Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1982, Side 16

Norðurslóð - 14.12.1982, Side 16
Eftirminnilegur jóladagsmorgunn $igga á Völlum segir írá Jíiladagsmorgnar bernskunnar á Yöllunr voru aðjafnaði ákaf- lega ánægjulegir. Heitt súkku- |aði og kökur voru bornar í rúmin til heimamanna tíman- léga að, morgninum, því alltaf þurfti mörgu að sinna. Faðir minn messaði jafnan á Tjörn og Völlum á jóladaginn og niikið \ar um dýrðir á báðum stöðurn. Er fram liðu stundir kom að því. að ekki þýddi að bíða í rúminu eftir að mamma eða Ounna Sigurjóns kæmu með súkkulaðibakkann upp áloftið. N'ii urðum við „stelpurnar" að standa í eldhúsverkum og ræst- mgum. þær sem heinra voru. Það mun hata verið jólin 1930. senr við Unnur fóstur- systir mín höfðum borið höfuð- ^býrgð á ræstingu fyrir jólin og Sllt tekist svo sem vera bar. Allt tíreingert í hólf og gólf. hvítar, stífaðar blúndugardínur fvrir gluggunum ístofunum, útsaum- aðir dúkar á skápum og borðunr til prýði, og annað eftir því. Jólanóttin leið á hefðbundinn hátt. Pabbi kom frá því að messa á Upsum þegar aðrir heimamenn höfðu matast. Kveikt var á jólatré, lesinn hús- lestur og sungnir sálmar.' Að lokum höfðum við öll drukkið súkkulaði og kaffi í Norður- stofunni og flestir fóru í bólið fyrir miðnætti. Eitthvað dvaldist okkur Unni. Ég man að við sátum og spjöll- uðurn drjúgá stund eftir að allir aðrir \ oru farnir úr stofunni. en eirinig okkur sigraði svefn og þreyta og við gengum til náða og sváfum vært og rótt. Ekki var þó langt liðið á morgun þegar hurðinni að kvistinum var svipt upp og Kalli fósturbróðir okkar snaraðist inn á gólf. snar í hreyfingum og léttur í rnáli að vanda. „Stelpur, vitið þið hvað þið hafið gert? Þið gleymduð að slökkva á stofulampanum og það er allt kolsvart af sóti. Mamma er alveg öskuvond"! Við hentumst fram úr rúminu og niður. „Það er hart að nrega ekki treysta ykkur til að slökkva ljós,“ voru fyrstu kveðjuorð mömmu, ólíkt venjulegum morgunkveðj- unr á hátíðisdegi. Var að undra þó henni rynni í skap. Hvíta, hreinþvegna stofu- loftið, gluggatjöldin, dúkarnir. veggirnir, bókstaflega allt í Norðurstofunni var þakið sót- húð. í fyrstu urðunr við alveg máttlausar og máttum okkur varla hræra, en sáum fljótt, að nú varð að hafa hraðar hendur, ef ekki átti allt úr skorðum að ganga. Við kipptum niður gluggatjöldum, hristúm þau úti á hlaði, svo að hvítur jólasnjór- inn dökknaði á vænum bletti, sörnu aðferð fengu dúkar og ábreiður. Sumt varð furðu Ijós- leitt, annað gráhvítt. Dúkar voru til skipta, en ekki glugga- tjöld og við ákváðum að láta það rnæta afgangi að þvo þau. Svo tókunr við til að hreingera loft og veggi af nriklum móði méð aðstoð þeirra Villa og Kalla, okkar ungu og góðu fóstur- bræðra. F^abbi var ekkert sér- lega léttur á brúnina þegarhann kom niður ogsá vegsummerkin, en sagði fátt. Tíminn leið alltof hratt og nálgaðist messutíma á Tjörn. „I’abbi, við getum ekki farið yfirum til að syngja,“ stundi Unnur kafrjóð og sveitt, „við erum ekki nærri því búnar." „Vitleysa", sagði pabbi, „auðvitað komið þið“. Mér fannst hann æði ósann- gjarn þá stundina, en auðvitað vissi ég þó, að blæmunur yrði á kirkjusöngnum, ef vantaði fallegu röddina hennar Unnar í sópraninn það munaði nú ekki svo nrikið um rauliö mitt í milli- röddinni. En ekki kom til mála annað en hlýða pabba og gluggatjöldin urðu þá bara að fara upp með öllum sótskýjun- um í og skammdegismyrkrið að skýla þeim og öðrum skuggum, sem kunnu að leynast á panel- þiljunum. Mér er enn í minni hve lúpu- legar við vorum, þrútnar og naumast þvegnar sjálfar, þegar við skokkuðunr niður túnið á eftir pabba og þeim öðrum, sem fóru þann jóladag til Tjarnar- kirkju. Að venju var mamma heirna og undirbjó kirkjukaffið nreð þeim, sem henni voru til aðstoðar. Sjálfsagt hefur verið full kirkja á Tjörn, þó ég muni það ekki, en það var ævinlega við jóladagsmessu. Svo snérum við heim og þar hófst önnur messa, önnur hátíðleg guðs- þjónusta samstillts safnaðar, allt kunnugleg andlit er litið var fram á þéttskipaða kirkjubekk- ina yfir blaktandi kertaljósin bak við orgelið. Á eftir var svo að ganga í að bera fram veitingar í báðum stofum, sem nú þykja þröngar, en rúmuðu þó svo undra marga, enda ekki ofhlaðnar af hús- gögnum. Það var spjallað og gert að gamni sínu, hlýjan og vinarhugurinn jók óendanlegaá hátíðleika dagsins sem hafði byrjað heldur óskemmtilega. Síðan hef ég aldrei gleymt að slökkva á olíulampa! Gleðileg jól. Vellir í Svarfaðardal. Sigríður Thorlacius. Auglýsing um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dal- vík og í Eyjafjarðarsýslu Síðasti gjalddagi þinggjalda 1982 var hinn 1. desem- ber s.l. Er því hér með skorað á alla gjaldendur þing- gjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, erenn hafa ekki gert full skil, að greiða þjöldin nú þegar til embættisins, svo komist verði hjáóþægindum, kostn- aði og frekari dráttarvöxtum, er af vanskilum leiðir. Dráttavextir eru nú 5% fyrir hvern byrjaðan vanskila- mánuð. ... . Bæjarfogetinn a Akureyri og Dalvik, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 8. desember 1982. Tvær bjartar hlíðar á hverjum miða Annars vegar: — góð von þín um veglegan vinning því nær 2/3 hlutar veltunnar fara í vinnínga, og meira en fjórðí hver miði hlýturvinning. Hin hliðin, jafnvel enn bjartari: Hver seldur miði á þátt í því að vonir annarra rætast. Þeirra hundruða sem_ —þuráaá cndurhæfingu og þjálfunafstarff á-Reykja-- lundi að halda. Auk þeirra 70 öryrkja sem daglega stunda vinnu sína í nýjum húsakynnum Múlalundar. Happdrætti SÍBS 16 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.