Norðurslóð - 27.10.1992, Page 3

Norðurslóð - 27.10.1992, Page 3
NORÐURSLÓÐ —3 Fimmtán ára bvggðarblað Fimmtán ára afmæli er merk- isáfangi í lífi manns. Um það leyti verður gagnger breyting á einstaklingnum, stelpurnar verða að konum, strákarnir að mönn- um. Vissulega gegnir öðru máli með dauða hluti hvort heldur þeir eru gerð- ir af pappír eða öðru efni. Þeir vaxa ekki og þroskast af sjálfum sér. Samt má vel segja, að hleðill, sem komið hef- ur út samfleytt og reglulega í 15 ár, hafi þá öðlast rétt til að kaiiast alvöru- blað. Þannig stendur einmitt á nú þessa dag- ana, blaðið NORÐURSLÓÐ - svarfdælsk byggð og bær - á 15 ára afmæli. Það hóf göngu sína undir árslok 1977, fyrsta tölu- blaðið kom út í nóvember það ár. Sjálfsagt voru ekki miklar vonir tengdar við þennan hvítvoðung í íslenskura blaðaheimí, og við því var heldur ekki að búasf. Það er svo undurlétt að klekja út einu blaði eða tveim- ur, en oft svo skelfing örðugt að láta það ganga og lifa reglubundnu, heilbrigðu lífi. Þetta gerðu stofnendur Norðurslóðar sér vel ljóst í uppphafi, eins og eftirfarandi klausa úr ávarpi til lesenda á forsíðu fyrsta tölublaðsins, ber glöggt vitni: „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því, að það kann að vera miklum erfiðleik- um háð að halda úti blaði í 1500 manna byggð án þess að eiga bakhjarl í hagsmuna- eða hugsjónasamtökum af einhverju tagi, pólitískum eða ópólitískum. En sliku er alls ekki til að dreifa. Þess vegna skal lögð á það áhersla, að hér er um tilraun að ræða, sem getur farið allavega. Á þessari stundu er ekki annað ákveðíð en að koma út tveimur tölublöðum nú fyrir áramótin, nóvember- og desember- blaði. Það á ekki að bregðast. Síðan er áformað, að út komi tölublað mánaðarlega eða a.m.k. 10 á ári." Það er því ánægjulegt að geta sannreynt það nú, að enn lifir hvítvoðungurinn frá 1977 og er orðinn mannvænlegur unglíng- ur, sem hefur öll skilyrði til að þroskast vel framvegis og ná fullorðinsaldri. Og nú, þegar við skyggnumst til baka yfir þessi 15 gengnu ár, og flettum um leið blöðum Norðurslóðar okkur til halds og trausts gerum við okkur grein fyrir því, hví- lík hreyfmg og uppbygging á mörgum sviðum, efnislegum og andlegum, hefur átt sér stað og þetta blað fylgst með og haldið til haga á síðurn sínum. ÁrgangarNorðurslóðareru orðnir ómet- anleg sagnfræði. Lítum á nokkur dæmi úr fyrstu árgöngum blaðsins þessum orðum til staðfestingar: 1977. íbúafjöldi á Dalvík var 1228 þann 1. desember. Jan. 78. Tónleikar á Dalvík. Samkór Dal- vfkur með sinn fyrsta konsert. Ungur Akureyringur, Kristján Jóhannsson, með hluta af söngskránni. Nóv. 78. Komið út 1. bindi af Sögu Dalvíkur. Júní 79. Fyrsta stofnunin, Sparisjóður Svarfdæla, flytur f Ráðhúsið. Júní 79. Fyrstu vistmenn flytja í Dalbæ. Júlí 79. Kvikraynd, Land og synir, tekin í Svarfaðardai. Maí 80. Bundið slitlag út á Hagaás, ný brú á Þorvaldsdalsá. Sept. 80. Sjálfvirkur sími í Svarfaðardal. Okt. 80. Bamaheimilið Krflakot tekur til starfa. Jan. 81. Heilsugæslustöð tekin í notkun á Dalvík. Júní 81. Forsetinn, Vigdís Finnbogadóttir, heimsækir Svarfaðardal/ Dalvík. Sept.81. Skipstjómarbraut tekur til starfa við Dalvíkurskóla. Mars 82. Gönguskáli Ferðafélags Svarf- dæla við Tungnahrygg vígður. Maí 82. Nýja Árgerðisbrúin tekin í notk- un, án viðhafnar. Júní 83. Veitingastaður, Sæluhúsið, tekur til starfa á Dalvík. Maí 83. Ný sjúkrabifreið til Dalvíkur. Júní 84. Prestkosningar í Dalvíkpresta- kalli. Sr. Jón Helgi Þórarinsson kosinn. Sept. 84. Nýtt, vænlegt fyrirtæki, Sæplast hf. flylur til Dalvíkur. Mars 85. KEA opnar veglega kjörverslun, Svarfdælabúð, á Dalvík. Sept. 85. Safnahúsið Hvoll tekið í notkun. Vel að verki staðið. Lengra verður ekki haldið í þessari upp- talningu úr nokkmm fyrstu árgöngum Norðurslóðar. Þetta em 20 valin sýnishom og Ijallaeinvörðungu um atburði tengda at- vinnu- og menningarlífi í byggðarlaginu. Ótalið er allt hitt, sem snertir mannlíf og persónusögu á einn eða annan hátt, bæði í fortíð og nútíð, og Norðurslóð hefur lagt sig eftir að kynna og túlka fyrir lesendum sínum. Niðurstaða þessara hugleiðinga er því sú, að þessi tilraun ffá 1977 hafi tekist all- vel og sýnt, að hér var og er raunvemlega gmndvöllur fyrir starfsemi, slíkri sem þess- ari. Hinsvegar eru takmörk iyrir öllum hlutum, markaðurinn þolir ekki hvað sem er. Það er því hollast að spá sem minnst í framtíð afmælisbamsins. Hún ræðst af ýmsu, þ.á.m. og ekki síst af tryggð lesenda þess og nýliðun í þeirra hópi. Síðustu orð þessa máls skulu því vera þakkir til lesendanna, bæði heimafólks og utansveitar, og óskir til handa byggðarlag- inu, að fjölmiðlar komandi ára hafi frá jaftt- mörgu og merkilegu að segja eins og Norð- urslóð hefur haft undanfarin 15 ár. HEP MÁ ÉG KYNNA Inga Rós Eiríksdóttir garðyrkjumaður Dalvíkurbæjar. Mynd: nj.nj. Inga Rós Eiríksdóttir heitir 22 ára reykvísk yngismær sem snemmsumars réðst til starfa sem garðyrkjumaður hjá Dal- víkurbæ. Inga Rós útskrifaðist s.l. vor eftir tveggja vetra nám á skrúðgarðyrkjubraut Garð- yrkjuskóla ríkisins og hefur raunar ekki enn fengið tóm til að ljúka tilskyidu 18 mánaða verknámi. Hún býr í Hjarðar- slóðinni sem hún segir „ljót- ustu götu í bænum“ sem svo sannarlega þurfi á andlitslyft- ingu garðyrkjumanns að halda. Reyndar hefur Inga Rós nú þegar kontið skipulagi á leiksvæðið við götuna ásamt öðrum verkefnum sem hún hefur verið að vinna við vítt og breitt um bæinn í sumar. En hvernig skyldi hún hafa rekist hingað norður? - Ég var að vinna á Ólafsfirði s.l. sumar sem verkstjóri í ung- lingavinnunni og kunni þar ákaf- lega vel við mig. Ég var því orðin spennt fyrir því að vinna utan Reykjavíkur þegar ég rakst á aug- lýsinguna frá Dalvíkurbæ í vor. Ég sótti svo um á síðastu stundu og var komin hingað norður 18. júní. - Og í hverju er starfið fólgið? - Það er fyrst og fremst að hafa umsjón með opnum svæðum í bænum og þar með fólkvangi í Böggvisstaðafjalli. Svo hjálpa ég til hér á skrifstofu Tæknideildar (Þar sem viðtalið fer fram (innsk. Nsl.)). Reyndar er forðagæsla og umsjón með beitarhólfum líka í mínum verkahring (og nú hlær Inga Rós). Ég hef nokkuð frjálsar hendur með það sem ég geri eins og skipulag á litlum svæðum víða um bæinn að svo miklu leyti sem það fer ekki að kosta mikla pen- inga. Ég hlýt að teljast rnjög hepp- in með þau starfsskilyrði sem ég hef hér miðað við þau sem jafn- aldrar mínir hafa í Reykjavík. Skólafélagar mínir eru flestir enn að starfa hjá meisturum. - Er nóg af verkefnum fyhr- liggjandi hérfyrir þig? - Ja, ég sé allavega ekki fram á dauðan tíma á næstunni. Hér em ótal svæði sem þarfnast skipulagn- ingar og þá er fólkvangurinn í Böggvisstaðafjalli ekki skipulagð- ur nema í mjög grófum dráttum. Þar er mikið verk óunnið í skipu- lagningu og mjög spennandi að velta því svæði fyrir sér. Þar liggur mest á að planta trjám því þau þurfa tíma til að vaxa en einnig má fara að huga að lagningu göngu- stíga um svæðið. - Er Dalvík sóðalegur hœr? - Nei, bærinn er mjög snyrtileg- ur. Hér eru fallegir garðar og mik- ill trjágróður í kring um hús. Yfir- leitt finnst mér íbúamir hugsa vel um lóðimar sínar en fyrirtækin mættu mörg hver taka sig á í þeim efnum. - Hvenœr heldur þú svo að þú flytjir aftur suður? - Ja, ég er nú ekkert á leiðinni burt ennþá. Mér líkar mjög vel hér og hef ekki yfir neinu að kvarta. Mér finnst alls ekki erfitt að kynn- ast fólki hér. Ég reikna samt með að ég eigi eftir að fara utan ein- hvem tíma í framtíðinni í frekara nám. - Takk fyrir spjallið lnga Rós og velkomin í bœinn. Hj.Hj. Ur túnfætinum: Rimar hf. - Hlutafélag stofnað um útgáfu Norðurslóðar Utgefendur Norðurslóðar hafa nú stofnað með sér hlutafélag um útgáfu blaðsins og er félag- ið skráð í haus blaðsins sem út- gefandi. Ekki er líklegt að les- endur verði á annan hátt varir við breytingar þessu samfara. Þegar velja þurfti félaginu nafn var skyggnst hér um í nágrenn- inu og leitað að örnefni sem nota mætti. Var þá staðnæmst við Rimarnar sem vissulega setja svip sinn á Svarfaðardal. Svona til upplýsingar, ef svo ólíklega vildi til að einhver les- andi viti ekki hvaða fyrirbæri það er, þá er það fjall eða fjall- garður ofan við Hof og Hofsá, 1288 m hátt. Varð það sem sé úr að félagið hlaut nafnið Rim- ar hf. Þegar skrásetja skyldi félagið hjá Hlutafélagaskrá kom í ljós að til var félag sem bar þetta nafn. Rimar h/f var inn- og útflutnings- fyrirtæki í Reykjavík. Nú voru góð ráð dýr. Allir pappírar hins nýja fé- lags voru frágengnir á þessu nafni. Okkur var hins vegar tjáð að gamla félagið hefði lítið starfað frá því um 1960 og ekki væri útilokað að við fengjum heimild til að nota nafnið. Éundið var út hverjir höfðu verið síðast í stjóm. Kom í ljós að stjórnarformaðurinn var látinn en við komumst í samband við einn stjómarmanna og síðar við þann sem verið hafði framkvæmdastjóri félagsins. Sá heitir Fróði Bjöms- son. Auðsótt mál var hjá Fróða að fá að nota nafnið. í samtalinu við hann kom í ljós að faðir hans, Bjöm Fransson rithöfundur, var meðal stofnenda þessa fyrirtækis og hafði ráðið nafni þess. Bjöm var ættaður héðan frá Dalvík og ólst hér upp. Þar með var komið í Ijós og Fróði staðfesti það að bæði félögin drógu nafn sitt af Rimun- um hér. Hann sagðist einmitt hafa verið hér á ferðalagi í sumar og þá hefði hann verið að rifja upp nafn- giftina á þessu félagi. í stóm hins nýja útgáfufyrirtæk- is Rima hf. eru Jóhann Antonsson, Sigríður Hafstað og Hjörleifur Hjartarson. Sigríður Hafstað er framkvæmdastjóri þess og starfs- staður blaðsins er eins og verið hefur á Tjöm í Svarfaðardal. Merki félagsins.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.