Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Norðurslóð
10 ára
Með útkomu þessa tölublaðs lýkur 10. árgangi Norðurslóðar.
Fyrsti árgangurinn var aðeins 2 tölublöð, þ.e. nóvember- og
desemberblað 1977. Síðan hafa komið út reglulega 10 blaða
árgangar þangað til í ár, að blöðin urðu 12. Núer því tilefni til
að líta til baka og rilja upp, hvað vakti fyrir mönnum þegar
þeir hieyptu þessu nýstárlega fyrirtæki af stokkunum. í
ávarpi til lesenda segir m.a. á fyrstu síðu fyrsta blaðs:
„Sú er von okkar, að regluleg útkoma slíks héraðsblaðs
geti stuðlað að almannaheill, byggðarlagið verði skemmti-
legri og menningarlegri staður fyrir þá, sem hér búa, og að
hinir, sem brott eru fluttir, en eiga rætur sínar hér, eigi
auðveldara með að fylgjast með gangi mála og halda lifandi
tengslum við heimabyggðina."
Þó að fáir séu góðir dómarar í eigin sök teljum við samt, að sú
fróma von, sem þarna var látin í Ijós, hafi ræst að verulegu
leyti. Það er nú sýnt og sannað, að það er hægt að halda
gangandi svona starfsemi í svarfdælskri byggð þótt ekki sé
hún fjölmennari en hún er. Til þess þarf þó vinnu og vakandi
áhuga og ekki síst úthald til að gefast ekki upp í miðjum
klíðum, þó að eitthvað blási á móti. Þessir nauðsynlegu
þættir hafa enn sem komið er verið til staðar ínægilega ríkum
mæli til að útkoman hefur verið regluleg.
En hvað um framtíðina? Lífsskilyrðin eru ílagi, þaðhöfum
við séð. Tryggð lesenda við blaðið hér heima fyrir hefur ekki
minnkað og þaðan af síður meðal brottfluttra Svarfdæla.
Fjárhagsgrundvöllurinn er líka til staðar, ef dáiítið er unnið á
auglýsingaakrinum. Samt eru blikur á lofti, sem geta orðið
þess valdandi að þráðurinn slitni þegar minnst varir.
Með þessum orðum er ekki verið að boða endalok útkomu
Norðurslóðar. Hún mun væntanlega birtast lesendum sínum
enn á ný eftir áramótin. Hinsvegar teljum viðrétt aðminna á,
að það er ekkert sjálfsagt, að svona blað komi út áratugum
saman, arm.k. ekki í óbreyttu formi. Fjölmiðlaheimurinn er
mettaður efni fyrir augu og eyru svo út af flóir, líka hér íokkar
litla byggðarlagi. Öllu má ofgera.
Hvað sem öðru líður sendum við lesendum okkar bestu
kveðjur og þakkir fyrir viðskiptin frá upphafi. Gleðileg jól,
farsælt komandi ár.
HEÞ JA
Stofnendur Norðurslóðar f.v. Hjörtur E. Þórarinsson, Jóhann
Antonsson og Óttar Proppe. Myndin tekin fyrir 2 árum.
Góðir lesendur
í þessu blaði munuð þið finna okkarhefðbundnujólaþrautir.
Ljóðagetraunin er á einum stað, á öðrum gátuvísur og á þeim
þriðja samheitaleikur Árna Rögnvaldssonar. Fyrir réttar
lausnir allra þessara þrauta veitir blaðið bókaverðlaun, sem
gefin eru af Bókaútgáfuni Skjaldborg eins og venjulega.
Og að lokum kemur hér ein vísubyrjun. Getur nokkur
botnað?
Yfir dalsins byggð og bœ
breiðist jólasnjórinn.
Aðalbjörg Jóhannsdóttir
Örnefni
í Böggvisstaðalandi II
Það var sumarið 1978 að ég fór til Baldvinu, dóttur Þorsteins
frænda, og fékk hana með mér í leiðangur um Böggvisstaðahóla.
I þeirri ferð var iögð undirstaða að því sem hér fer á eftir. Þó var það
ekki fyrr en íhaust 1986 eftir24árfrá því við Þorsteinn byrjuðum að
ég heimsótti frændsystkini mín á Bjarkarbraut 7, Hildi, Bergljótu og
Guðjón til skrafs og ráðagerða og upp úr þeim umræðum lauk ég
við allt plaggið, með þeirra leiðbeiningum og ráðum.
Við Baldvina á Ögðum upp í Hólum 7. ágúst 1978.
Við göngum suður Böggvis-
staðahóla neðan víð Stórhól.
Stórhólstjörn er ofan við hólinn,
hún þornar alltaf síðsumars og
er þur nú. Þegar farið er suður
með skógræktargirðingunni að
vestan er Böggvisstaðastekkurá
hægri hönd sunnarlega. Dala-
götur liggja frá Böggvisstöðum
út og upp fjall austan í Strýtu-
hól, upp á Leppamel, neðan við
hvers, sem þar vill koma og þar
sprettur góðgæti.
Miðhjalli er sá sem Þrimelar
og Tveirmelar mynda, en Efsti-
hjalli er suður af Selhól fjall sem
skarðið eða lautin sunnan við
efri togbrautina sker í sundur.
Krókhjallinn sem er syðst í
fjallinu, liggur út og suður ofan
við bæina sunnan við Böggvis-
staði. Af honum er brött brekka
og þar niður undan grænir
flákar sem heita Teigar. Þarna
erum við komnar suður úr
Böggvisstaðalandi. Einsogáður
ersagt heitir íjallið allt Böggvis-
staðafjall, en yst og syðst
tilheyrir það nágrannabæjum.
Böggvisstaðahlíðin er framan í
miðfjallinu ekki skýrt afmörkuð
en örugglega í Böggvisstaða-
landi. Gæti hafa verið milli
merkja upphaflega. Mamma
talaði oft um Hlíðina og þá
hlýjum rómi.
Við höldum áfram suður og
upp fyrir ofan Böggvisstaði og
komum að kvos, það er Volgu-
tjarnarstæðið. Sunnan við
Við fórum upp brekkuna og
þarna er gamli vegurinn fram
sveitina meðfram girðingunni
fyrir ofan bæina, vel sýnilegur
og götutroðningar sumstaðar
mjög djúpir, svo greinilega
hefur verið þarna mikil umferð.
Gerðin eru milli bæjanna
Böggvisstaða og Hrafnsstaða.
Þar var áður býlið Kofi. í
suðaustur blasir við flatlendi,
það er Breiðan. Vestur af henni,
þegar landið hækkar, eru Holts-
móar. Meðfram Breiðunni rennur
Svarfaðardalsá í styttu máli
Dalsá og þarna er hún farin að
streyma lygn á leið sinni til
sjávar.
En við vorum að tala um
veginn, hann lá þarna í norður
ofan við túnið í stefnu ofan við
Bergþórshvol og út ogniðurþar
sem var Gamla-Sogn. En ef
farið var frá Böggvisstöðum, ti)
dæmis til kirkju, að Upsum, var
farið beint í áttina að Upsum og
yfir Brimnesána á borði hjá
Brimnesi.
Við lítum til norðvesturs.
Hvar eru Böggvisstaðasvarð-
mýrarnar? Ekki lengur til, orðnar
tún og skurðir og_ eitthvað
komið undir byggð. Úr mýrun-
um seytlaði smálækur fyrir utan
Vegamót og um ræsi þar á veg-
inum, sameinaðist svo F'læðun-
um sem er mvrlendið frá
| I
Böggisstaðabærinn eftir aldamótin.
Selhól, framhjá Löngulaut efst,
í áttina upp á Dal og eigum við
Dalvíkingar sunnan ár við
Böggvisstaðadal þegar annað er
ekki tekið fram. Sama er með
fjallið og hólana, við förum upp
í Fjall og Hóla í styttu máli og
stundum líka upp á Dal, en það
er styttra en að fara fram á Dal.
Svo fór maður í gamla daga upp
í Móa en þangað var stutt og ég
held að þeir séu komnir undir
byggð. Dalagötur sjást orðið
illa en eru vel finnanlegar. Þær
voru oft hafðar til viðmiðunar,
hve langt er farið upp í fjall, til
dæmis hvort farið var utan eða
sunnan við Leppamel. En að
fara „sunnan við Stekk“ þá var
ekki farið að halla upp í fjallið.
Stekkjarhjalli og Neðstihjalli er
það sama, nokkuð upp af
Stekknum.
Nokkru ofar eru grasi grónar
Grænurnar, og skera sig vel úr
annars vel grónu íjallinu, í þeim
eru dý og nokicur raki, en
annars'.er fjallið mjög þurrt.
Fjallið er mikill dýrgripur, það
skiftir litum úr grænu í rautt, í
hvítt og ótal fleiri Jiti eins og það
væri að spila við okkur Olsen
Olsen. Þar er friður og frelsi og
laut, hóll, hjalli, stallur eða
brekka til afnota eftir smekk
tjarnarstæðið er melurinn Langi-
hryggur og liggur fyrst út og
suður en síðar suður og upp. A
melnum er stór steinn og annar
minni, mikið sprunginn. ,,í
þessum steinum héldum við
krakkarnir að væri huldufólk“
segir Baldvina. Volgatjörn hefur
verið ræst fram nú, hún var
beint ofan við Böggvisstaði fyrir
ofan girðinguna. „Hún var
alltaf volg yfir sumarið“ segir
Baldvina, og það sagði mamma
líka. ,,Já,“ segir Hildur, „við
fórum í fótabað í volgri tjörn-
inni og tróðum löppunum niður
í leirinn". Tjörnin þornaði alltaf
síðsumars. Austan við Volgu-
tjörn er brekka og þegar kemur
upp í brekkuna eru nokkrir
steinar jarðfastir. Einn þeirra er
flatur og stór og Baldvina segir:
„Þarna gerðum við stelpurnar
drullukökur því auðvelt var að
ná í efni úr tjörninni, vatn og
leir, svo þetta var þægilegt
athafnasvæði. Einu sinnivorum
við búnar að raða kökum á
allan steininn og ætluðum að
baka yfir nóttina. En daginn
eftir þegar við komum að, var
búið að eyðiJeggja allt. Við
kenndum Manga í Hrafnstaða-
koti og Stebba á Hrafnsstöðum
um spjöllin.“
Sandgerðistjörn (Flæðatjörn)
að Svarfaðardalsá og vestur að
bökkum neðan við veginn. Ofan
við þetta ræsi var smápollur eða
uppistaða. Þarna stoppaði maður
oft þegar kýrnar voru reknar,
lagðist á magann eða settist til
þess að horfa á hornsílin, barði
öðru hvoru í bakkann og þá
iðaði allt af lífi.
Meðfram bökkunum vestur
af Flæðunum voru víða djúp dý.
Flæðarnar voru beitiland fyrir
þýr kauptúnsins á mínum barns-
árum og lengur, en vegna
dýjanna rákum við þær oftast
suður að á og austur árbakkann,
heitir hann nú Kúabakki. Það
nafn heyrði ég ekki fyrr en ég
var orðin fullorðin. Hefir það
líklega orðið til á þeim árum,
sem launaðir „rektorar" gættu
kúnna.
Svo færum við okkur upp á
stóran og mikinn hól, það "er
Snælduhóllinn. Þar er víðsýnt
og Baldvina segir: „Hingað fór
Baldvin afi þegar hann vildi sjá
vel út á sjóinn og niður á
Böggvisstaðasand, það gerði
Loftur frændi líka. Þelr þurftu
oft að ganga út og upp á
hólinn.“
Framhald í næsta blaði.
2 - NORÐURSLÓÐ