Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 7
Að heiman ég fór Dalvíkurstelpa í N ationalbanken Þegar blaðamaður Norðurslóðar frétti að Þórhildur Jónsdótíir frá Framnesi hefði verið í heimsókn hér á Dalvík s. I. sumar hafði hann orð á því við bróður hennar Tryggva Jónsson aðgaman hefði verið að birta viðtal við hana íNorðurslóð íþœttinum ,,Heiman égfór". Þetta samtal hefur líklega borist til eyrna Kristínar dóttur Tryggva ogJórunnar, því þegar hún var í heimsókn hjá Þórhildi frœnku sinni um síðustu jól tók hún þetta skemmtilega viðtal sem við þökkum kœrlega fyrir. Ritstj. Það er sama hvort heldur er að sumri eða vetri sem þú kemur í fallega garðinn hennar Þórhildar - alltaf er það ævintýri líkast. Að sumrinu eru að vísu allar 90 rósirnar í blóma - en um jólaleytið blómstrar líka rós - jólarósin hvíta - og þá eru allar sígrænu jurtirnar, runnarnir og trén að gægjast gegnum hrímið. Um jóla- leytið hefur Þórhildur líka sett greinar af ýmsum tegundum í hvít ker við innganginn og þar er sama listilega handbragðið og smekk- urinn ráðandi. Heimili Þórhildar og garður í Söborg einu úthverfa Kaup- mannahafnar hefur verið aðsetur margra Dalvíkinga og annarra landsmanna um lengri eða skemmri tíma, „kannski mætti segja nokkurs konar sendiráð Dalvíkinga í Kaupmannahöfn“, því að Þórhildi finnst sjálfsagt að veita þá aðstoð sem hún getur, þeim sem til hennarleita. Eins og þeir sem til þekkja vita er Þórhildur mjögjákvæð og glöð persóna svo ætla mætti að líf hennar hefði oftast verið dans á rósum, en svo er þó ekki. Þórhildur hefur fengist til að segja okkur svolítið frá lífsferli sínum og hvers vegna hún, Dalvíkurstelpan, flutti til Kaup- mannahafnar með þá menntun í veganesti sem fólst í barnaprófi þess tíma, svo og eins árs námi við Kvennaskólann á Blönduósi - en lauk sínum starfsferli sem deildarstjóri í seðlabanka þeirra Dana, Nationalbanken. - Ég er fædd í Framnesi árið 1917, yngst af systkinunum fimm, bræðurnir Ijórir voru allir eldri. Tryggvi (Diddi) og Björgvin búa á Dalvík. Stein- berg og Loftur eru látnir. Eg var 12 ára þegar mamma dó, ég flutti í Ásbyrgi með Tryggva bróður og pabba, og síðan bjuggu fyrst Steinberg og síðan Björgvin þar líka með sínar fjölskyldur. Ég fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi - mig minnir haustið 1934, eftir jarðskjálftann. Mig Iangaði svo mikið til að fara m.a. vegna þess að Guðrún, kona Björgvins, hafði verið þar. Ég fékk undanþágu hjá skólan- um því ég var of ung. Um þetta leyti var ég farin að finna til í bakinu, það voru víst berklar, og haustið 1935 fór ég á sjúkrahúsið á Akureyri. Þar lá ég í gifsi frá hálsi niður á fætur í næstum heilt ár. Við getum hugsað okkur hvernig það er fyrir 18 ára stúlku fulla af lífsorku að liggja hreyfingarlaus mánuðum saman. Því hefur það verið stórkostlegt að geta farið að dansa þegar veturinn eftir. Þann vetur vann Þórhildur í eldhúsi Mennta- skólans á Akureyri svo og í Oddfellowhúsinu. Á dansleik þar 1939 kynntist hún þeim manni er olli straum- hvörfum í lífi hennar. Það var Ove Malling Steintoft Christian- sen, vélamaður á Hvítabirnin- um, dönsku varðskipi eða her- skipi. Hún flutti svo út til hans í febrúar 1939, sem sagt rétt fyrir stríð, og ferðin var farin með Drottningunni. Þórhildur hefur líka margt að segja frá ferðinni með Drottningunni, m.a. hve „hofmeistarinn" á skipinu var nni hjálplegur. Hann hvatti hana til að lesa Politikken og fleiri blöð, en varaði hanaviðað trúa öll sem stæði þar. En hvernig var svo að koma út í hinn stóra heim? - Allt var mjög nýstárlegt og öðruvísi en heima og sumt jafnvel ógnvekjandi t.d. járn- brautarlestirnar. Þó man ég best eftir lífverðinum. Hann var eiginlega það fyrsta sem ég sá. Svo vil ég nefna gróðurinn, hve allt var grænt og það í febrúar. Stóru hestana man ég líka og svo hve fólkið var smávaxið að því er mér fannst. En hvernig var með tungu- málið, kunnir þú dönsku? Og hvernig var að semja sig að siðum Dana? Það gekk furðanlega vel með dönskuna, því ég gat lesið svolítið þegar ég kom út. Ég hafði lært dönsku í húsmæðra- skólanum og svo í kvöldskóla á Dalvík og Diddi (Tryggvi) og Loftur höfðu lesið með mér. Þegar ég kom út réðist ég í vist hjá vini Snorra Sigfússonar, Jens Möller kennara og konu hans sem var prestsdóttir. Þau settu mig inn í danska siði og venjur, því Ove gegndi enn herþjónustu á Hvítabirninum í nokkra mánuði. Steingrímur Þorsteinsson var við konung- lega leikhúsið og var mér vissu- lega til halds og trausts. Þórhildur dvaldi svo hjá Jens M öller kennara og konu hans í 7 mánuði, þangað til hún gifti sig í ágúst 1939 og flutti í fjölbýlis- hús í Valby. Nú síðan fæddist Birgit 25. sept. 1940 og svo Ottó Peter 16. des. 1947 - og, eins og Þórhildur segir: „Heilt stríð á milli“. Og íslandsferð sumarið 1946. - Það versta við stríðið var að heyra ekkert heimanað. Óvissan var mikil - og skorturinn. Ég gleymi aldrei þegar fyrstu pakkarnir komu heimanað 1944. Það var heilt vagnhlass sem stúdentar komu með til mín fyrstu jólin eftir stríð. Sumarið 1949 dó Ove mjög skyndilega aðeins 32 ára að aldri. Hann var þá hjá Burmeister og Wein skipasmíðastöðinni og vann við vélar. Nærri má geta að það hefur verið erfitt að vera ung ekkja með tvö börn, fjarri heimahögunum við þæraðstæður sem þá voru ríkjandi úti í hinum stóra heimi. Fjölskylda Ove reyndist Þórhildi og börnunum frábærlega vel, þannig að hún ákvað að vera um kyrrt í Danmörku. En hvernig átti hún próflaus Dalvíkurstelpan að spjara sig og sjá fyrir börnunum tveimursem þá voru 1 árs og 8 ára? Fyrst fékk Þórhildur vinnu á saumastofu, en í nóvember sama ár hóf hún störf í National- banken við Holmens kanal og vann þar síðan sem deildarstjóri (kontrollör, sem hafði umsjón með peningum frá öðrum bönk- um) til ársins 1984, síðast yfirmaður 8 starfstúlkna. Hvernig stóð á því að þú fékkst vinnu í Nationalbanken? - Ég hafði heyrt að þeirtækju í vinnu fráskyldar konur og ekkjur með börn - en það var langur biðlisti. Ég fór og fékk einkaviðtal við yfirmann þar og síðan spurðist ég nokkrum sinnum fyrir um starfið, svo þeir hafa séð að mér var það rnikið í mun - hringdu í mig og ég var ráðin. Árið 1959, þegar Ottó sonur hennar var 12 ára gerðist margt í lífi Þórhildar. Birgit dóttir hennar gifti sig og flutti til Alabama í USA. í nóvember flyst Birgit til Ameríku og kemur við á íslandi og tekur krók til Dalvíkur til að sjá ættingja. Hún hafði óskað el'tir að fá snjó og það fékk hún svo sannarlega. Til Dalvíkur kom hún í nóvember 1959. Þá gerði einmitt öskrandi stórhríð og það var rafmagnslaust í 4 sólarhringa. Hún naut þess og fór á milli móðurbræðra sinna Tryggva og Björgvins, en hjá Björgvin var einmitt í vöggu mánaðargamalt dótturbarnsem þurfti að halda hita á. Þetta var stórævintýri fyrir Birgit á leið hennar til Ameríku. - En þess má í leiðinni geta að hún getur ekki hugsað sér að flytja til Danmerkur aftur vegna veður- fars. Sama haustið fer Þórhildur að búa með Helga Asker Fristeen, auglýsingastjóra, í nýju húsi við Kong Hans Allé í Söborg. Þau voru mjög samhent og luku við húsið sem var ófullgert og fóru að vinna við garðinn sinn, settu niður ávaxtatré og allskonar önnur tré og jurtir. ,,Ég hef alltaf elskað garðinn“, segir Þórhildur ,,en ræktun hans kostar bæði peninga og vinnu“. Ove Christiansen og Þórhildur með dótturina Birgit. Þórhildur og sonur hennar Ottó. Eins og áður er sagt hefur líf Þórhildár ekki alltaf verið dans á rósum. Þrem til fjórum árum seinna verður Helgi var við tilfinninga- leysi í höndunum, sem færist svo smátt og smátt líka til fótanna. Þá kom í ljós að hann var með ólæknandi sjúkdóm, MS. Hann ók þó daglega til vinnu sinnar til ársins 1970 - en þá varð hann að halda kyrru fyrir heima, en vann áfram sem auglýsingaráðgjafi og hönnuður fyrir ýmis fyrirtæki. Árið 1976 deyr svo Helgi og Þórhildur er orðinn ekkja í annað sinn. En Þórhildureraldeilisekkiá því að gefast upp frekar en fyrri daginn. Hún sér um viðhald garðsins og hússins, málar, smíðar, sagar og fl., að vísu stundum með hjálp sonar síns Ottós sem býr í Kaupmanna- höfn og er nú með eigið tölvu- fyrirtæki, við að semja forrit, ásamt öðrum, en var áður deildarstjóri hjá útgáfufyrirtæk- inu Gad. Ottó er ógiftur en á eina dóttur 10 ára, Marie Louise. Birgit, dóttir hennar, býr nú í Portsmouth, New Hampshire, og rekur þar ferðaskrifstofu. Hún á tvö börn, Stewen sem er sérfræðingur um Austurlönd - einkum Kína, kvænturogáeinn son, og Inger sem er verslunar- maður. Þórhildur, hvers saknar þú mest að heiman? - Fjölskyldunnar og gömlu vinanna. En ég hef verið mestan hluta lífs míns hér, svo það er ekki hægt að flytja til baka. Svo sakna ég líka útsýnisins - fjall- anna. Ég hef þrátt fyrir allt ekki haft mikinn tíma til að vera með íslendingum, nema þeim sem koma hingað til mín, því ég hef verið útivinnandi og með heimili og veikan mann. En vinnan, starfið hefur gefið mér ákaflega mikið. Það kom aldrei sá dagur, að ég væri leið yfir að fara í vinnu. - Ég hef átt mjög góða vini hér, bæði i vinnunni og fjölskyldunni. Mér hefur aldrei leiðst, það er alltaf nóg að gera og nú þegar ég er hætt að vinna er ég t.d. í enskunámi. - Ég hef þrátt fyrir allt verið heppin, og er ánægð með lífið. - Sérðu: börnin - atvinnan - húsið - garðurinn - vinir - Ijölskylda og svo allir vinirnir á íslandi sem hafa samband við mig. Jóla- pósturinn var góður frá íslandi núna og hringingarnar. Svo mætti bæta við að Þórhildur bakaði nú fyrir jólin margar smákökusortir, kleinur ofl„ og hefur þegar boðist'til að hjálpa syni sínum við að mála og standsetja íbúð sem hann var að kaupa. Undirrituð naut góðs af kök- unum, því hún dvaldi nú um síðustu jól hjá Þórhildi í góðu yfirlæti. En eins og áður sagði: Þór- hildur tekur vel á móti vinum og vandamönnum og er alltaf glöð þegar maður hringir eða hittir hana. Ef til vill kannast einhverjir við: „En hvað það er gott, vina mín, mikið verður gaman að sjá þig - ved du hvad - hvor skal vi hygge os . . .“. Febr. ’86 Kristín H. Tryggvadóttir Frá Versl. Sogn Dalvík Höfum umboð fyrir Ferðaskrifstofuna Úrval og Ferðaskrifstofuna Polaris. Kynnið ykkur fjölbreytta ferðamöguleika. Lánum videospólur frá helstu ferðamanna- stöðunum. Versl. Sogn Dalvík Sími 61300 NORÐURSI ÓÐ - 7

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.