Norðurslóð


Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 22

Norðurslóð - 16.12.1986, Qupperneq 22
Frh. af bls. 11 Nú voru öll ljós slökkt eins og áður. Síðan kveiktu menn á litlu kertunum stóðu síðan upp og gengu í einni halarófu upp að háborðinu og settu kertin í þar til gerðan platta, með hjartalagi og var hann staðsettur fyrir framan brúðhjónin. Reyndar voru fleiri en einn platti. Þetta var mjög hrífandi. Og meðan menn gengu upp að háborðinu með kertaljósin sungu menn ljóðið, sem var á örkinni, sem var vafin utan um kertin. En ljóðið var búið áður en menn höfðu losað sig við kertin og þá var bara byrjað aftur. Þau Óli og Maria þurftu oft að standa upp og þakka fyrir tiltal og gjafir, því að þeim bárust margskonar gjafir og var þeim raðað upp á sérstakt borð og öllum til sýnis. Éggleymdi að geta þess hér áður að Lars sonur þeirra ávarpaði þau sérstak- lega, einkar hlýlega og fallega, enda vargóður rómurgerðurað ávarpi hans. Ég vík aftur að kertunum. Þessi ljósamessa var hrífandi fögur og „rómantísk" og ég hygg að allir munu minnast þess lengi. Við heima- alningarnir frá íslandi höfðum aldrei séð neitt líkt þessu. Borðhaldinu lauk svo um kl. 23.30 með því að þau Óli og Maria þökkuðu vel fyrir sig. Síðan var gestum boðið í annan sal. Þar beið gestanna kaffi og meðlæti og aðrir drykkir. Ég hefi nokkrum sinnum nefnt aðra drykki, svo margur gæti haldið að þetta hefði verið eitthvert fyllirís„party“. Það er langur vegur frá að svo væri, því að segja má að áfengi hafi ekki sést á neinum manni en gleði og fögnuður ríkti meðal allra. Þegar menn höfðu hrest sig á kaffinu hófst dansinn. Hann hófst með því að brúðhjónin stigu vals, en gestir röðuðu sér í stóran hring, svo stóran, að salurinn leyfði. Þá klöppuðu menn taktinn, en hjónin döns- uðu áfram. Síðan var hringur- inn smá þrengdur, þar til brúð- hjónin gátu ekki lengur dansað og stóðu kyrr ágólfinu og þá var ekkert annað fyrir þau að gera en að kyssast eins og þau höfðu gert fyrir 25 árum. Þeim var'það ábyggilega ekkert á móti skapi. Að loknum góðum kossi var hringurinn víkkaður aftur og að loknum þessum inngangsdansi hófst svo ballið með mikilli þátttöku þeirra sem til verka kunnu, en hinir sátu hjá og glöddust með öllum glöðum og drukku kaffi og nutu annarra góðgerða og þar blönduðu allir geði hverjir við aðra og má segja að hér hafi verið eins og hjá pöstulanum Páli „enginn Páll, enginn Kefas og enginn Appolo og meira að segja enginn útlend- ingur, heldur sannur, góðravina fundur." Þessi góði fagnaður stóð fram eftir nóttu, eða til kl. 2. Þá var gert hlé á dansinum og borið fram það, sem danskir kalla „natmad", en það var súpa með litlum kjötbollum í og hveiti- kúlum og náttúrlega bjór líka eins og hver vildi hafa. Menn gjörðu þessu góð skil eins og matnum áður og furðaði okkur nokkuð á því, hvað fólk gat látið í sig. Auk þess sem áður getur um súpuna var í henni ýmiskonar grænmeti og þá var einnig framborið franskbrauð með henni. Dansinum lauk á sama hátt og hann hófst og honum lauk áður en náttverðurinn var fram borinn. Er staðið var upp frá borðum fóru menn að kveðjast og þakka fyrir sig. Við hjónin gistum hjá þeim Óla og Mariu. Við héldum áleiðis heim til Kongens Lyngby daginn eftir. Óli fór með okkur til Seby og Lars sonur hans einnig, sem varð svo leiðsögu- maður okkar á heimleiðinni. Fyrst fórum við með ,,buss“ til Roskille, en tókum lest þaðan. Þetta var fyrsta lestarferð okkar beggja og það var gaman að prófa það. Þessi silfurbrúðkaupsdagur mun aldrei líða okkur úr minni og svo dönsk vorum við orðin að það lá við að við byðum hvort öðru góða nótt á dönsku. Þess má einnig geta að daginn eftir brúðkaupið spiluðum við „gömlujónfrú" við þau hjónin og börn þeirra, en það spil spilaði Óli oft við krakkana heima á Völlum. Hér lýkur frásögn minni að sinni. Við hjónin sendum þakkarkveðjur heim í dalinn og óskum öllum Svarfdæling- um heima og heiman gleðilegra jóla og árs og friðar á komandi ári. Fréttahornið frh. vera af Dalvík, en 6 úr hreppn- um. Annað er það, að framvegis kýs hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps fulltrúa í sjóðsstjórnina í stað sýslunefndar Eyjafjarðar- sýslu, sem bráðlega er úr sögunni. Það liggur því fyrir stjórn sjóðsins að tilnefna 10 nýja ábyrgðarmenn á Dalvík. í sjóðsstjóminni eru nú Jóhann Antonsson, formaður, Baldvin Magnússon,. Guðríður Ólafs- dóttir, varamaður Halldórs Jónssonar, sem er fluttur burt af starfssvæðinu, Hjörtur E. Þórarinsson og Óskar Jónsson. Enn á ný viljum við minna á opnunar- tíma Byggingavörudeildar og Svarf- dælabúöar, nú þegar jól og áramót fara í hönd. Laugard. Þriðjud. Miðvikud. Miðvikud. 20. desember kl. 23. desember kl. 24. desember kl. 31. desember kl. 10.00-22.00 9.00-23.00 9.00-12.00 9.00-12.00 Föstudaginn 2. janúar 1987. Lokað vegna vörutalningar, en sölulúga opin frá kl. 15.00- 19.00. Auk þess verður sölulúgan opin laugard. 27. des., sunnud. 28. des., laugard. 3. jan,, og sunnud. 4. jan. frá kl. 10.00-12.30 og 13.30- 19.00. Kaupfélag Eyfirðinga Utibúið á Dalvik Okkur er það kappsmál að bjóða aðeins vandaðar vörur á hagstceðu verði. Verslum heima fyrir jólin! SVARFDÆLABÚÐ: Gífuriegt úrval af ódýrum og góöum gjafavörum og leikföngum. Ferskir ávextir á fersku verði. Jóiakonfektiö á jólaverði. Bökunartilboð - allt í jólabaksturinn. Tiiboðsverð á: Grænmeti frá K. Jónsson, Sana gosdrykkjum í 1,5 lítra flöskum, Emmess ís og Kjör ís. Og að sjálfsögðu allt í jóiamatinn á mjög hagstæðu verði. B YGGIN G A V ORUDEILD: Heimilistæki í heilmiklu úrvali. Jólaijós og jólaseríur í öllum regnbogans litum. Skíði og snjóþotur í úrvali. Málningarvörur - óskalitir, handverkfæri ofl. 4. Sendum félagsmönnum, starfsfólki og viðskiptavinum bestu jóla og nýársóskir. Þökkum samstarfið. \ KAUPFELAG EYFIÍÖÐINGA útibúið á Dalvík. 22 - NORÐURSLÓÐ Jólaölið frá Sana Sala er hafin á vinsœla jólaölinu frá Sanitas /57 brúsum. Ath. pantanir óþarfar. Nú er glerburður gamaldags. Mix, Appelsín, Appelsín sykurlaust, Diet Pepsi, Pepsi Cola, 7 up, Diet 7 up, í 1,5 l umbuðum. Nýjung í dag, allar gosdrykkja- tegundir í dósum. Umboð f. Panda konfekt, Panda súkkulaði. Sana umboðið Dalvík óskar öllum viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.