Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 4
Svarfdælingar Firmakeppni hestamannafélagsins Hrings fer fram laugardaginn 29. mars n.k. Fyrirhugað er að keppnin fari fram á ís. Nánar auglýst síðar. Skráningar í síma 61325 og 61543. Mótanefnd. Svarfdælabúð eins árs vörurnar, grænmeti, ávexti og margt fleira. Einnig kvartaði hún sárlega yfir þrengslum í fata- og skógeymslu starfsfólks- íns. Ferðafélagar á Tungnahryggsjökli. Fjallaferðir um páskana Ferðafélag Svarfdæla hefur um margra ára skeið efnt til skíða- ferða um páskaleytið, gjarnan á föstudaginn langa. Einnig hafa oft verið farnar slíkar ferðir á eða í kringum sumardaginn fyrsta. Margir muna eftir frægri ferð á sumardaginn fyrsta 1982, þegar 15 manna hópur gekk á skíðum frá Atlastöðum og kringum Hnjótafjall. Menn fengu dimmviðri mikið á Hákömbum og gekk í nokkrum brösum að finna réttu leiðina yfir Heljardalsheiði og heim. Einhverjir úr leiðangrinum hafa haft orð á, að gaman væri að fara þessa leið aftur, og þá í björtu, til að sjá hvar í ósköp- unum menn voru að ráfa í þoku- hríðinni sællar minningar. Nú hefur Ferðafélag Svarf- dæla ákveðið að fara þessa leið á föstudaginn langa 28. mars. Ætlunin er að reyna að hafa snjósleða með í för til léttis og flýtisauka. Það verður farið frá Atlastöðum kl. 13. Þá hefur Ferðafélagið í hyggju að gera út skíða- og sleða- leiðangur á Tungnahrygg um sumarmálin, um helgina 20. apríl eða á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, eftir því, hvernig útlit er með veður og færð. Að sjálfsögðu geta allár fyrir- ætlanir farið út um þúfur, og þessar líka ef veður og tíðarfar hafa aðrar skoðanir á málunum. Því það gildir enn hið forn- kveðna: Kaupmaður sigla kaus í dag, en Kári sagði á morgun. Frá Ferðafélaginu. ,,Margt þarf að gera; að mörgu þarf hyggja, og mörg eru verkin sem framkvœma þarf, og nú er svo komið að búð þarf að byggja svo blessist vort margþœtta samvinnustarf! er þetta sannleikur eins og ég stencT. Og áfram var tiliagan stjórninni send. Hún settist á rökstóla og rœddi í hljóði hvort ráðlegt það væri sem forstjórinn kvað. „ Vant er ei fjárins í félagsins sjóði, og framfarir þurfa á sérhverjum stað, við látum þá búðina byggja í haust, sme bæði skal vönduð, fögur og traust. “ Sunnan úr Höfða nú byrjaði Baldi á bílnum að keyra sandi og möl, en Oli með nákvœmni tunnunnar taldi, gegn tíu’aura gjaldi er hver þeirra föl. I Höfðanum ógrynni auðœfa fann, og ágætt að grípa í kreppusjóð þann. Nú byrjuðu Nalli og Stebbi og Stjáni, að stinga og grafa djúpt ofaní jörð, því enginn byggir þó sé aumasti kjáni nema undirstaðan sé bjargföst og hörð, því arfinn frá nútíð framtíðin fær, oft fellur í dag það sem reist var í gœr. Þeir strituðu, kófsveittir, myrkranna á milli að moka og grafa og höggva og slá, að lokum þeir verkinu luku með snilli og litu með velþóknun dagsverkið á. ,,Sjá! það er harla gott“, sögðu með ró, sem smiðurinn forðum í Uppsalakró. Svo komu aðrir með sagir og hamra, saumpakka, axir og hverskonar tól. Þá var nú byrjað að berja og glamra, hjá ,,Barselónu“ höfðu þeir skjól. Og Elías sjálfkjörinn verkstjóri var, frá vetrinum meistaratignina bar. Við uppsláttinn kepptust nú kapparnir snjöllu, um kroppinn og höfuðið svitabað lak. Listfengur verkstjórinn leit eftir öllu, en Laugi af kunnáttu naglana rak. Helgi og Jónas, þeir hjálpuðu til. Við hringinn var lokið og allt gekk í vil. Svo skyldi byrja upp stafninn að steypa. - Stilla skal meistarans orðum í brag ,,Það væri okkur hin argasta sneipa ef ekki við klárum hann, piltar, í dag, og töluvert geta nú tíu menn gert, ég treysti’að þið fáið nú vöðvana hert.“ Nú hömuðust allir, sem vitlausir væru, - í verkfærum steindauðum ákafinn sauð - að bjarga frá dauða drengskap og æru og drífa af stafninn, sem verkstjórinn bauð. Hópurinn lagðist nú allur á eitt, og íslensku þreki var fyrir sig beitt. 1 myrkri þeir luku við múrinn þann háa, með málhvatri tungu hann lofaði þjóð. Nú teygði'ann sig hátt móti himninum bláa, sem háfjallatindur í ársólarglóð. Guðmóði þrunginn glampaði þá gleðinnar eldur um meistarans brá. En sömu í andránni skeði nú skrítið, það skaðaði engan og gerði ekki tjón. Verið þið róleg! það var ósköp lítið: veggurinn nýbyggði hrundi á frón. Sundraður, fa/linn og samrunnin þar svipaður mykjuhaug tilsýndar var. Sumir á rústirnar ráðþrota störðu, - rögn spinna mönnunum örlagaþráð - aðrir í kringum sig bölvandi börðu, bitu á jaxlinn og stöppuð á láð. Hrópaði Loftur með hikandi geð: ,, Hefur slíkt áður við byggingar skeð?“ Margir við tilfellið agndofa urðu orðvana stóðu og horfðu út á sjó, gripnir af ugg við svo ferlega furðu. Fár, eða enginn af „skellinum" hló,- Ekki veit ég hvort sagan er sönn, en sagt var að Jónas glott hefði um tönn. Helgi með gremju á hrúguna rýndi, - hugsaði fieira en talaði þá - sem hverfulleik gleði og gæfunnar sýndi, en Gunnlaugur Sigfússon, rústunum frá burt, reiður, hryggur, og ragnandi gekk, sem reiðarslag þetta á karlgreyið fékk. ,,Þótt veggurinn hryndi, það eru ein undur”, orðhagur byggingameistarinn kvað: „Djöfulsins vírinn hefur dregist í sundur, dauðlegir menn fá ei ráðið við það, svo ekki setur I hjarta mér hroll þó helvítis veggurinn dytti um koll“. Minningin titrar á tímanna bárum, tindrar, sem Ijósrák á framtíðarslóð. Þess mun og getið á ókomnum árum, og aldrei mun sagan fyrnast hjá þjóð meðan sól skín á Rimar og Svarfdælska mold, er samvinnumúrinn hrundi að fold. Dalvíkingar Mikil söluaukning Þann 26. mars er ár liðið frá opnun Svarfdælabúðar á Dalvík. Af því tilefni hefur blaðið snúið sér til nokkurra manna, sem tengdir eru búðinni, og spurt hvernig hún hafi reynst rekstrar- lega séð og sem vinnustaður. Rögnvaldur Skíði útibússtjóri gaf eftirfarandi upplýsingabrot. Svarfdælabúð var töluvert dýrt fyrirtæki. Stofnkostnaðurinn varð sem næst 36,5 milljónir. Vörubirgðir í árslok 1985 voru metnar á 11,5 milljónir. Starfsmenn eru jafnaðarlega um 25 talsins í 18 stöðugildum. t aunagreiðslur allt árið 1985 voru tæplega 7,5 milljónir og launatengd gjöld 1,25 milljónir. Sala í Svarfdælabúð og í deildunum þremur áðuren flutt var, var á árinu 1985 alls 86.850.000 krónur, sem er 40,7% aukning frá samanlagðri sölu deildanna 1984. Söluaukn- ing eftir opnun búðarinnar var 45% á árinu ’85, en í jan-febr. 1986 var hún 53% frá sömu mánuðum í fyrra. Söluaukning er þannig til muna meiri en verð- lagskönnun á þessu tímabili. Um rekstrarafkomuna liggja ekki fyrir endanlegar tölur, en þó er ljóst að búðin er rekin með verulegum halla, ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar og eðli- legra afskrifta. Verslunarstjórinn Gylfi Bjöms- son var fjarverandi sökum krankleika þegar blaða- maður leit inn til búðarfólksins. Viðstaddur var hinsvegar Krist- ján t . Jónsson deildarstjóri. Hann kvað búðina sjálfa mjög skemmtilega enda virtist honum viðskiptavinirnir ánægðir með verslunaraðstöðuna. Hinsvegar murinn Samvinnu- hrundi“ Gamla Sogn t.h. nýja búðin t.v. I sambandi við opnun Svarf- dælabúðar 26. mars rifjaðist upp fyrir mönnum fyrri búðarbyggingar Kaupfélags- ins á Dalvík. Haustiö 1934 var riest einnar hæðar við- bygging sunnan við „gamla Sogn“ fyrstu sölubúð félags- ins á Dalvík. (Sjá mynd). Þá var ekki margt sem gerðist í fásinninu á þeim árum og skáldin á staðnum gripu fegins hendi hvað eina, sem frásagnarvert var, og bundu í rím. Ekki vitum við, hver eða hverjir eru höfundar með- fylgjandi brags, en Haraldur Zópóníasson telur þó að eitt- hvað hafi hann komið nærri smíði hans. Við látum þetta flakka hér, þetta er allt meinlaust gaman, sem engan getur meitt. Ritstj. væri því ekki að neita, að bak- aðstaðan þ.e. vinnu- og lager- pláss vestan við búðina, væri mjög þröngt. Þórhildur Þórisdóttir af- greiðslukona tók undir orð Kristjáns og kvað til muna fastar að orði. Hún sagði að það hefði alls ekki verið gert ráð fyrir þeirri miklu vinnu, sem yrði að inna af hendi við pökkun á bak við, áður en varan er tilbúin að fara fram í búðina. Þetta á sérstaklega við um kjöt- og fisk- Aftur á móti hafði enginn neitt út á kaffiaðstöðuna að setja uppi á efri hæðinni. Þar er allt í sómanum, sagði fólk. Um sam- starfsfólkið og þar með yfir- mennina sagði Þórhildur að það væri beinlínis ,,æðislegt“ hvað sem það nú þýðir. Frá sjónarmiði almenns við- skiptavinar, þá verður það að segjast í lokin, að sem verslunar- staður er Svarfdælabúð stór- kostleg framför frá því sem áður var, rúmgóð, falleg búð með miklu vöruúrvali og huggulegu, líflegu afgreiðslufólki. 4 - NORÐURSIÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.