Norðurslóð - 25.03.1986, Side 5

Norðurslóð - 25.03.1986, Side 5
Dalvíkingum fækkar .... v. -4**«**?®^ * Alla 20. öldina hefur íbúum Dalvíkur fjölgað ár frá ári, stundum meira, stundum minna, en alltaf hefur miðað nokkuð á leið. Það er að segja þangað til 1984, þá snerist dæmið við og skráðum íbúum fækkaði um 6. Meira hallaðist þó á síðastliðnu ári, því þá varð fækkunin þrefalt meiri, samkvæmt bráðabirgðatölum að vísu. Hér verður sýnt fróðleg tafla tekin úr manntali Dalvíkur 1. des. 1984 og 85. aldur 1984 alls konur karlar alls 1985 konur karlar 0 - 6 185 85 100 168 84 86 7 - 14 212 102 110 206 100 106 15 30 17 13 24 8 16 16 - 18 79 31 48 72 34 38 19 - 66 731 356 378 745 354 389 67 og eldri 128 63 65 134 68 66 Samt. 1368 654 714 1349 648 701 Það er býsna margt. sem lesa má út úr þessum fáu ogeinföldu tölum. í fyrsta lagi fáum við þarna enn eina staðfestinguna á þeirri almennu meginreglu, að það fæðast fleiri sveinbörn en meybörn (hið viðurkennda hlut- fall er 103: 100). Þetta kemur vel fram á tölunum um 14 yngstu árgangana. Undantekningin, 15 ára börnin 1984, er aðeins til að sanna meginregluna. í öðru lagi sést, aðfyrir 14-15 árum var hér „eðlileg“ viðkoma, þ.e. ca. 25 barnsfæðingar á ári. I fyrra munu hinsvegar hafa fæðst 10 eða 11 börn á Dalvík, bæ sem er nú fjórðungi fjöl- mennari en hann var fyrir 15 árum síðan. Hvaða ályktun má draga af þessari staðreynd? í þriðja lagi birtist sú gamal- kunna regla, að karlarnir fara fyrr að týna tölunni heldur en kvenþjóðin. Það sést á því að í stóra hópnum, fólkinu á venju- legum starfsaldri, eru hlutföllin orðin mjög jöfn. Og- að lokum sést, að í hópi hinna öldruðu eru konurnar orðnar jafnmargar eða fleiri. Allt er þetta í samræmi við meginreglur og ekkert sérstakt fyrir Dalvík. Hitt er athyglisverðara og hlýtur að valda áhyggjum, að íbúunum skuli fara fækkandi mitt í allri atvinnunni og vel- meguninni, sem þrátt fyrir allt ríkir í hinum svarfdælska höfuð- stað. Það er auðvitað ekki við því að búast, að Dalvíkingum haldi áfram að fjölga jafnört og var fyrstu 10 ár kaupstaðarins. Þá fjölgaði þeim um 22% á meðan íbúum landsins alls fjölgaði aðeins 11%. Og sjálf- sagt þarf ekki að vænta þess að Dalvík verði 2000 manna bær á þessari öld, eins og leit út fyrst Blíðuvetur ís og hjarn Mikil er blessuð veðurblíðan um þessar mundir hér á norður- slóð. Það er sama, hvað á gengur annarstaðar í heiminum, jafn- vel náttúruhamfarir á höfuð- borgarsvæðinu með tilheyrandi stórvandræðum til sjós og lands, alltaf helst blíðan hér svo bera má logandi kerti milli bæja flesta daga á góu og þorra. Það er til merkis um veður- farið, að úrkoman á Tjörn í febrúar, þessum kaldranaleg- asta og oft úrkomusamasta mánuði ársins var 0,6 mm þ.e.a.s. það komu fáein snjó- korn úr loftinu 2. og 4. dag mánaðarins. Síðan ekki eitt einasta snjókorn eða regndropi fyrr en síðasta dag mánaðarins, þann 28. Þá rigndi nokkrum millimetrum, en sú úrkoma færist ekki til bókar fyrr en 1. mars. Aðeins einu sinni á 15 árum hefur verið þurrari mánuður hér. Það var maímánuður fyrir 8-10 árum síðan. Þá mældist engin úrkoma á Tjörn allan þann mánuð. Kalhætta „Ekki má yfir öllu hlakka“ segir skáldið. Fyrr í vetur gerði reyndar talsverðan snjó, eins og menn rekur minni til. Sá snjór hefur síðan breyst í skarpahjarn og klakabrynju, sem liggur hér á öllu láglendi. Ef þessi brynja liggur á landinu fram eftir öllum vetri er nærri handvíst, að afleiðingin verður stórfellt kal í túnum hér um slóðir. En ekki er rétt að vera með miklar hrakspár. Enn kunna kraftaverk að geta gerst. Við bíðum og vonum. Talandi um hjarnið er gaman að láta þess getið og koma því á þrykk, að svo harður var snjórinn, að menn gátu ekið bílum sínum og dráttarvélum hvert sem fara vildi lengst af á þorranum og jafnvel ennþá. Þannig bauð Hermann bóndi á Klængshóli fólki sínu í skemmti- ferð á heimilisbílnum fram fyrir Stafn í Skíðadal og munu bifreiðar varla hafa ekið þar fyrr. „Aldrei má maður segja neitt“ Varla höfðu þessi orð verið fest á blað þegar veður breyttist og hann byrjaði að snjóa. Og nú, 24. mars, þegar blaðið kemur á þrykk, er komið þæfingsfærð hér í sveitinni og á Akureyrarleið. Ekki má maður kvarta mikið undan því eftir allt meðlætið. En merkilegt er það, hvað lítið má segja svo veðurguðinn þykkjist ekki við og þykist þurfa að sýna, hver það er, sem ræður. um skeið, fyrst þessi þjóð er hætt að vilja eiga börn. Hinsvegar er það eitthvað meira en lítið undarlegt, ef bærinn getur ekki haldið hlut sínum. Kannske snýst myndin aftur við á þessu ári. Það ganga sögur af mörgum framsettum konum. Litli bróðir - Svarfaðardalshreppur Lítum aðeins á seitina til samanburðar. Þar voru íbúar 1. des. 1985 278. Karlar voru 140, en konur 138 og er næsta óvenjulegt, að sveitahreppi haldist svona vel á kvenfólkinu. Það stafar reyndar sumparts af því, að í barna- og unglinga- hópunum, upp í 15 ára aldur, eru stúlkurnar miklu íleiri en drengirnir, gagnstætt megin- reglunni. Annars er ekki margar álykt- anir að draga af tölunum. Það hefur ekki orðið verulegur brott- ílutningur úr sveitinni, fáar fjöl- skyldur flutt burtu á undan- förnum árum og þá aðrar flust inn á móti. Aftur á móti óttast sumir, að nú kunni að síga á ógæfuhliðina í þessu efni vegna alkunnra og mikið umræddra framleiðslutakmarkana í land- búnaði. Ekki vill Norðurslóð taka undir neinar hrakspár í þá veru. Menn skyldu vera bjartsýnir, en æðrast heldur ekki, þótt svo kunni að fara, að ein eða önnur jörð falli úr byggð í bráðina. I byrjun þorra opnaði Petrína Óskarsdóttir hárgreiðslustofu að Dalbraut 6 á Dalvík. Sagt er, að Dalvíkingar af báðum kynjum hafi lagast mikið til höfuðsins eftir að stofan tók til starfa. Á myndinni sést Vignir Hallgrímsson í klössun. Álfhóll í Dœli. Álagastaðir ásýndum." (Gríma hin nýja, I, bls. 24). Síðan þetta var ritað hefur bærinn líklega verið færður, því Álfhóllinn er nú örskammt fyrir utan hann, og rétt fyrir neðan veginn, sem liggur í gegnum túnið, sem nú hefur verið stækkað niður á árbakkann. Ekki hefur neitt verið hróflað við hólnum, og enn fær kollur hans að vera ósleginn hvert sumar, þótt slegið sé umhverfis hann og balinn og hólþúfan norðan við, enda gilda álögin aðeins um kollinnsemfyrrsegir. Snemma á búskaparárum mínum í Dæli bar svo við eitt sinn, að kaupamenn mínir, sem þá voru tveir, slógu Álfhólinn. Ég var ekki heima, og mér hafði láðst að vara þá við þessu, því að álög hvíla á hólnum, og varðar það tjóni á skepnum bónda, ef út af er brugðið Morguninn eftir var ein kýrin mín fárveik, hausinn á henni bólginn og hálf- sokkin augun. Hafðist kýrin ekki á fætur fyrr en seint um kvöldið og ekki batnaði henni til fulls fyrr en eftir nokkra daga. Annar kaupamaðurinn var Halldór Kr. Jónsson, síðar dýralæknir. Nefndi hann sjúk- dóminn Álfabruna. Eftir þetta frh. af bls. 2 var hóllinn aldrei sleginn og farið að öllu varlega kringum hann. Súlna: Gunnar, sonur Rögnvaldar, sem nú (1984) er bóndi í Dæli, kannaðist vel við þennan atburð, en minnti að kýrin hefði fót- brotnað. Hann er ekki í vafa um gildi álaganna á hólnum, og segist aldrei hafa brotið sláttu- bannið. (Heitið „álfabruni" er annars haft um ýmiss konar útbrot og bólgur sem skyndilega koma á skepnur, án þess að menn skilji orsök þess. Sjá Dýralækninga- bók Magnúsar Einarssonar Rvík 19 bls. o.fl. heim- ildir). Álagablettur í Koti (Svarfaðardal fram) Kot er nú fremsti (innsti) byggði bærinn í Svarfaðardal að sunnan- verðu, og er þaðan hin alkunna leið yfir Heljardalsheiði til Skaga- fjarðar. í Koti er vitað um þrjá álagastaði, að sögn Jónasar Þorleifssonar bónda þar, sem nýlega er látinn, 84 ára. Víðivallalág nefnist grösug og dálítið mýrlend lág í mynni Vatnsdals, utan og ofan við Vatnsdalshólana, sem liggja þarna þvert yfir dalinn, og stífla upp Skeiðsvatn. Þótti gott engi í láginni, en því fylgja þau álög að Kotsbóndi má ekki slá það sjálfur, en hins vegar má hann lána það öðrum til heyskapar. Er hér ekki kunnugt um slík ákvæði annarstaðar. (Samkvæmt Svarfdæla^ sögu fæddust þeir tvíburar, Ólafur völubrjótur og Þorleifur jarla- skáld, bræður Yngvildar fögur- kinnar þarna í Vatnsdalshólun- um, nánar tiltekið í Víðihólum). Mjaðurtarstóðið. Rétt við Kotsbæinn (núverandi) er lítill ferkantaður blettur eða reitur, þéttvaxinn af mjaðurt, og virðist vera umluktur slitróttum torf- garði. Til eru óljós munnmæli, um að þar hafi systkini verið grafin endur fyrir löngu. Reiturinn er álagablettur og má hvorki slá hann né taka hnausa úr honum, með mjaðurt- inni, en á það hefur nokkuð verið sótt, því að mjaðurt vex hvergi villt annarsstaðar í daln- um eða í útsveitum Eyjafjarðar. Nefndi Jónas dæmi þess að fyrir það hefndist. Geta má þess til gamans, að Ingimar Óskarsson grasafræð- ingur getur þessa mjaðurtarstóðs í ritgerð sinni um háplöntuflóru Svarfaðardals (Botanisk Tids- skrift 44 (2): 177), og segir hana hafa vaxið þar a.m.k. síðan í byrjun 19. aldar, og verði hún óvenju há og vöxtugleg þarna, eða allt að 140 sm, en það sé mun meiri hæð en getið sé annarstaðar, bæði hérlendis og erlendis. Rokbletturinn. Innan við túnið í Koti er afmarkaður túnblettur, þar sem áður var engi frá eyði- býlinu Vífilsstöðum. Þykir það ekki bregðast að rok skelli á, þegar þessi túnblettur er sleg- inn, og segist Jónas hafa marg- reynt það. (Ritað eftir þeim hjónum Jónasi Þorleifssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur í Koti, 8. ágúst 1984). NORÐURSl ÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.