Norðurslóð - 29.10.1984, Page 8

Norðurslóð - 29.10.1984, Page 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir Þann 4. ágúst var skírður Igor (franskur og ísl. ríkisb.). Foreldrar hans eru hjónin Bernard Ropa, arkitekt og Laufey Helgadóttir Indriðasonar, listfræðingur. Lögheimili þeirraer Smáravegur 6, Dalvík, en búsett eru þau í Frakklandi. Þann 2. ágúst var skírður Tómas Ýmir. Foreldrar hans eru Óskar Snæberg Gunnarsson og Lena Zacharíasen, búendur í Dæli. Þann 1. sept. var skírður Ómar Freyr. Foreldrar hans eru Sævar Freyr Ingason og Ragnheiður Rut Firðgeirsdóttir, sem voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju samadag. Annan sept. var skírður Eiríkur Birkir. Foreldrar hans eru Ragnar Harðarson, sjómaður Hrísalundi 6, Akureyri og Eydís Arna Eiríksdóttir, Böggvisbraut 5, Dalvík. Þann 2. ágúst var skírð Guörún Hekla. Foreldrar hjónin Jón Smári Jónsson, bílstj. og Þóra Vordís Halldórsdóttir frá Melum, Brimnesbraut 1, Dalvík. Þann 1. sept. var skírð Drífa. Foreldrar hennar eru Jón Kristinn Gunnarsson, verkstjóri og Elfa Heiðrún Matthías- dóttir, hjón Sunnubraut 8, Dalvík. 16. sept. var skírð Þórdís Linda. Foreldrar eru Dúi Kristján Andersen, verkam. og Elísabet Kristín Guðmundsdóttir, Sunnubraut 1, Dalvík. Þann 29. september var skírður Steinar, foreldrar Elín Rósa Ragnarsdóttir og Sigurpáll Kristinsson bílstj. Sunnubraut 6, Dalvík. Andlát Guðrún Friðfinnsdóttir frá Böggvisstöðum, þá elsti íbúi í Dalvíkurbæ, andaðist á F.S.A. langt komin á 98. aldursárið, 26. júlí. Hún varfæddað Atlastöðum í Urðasókn 14. dagnóv. mánaðar árið 1886. Foreldrar hennar voru hjónin Friðfinnur Sveinn Jónsson og kona hans Guðrún Björnsdóttir, er þá bjuggu á Atlastöðum. Þau bjuggu síðar á Grund í Þorvalds- dal og þar ólst Guðrún upp hjá foreldrum sínum til ársins 1897, en þá missti hún móður sína og leystist heimilið þá upp. Guðrún Friðfinnsdóttir fór þá til Helgu frænku sinnar Jóns- dóttur á Ingvörum ásamt Jónínu systur sinni. Þar var hún um tveggja ára skeið, en fór þá í Böggvisstaði til þeirra hjónanna Baldvins Gunnlaugs Þorvaldssonar og Þóru Sigurðardóttur. Og við Böggvisstaði var svo ævi hennar og lífsstarf bundið til ársins 1947, er hún fluttist til Dalvíkur til barna sinna. Þann 20. júní árið 1906 giftist hún manni sínum Lofti Baldvinssyni á Böggvisstöðum. Þar bjuggu þau miklu myndarbúi og umfangs miklu, því að bæði var stundaður búskapur og sjósókn frá Böggvisstöðum og kom það því æði oft í hlut Guðrúnar að vera bæði húsbóndi og húsmóðir. Loft mann sinn missti Guðrún þann 20. apríl 1940 og bjó áfram nokkur ár með aðstoð barna sinna og annarra. Þau Loftur og Guðrún eignuðust 14 börn. 12 þeirra komust upp og nú eru lifandi 9 börn þeirra og eru 5 þeirra búsett hér á Dalvík. Guðrún var mikil mannkostamanneskja og gæðakona. Börnum sínum og afkomendum var hún mikil og góð móðir og amma. Hún var vel látin af öllum og sakna þar margir vinar í stað, er hún er látin. Hún var jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju 3. ág. sl. St. Sn. Þann 12 ág. s.l. lést á dvalarheimilinu Dalbæ Guðrún Jónsdóttir frá Miðkoti, sem hefur verið dvalargestur þar svo að segja frá upphafi. Guðrún var fædd í Miðkoti í Upsasókn 14. okt. árið 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hansson Baldvinssonar síðasta prests á Upsum og kona hans Anna Jónasína Björnsdóttir Jónssonar bónda í Syðra- Garðshorni. Hún var ein sjö barna þeirra Miðkotshjóna og hin síðasta til að kveðja. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Miðkoti til fullorðinsára en mestan hluta starfsævi sinnar dvaldi hún í Reykjavík og bjó þá alla tíð við Austurstræti og þangað lögðu leið sína margir sveitungar hennar, bæði skyldir og vandalausir og reyndi hún, eftir megni, að liðsinna fólki og greiða götu þess. Hún vann alltaf hjá sama fyrirtækinu, Vinnufatagerð íslands. Guðrún giftist aldrei né eignaðist börn, en þó átti hún stóran barnahóp, því að hún tók miklu ástfóstri við systrabörn sín og afkomendur þeirra allra. í Reykjavík dvaldist Guðrún heitin til vorsins 1976, en þá fluttist hún til Dalvíkur til Gunnars Arasonar og konu hans Álfhildar og síðan til Önnu frænku sinnar Aradóttur og Jóhanns manns hennar. Þá fluttist hún í Dalbæ er heimilið tók til starfa og þar átti hún heima síðan. Þegar Guðrún fluttist hingað norður var hún farin að heilsu og orðin sjóndöpur og varð síðan alblind. Það sakna nú margir vinar í stað, er Guðrún er gengin. Hún var jarðsett 21. ág. St.Sn. Þann 16. ág. s.l. lést á gjörgæslunni á F.S.A. GuðrúnRósa Arngrímsdóttir vistmaður á Dalbæ. Samkvæmt því, ersegir í Svarfdælu hinni nýju fæddist þeim hjónunum Arngrími Jónssyni og Ingigerði Sigríði Sigfúsdóttur dóttir þann 8. febr. .....þekjan sprengd og brotin niður“. Framkvæmdir við Dalvíkurhöfti Hafnarframkvæmdir hafa verið miklar á Dalvík á þessu ári. Stálþil hefur verið rekið niður á 93 metra kafla á norðurgarði og hann breikkaður með nýrri grjótvörn norðan við hann. Með þessum framkvæmdum er allur norðurgarðurinn klæddur stálþili þó fremst sé enn gamla þilið, sem orðið er lélegt. Því þarf íljótlega að ramma þil alveg fram á enda, ekki síst þar sem eins meters misbrúnun er á gamla og nýja þilinu. Guðrún Friðfinnsdóttir. Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Arngrímsdóttir. Guðrún Magnúsdóttir. Jóna Jóhannsdóttir. Framkvæmdir hófust í apríl, þá var garðurinn breikkaður og stálþilið rekið niður. Jafnhliða var gamli steingarðurinn og þekjan sprengd og brotin niður. I haust voru síðan steypt tvö masturshús, grjótvörnin sett, svo og lagnir fyrir rafmagn og vatn. í upphafi var reiknað með að framkvæmdir sumarsins mundu kosta 10-11 miljónir króna, en þó bætt hafi verið við masturs- húsum og lögnum er álitið að enn sé kostnaður undir áætlun. Verkstjóri var Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Hafnarmála- stofnun og er hægt að fullyrða að hér hefur verið vel að verki staðið á allan hátt. Nú er eftir að steypa þekju á norðurgarðinn og er vonast til að hægt verði að gera það næsta sumar. Þess má geta að Ríkis- mat sjávarafurða hefur hótað að stöðva útskipun frá Dalvík verði ekki sett bundið slitlag á garðinn. J. A. árið 1911. í skírninni hlaut hún nafnið Guðrún Rósa. Arngrímur í Jarðbrúargerði fórst með hákarlaskipinu Kjærstine 7. júní árið 1910. Ingigerður móðir hennar hélt áfram búi í Gerðinu næstu árin, en til hennar kom sem ráðs- maður Valdimar Jónsson, áður bóndi á Másstöðum syðri. Árið 1914 fluttust þau í Vegamót og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Guðrún Rósa ólst upp með þeim og varð þeim stoð og stytta, er fram liðu stundir. Á ungum aldri varð Guðrún fyrir því slysi að detta á skautum og meiðast. Það leiddi til þess að taka varð af henni annan fótinn. Það varð henni að sjálf- sögðu mikið áfall. En þá kom einnig í ljós hversu vel hún var gerð. Hún gekk til allrar vinnu og sýndi þar mikinn dugnað og lét ekki sitt eftir liggja. Móður sína missti Guðrún 9. okt 1947. Þá mun leið hennar hafa legið til Akureyrar og þar vann hún við karlmannafatasaum í æði mörg ár. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur og vestur að Núpi í Dýrafirði og síðan aftur til Dalvíkur. Guðrún giftist aldrei né eignaðist börn, en er hún var með Svanbjörgu systur sinni vestur í Dýrafirði tók hún að sér dreng, Sigurð Marinósson er síðar varð fóstursonur hennar. Hann var hjá henni þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. Þegar dvalarheimilið Dalbær tók til starfa gerðist Guðrún heitin vistmaður þar og þar átti hún heima til dauða- dags. Guðrún Rósa var mikil atgerfiskona, frændrækin og trölltrygg. Hún var tilitssöm og hjálpfús og vellátin af öllum, sem með henni voru. Hún var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 25. ágúst og hlaut hvílurúm íTjarnarkirkjugarði. St.Sn. Þann 18. sept. andaðist á F.S.A. GuðrúnMagnúsdóttirí Koti og er hún fjórða konan með því nafni úr Svarfdælskum byggðum, sem andast í röð á tæpum tveim mánuðum. Guðrún var fædd 30. nóv. 1908. Hún giftist manni sínum Jónasi Þorleifssyni 4. ág. 1935. í Koti hafa þau búið og átt heima síðan 1936. Guðrún var fædd í Bakkagerðum íTjarnarsókn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Guðmundsson frá Óslandi í Skagafirði og Ingibjörg Jónsdóttir Halldórssonar ,,læknis“ í Klaufabrekknakoti. Hún ólst upp með foreldrum sínum og systrum, en þær voru tvær Ingibjörg á Þorsteinsstöðum og Gunnlaug á Átlastöðum. Guðiún var kona skapföst og mikil drengskaparkona. Hún var mjög þrifin og kom vel fyrir. Óhætt er að segja að hún hafi staðið vel fyrir sínu. Þau hjónin eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi. Með Guðrúnu er gengin mikil myndarkona, sem á gott dagsverk að baki. Hún var jarðsett á Urðum Iaugard. 29. september. Mikið fjölmenni var við athöfnina og vitnaði það glögglega um þær vinsældir sem Guðrún og þau hjónin hafa notið meðal sveitunga sinna. St.Sn. Þann 19. september andaðist Jóna Júlíana Jóhannsdóttir húsfreyja að Karlsbraut 16, Hvammi, Dalvík. Hún var fædd á Skriðulandi í Arnarneshreppi 4. sept. 1913 dóttir hjónanna Jóhanns Páls Jónssonar og Ónnu Jóhannesdóttur, sem síðast voru búendur í Hreiðarsstaðakoti, en bjuggu síðast á Dalvík. Jóna giftist Árna Lárussyni á Dalvík 7. nóv. 1940 og þar bjuggu þau allan sinn búskap. Þau eiga þrjá syni, Jóhann Pál í Melbourne í Ástralíu, Guðmund á Dalvík og Óskar á Akureyri. Tvö börn þeirra önnur dóu á fyrsta aldursári. Jóna var hin mesta myndar- og gáfukona, eins og hún átti ættir til, hafði mikið yndi af lestri góðra bóka og bjó yfir miklum almennum fróðleik. Ennfremur hafði hún mikla ánægju af ferðalögum, enda þótt hún ætti þeirraekki mikinn kost lengst af. Fyrir nokkrum árum fór hún þó upp á eigin spýtur í heimsókn til sonar síns og fjölskyldu hans í Ástralíu. Minntist hún þeirrar ferðar með mikilli ánægju æ síðan. Jóna andaðist þann 19. september og var jarðsungin á Akureyri þann 25. sama mánaðar.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.