Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Síða 2

Norðurslóð - 15.12.1993, Síða 2
2 - NORÐURSLOÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jóhann Antonsson, Dalvík Hjörieifur Hjartarson, Laugahlíð Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Blaðamennska og tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Dalvík Prentun: Dagsprent hf. Akureyri A jólanótt Lag Jóns Ásgeirssonar við ljóðið Á jólanótt eftir Einar Braga er án efa eitt fegursta jólalag sem samið hefur verið á Islandi. Höfundur veitti Norðurslóð góðfúslega leyfi til birtingar á því. Ekki vitum við til þess að það hafi birst opinberlega fyrr. Hver blundar svona blítt í húmi nœtur? O, barnið mitt, þú sefur vœrt og rótt, því drottinn sjálfur litla hvarma lætur lokast í hljóðum draumi þessa nótt. Og hjá þér stendur Jesúbarnið bjarta og brosir til þín, litli vinur minn, því auðmýktin sem er í þínu hjarta hún opnað getur sjálfan himininn. Þig dreymir, barn mitt, blika'í norðurljósum svo bláar stjörnur nœturhimni frá. Þaðfellur niður regn afhvítum rósum á rúðu litla stokknum þínum hjá. I dýrð, sem aðeins draumalönd þín geyma, þar drottning nœturinnar hljóðlátfer og opnar hulda œvintýraheima, sem aðeins voru byggðir handa þér. Hún kemur til þín, hvítar rósir anga, og krýpur engilbjört við stokkinn þinn. Hún þrýstir mjúkum kossi á munn og vanga og mildar hendur strjúka þér um kinn. Hútn hvíslar að þér: Hvíl í örnutm mínunt, að kynjaströndum nýjum þig ég ber. O barn mitt góða, gleym ei draumum þínum, geym œvintýrið vel t hjarta þér. hlllL L ýium-i -Ufl'o, fcllUcí L- nori-ur- tjí* - um ivo barn-ii mitt, bli - o.r íljSm - u r -tcrýp-ne túq - - r # Haf . r—T~~i tcf- uf vttH <*) rótt, i>rí ruð'Z-ur .4imni - 6i3ti viííKkkixu fci»«. ¥ f r r f ; ■ -l-f-u 1 r-1- • IpllIililÉiIil ^ J I-i= f r ^ i þ - hroi - *r -W ÚÁt- * v(m1- !*r mmttj jfrr'. *xi - - aJ ■ Jnu-ar -62,oJ-tÁA Ctr oq ^ A • iFftd - u* lýj'Uin f 'uj fcW. 0) ■J | (UxT- nuflU - op k - (Xt -icufei. - «. barv* J — ■ -r-—= LX u fu'* - U kjarJ - A ilún OPrt '<xi . <M- in • -o. • A, ti- ti>u >ror *.—CýitHr* ti ttituun-uat þíu- umJ qiqn a\J-\n-Ujr - \*t Sj<U/;an A!r».i* - in*. If ^aaifr ^urué/.A i£ vti * -Lftxct -a. ‘þj*. — J 4—J--KfH p-hr i—J J -ttr m. r i—J- — J i J = rfAZt , 1*9-\ X T -7 J II 1 * " 1 — ~ 3. Þún fo-J—J- j. <-J m J, r f Lr í-f-r-F - m 1 i: j n J þ- t- Mr ■-{—íU^eseII Hér vantar spilasal! - Hópur nemenda úr Grímsey býr nú á Húsabakka Grímseyingar á Húsabakka taldir ofan frá frá vinstri: Anna Dóra, Björg, Óli, Henning, Hafrún, Helga, Halla, Bjarney, Selma og Vilberg. Mynd: hjhj Sem kunnugt er bættust skóla- krakkar úr Grímsey í hóp nem- enda Húsabakkaskóla nú í haust. Nú eru í skólanum sjö nemendur í 8. og 9. bekk en auk þeirra búa þrír 10. bekkingar úr Grímsey á heimavistinni og sækja skóla til Dalvíkur. Þessum nýju Húsbekkingum fylgja ferskir vindar af Grímseyjarsundi og hefur skólalífíð á Húsabakka tekið ýmsum breytingum með komu þeirra. Nú þarf t.d. að halda fyrir þá heimili um helgar og þá heyrir það til nýjunga að nemendur 1.-4. bekkjar eru keyrðir tii og frá skóla því heimavistin rúmar ekki fleiri. Blaðamaður Norðurslóðar tók Grímseyjarkrakkana tali fyrir skemmstu til að forvitnast ögn uin hagi þeirra. Aðspurð um hvemig þeirn hefði orðið við þegar þau fréttu að þau ættu að fara í Húsabakkaskóla voru þau sammála um að það hefði verið hálfgert reiðarslag. „Við urðum alveg brjáluð og neituðum að fara,“ segir Hafrún í 9. bekk og Bjarney bekkjarsystir hennar bætir við: „Við vildum bara vera áfram á Dalvík. Þetta var eins og að fara í klaustur. En svo þegar við komum hingað þá kynntumst við krökkunum eins og skot, sérstaklega krökkunum í okkar bekk og það var mjög gaman.“ Þau taka öll undir það að þeim hafi verið tekið opnunt örmum af jafnöldrunum úr sveitinni og að ótrúlega vel hafi gengið að kynnast krökkunum. En var skólinn frábmgðinn því sem þau áttu að venjast? „Já, hann er stærri og líka erf- iðari en skólinn heima,“ segir Helga í 8. bekk. „Það eru líka strangari reglur á heimavistinni héma en niður á Dalvík," bætir Björg í 9. bekk við. En maturinn er góður. Um það eru þau sam- mála. Eins og áður segir búa Gríms- eyjarbörninn á heimavistinni um helgar og þau hafa aðeins 2svar farið heim síðan skólinn byrjaði í haust. Það liggur því beint við að spyrja hvort þau sakni ekki for- eldra sinna. „Jú stundum," segja nokkur í kór og Halla í 8. bekk bætir við: „Það er alltaf gaman að koma heim.“ Þau hin samsinna því. - En hvað gerið þið um helgar? „Við förum stundum í sund,“ segir Vilberg í 8. bekk, „...og nið- ur á Dalvík,“ bætir Selma í 10. bekk við. „Við druslumst mest í náttfötum og látum okkur leiðast,“ grípur Anna Dóra í 10. bekk fram í. „Það þyrfti að vera spilasalur hérna,“ segir Henning í 8. bekk. Þessi síðasta athugasemd vekur almenna kátínu og hefjast nú líf- legar umræður unt hvernig draumafyrirkomulagið ætti að vera. Hafrún í 9. bekk kveður loks upp úr: „Ég ætla ekki að vera á heimavist næsta vetur.“ En niður- staða þessara umræðna er þó í stórum dráttum sú að á skólatíma sé ágætt að vera á heimavist en urn helgar væri betra að vera á heimilum í sveitinni. hjhj Svarfdælsk epli Á myndinni hér að ofan sjáið þið fögur epli á grein og ljós- hærða stúlku, sem á þau horfir dreymandi augum. Haldið þið e.t.v. að myndin sé frá Suður- Afríku eða kannske Kaliforníu. Nei, ónei. Hún er frá Hofsá í Svarfaðardal og stúlkan er dótt- urdóttir hjónanna þar, Heið- bjartar Jónsdóttur og Gísla Þorleifssonar. Stúlkan heitir Hulda Berglind Árnadóttir 6 ára, en myndin er tekin nú í haust í gróðurhúsi Heiðbjartar húsfreyju. Hún á tvö eplatré nokkurra ára gömul. Annað þeirra blómgaðist fagurlega í fyrravor og þroskaði 260 epli nú á haustdögum. Eplin eru heldur smá og meira græn en rauð á lit. En þau eru mjög góm- sæt, sætsúr á bragðið, eins og epli best geta orðið. Þess skal sérstak- lega getið, að í gróðurhúsinu á Hofsá er alls engin upphitun önnur en sú, sem frá sólinni kemur og öllum veitist ókeypis. Þetta er þá hægt við 66. breiddarbauginn í honum Svarfaðardal. Og geri aðrir betur. (Myndina tók Asdís Gísladóttir.)

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.