Norðurslóð - 27.10.1992, Blaðsíða 6
6 _ NORÐURSLÓÐ
Dalvík - nágrenni
Tökum að okkur að fletja út
laufabrauðskökur.
Pantið tímanlega í síma 6-14-32.
Axið hf.
Samtök Svarfdælinga
í Reykjavík og nágrenni
Árshátíð
Vetrarfagnaður
7. nóvember 1992
Góðir sveitungar og aðrir félagar.
Hér meö auglýsum viö vetrarfagnað/árshátíð Samtakanna
laugardaginn 7. nóvember nk. sem haldinn veröurí veitinga-
húsinu Ártúni, Vagnhöföa 11 í Reykjavík. Gert er ráö fyrir aö
fólk mæti kl. 19:00 og matur verður borinn fram um kl.
19:30. Miðaverð er aðeins kr. 2.800 en í því er innifalin þrí-
réttuð máltíð ásamt því að ein fjölhæfasta danshljómsveit
landsins, Hljómsveit Örvars Kristjánssonar mun leika fyrir
dansi aö loknu borðhaldi. Munu Örvar og félagar þá í fyrsta
sinn að því er best er vitaö fá heiðurinn af því að leika fyrir
ærlegum svarfdælskum marsi og eru útvaldir Svarfdælingar
þegar byrjaöir á því að undirbúa hljómsveitina fyrir átökin. Öll
aðstaða í veitingahúsinu er hin ágætasta og við húsið eru
næg bílastæði.
Dagskrá:
Formaöur stjórnar Samtakanna setur samkomuna
Veislustjóri verður Atli Rúnar Halldórsson
Ræðu kvöldsins, minni Svarfaðardals, flytur
Þórarinn Eldjárn
Guðrún Lóa Jónsdóttir syngur við undirleik Kára
Gestssonar
„Fréttapistill" að norðan verður fluttur
Félagar úr Kirkjukór Datvíkur koma í heimsókn og
„taka lagið"
Ef færi gefst verður „brugðiö á leik" (?)
Dagmann Ingvason mun leika af fingrum fram meðan
á borðhaldi stendur
Svo tökum við auðvitað öll lagið saman annað veifið
Miðapöntunum veröur veitt móttaka 4. og 5. nóvember milli
kl. 18 og 21 í símum:
623815 Helga Hjörleifsdóttir
814646 Kolbrún Arngrímsdóttir
688507 Sigurlína Steinsdóttir
22244 Atli Rafn Kristinsson
Fólki er heimilt aö hringja fyrir þennan tíma.en þaö eru eindreigin
tilmæli aö þátttaka sé tilkynnt eigi síðar en 5. nóv. Hægt er aö
greiða meö greiðslukortum: VISA og Eurocard.
Stjórn Samtakanna stefnir aö því að
halda jólaball í byrjun desember.
Þess vegna var ákveðiö að halda al-
mennan félagsfund Samtakanna
einhvern tímann í byrjun næsta árs.
- Meira um þetta síðar
Lifiö heil!
Reykjavík 21. október 1992
Stjórn Samtakanna og skemmtinefnd
Matseðill:
• Kóngasveppasúpa
• Villlkryddað lamb með
tllheyrandi grænmeti
og rauðvínssósu
• Sérrítriffle
Sveitungar á heimaslóð og
aðrir sem ekki búa á höfuð-
borgarsvæðinu eru minntir
á að svæðisnúmeriö er 91.
Sauðfjárslátrun úr Svarfdæla-
deild KEA haustið 1992
Lokið er á Akureyri suðfjár-
slátrun í sláturhúsi KEA á
Oddeyrartanga. Af því tilefni
hafði Norðurslóð samband við
Gunnar Hallsson, tölvustjóra
kaupfélagsins og innti hann eft-
ir útkomunni úr siátrun í
Svarfdældeild, þ.e. Svarfaðar-
dal/Daivík. Þessar eru helstu
niðurstöður:
Úr deildinni var slátrað alls
(innl. og heimt.) 1126dilkum
Meðalfallþungi var 17,7 kg
Jónas Pétursson heitir maður
frá Hranastöðum í Eyjafjarð-
arsveit, þeim hiutanum sem
áður hét Hrafnagilshreppur.
Hann var fyrst bóndi á Hrana-
stöðum, síðar tilraunastjóri á
Skriðuklaustri austur en því
næst þingmaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á Austurlandi.
Jónas býr nú í Fellabæ á Fljóts-
dalshéraði, kauptúninu norðan
Lagarfljótsbrúar gegnt Egilsstaða-
kaupstað.
Þrátt fyrir háan aldur hefur Jón-
as enn brennandi áhuga á þjóðmál-
um og lætur skoðanir sínar hik-
laust í Ijós, m.a. í blaðagreinum
sem alltaf vekja athygli. Honunt
liggja þungt á hjarta örlög Krist-
neshælis í Eyjafirði, en þau eru í
mikilli tvísýnu um þessar mundir,
eins og lesendum Norðurslóðar er
eflaust vel kunnugt. Jónas sendi á
dögunum blaðinu eftirfarandi pist-
il, sem við birtum með ánægju.
Grein sína kallar hann:
Kristneshæli
- ein af stóru minn-
ingunum frá bernsku
minni og æsku
Ógnvaldur lá í loftinu yfir œslcu-
fólkinu í Eyjafirði, berklarnir eða
„Hvíti dauðinn“ eins og oft var til
orða tekið. Alda viðnáms fór um
Á slátursvæðinu öllu
var meðalþunginn 14,7 kg
Mismunurinn er 3 kílógrömm,
hvorki meira né minna, sem svarf-
dælsku dilkamir vom vænni en
meðaltalið. Má fyrr gott kalla.
Mestur meðalþungi dilka mun
hafa verið hjá Gunnari í Dæli.
Hann lagði inn 42 lömb með með-
altalsfallþunga (og nú má lesand-
inn ekki láta líða yfir sig) 21,0 kg.
Næstur var Jón bóndi Þórarinsson á
Hæringsstöðum, sem lagði inn 62
dilka og fékk meðaltalið 19,8 kg.
héraðið fyrir 1920 og nœstu ár á
eftir. Akveðið að reisa heilsuhœli
fyrir berklasjúklinga í Kristnesi.
Fjarsöfnun hafin hjáfólkinu. Hver
einasti bær, hver einasti maður gaf
af fremstu getu. Tvenn hjón í
Hrafnagilshreppi gáfu hvort í sínu
lagi stórfé til hœlisins. Bœði höfðu
þau misst einkasoninn af völdum
Hvíta dauðans.
A síðustu árum, er ég kem að
Kristneshœli, finnst mér ég standa
á helgri jörð. Eg minnist hins far-
sœla lœknis, Jónasar Rafnars, sem
Hfði þar í raun að sjá fegurra hvolf
með nœr fullum sigri yfir Hvíta
dauðanum. Hann vann sigra sína
ásamt með farsælu, traustu,
áhugaríku staifsliði, sem Ijúfu geði
blandaði daglegu lífi.
Eg man vígsludaginn í haust-
veðri. Jónas Jónsson frá Hrifiu,
fulltrúi ríkisstjórnar fiutti mikla
rœðu. Eg man þessi orð, er hann
lýsti sjóndeildarhringnum, er
knúði átakið: „Að baki býr mikil
sorg, óendanleg sorg“. Þessi setn-
ing segir í raun allt!
Velferð hyggða, þjóðar, er háð
því, að fólkið slíti aldrei sögu-
þráðinn. A tuttugustu öld er Krist-
neshœli mesta og giftusamasta
afrek í íslenskri byggð.
Á höfuðdaginn 1992.
Jónas Pétursson
frá Hranastöðum
P.S. Með þakklœti og vinarkveðju
sendi ég þetta til Norðurslóðar.
Heill því einstæða blaði. JP
Samt var það hvorki Dælis-
bóndi né fjallskilastjórinn á Hær-
ingsstöðum, sem vænstan átti dilk-
inn. Heldur var það Þorleifur bóndi
Karlsson á Hóli á Upsaströnd, Dal-
vík. Hann lagði inn dilk, sem vó
29,1 kg, segi og skrifa - tuttugu og
níu komma eitt kílógramm. Býður
nokkur betur? XX
Stökur
mánað-
arins
III
Við höldum áfram að kveðast á
við sjálfa okkur og eigum nú að
koma með vísu, sem byrjar á H.
Af nógu er að taka, en við velj-
um eina, sem er dálítið erfið.
Það er sagt, að vísur séu „dýrt
kveðnar" þegar þær hafa „inn-
rím“ auk endarímsins. Með
þessari vísu þarf Ifka að fylgja
svolítil saga, svo aðhún skiljist:
Jón prestur Þorláksson á
Bægisá var fátækur maður.
Hann var að ganga út í kirkju til
að messa einn sunnudagsmorg-
un þegar vinnumaður hans kom
hlaupandi og sagði þær fréttir,
að uppáhalds reiðhryssan hans
væri dauð niðri í pytti utan við
túnið. Vinnumaðurinn hélt, að
prestinum yrði svo mikið um
þessa frétt, að hann treysti sér
ekki til að tnessa yfir söfnuðin-
um, sem beið í kirkjunni, og
spurði því, hvort hann vildi
ekki bara boða messufall.
Þá er sagt, að Jón prestur
hafi þagað við stundarkom. en
mælt síðan fram þessa dýrt
kveðnu stöku um leið og hann
gekk virðulega inn í kirkjuna:
Hryssutjón ei hrellir oss,
hress er ég þótt drœpist ess.
Missa gerði margur hross,
messað get ég vegna þess.
Orðið ess er óvenjulegt, en
það þýðir bara hross. Og nú þarf
að finna vísu, sem byrjar á Þ.
Við veljum eina með innrími.
Svona vísur eru kallaðar hring-
hendur. Hún er eignuð Vatns-
enda- Rósu:
Þó að kali heitur hver,
hylji dalurjökull ber,
steinar tali og allt hvað er.
aldrci skal ég gleyma þér.
Aftur verðum við að finna
vísu, sem byrjar á Þ. Við velj-
um vísu eftir hinn fræga gaman-
hagyrðing, Kristján Níels Júlí-
usson, sem var kallaður Káinn
eftir upphafsstöfunum í skímar-
nöfnurn hans. Hann var Eyfirð-
ingur en fluttist ungur til Amer-
íku. Þegar deilur voru svo mikl-
ar meðal íslendinga fyrir vest-
an, að m.a.s. Þjóðræknifélag
þeirra klofnaði, orti Káinn
þessa makalausu vísu:
Þetta er ekki þjóðrœkni
og þaðan af síður guðrœkni.
heldur íslensk heiftrækni,
helvítis bölvuð langrœktti.
Næst eigum við að finna
stöku, sem bytjar á L. Ekki ætti
okkur að verða skotaskuld úr
því.
HEÞ.
DALVIKURBÆR
Aðalskipulag
fyrir Dalvík
1992-2012
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga er hér meö
auglýst eftir athugasemdum viö skipulagstillög-
una. Tillagan ásamt greinargerö veröur til sýnis
á bæjarskrifstofu Dalvíkurbæjar, Ráöhúsinu til
7. desember 1992.
Athugasemdum skal skila skriflega til skrif-
stofu Dalvíkurbæjar fyrir 21. desember 1992.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
fyrir ofangreindan tíma teljast samþykkir skipu-
lagstillögunni.
Dalvík 22. október 1992
f.h. skipulagsnefndar Dalvíkurbæjar
Bæjartæknifræöingur
DALVIK
Um Kristneshæli