Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 8
Tímamót Afmæli Þann 8. mars varð áttræð Dagbjört Ásgrímsdóttir í Lambhaga, fyrrum húsfreyja á Grund í Svarfaðardal, kona Stefáns Björnssonar frá Atlastöðum. Dagbjört fæddist á Vatni í Haganesvík 8. mars 1906. Þann 10. mars varð 75 ára Jónína Vigfúsdóttir húsfreyja í Runni á Dalvík, kona Sævaldar Sigurðssonar. Þau búa nú í Dalbæ, heimili aidraðra. Jónína fæddist á Þverá í Skiðadal 10. mars 1911. Þann 7. mars varð áttræð Sigurlaug Sölvadóttir áður hús- freyja í Sælandi á Dalvík, ekkja Sveinbjarnar Vigfússonar vélstjóra. Hún býr nú í Dalbæ, heimili aldraðra. Sigurlaug fæddist í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði 7. mars 1906. Þann 15. mars varð áttræð Soffía Gísladóttir frá Hofi, nú búsett í Þórunnarstræti 123 á Akureyri. Hún fæddist á Hofi 15. mars 1906. Norðurslóð árnar þessum heiðurskonum allra heilla. Andlát Þann 5. mars s.l. lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, KristjánHólmJóhannes- son. Kristján fæddist á Sandá í Svarfaðardal 18. nóv. 1918, sonur hjónanna Jóhannesar Stefánssonar og Kristínar Sigtryggsdóttur. Átti hann sex systkini, sem öll eru á lífi, en hann var næst yngstur þeirra. Fjögur þeirra búa á Dalvík og Svarfaðardal en tvö eru búsett í Reykjavík. Kristján átti við mikil veikindi að stríða alla sína ævi og dvaldi af þeim sökum lengi á sjúkrahúsi. Hann flutti til Dalvíkur á ný 1979 þegar Dalbær, dvalarheimili aldraðra var stofnað, þar sem hann bjó til dauðadags. Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 15. mars. jhþ Messur í Dalvíkurprestakalli um bænadaga og páska SKÍRDAGUR. Messa í Valfakirkju kl. 21. Sr. Hannes Örn Blandon, Ólafsfirði, predikar. Altarisganga. Flutt Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. FÖS TUDA G URINN LA NGI. Helgistund í Dalvíkurkirkju kl. 17. Lesið úr píslarsögunni. Hljóðfœraleikur. Flutt Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. PÁSKADAGUR. Hatíðarguðsþjónusta í Dalvíkurkirkju kl. 8 árdegis. Hátíðarguðsþjónusta í Urðakirkju kl. 13.30. Hátíðarguðsþjónusta í Tjarnarkirkju kl. 16. 2. PÁSKADAGUR. Guðsþjónusta á Dalbœ kl. 17. Sr. Hannes Örn Blandon, Ólafsfirði, predikar. Til lesenda Enn á ný er komið að skuldadögunum, góðir áskrif- endur. Með þessu blaði byrjum við að senda út rukkanir fyrir blaðgjaldið kr. 450,-. Það verður þó aðeins hluti kaupenda sem fœr þessa vinarkveðju að þessu sinni. Hinir fá hana með nœsta eða næstnæsta blaði. Að svo mæltu sendum við ykkur öllum bestu kveðjur og óskir um gleðilega páska. Útgefendur. Fréttahornið Tveir stórsnillingar, Megas t.v. og Bubbi t.h. fíubbi Morthens og Megas héldu tónleika í Víkurröst mánudaginn 17. mars sl. Á milli 150 og 200 manns voru á þessum tónleikum. I Norður- slóð í fyrra var sagt frá því að Buþþi heldur hér reglulega tón- leika. í upphafi þegar hann bauð fólk velkomið, sagðist hann vera farinn að fá tilfinn- ingu fyrir því að vera kominn heim þegar hann héldi tónleika hér. Þeir félagar héldu fólki við efnið í þrjá klukkutímaogfengu mjög góðar viðtökur. Ljós- myndari Norðurslóðar var á svæðinu og tók myndir af þeim félögum. né hverjir muni skipa þá lista. Við ætlum að stilla okkur um að segja sannar eða lognar sögur úr baráttunni um hin vinsælu bæjarstjórnarsæti nú, en í stað- inn segja frá atburði sem gerðist fyrir kosningarnar 1978. í maíblaði Norðurslóðar það ár voru birtir listarnir fjórir sem í köri voru. Myndir birtust af fjórum efstu á hverjum lista. I Prentsmiðjunni var búið að ganga frá blaðinu að öðru leyti en því að eftir var að raða myndunum á rétta staði. Aftan á hverri mynd stóð nafn manns- ins og átti því að vera auðvelt fyrir ókunnuga að ráða fram úr þessu. Svo skemmtilega vildi til að tveir Helgar voru þarna. Helgi Jónsson í fyrsta sæti hjá Framsókn og Helgi Þorsteins- son í fjórða sæti hjá Sjálf- stæðisflokknum. Þegar blaðið kom prentað til Dalvíkur höfðu þeir í prent- smiðjunni betrum bætt listann og sett Helga Þorsteinsson í fyrsta sætið hjá Framsókn en nafna hans á hinn listann. Nú voru góð ráð dýr. Til tals kom að kanna það hvort menn sættust ekki á þessa breytingu á list- unum, en kunnugir töldu það vonlaust. Helgamir myndu aldrei samþykkja það. Það varð úr að blaðið var endurprentað og síðan borið út. Þeir nafnar fengu að sjálfsögðu vitlausa blaðið, en upplaginu var að mestu leyti hent. Nú eftir áramótin var Valdimar Snorrason ráðinn til að reka Víkurröst. Talsverðar umbætur hafa verið gerðar á Víkurröst að undanförnu og er fyrirhugað að halda áfram við það eftir því sem efni og að- stæður leyfa. Það var orðið nauðsynlegt að epdurnýja ýmsa hluti í húsinu. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt hvers konar stólar og borð verða keypt í húsið á næstunni. erið er að ganga frá hluta Dalvíkurbæjar á annari hæð Ráðhússins. Þar verða skrif- stofur tæknideildar og bæjar- stjóra. Reiknað er með að í vor verði húsnæðið tilbúið og rýmk- ast þá um á núverandi skrif- stofum á neðri hæðinni. Þegar þessu er lokið verður aðeins efsta hæð Ráðhússins ófrá- gengin, því húsnæði bókasafns- ins í kjallaranum er nú svo til tilbúið. í byrjun apríl verður safnið opnað í hinu nýja hús- næði. J-Jað hefur sennilega ekki farið fram hjá nokkrum að í vor verður kosið til bæjarstjórnar. Ekki hefur enn verið birtur listi hér á Dalvík. Rannsóknarblaða- maður Norðurslóðar þóttist þó sjá ýmiss teikn á lofti um að boðið verði fram hér í vor. Norðurslóð treystir sér engan veginn að upplýsa lesendur sína um hve margir listar verði í boði Kosningar á Dalvík 1978 A-listi Ingólfur. Ragnar. B-listi D-listi G-listi Júlíus K. Helgi. Kristján. Kristinn. Kristín. Óttarr. Rafn. Ottó. Eiríkur. Trausti. Júlíus. Helgi.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.