og tillit tært, lign þau varpa ú svipinn. Knapinn hlakkar, hvetur gamm, hann ti hlakki teygðum sér i hnakkinn hallar fram hám að makka sveigðum. Taktinn býður taumhald manns. temprar stríð og guman, stillir þýður styrkur hans stórn og hlýðni saman. Vakran kenna verður létt vöðva spenna netta, fram sig glenna á fleygisprett flötinn rennislétta. Jór ú asaflýti fer, jiennir nasir viðar, hraust í gasabrýnu ber brjóst, og fnasar tiðar. Sporuð blaka þelans þök, þétt að baki er drifa. skella svaka skeifublök, skaflar klakann rifa. 77/ þess kvadda loftsins lú lét sig gladda seiða, þanrtig stadda, fastarfú fax og hadd að greiða, andstœð Jýkur, örvast nær, orkurik þú gustar: Þegar slíkar tipla tœr, tagl ogflik hún dustar. Hávaflokk í höll mú sjú, hetjubokka snjalla, hreystiþokka herðar ú heiðir lokkar falla. Lýsir Öðins lýsigull, Ijóma fljóð á bekkjum ölker bjóðast Jleytifull frœgðarljóða rekkum. Prúðust silur vnja úss, íturt titrar hjarta, er sem glitri um enni stáss, y/irlitið bjarta. Kösk i sniði hersing hú hrimkúlk miði fyllir. Veislusiði úsþjóð ú, enginn friði spillir. Æsir doka dýrt við rím, drvkknum hrokarenna, hejir þokað hundslegt Jlim, hvergi er Lokasenna. Húrr um stund i Hliðskjúlf er, hans er lundin kœtta þegar undraaugað sér essið tundurfœtta. Fjölnis brú, sem fránust má Jjarskyggn sjú til reiðar, furðar þú, um fold hve sá jakur húan skeiðar. Alvalds þegnar ef 'ann tjá um svo megnan hraðann: hverju gegni hlaupin Jrú? hvað séJregna þaðan? Asahari segir svar: sýnist ari þjóta, nemafari norræn þar nift, a mari skjóta. 4. Augun skýr mér J'ögnuð Já, feigð uns býr þeim höfga: sá mér frýr að sjá og þrá söðuldýrið göfga. Einlœg dyggð þess unir hljóð, orðlaus tryggðin mælir, vinar hyggðin vermir góð viðmót styggð ei kælir. Gæfer lundin, hörkuhœf helst ef grundin egnir, þar ú Jundum keppnis, kræf kalli ú stundu gegnir. 5. Örlög rúða. Elding Jéll, elliþrúð ei spann hún, yf'ir Júð sitt æfisvell ung og dúð því rann hún. Ef aö stifur stefnir ge vst stormur kifs og nauða, gæfist lilíf: að geta leyst gúlu lífs og dauða. Hér ún vandu hníg ég sútt, hrörið andasnauða. Eæ ég gandinn Jrækna útt j'yrir handan dauða? Dagbók framhald Á annan jóladag. Dansleikur Skíðafélags Dalvíkur, hljóm- sveit Edda K. Þriðjudag 28. des. Jólatrésskemmtun barna, tvískipt, kl. 3 og 9. Á gamlársdagskvöld áramótadansleikur kl. l2-4e.m. hljóm- sveit Finns Eydal. Jólatrésskemmtun barna í Svarfaðardal verður á Grund, miðvikudaginn 29. des. kl. 13.30. Bíómyndir um jólin. Á annan jóladag. Barnasýning kl. 4, Reykur og Bófi. Kvöld- sýning kl. 9, Svik að leiðarlokum. 10 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ - 11

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.