Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Biörns Jónssonar Hjörðin hefur misgengist Það er svolítið erfitt að venja sig við þá tilhugsun, að við búum ekki lengur í þjóðfélagi verðbólgunnar eftir að hafa átt þar heima mörgum áratugum saman. Það er hreint lygilegt, að við skulum mega búast við að verðlag á vörum og þjónustu verði nokkurnveginn það sama um næstu áramót og það er nú. Maður var satt að segja hættur að búast við, að þessir hlutir mundu gerast á okkar dögum. En fyrst þeir hafa gerst og í þvi trausti að þeir reynist ekki spilaborg ein, sem hrynur von bráðar, þá er sjálfsagt að lýsa yfir hjartans ánægju og fyllsta stuðningi við þær aðgerðir, sem þessu eiga að áorka. Það hefur nefnilega lengi verið sannfæring okkar, að verðbólgan sé og hafi verið helsta undirrót margs þess, sem verst hefur gerst í samfélagi okkar á umliðnum árum, virðingarleysi fyrir ráðdeild og sparsemi, spilltu siðgæði í viðskiptum milli manna innbyrðis og milli manna og samfélagsstofnana og síðast en ekki síst misskipting lífsins gæða milli manna og stétta. Hér skal aðeins farið nokkrum orðum um síðasta atriðið, misskipting lífsgæðanna. Það kallast á góðu sveita- mannamáli að féð misgangist, þegar fjármennskan tekst með þeim hætti, að sumar kindurnar þrífast prýðilega og eru fullar og feitar, en einhver hluti þeirra verður útundan á garðanum, fær ekki skammtinn sinn af gjöfinni og horast niður. Þetta hefur alltaf þótt léleg fjármennska og bera vott um skeytingarleysi og slóðaskap fjármannsins. Það er nú orðið lýðum ljóst, að einmitt þetta hefur gerst að undanförnu í þeirri hjörð, sem íslensk þjóð heitir. Hún hefur misgengist svo, að hörmung er til að vita. Við sjáum og heyrum daglega dæmi um, hve margir eru fullir ogfeitir og velta sér í peningum, geta bókstaflega leyft sér allt, sem þeim dettur i hug. Gott og vel, látum svo vera, ef við fengjum ekki jafnframt fleiri og fleiri sannanirfyrirþví.að annar hópur manna, og hann ekki lítill, er í óskaplegum fjárkröggum og veit ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig úr megi komast. Það er því miður ómótmælanleg staðreynd að t.d. fólk sem vinnur verslunarstörf og á ekki kost á aukavinnu, ber svo lítið úr býtum, að varla hrekkur til hnífs og skeiðar, hvað þá meira. Þetta er óviðunandi ástand, það verða allir að viðurkenna, það hefur verið að versna á undanfömum árum og það er í nánum tengslum við okkar krónísku verðbólgu og eyðileggjandi áhrif hennar á alla skynsam- lega fjármálastjórn í þessu landi, hvort heldur er ríkis, fyrirtækja eða einstaklinga. En nú hefur verðbólgan verið siegin niður, eða það verðum við að vona og leggjast allir á eitt að sú von verði sér ekki til skammar. Og þá er vonandi lika komin upp sú staða, að unnt sé að snúa sér að því af alefli, að fara að bæta við mikla mein, misskiptingu lífsins gæða, bæta kjör hinna lægst launuðu og afmá fátækt í nýjum stíl hér á íslandi. Enginn lætur af ásettu ráði hjörðina misgangast, enda er það bæði ósæmilegt og heimskulegt og bitnarvon bráðará hag búskaparins, öllum til skaða og skammar. H.E.Þ. Starfsfólk óskast: Starfsfólk óskast til starfaá bæjarskrifstofu bæði til sumarafleysinga og til framtíðarstarfa. Um getur verið að ræða hvort sem er heilsdags- starf eða hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 5. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Dalvíkurbær. Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og jarðarför Kristjáns Hólm Jóhannessonar frá Sandá Anna Jóhannesdóttir Sigtryggur Jóhannesson Rósa Björnsdóttir Arnfríður Jóhannesdóttir Margrét Jóhannesdóttir Sigvaldi Gunnlaugsson Arngrímur Jóhannesson Halla Baldvinsdóttir Halldór Jóhannesson Steinunn Daníelsdóttir og systkinabörn. Svarfaðardalur, söguhólmans prýði, háfjallasalur, þig helgar vættir skrýði, og blessi meðan bárur, brotna á fjörusandi og líf er í landi. Sn. Sigf. Golubarðið á Syðra-Hvarfi „Á suðurbrún svonefnds Höfða í Syðra-Hvarfi, kallast Golu- barð. Þegar þar var heyjað þótti vissara að eiga ekki mikið hey úti, því að sjaldan brást það, að á rynni hvassviðri, stundum svo hart að ekkert náðist af Golu- barðsheyinu. Var oft frá því horfið að reyna heyskap þar. Ekki er kunnugt um sagnir af atburðum eða einstaklingum í þessu sambandi." (Jóhannes Óli Sæmundsson: Örnefnasögur í handriti). Votihvammur á Hjaltastöðum Hjaltastaðir eru eyðibýli næst fyrir sunnan Syðra-Hvarf í Skíðadal. Þar er álagablettur suður við Sæluána (ytri), sem nefnist Votihvammur, og mátti ekki slá hann. Steingrímur Sigurðsson, s'em þar var snemma á þessari öld (l 926-1965), var eitt sinn að dengja ljá á engjum, og datt í hug að prófa bitið í ljánum með því að taka fáein ljáför í Vota- hvammi. Var ekki að sökum að spyrja, að eftir það missti hann nokkrar skepnur, sem kennt var þessum slætti, þótt ekki væri hann mikill. (Þetta er eftir sögn Odds Jónssonar skósmiðs á Akureyri, sem var vinnumaður á Hjaltastöðum um þetta leyti og sá ljáförin). Forboðniblettur á Klængshóli „Engjaskák nokkur, norðanvið Stóralæk á Klængshóli í Skíða- dal, heitir Forboðniblettur. Forn ummæli fylgja blettinum og má eigi slá hann eða nytja á nokkurn hátt. Bregði þar útaf kemur eitthvað uppá með fánað- arhöld, hjá þeim sem brýtur fyrirmælin.“ (Jóh. Óli Sæm.: Bannhelgir staðir, Súlur 5(1): 70). í Örnefnaskránni er svo eftir- farandi saga: „Jón hét einn bóndi á Klængshóli, Oddsson. Hann sló blett þennan, þrátt fyrir varnaðarorð ummælanna. Næsta haust missti hann fimm kindur. Fórust þær í gili þar skammt frá, en þar höfðu eigi áður neinar skepnur farið sér að voða. Var álögunum auðvitað um kennt.“ (Jóh. Óli Sæm.: Örnefni í Eyf., bls. 284). (Jón Oddsson var bóndi á Klængs- hóli II, 1832-1843). Ingimar Óskarsson náttúru- fræðingur segir athyglisverða sögu frá æskuárum sínum á Klængshóli, í bókinni „Úr fylgsn- um fyrri alda“ (Rvík 1977). Hann og félagi hans (Siddi), sem var heldur baldinn strákur, áttu leið hjá fossgili einu í grennd við bæinn, þar sem burnirót óx í breiðum o.fl. blómjurtir. Tók Siddi upp á því að skjóta niður burnirótartorf- urnar með smásteinum og varð nokkuð ágengt. Skömmu síðar sofnuðu þeir báðir, og lét Siddi illa í svefninum, enda sagði hann að sig hefði dreymt risa sem tugtaði hann óþyrmilega til og smástráka sem skutu á hann eldkúlum o.fi. Segir Ingimar, að eftir þetta hafi stráksi sýnt öllum jurta- gróðri hina mestu tillitssemi, og hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Álög á Gljúfurárkoti og Krosshóli í Skíðadal Gljúfurárkot nefnist eyðibýli innantil i Skíðadal, í tungunni milli Gljúfurár og Heiðinna- mannaár. (Fór í eyði 1905). í sögunni „Krosshólshlátur“, sem til er í a.m.k. tveimur gerðum í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar I: 193-194 og Grímu 5: 165-166, er sagt frá trölli, er bjó í helli uppi í fjallsöxlinni fyrir ofan Gljúfurárkot (Heið- innamannafjalli eða Litlafjalli), og kallast í sögunum ýmist Gljúfurárkotshellir eða Heið- innamannahellir. Er sagt að hann léti Krosshólsbónda fóðra fyrir sig kvígu vetrarlangt og hirti hana svo að vori, og rak þá upp þann hlátur sem lengi er í minnum hafður og kallast síðan „krosshólshlátur“. í þeirri gerð sögunnar sem birt er 1 Þjóðsögum Ólafs, og Þorsteinn Þorkelsson á Syðra- Hvarfi hefur skráð, segir einnig frá því, að tröllinu lenti saman við Gljúfurárkotsbónda, er það vildi grípa sér sauði frá honum. Var tröllið þá gamalt orðið, og telja menn að bóndi gengi að því dauðu, en áður en það yrði, er sagt að það mælti svo við bónda: „Ég hef verið fáskiptinn við menn hér, og ekki reynt neitt nema af tveimur, Krosshóls- bónda og Gljúfurárkotsbónda. Krosshólsbóndinn tók af mér kvíguna, enda mun Krosshóls- bóndinn sjaldan verða heylaus. Þú ræðst aftur á mig með ófriði, og mun sjaldan verða ófriðar- laust í Gljúfurárkoti.“ „Ýmsum mönnum þótti ummæli þessi rætast allt fram á 19. öld“, bætir söguritari við. Gíslahaus á Hverhóli Svo nefnist klöpp nokkur á svo- nefndum Steinahjalla, sem er beint upp af Gerðinu, skammt fyrir sunnan bæinn. Er klöppin grasi vaxin að ofan og fram á brún. „Hefur oft verið sprengt grjót úr þessari klöpp til veggja- hleðslu. Lagðist það orð á, að þær hlöður sem byggðar voru úr klappargrjóti þaðan, entust illa. Duttu sumar inn, en þökin fuku af öðrum, svo að mönnum þótti ekki einleikið." (Jón. Óli Sæm.: Örnefni í Eyf., bls. 290). Óskar Júlíusson fyrrum bóndi á Kóngsstöðum, kannast vel við þetta, og segir að Sigfús Siglús- son, er bjó á Krosshóli 1901- 1910, hafi m.a. fengið að kljúfa grjót úr Gíslahaus og byggði úr því hlöðu, sem þótti vönduð (hlaðin af Vigfúsi á Þverá). Þó vildi hrynja úr veggjunum, og þakgrindin fauk oftar en einu sinni af henni. (Skv. viðtali 8. 8. 1984). Ofar í hlíðinni á þessum slóðum er Grásteinn, sem talinn var huldufólksbústaður, og skammt frá honum er grasi vaxinn blettur milli lyngmóa og skriðugeira, sem er kallaður Bletturinn; etv. vegna þess að þar var talinn álagablettur (Jóh. Óli Sæm.: Örnefni, bls. 290). Álagablettur á Kóngsstöðum Á Kóngsstöðum í Skíðadal er álagablettur framan í brekkunni eða árbakkanum neðan við gamla bæjarstæðið, þar sem fjárhúsin standa núna. Bakkinn er þarna allhár og vel grasgefinn, hið besta slægjuland. Að sögn Óskars Júlíussonar ersíðast bjó þar, var bakkinn aldrei sleginn í hans búskapartíð, en bóndinn sem þar var á undan honum (Stefán Árnason) mun hafa slegið hann einu sinni. Minnti Óskar að hann hefði orðið fyrir skepnutjóni. (Skráð eftir sögn Óskars í Ellih. Dalvíkur, 8. ágúst 1984). Álfhóll í Dæli, Skíðadal I Dæli er sérkennilega hólótt land, og eru þjóðtrúarsagnir tengdar sumum hólunum, eink- um svonefndum Álfhóli, en um hann segir Margeir Jónsson í Örnefnaskrá sinni: „Álfhóll heitir hóll nokkur, sem stendur neðarlega í túninu, norðan við bæinn, en milli hans og bæjar eru tveir aðrir hólar, Fjóshóll og Langhóll. Álfhóll er einkennilegur að lögun og ásýnd, kringlulagaður og kúptur að ofan. Sunnan í honum vottar fyrir gömlu garðstæði, en norðan við hann er sléttur bali, og í jaðri hans lítil hóljrúfa. Þau álög eru sögð fylgja Álfhóli, að ef kollur hans sé sleginn, muni einn naut- gripanna á bænum verða fyrir alvarlegum sjúkdómi, og hefur jafnan þótt til þess leiða, efslíkt hefur verið gert. Er hóllinn því alltaf ósleginn og lubbalegur frh. á bls. 5 Heiðinnamannafjall og Gljúfurárgil. örin vísar á hellinn. 2 - NORÐURSI ÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.