Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 25.03.1986, Blaðsíða 6
Fundur um riðuveiki Niðurskurður á næsta leyti? Skömmu eftir áramótin var haldinn fundur um málefni riðuveikinnar í Bergþórshvoli á Dalvík. Fundarboðandi var Búnaðarsamband Eyja- fjarðar og Sauðfjárveikivarnir. Mættir voru frá þeim aðilum Ólafur Vagnsson ráðunautur á Akureyri og Sigurður Sigurðarson sérfræðingur á Keldum við Reykjavík. Það er til marks um áhuga manna hér á málefninu, að þarna voru mættir um 40 manns úr sveitinni og frá Dalvík. Sigurður greindi m.a. frá útbreiðslu veikinnar og aðgerðum, sem beitt hefur verið, einkum á Suðurlandi. Einnig greindi hann frá rannsóknum á riðu, sem í gangi eru hérlendis og einkum erlendis og hafa skýrt eðli hennar að nokkru. Fundurinn var merkilegur fyrir það, að þarna var líklega í fyrsta skipti talað opinskátt um niðurskurð sauðfjár á sýktum bæjum og jafnvel á samfelldum svæðum. Það er hætt við, að menn þurfí nú að fara að venja sig við tilhugsunina um niðurskurð enn á ný, svo geðfellt sem það nú er. Frá Búnaðarþingi Til viðbótar þessari frásögn,. sem átti að koma í febrúar- blaði Norðurslóðar, en fékk ekki pláss í það skiptið, skal hér vakin athygli á umfjöllun Búnaðarþings um riðuvanda- málið. Eftirfarandi erindi barst þing- ingu frá Sigurði J. I índal fulltrúa Vesturhúnvetninga og ráðunautum Búnaðarfélagsins í sauðfjárrækt, Ólafi Dýrmunds- syni og Sigurgeir Þorgeirssyni. „Með erindi þessu er lagt til að Búnaðarþing 1986 álykti um markvissa útrýmingu á riðu- veiki í sauðfé um land allt. A liðnum árum hefur Búnaðar- þing fjallað nokkrum sinnum um riðuveiki og það tjón sem af henni hlýst. Þar sem snúist hefur verið við veikinni af hörku hefur mikið áunnist, en hætt er við að veikin haldi áfram að breiðast út sauðfjárræktinni til stórtjóns verði ekki frekar aðhafst. Er það m.a. áhyggjuefni hvaða áhrif sú þróun kann að hafa á markaði fyrir sláturafurðir. Ástæða er til að ætla að með markvissari að- gerðum megi gera mun betur og jafnvel útrýma veikinni alger- lega með niðurskurði á sýktum hjörðum eða á fé í heilum sveitum þar sem útbreiðslan er mikil. I þvi sambandi þarf m.a. að kanna hversu víðtækur sá niðurskurður þyrfti að vera og leita þarf leiða til að bæta bændum tjón vegna samræmdra útrýmingaraðgerða á riðuveiki. Jafnframt þarf að athuga á hvern hátt megi tengja slíkar aðgerðir samdrætti í sauðfjár- ræktinni.“ Málið var mikið rætt á búnaðarþingi og leitað álits Sauðfjárveikivarna og eftir- farandi ályktun samþykkt sam- hljóða: „Búnaðarþing hefur fjallað um riðuveikina og það tjón og margvíslegu erfiðleika, sem hún veldur í mörgum héruðum lanþsins. Á undanförnum árum hefur verið skorið niður á 150 bæjum víðs vegar um landið. Miklar vonir eru bundnar við það, að þessi niðurskurður hafi heppn- ast víðast hvar, og miklar líkur á, að riðunni hafi verið mikið til útrýmt um sunnan- og vestan- vert landið. Búnaðarþing vill því, um leið og það áréttar fyrri samþykktir sínar um, að ríkissjóður verji nægilegu fjármagni til aðgerða gegn riðuveikinni, skora á Sauð- fjársjúkdómanefnd, að gera heildaráætlun um niðurskurð á næstu árum á öllum fjárhjörðum í landinu, þar sem riðuveiki hefur verið staðfest. Nú eru í gildi takmarkanir á framleiðslu kindakjöts, eins og alkunnugt er. Vegna þefrra tímabundnu framleiðslubreyt- inga, sem leiðir af fjárskiptum og fjárleysi og tengir mál þetta framleiðslustjórnuninni, yiH Búnaðarþing mælast til þess, að Stéttarsamband bænda vinni með Sauðfjársjúkdómanefnd að framgangi þessa máls gagnvart ríkisvaldinu. Þá vill Búnaðarþing fara þess á leit við 1 andbúnaðarráðu- neytið, að það beiti sér fyrir endurskoðun á lögum um sauð- fjárveikivarnir vegna útrýming- ar riðunnar." Ætla má, að með þessari afdráttarlausu ályktun Búnaðarþings sé riðumálið komið á nýt.t stig. Til viðbótar má minna á þann undirbúning undir niðurskurðaraðgerðir, sem fram hefur farið í Þing- eyjarsýslum vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar hafa nær allir sauðfjáreigendur skrifað undir skuldbindingar um niðurskurð sauðfjár, þar sem riða er stað- fest í hjörðinni eða verður stað- fest síðar allt að sjálfsögðu háð því, að viðunanlegar bætur fáist frá opinberum sjóðum. Það er ástæða fyrir Svarf- dælinga til að fylgjast vel með gangi þessara mála, því fyllilega má búast við því, að innan skamms tíma verði þeir að svara spurningunni, hvað þeir vilji fyrir sitt leyti gera í þessu alvarlega vandamáli. Sala á íbúðum í verkamannabústöðum Stjórn verkamannabústaða á Dalvík auglýsir hér með til sölu ÍBÚÐINA BRIMNESBRAUT 1. Greiðslukjör eru eftirfarandi: Kaupandi greiðir 20% söluverðs og greiðist það við afhendingu. Eftirstöðvar 80% fær kaupandi að láni hjá Byggingasjóði verkmanna. Lánið er verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu og ber 1,0% vexti. Lánstími er 43 ár, eða kaupandi yfir- tekur áhvílandi lán og greiðir útborgunarverð seljanda og kostnað. ÍBÚÐINA KARLSRAUÐATORG 26 E. Greiðslukjör eru eftirfarandi: Kaupandi gengur inn íkaupá íbúðinni og greiðir þann kostnað sem seljandi hefur þegar lagt út, ásamt kostnaði sem til fellur við uppgjör íbúð- anna að Karlsrauðatorgi 26. Rétt til kaupa á íbúðum í samræmi við framan- ritað hafa þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði: A. Eiga lögheimili á Dalvík. B. Eiga ekki íbúðir né samsvarandi eign í öðru formi. D. Hafa haft meðaltekjur pr. ár þrjú síðast liðin ár áður en úthlutun fer fram þ.e. 1982, 1983 og 1984, eigi hærri uþphæð en sem svarar 318.000,- kr. hjá einhieypingi eða hjónum og 29.000,- kr. fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs. Ekki mega vinnustundir á ári vera færri en 516 (Vz staða). Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrif- stofunni. Umsóknarfrestur er til 10. apríl n.k. Frekari upplýsingar eru veittar í bæjarskrifstof- unni og hjá formanni stjórnar verkamanna- bústaða, Helga Jónssyni. Dalvík 20. 03. 86. Stjórn verkamannabústaða á Dalvík. KOSTABOK 1. kostur: Innstæda er alltaf laus. 2. kostur ■■ Vextir eru 18% eda hærri, ef verdtrygging reynist betri. 3. kostur -. Vextir færast tvisvar á ári. 4. kostur : Leidréttingavextir af úttekt eru adeins 1%. 5. kostur ■. Leufdar eru tvær úttektir á ári án vaxtaskerdingar. KOSTABOK er gódur kostur. HWLÁnSDEILD Ú.K.E. DALVÍK. 6 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.