Norðurslóð - 15.12.1993, Side 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Kann ekkert
annað en að vera
Olafsfirðingur
- Rætt við Jón Þorsteinsson söngvara
26. september 1986 fékk ég heimþrá. Ég get tíma-
sett það nákvæmlega og endurlifað daginn og til-
finninguna í smáatriðum.
Ég var búinn að vera erlendis í meira en 14 ár og
hafði aldrei fundið fyrir þessu allan þann tíma. I
rauninni var þessi tilfinning í algerri mótsögn við
þær hugmyndir sem ég gerði mér um sjálfan mig
og fullkomlega andstæð sannfæringu minni. Ég hef
oft hitt íslendinga í útlöndum sem þjáðust af heim-
þrá og ég hef gert grín að þeim fyrir það. Sjálfur
gat ég sagt í fullri einlægni að heimþrá til íslands
væri það síðasta sem myndi hrella mig. Svo var það
sem sagt þennan dag, 26. sept. 1986 að þetta helltist
svona yfir mig.
Haustin í Hollandi eru afskaplega falleg og þetta
var einn þessara yndislegu hollensku haustdaga.
Ég hafði verið með heimsókn frá íslandi og gest-
irnir fóru þá fyrr um daginn. Þá fer mér allt í einu
að líða svo undarlega innan í mér og það endar með
því að ég fer heim og skríð undir sæng. Svo ligg ég
bara þarna og er farinn að vatna músum án þess að
ég hafi til þess nokkrar sýnilegar ástæður.
Ég áttaði mig alls ekki strax á því hvað þarna
var að gerast. Það leið langur tími áður en ég gerði
það. Ég hélt náttúrulega áfram að stunda mína
vinnu en þetta hélt áfram að þjaka mig; þessi al-
gerlega óskiljanleg vonda tilfinning sem ég gat ekki
losnað við, eins og innan í mér væri bjarg. Ég fór að
verða önugur, óánægður með allt og alla og alveg
sérstaklega þegar ég var staddur hér heima. Svo
smám saman áttaði ég mig á því að þetta var ekkert
annað en hreinræktuð heimþrá til íslands sem ég
neyddist til að viðurkenna fyrir sjálfum mér.
Og þegar ég segi til Islands þá meina ég náttúru-
lega til Norðurlands - til Ólafsfjarðar. Ég hef í
rauninni aldrei komist frá Ólafsfirði, frá fólkinu
mínu og fjöllunum. Ég er einn af þeim og mun
aldrei verða neitt annað. Ég kann ekki annað en að
vera Ólafsfirðingur.
Jón Þorsteinsson söngvari. Mynd: hjhj
A efri myndinni er Jón í hlutverki Vazék í uppfærslu Hollensku ríkisóperunnar á óperu Smetana, Selda brúðurin, en
á þeirri neðri er hann í söngferð á Ítalíu og það er borgin Flórens sem breiðir úr sér að baki honum.
Jón Þorsteinsson heitir sá sem
þetta mælir. Hann er söngv-
ari og hefur undanfarin 22 ár
búið erlendis, s.l. 13 ár í
Hollandi, og sungið þar við holl-
ensku ríkisóperuna. Auk þess hef-
ur hann sungið vítt og breytt um
Evrópu, óperutónlist, ljóðatónlist
og einkum þó kirkjulega tónlist og
nútímaverk.
I sumar flutti Jón alkominn
heim, sagði skilið við hollenska
óperusviðið og áframhaldandi
söngframa á erlendri grund til að
setjast að við Eyjafjörðinn. Nú
vinnur hann fyrir sér með því að
kenna sönglist á Dalvík og í Ólafs-
firði og býr að Tröðum á Sval-
barðsströnd ásamt Gerrit Shuil
píanóleikara.
Síðastliðinn vetur birtist hann
raunar á óperusviði á Akureyri
eins og flestir vita, söng þar hlut-
verk Eisensteins greifa í uppfærslu
Leikfélags Akureyrar á Leður-
blökunni eftir Jóhann Strauss.
Jón sættist mildilega á koma í
viðtal þegar blaðamaður Norðurs-
lóðar fór þess á leit við hann fyrir
nokkru. Er það árangur þess spjalls
sem hér birtist lesendum.
Viðtalið byrjaði raunar eins og
flest sígild viðtöl á uppruna og
uppvexti.
Uppvöxtur í á Ólafsfirði
Ég fæddist á Ólafsfirði 1951.
Móðir mín heitir Hólmfrtður Jak-
obsdóttir og faðir minn er Þor-
steinn Jónsson vélfræðingur. Hann
rak til margra ára vélsmiðjuna
Nonna á Ólafsfirði. Ég ólst upp við
venjuleg aðalfundarstörf eins og
sagt er og gekk þessa hefðbundnu
skólagöngu í bama og gagnfræða-
skóla Ólafsfjarðar.
- Hvenær tók hugur þinn að
hneigjast til tónlistar?
Það var mjög snemma. Móðir
mín spilaði á píanó, tafi var í
kirkjukór Ólafsfjarðar í 60 ár og
pabbi er sömuleiðis mjög söng-
elskur maður. Við systkinin lærð-
um snemma að meta klassíska tón-
list og vorum alin upp við hana. Ég
byrjaði að læra á píanó í Tónskóla
Ólafsfjarðar þegar Magnús Magn-
ússon stofnaði hann árið 1965. Þá
hafði reyndar þýsk kona kennt á
píanó einn vetur og hafði ég sótt
tíma til hennar. Sautján ára gamall
fór ég sem skiptinemi til Banda-
ríkjanna og var þar í rúmt ár. Þar
laukst upp fyrir mér nýr heimur.
Þar hélt ég áfram píanónámi og þar
lærði ég einnig nudd. Hugur minn
stóð alla tíð til þess að læra til
hjúkrunarstarfa og þá datt mér ekki
í hug að ég myndi leggja fyrir mig
tónlist eða að ég hefði eitthvað í
það að gera að verða söngvari.
Þegar ég kom frá Bandaríkjun-
um 1970 vann ég fyrst sem skrif-
stofumaður á Ólafsfirði en fór svo
suður. Þar starfaði ég á Kleppi en
vann auk þess við nudd. Á þeim
árum fór ég að syngja í Pólýfón-
kómum og sótti söngtíma til Ruth
Magnússon. Þar lærði ég gríðar-
lega mikið í tónlist sem ég bý enn
að. Engu að síður var þá enn víðs
fjarri mér að leggja sönginn fyrir
mig.
Til Noregs
Árið 1973 fer ég til Noregs að læra
hjúkrun. Með mér vann hjúkrunar-
kona sem jafnframt var söngkona.
Það er eiginlega þessari konu að
kenna að ég leiddist út í sönginn.
Hún hálft í hvoru þröngvaði mér út
á tónlistarbrautina. Hún heyrði
mig eitthvað raula og vildi endi-
lega að ég færi í söngtíma. Ég
gerði það nú mest fyrir hana að
fara í þessa tíma en röddin var fljót
að opnast og þar með efldist áhugi
minn. Þá var ég 23 ára.
Þetta var býsna strembinn tími,
ég fékk engin námslán og varð því
að vinna mikið. Ég var á nætur-
vöktum á geðdeild fyrir geðsjúka
glæpamenn við ríkisfangelsið í
Osló jafnhliða skólanum og svo
bættist söngnámið við. Þetta var
náttúrulega full mikið álag svo
ákvað að taka mér frí frá hjúkrun-
amáminu eitt ár til að gefa söngn-
um meiri tíma. En það teygðist sem
sé dálítið á þessu eina ári og nú
hefur það staðið í rúm 18 ár.
Ég innritaðist í söngnám við Tón-
listarháskólann í Osló og lærði þar
hjá Marit Isene sem var þekktasti
söngkennari Noregs á þessum
tímum. Einnig söng ég þá í Norska
óperukómum. Eins og ég sagði áðan
var röddin fljót að taka við sér. Mitt
„debút“ var sem sólóisti í Magnificat
eftir Bach árið 1975.
Vistaskipti
í Noregi var ég í tæp 4 ár en ég
festi þar aldrei rætur og 1977 flutti
ég til Árósa í Danmörku til áfram-
haldandi náms. I Tónlistarháskól-
anum í Árósum var ég í 3 ár og þar
fékk ég eins gott tónlistaruppeldi
og hugsast getur. Skólinn var af-
skaplega góður á þeim tíma og
bauð upp á mjög viðamikla alhliða
tónlistarmenntun. Þama komu
heimsfrægir menn eins og Peter
Pears, Eric Ericsson, Lars Eric
Welle og fleiri og héldu námskeið.
Maður fékk þrjá tíma í viku hjá
prófessor, einn tíma hjá assistant
og fjóra með undirleikara. Með-
fram náminu var ég svo alltaf að
syngja bæði hér heima og vítt og
breitt um Skandinavíu, aðallega
ljóða- og kirkjutónlist.
Eftir 3 ár í Árósum var röddin
mín orðin það góð að ég hélt þaðan
á brott og fór þá til Bayreuth að
syngja þar í óperukómum. Ég tek
það fram að ég hef aldrei verið
beðinn um að sýna nein próf.
Þannig ganga hlutimir einfaldlega
ekki fyrir sig í Evrópu. Maður
syngur einfaldlega fyrir, og eftir
því er dæmt hvort maður er starf-
inu vaxinn eða ekki, en ekki eftir
því hvort maður hefur einhver próf
upp á vasann. Ég er afar mótfallinn
þessari ofuráherslu sem lögð er á
allskyns pappíra og próf hér á ís-
landi. Ég veit ekki hvaðan ís-
lendingum kemur þessi hugsunar-
háttur að verðleikar manna séu
metnir eftir einhverjum pappímm
Árið 1981 var mér boðið að
sækja um í óperustúdíó ríkisóper-
unnar í Amsterdam. Ég gerði það
og var svo heppinn að komast þar
inn næstu 3 árin. Að vera í óperu-
stúdíói er eins konar launuð
menntun. Þar fær maður ótak-
markaða tilsögn en það er líka
þrotlaus þrældómur. Á þessum
þrem ámm söng ég 23 ópemhlut-
verk á sviði. Svona fyrirbæri er
náttúmlega mjög dýrt í rekstri og
stúdíóið var lagt niður 1986. Þá var
ég farinn að syngja við Ríkisóper-
una í Hollandi sem ég starfaði við
þangað til ég flutti heim.