Norðurslóð - 27.10.1992, Síða 1
16. árgangur
Priðjudagur 27. október 1992
8. tölublað
G()N(;uda(;ur fjölskyldunnar var s.l. fimmtudag og af því til-
efni var í Dalvíkurskóla brugðið út af venjulegri stundaskrá og
farið með krakkana í göngutúra vítt og breitt um nágrennið.
M.a. fóru nemendur 9. bekkjar ásamt með 8. og 9. bekkingum
á Húsabakka og kennurum upp að Nykurtjörn. Einn óvenju-
forsjáll Dalvíkingur, Hreggviður Símonarson, tók með sér
skauta og geystist á þeim fram og aftur um tjörnina. Ekki vit-
um við til þess að aðrir hafi áður unnið það afrek að skauta á
Nykurtjörn enda er hún ekki beint í alfaraleið í um 700 m hæð
yfir sjó. Þá er Nykurinn heldur ekkert lamb að leika sér við sé
hann vakinn af vetrardvalanum.
Af blessuðum
kúnum
- Framleiðsluréttur á frjálsum
markaði
Eins og flestum er kunnugt var
í haust samþykktur nýr bú-
vörusamningur milli Stéttar-
sambands bænda og íslenska
ríkisins. Samningurinn hefur í
för með sér enn meiri samdrátt
á framleiðslu landbúnaðaraf-
urða. Mjólkurframleisla ís-
lenskra bænda skal nú verða
100.000.000 lítrar á ári en það
er áætluð mjólkurneysla J)jóð-
arinnar sem stendur. I því
skyni var samþykktur flatur
niðurskurður um 4.4 % á alla
mjólkurframleiðendur í land-
inu sem þemur til fram-
kvæmda á yfirstandandi verð-
lagsári. Hér á svæði Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar nemur
niðurskurðurinn ca 900.000
lítrum. Þá var verslun með
framleiðslurétt (sem núna heit-
ir reyndar greiðslumark) verið
gefin frjáls innan búnaðarsam-
bandssvæða sem þýðir að hver
sem er getur selt hæstbjóðanda
innan tiltekins svæðis rétt sinn
til að framleiða búvöru.
Margir bændur hafa óttast mjög
þessa þróun og talið óheft við-
skipti með t.d. mjólkurkvóta leiða
til þess að efnameiri bændur söls-
uðu undir sig æ meiri kvóta en hin-
ir efnaminni sætu eftir með sárt
ennið. A endanum færu smærri
jarðir í eyði en eftir stæðu nokkur
stórbýli í hverri sveit. Hvort sem
þessi þróun er í uppsiglingu hér
skal ósagt látið en að undanfömu
hefur óvenjumikið verið um kaup
og sölu á framleiðslurétti á milli
bæja.
Um „framleiðsluáramótin“ 1.
september var seldur mjólkurfram-
leiðsluréttur af tveim jörðum; Ing-
vörum og Syðra-Holti og dreifðist
sá réttur á milli allmargra kaup-
enda í dalnum. Flestir kaupend-
anna keyptu þó aðeins kvóta sem
rétt dugir til að vega á móti þeirri
flötu skerðingu sem lögð var á bú
þeirra þetta árið og gera því lítið
meira en að halda í horfinu í barátt-
inni við niðurskurðarvaldið. Að
sögn kunnugra er gangverð á fram-
leiðslurétti nú um 100-110 krónur
fyrir lítrinn (þ.e.a.s. fyrir réttinn til
að framleiða einn lítra mjólkur á
ári). Til samanburðar má geta þess
að verð til bænda nú fyrir mjólkur-
lítrinn er nú samkvæmt síðasta
verðlagsgrundvelli Iandbúnaðar-
afurða kr. 52,58. Getur þá hver
sem er reiknað hversu langan tíma
það tekur bóndann að borga upp
keyptan kvóta með aukinni fram-
leiðslu.
Að lokum skal á það bent fyrir
þá sem ekkert skilja í umræðunni
um landbúnaðarmál og landbúnað-
arframleiðslu að það er hreint ekk-
ert skrýtið og raunar undarlegt ef
svo væri ekki. Með hverjum nýjum
framleiðslustjómunarsamningi við
bændastéttina, hvort sem þeir heita
búvörusamningar eða eitthvað
annað, þá er fundið upp nýtt orð
yfir „kvóta“. Einu sinni var það
„búmark" síðan „framleiðslurétt-
ur“ eða „fullvirðisréttur" og nú er
það „greiðslumark“. Síðan tala
menn jöfnum höndum um fram-
leiðslurétt/full virðisrétt/kvóta/bú-
mark/greiðslumark, allt í sömu
andránni. Er nema von að fávís al-
þýðan mglist í ríminu? Hj.Hj.
Húsnæðisekla á Dalvík:
A bærinn að byggja tíu íbúða blokk?
- Ellefu íbúðir í smíðum á Dalvík og tíunda hver íbúð skipti um eigendur á árinu
Viö Hringstún hafa risið nokkur einbýlishús á síðustu árum.
Það er uppgangur á Dalvík.
Það vita allir sem horfðu á
Kastljós á dögunum. Umsvif-
um og útþenslu fylgja þó ekki
eingöngu kostir heldur getur
það valdið ýmsum vanda ef
vöxturinn er hraður. Einn
vandi sem hefur látið á sér
kræla á Dalvík að undanförnu
er skortur á íbúðarhúsnæði.
Fólk sem vill flytja hingað og
hefur ráðið sig til starfa hefur
átt í erfiðleikum með að finna
sér húsnæði.
Þetta er í sjálfu sér ekki nýr
vandi, en það hefur aldrei verið
erfiðara að finna húsnæði handa
aðfluttum en á þessu hausti. Tveir
kennarar búa í sumarbústað í
Svarfaðardal, einn fékk inni á Ar-
skógsströnd og enn annar býr á
Ólafsfirði þótt hann vilji eindregið
flytja til Dalvíkur. Svipaða sögu er
að segja um starfsfólk á Dalbæ og
Heilsugæslustöð. Og í áðumefnd-
um Kastljósþætti upplýsti Gunnar
Aðalbjömsson frystihússtjóri að
það vantaði tuttugu manns í hluta-
störf í frystihúsinu. Síðan hefur
fólk hringt í hann og spurst fyrir,
en það strandar alltaf á húsnæðis-
vandanum.
Að byggja eða
ekki byggja
Viðbrögðin við þessum vanda hafa
ma. verið þau að fólk vill að bær-
inn byggi nýjar íbúðir. Ráðamenn
Dalvíkurbæjar hafa ekki viljað
taka undir slíkar kröfur. Einar
Emilsson húsnæðisfulltrúi bæj-
arins segir til dæmis í viðtali við
Norðurslóð að hann vilji fara hægt
í sakimar. „Ef við myndum rjúka
til og byggja tíu íbúða blokk eins
og lagt hefur verið til væmm við
að taka töluverða áhættu. Slík
bygging kostar fé og þeim útgjöld-
um yrði að mæta annað hvort með
lántökum eða niðurskurði á þjón-
ustu. Og við hefðum enga trygg-
ingu fyrir því að hér væri næg at-
vinna þegar húsið er tilbúið," segir
Einar.
Það er þó ekki svo að menn sitji
auðum höndum og hafist ekki að.
Á Dalvík em fimm einbýlishús og
tvö raðhús í byggingu á vegum
Myndir: Bæjarpósturinn/hk
einkaaðila og fjórar þjónustuíbúðir
fyrir aldraða eru að rísa við Dalbæ.
Bærinn hefur á sl. ári úthlutað 6
nýjum félagslegum íbúðum. Auk
þess hefur bærinn lagt inn um-
sóknir um lán til að byggja tvær fé-
lagslegar leiguíbúðir og fjórar fé-
lagslegar kaupleiguíbúðir. Þá hef-
ur bærinn auglýst eftir tveimur
fbúðum til kaups á almennum
markaði. Eitt tilboð hefur borist og
Einar vonast til að hægt verði að
ganga frá þeim kaupum á næst-
unni.
Brotalöm í kerfinu
Einar bendir hins vegar á að það sé
ákveðin brotalöm í núverandi hús-
næðislánakerfi og snertir almennu
kaupleiguíbúðimar. „Þær íbúðir
Einar Emilsson húsnæðisfulltrúi.
em ætlaðar þeim sem eru með of
miklar tekjur til þess að komast í
félagslegar íbúðir en treysta sér
ekki út á almennan markað. Láns-
kjörin á þeim eru hins vegar með
þeim hætti að íbúðimar verða allt
of dýrar. Einstaklingur sem kaupir
almenna kaupleiguíbúð þarf að
hafa 10% kaupverðsins handbær,
fær 70% lánað til 40 ára og 20% til
5 ára, hvort tveggja á 4,5% vöxtum
ofan á verðtryggingu. Það em
þessi 20% sem eru erfiðust og ráð-
herra hefur fengið bréf með beiðni
um að lengja þau lán. Það er líka
misræmi í lánveitingunum því ef
bærinn byggir þessa íbúð fær hann
þessi 20% lánuð til 25 ára.
Þar munar miklu í greiðslu-
byrði. Kaupendur þessara íbúða
verða að gangast undir greiðslumat
og útkoman verður sú að það er
ekki á færi nema fólks með góðar
tekjur að kaupa þær. Þessa skekkju
hlýtur að þurfa að laga. Eina leiðin
sem kerfið býður upp á sem stend-
ur er að bærinn kaupi gamlar íbúð-
ir og breyti þeim í almennar kaup-
leiguíbúðir," segir Einar.
Mikil hreyfing
Dalvfxurbær á nú 14 íbúðir sem
hann leigir út. Auk þeirra hefur
verið byggð 61 íbúð í félagslega
kerfinu. Einar segir að mikið sé um
endursölur íbúða í þessu kerfi og á
síðasta ári komu 18 íbúðir til end-
ursölu. Þá hafa 24 íbúðir verið
seldar á frjálsum markaði í bæn-
um. Að viðbættum nýju íbúðunum
sex sem bærinn úthlutaði hafa
samtals 48 íbúðir skipt um eigend-
ur á Dalvík sl. ár. Það er ansi mikil
hreyfing og samsvarar því að tí-
unda hver íbúð hafi skipt um eig-
endur.
Það er hins vegar erfitt að spá
um framtíðina. Það er þó reynt í
nýju aðalskipulagi fyrir Dalvík
sem nú hefur verið lagt fram til
umsagnar. Þar er því spáð að á
hverju ári þurfi að byggja 12-13
íbúðir næstu þrjátíu árin. Nú eru
ellefu íbúðir í byggingu svo það fer
nærri spánni. Það sem menn grein-
ir hins vegar á um er hversu mikill
hlutur bæjarins á að vera í þessum
húsbyggingum.
-ÞH