Norðurslóð - 25.03.1986, Page 3

Norðurslóð - 25.03.1986, Page 3
Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla í 102. sinn Fundur í Bergþórshvoli 1S. mars. Laugardaginn 15. mars var aðalfundur Sparisjóðs Svarf- dæla haldinn í Bergþórshvoli, 102. aðalfundurinn frá upphafi. Formaður sparisjóðsstjórnar Valdemar Bragason og spari- sjóðsstjóri Friðrik Friðriksson gáfu skýrslur og lögðu fram reikninga sjóðsins fyrir árið 1985 eins og íög gera ráð fyrir. Ágæt afkoma Inneignir sparifjáreigenda hafa vaxið mjög mikið á árinu og voru í árslokin tæplega 120 milljónir króna á hinum ýmsu tegundum innlánsreikninga fyrir utan innistæður á hlaupa- og gíróreikningum sem voru 17,7 milljónir. Til viðbótar má nefna innistæður á gjaldeyrisreikning- um, aðallega á dollarareikning- um, sem nema samtals um 600 þúsund krónum, og er þetta tiltölulega nýlegt fyrirbæri hjá Sparisjóði Svarfdæla. Þessir fjármunir eru að sjálf- sögðu að mestu leyti í útlánum fyrir utan það fé, sem bundið er í Seðlabankanum samkvæmt lög- Lifur handa Rússum Rúgbrauð með lifur, namm namm Séð yfir vinnusalinn. I júníblaði Norðurslóðar í fyrra var greint frá niðurlagningar- og niðursuðufyrirtækinu, sem þá hét Stórhóll s.f. en nú Pól- stjarnan h.f. til húsa að Sand- skeiði 20 á Dalvík. Þar var birt mynd af starfsmönnunum fjórum og viðtal við forstjórann, Jón Tryggvason, sem skýrði frá ráðagerðum og áætlunum um nýjungar í rekstrinum. Nú hafa þessir draumar ræst að verulegu leyti eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu nýlega. Það er býsna gaman að líta þarna inn um þessar mundir. Það fyrsta, sem maður sér og vitnar um líf og athafnir, er 5-10 bílar, sem standa útifyrir. Enda reynist það svo, að innifyrir er fjöldi fólks, milli 10 og 15manns og allt í fullum gangi. Jón forstjóri gengur um í hvítum slopp og með engilsvip og allt í kring starfsfólk, aðal- lega konur, hver í sínu hlut- verki. Verkstjóri er Petra Ingva- dóttir fískiðnaðarmaður. Um þessar mundir er fram- leiðslan eingöngu niðursoðin þorsklifur fyrir Rússlands- markað. Ivíagnið er 6-8 þúsund dósir á dag, skaust upp í 9 þúsund einn daginn. Dósin vegur 115 grömm þ.e. inni- haldið. Vélin spýtir úr sér einni dós á 1 og 1/3 sekúndu fresti þ.e. 2400 á klukkustund, ef hún gengur stöðugt. Við birtum hér mynd af dósinni með rússneska letrinu. Rússneskusérfræðingur blaðs- ins hefur vinsamlegast stafað fyrir okkur orðin á latínuletur og snúið svo á íslensku. Þar með hefur áhugasamur lesandi fengið uppfræðslu í rússnesku. PÉCHENJ TRESKÍ NATÚRA- UNAJA = NÁTTÚRULEG ÞORSKLIFUR IZGOTOVLENO V ÍSLANDÍf = ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA. VÉS NATTÓ 115 GR = NETTÓ VIGT 115 GR. Blaðamaður fékk lifrardós í nestið heim með sér. 20-30% af lýsinu er fjarlægt í vinnslunni, svo lifrin er hreint ekki bráðfeit. Hún smakkast alveg stórvel ofan á rúgbrauð. Það getur blaðamaður borið um. Nei, það er óþarft að vorkenna Rússum að eta þennan mat. 1CEL4ND mTERS njrojofwrno b UCJAILJIIÍI BEC HETTO 115 fp. Náttúruleg þorsklifur - íslensk framleiðsla. um, en bindiskyldan lækkaði reyndar á árinu um leið og breytingar voru gerðar á fyrir- komulagi afurðalánastarfsemi í landinu. Langmestur hluti ráð- stöfunarfjár sjóðsins eru í almennum útlánum til almenn- ings og atvinnuvega hér í byggðarlaginu, einkum í formi víxil- og skuldabréfalána. Sem dæmi má nefna, að hús- byggingalán hafa um langt skeið verið í ákveðnum skorð- um og eru sem stendur 350 þúsund á nýbyggingu en 200 þúsund þegar um húskaup er að ræða. Rekstur sjóðsins skilaði ágæt- um hagnaði á árinu, varasjóður- inn jókst um kr. 5.419.803 og komst í kr. 9.086.391. Fasteignir Sparisjóðsins, þ.e. eignarhlutur hans í Ráðhúsinu og húseignin að Karlsbraut 20, eru bókfærðar á kr. 16.010.765 og húsbúnaður og áhöld á kr. 1.091.891. Þessi mikli rekstrarhagnaður styrkir til muna eiginfjárstöðu sjóðsins og eflir og treystir þessa einu bankastofnun byggðarlags- ins. Menningarsjóður Svarfdæla Á 100 ára afmælisfundi á Grund 1. maí 1984 var tekin ákvörðun um stofnun Menningarsjóðs Svarfdæla á vegum sjóðsins. Stjórn hans er skipuð einum manni kosnum af aðalfundi Sparisjóðsins og er hann for- maður stjórnar. Aðrir tveir stjórnarmenn eru kosnir af bæjarstjórn Dalvíkur og hrepps- nefnd Svarfaðardalshrepps. Starfsfé sjóðsins er stofnfé lagt fram af Sparisjóðnum 1984 og óskyldubundin framlög frá Sparisjóðnum og öðrum, sem kunna að vilja efla sjóðinn. Formaður stjórnar Menningar- sjóðsins, Þorgils Sigurðsson, gerði á fundinum grein fyrir úthlutun úr sjóðnum á þessu ári og er hún svofelld: Til Sundskála Svarfdæla Kr. 150.000 Til orgelssjóðs Dalvíkur- kirkju - 70.000 Til Heilsugæslustöðvar á Dalvík vegna kaupa á hjartalínurita 50.000 Samtals Kr. 270.000 Fundurinn samþykkti, að leggja í Menningarsjóðinn á þessu ári kr. 500.000 svo tryggt er, að einhverja styrki verður unnt að veita á næsta ári. Stjórnarkjör Þá fóru fram kosningar í þriggja aðalmanna og þriggja vara- manna í stjórn sjóðsins. Kosnir voru aðalmenn Baldvin Magnús- son, Óskar Jónsson og Halldór Jónsson, en varamenn Guðríður Ólafsdóttir, Bragi Jónsson og Hilmar Daníelsson. í stjórn Menningarsjóðsins var kosinn Hilmar Daníelsson í stað | Þorgilsar Sigurðssonar, er baðst undan endurkjöri. Fyrir voru i stjórninni Hjörtur Þórarins- son og Valdemar Bragason. Miklar umræður urðu á fundinum um uppbyggingu og stjómarform Sparisjóðsins. M.a. stóðu þær í sambandi við nýsamþykkt lög frá Alþingi um Sparisjóði, en þar er að finna ákvæði, sem gefa undir fótinn með breytingar frá því „ábyrgð- armannakerfi“ sem gilt hefur hjá sumum eldri sjóðum, eins og Sparisjóði Svarfdæla, frá upp- hafí. Er þess að vænta, að á næstunni fari fram endurskoðun á samþykktum sjóðsins þar sem þessi og mörg fleiri atriði verða tekin til yfirvegunar og breytt eins og þurfa þykir. Olís Dalvík auglýsir Eigum jafnan fyrirliggjandi Varta rafgeyma í allar tegundir bifreiða og vinnuvéla, einnig hin viður- kenndu aquaseal viðgerðarefni fyrir hús. Varta ofurkraftur ótrúleg ending. H Olís Dalvík - Sími 61603 NORÐURSIÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.