Norðurslóð - 06.07.1989, Page 4
4 - NORÐURSLÓÐ
Þankabrot
Norðurslóð, blað Svarfdælinga
er nú komin á 14. árið og er
alltaf jafn vinsæl meðal les-
enda sinna. Svo er fyrir að
þakka bjartsýni og dugnaði
útgefenda og aðstandenda
Norðurslóðar að blaðið hefur
komið út samfellt í öll þessi ár,
ef frá er talinn sumartíminn,
Ég man það að þegar fyrsta
tölublað Norðurslóðar kom út
fyrir jólin 1977, þá sýndi ég
það kunningja mínum einum í
Reykjavík og sagði að nú væru
Svarfdælingar farnir að gefa út
héraðsblað. Hann tók því
fremur dauflega og spáði að
blaðið mundi ekki endast árið.
En annað hefur komið á
daginn og hafi allir þeir sem
þar hafa lagt hug og hönd að
verki heiður og þökk fyrir.
Heimildabanki
Norðurslóð er dýrmætt blað, þar
er að finna marga þætti í sam-
tímasögu byggðarlagsins, frá-
sagnir og myndir af mannlífi, við-
burðum og veðurfari, auk greina
og þátta frá liðnum tíma, sem um
margt eru stórmerkilegar lieim-
ildir. Ég nefni til dæmis þátt
Aðalbjargar frá Sogni “Dagbók
Jóhanns á Hvarfi“ sem hún hefur
unnið upp úr dagbókum afa síns.
Pessi sérstæða samtímaheimild
gefur okkur glögga mynd af lífi
og kjörum Svarfdælinga fyrir
hundrað árum.
Jóhann Jónsson bóndi á Ytra-
Hvarfi (1836-1901) var ráðsnjall
og hagsýnn gáfumaður, forystu-
maður Svarfdæla á síðustu ára-
- Hugsað heim
tugum 19. aldar, hreppstjóri
þeirra, oddviti og dýralæknir.
Hann var hugsjónamaður og átti
frumkvæðið að stofnun Spari-
sjóðs Svarfdæla og var aðal-
stofnandi Búnaðarfélags Svarf-
dæla. Þegar Þorsteinn Þorkelsson
á Syðra-Hvarfi stofnaði Lestrar-
félag Svarfdæla 1880 mun Jóhann
hafa stutt það merkilega menn-
ingarstarf með ráðum og dáð.
Nýtt hlutverk
handa þinghúsinu ?
Ég hef frétt að búið sé að stofna
golfklúbb heima í Svarfaðardal
með félögum úr sveit og kaup-
stað. Golfvöllur muni verða á
Ytra-Garðshornshólmunum og
máske lengra úteftir. En golf-
skálinn ? Þinghúsið á Grund
vona ég ! Þar með fengi hið aldna
Dr. Kristján Eldjám.
og söguríka hús nýtt og verðugt
hlutverk. Þinghúsið verður 100
ára 1992 en ekki 1996 eins og ég
hafði áður skrifað um hér í
Norðurslóð, en vissi ekki betur
eftir þeim heimildum sem ég þá
hafði. Reyndar ætti að vera búið
að friðlýsa Þinghúsið til að koma
í veg fyrir að það verði rifið. Eins
og ég hef áður bent á (í Norður-
slóð 1987) er Þinghúsið með
merkustu menningarsögulegu
minjum í Svarfaðardal ásamt
með kirkjunum í dalnum og
Sundskálanum.
Minningardeild um
Kristján Eldjárn
í safnahúsi í Dalvík
Síðast en ekki síst langar mig til
að koma þeirri tillögu á framfæri
að stofnuð verði sem fyrst minn-
ingardeild um þjóðfrægan sveit-
unga okkar og ástsælan forseta
þjóðarinnar, Kristján Eldjárn frá
Tjörn, annað hvort við Minjasafn
Svarfdæla eða Héraðsskjalasafn
Svarfdæla á Dalvík. Þegar hefur
verið komið upp af myndarskap
og að verðleikum sérstöku safn-
herbergi í Minjasafninu um
annan nafnkunnan sveitunga,
Jóhann Kr. Pétursson frá
Brekkukoti. Við Svarfdælingar
eigum þá líka að hafa þann
metnað að sýna minningu hins
látna forseta og góða og merka
Svarfdælings þann sóma að koma
á fót sérstakri safndeild um hann
á heimaslóðum.
Þar verði færð á einn stað öll
rit hans og bækur, ljósrit af hand-
ritum og völdum bréfum (frumrit
Þinghúsið. Nýtt hlutverk? Miðhlutinn frá 1892.
verða væntanlega geymd á Þjóð-
skjalasafni), einhverjir af munum
hans og loks myndir af honum og
fjölskyldu hans. Ennfremur
myndir og frásagnir af lífi hans og
starfi. Einnig þyrfti þar að vera
a.m.k. lágmynd af Kristjáni sem
komið yrði fyrir á vegg safn-
deildarinnar.
Svo vill til að ég hef undir
höndum stækkaða mynd af
Kristjáni Eldjárn, sem ég hef
fyrirhugað að senda því safni á
Dalvík þar sem minningardeild
um hann yrði stofnuð.
Með þökk fyrir Norðurslóð og
bestu kveðjum.
Júlíus J. Daníelsson.
Konur úr Kvenfélaginu Tilraun við gróðursetningu í reit sínum að Húsabakka um
sl. helgi.
Frá útimarkaðinuni við Víkurröst á Dalvík sl. laugardag. Til sölu var allt frá svepp-
um til sólstóla.
Dalvíkingar
- ferðafólk
athugið!
Söluop verða opin alla daga vikunnar í júlí
og ágúst eins og hér segir:
Mánudag til föstudags
kl. 18-19,30 og 20,30-22.
Laugardag og sunnudag
kl. 10-12, 13,30-19,30 og 20,30-22.
Hvetjum viðskiptavini okkar til að notfæra
sér tilboðsverð á lambakjöti
sem nú stendur yfir.