Norðurslóð - 15.12.1993, Blaðsíða 6
6 — NORÐURSLÓÐ
Upplagið er svipað
þó aðstæðurnar
séu gerbreyttar
- Steingrímur Porsteinsson áttræður í afmælisviðtali
Eins og fram kom í októberblaði Norður-
slóðar varð Steingrímur Þorsteinsson átt-
ræður nú í haust. Því var þá heitið að viðtal
birtist í blaðinu ekki endilega í tilefni af-
mælisins heldur fyrst og fremst vegna þess
að Steingrímur hefur frá ýmsu að segja og hann hefur
komið nærri mörgu hér í byggðalaginu. Þó víða sé
komið við í viðtalinu verður margt útundan en þannig
er það jafnan þegar viðmælandinn hefur frá mörgu að
segja.. Þótt lesendur Norðurslóðar þekki vafalaust
flestir til Steingríms Þorsteinssonar er rétt að Stein-
grímur segi frá ætt sinni og uppvaxtarárum:
Steingrímur Þorsteinsson. Páll A. Pálsson tók myndina fyrir tvcimur árum.
Steingrímur í síðasta Ieikhlutverki sínu sem Skugga-Sveinn árið 1967. Með
honum er Ketill skrækur sem leikinn var af Jóni Halldórssyni.
- Ég er fæddur hér á Dalvík og
er hér mín uppvaxtarár svona
nokkuð. Þó er það svo að ég bjó
um tíma á Sökku og síðan á
Karlsá. Því þannig var að þegar ég
var sjö ára gamall missti ég móður
mína og fjölskyldan tvístraðist. Ég
fór fram á Sökku en Marinó, sem
þá var hvítvoðungur fór í fóstur til
Þorsteins Jónssonar en Jón Trausti
var hjá ömmu okkar Rósu í Nýja-
bæ. Faðir minn var Þorsteinn Jóns-
son frá Hóli á Upsaströnd, en móð-
ir mín var María Eðvaldsdóttir.
Það er nú kannski svolítið skrýtið
ég veit hvað afi minn í móðurætt
heitir en annað veit ég varla um
hann og hef aldrei fengið að vita.
Rósa Þorsteinsdóttir frá Öxnhóli
sem síðar varð kona Jóns Stefáns-
sonar var móðir hennar. Faðir
hennar var Eðvald og var Hansson
Níelssonar ættaður af Tjömesi. Ég
hef fengið það upp að systkinahóp-
ur hans sem var stór mun hafa
tvístrast mjög og mikið af þeim
ættlegg er í Ameríku. Um afdrif
afa míns Eðvalds hef ég ekkert
fundið þó er ég búinn að gera þó
nokkuð í því meðal annars rann-
sakað kirkjubækur. Rósa kallaði
séra Pál fóstra sinn og var þar með
Maríu dóttur sína. Þegar Rósa og
Jón taka saman fylgir María móður
sinni og elst upp sem elsta bam
þeirra íNýjabæ.
Þú missir móður þína sjö ára
og fjölskyldan tvístrast. Hefur það
mótað líf Steingríms Þorsteinsson-
ar?
- Ja, blessaður vertu já. Það er
að mínu mati sama hver á í hlut,
svona skörð verða aldrei fyllt, það
er alveg vonlaust. Við fórum ti)
ágætra ættingja okkar og höfðum
það mjög gott, það var ekki undan
neinu að kvarta, en það breytir því
ekki að missirinn var mikill fyrir
ungan dreng því það vantaði
stuðning á bakvið eða þannig var
það fyrir mér.
Á leið til
Danmerkur
En hvað með skólagöngu?
- Ég gekk í bamaskóla hér frá
Karlsá. Það var mér til láns að þá
var kennt annan hvem dag, það er
að deildimar voru tvær og komu sitt
á hvað, þannig að þó leiðin væri
löng þá blessaðist það. Jón bróðir
var með mér í skóla því ég var settur
ári á undan. En um fermingu kem
ég suður á Dalvíkina og fer að vinna
fyrir mér á þann eina hátt sem hér
var hægt og talið var sjálfsagt að
allir gerðu, það er annaðhvort á sjó
eða við sjóinn. En svo kemur að því
að Jón bróðir fór að athuga með
Laugaskóla sem þá tók ekki yngri
nemendur en sautján ára. Jón kemst
inn þá strax en ég árið eftir. Hugur
Jóns Trausta stóð alltaf til íþrótta-
kennslu eða íþróttaiðkana en ég var
meira fyrir teiknun og annað slíkt.
Slíkt hefur ekki fallið vel að ís-
lenska skólakerfinu þá?
- Nei og því var það, ef til vill
eitthvað í tengslum við Hermann
Stefánsson íþróttakennara við
Menntaskólann á Akureyri, að Jón
sækir um Aalerup íþróttaskólann í
Danmörku. Aalemp var þá mjög
þekktur staður og var Hermann þá
nýkominn úr þeim skóla. Jón fékk
skólavist og þá ákveð ég að fara
líka með það að markmiði að
kynnast einhverju um teiknun eða
málaralist. Þó svo allt væri óljóst
hvað mig varðaði þá lánaðist þetta
með leyfi og tilstyrk föður okkar.
Þannig gerist það að við emm báð-
ir komnir til Kaupmannahafnar.
Jón fór til Aalemp en ég verð eftir
í Kaupmannahöfn. Þetta var haust-
ið 1931 og ég þá átján ára.
I iðnnám
- Ég finn mér teikniskóla en fæ
það strax á tilfinninguna að þetta
sé ekki allskostar rétt, ég eigi að
tryggja mig með eitthvert verklegt
nám. í sama húsi og teikniskólinn
var fann ég iðnskóla og verður það
úr að ég innritast þar og við það
miðað að ég ljúki sveinsprófi í
húsamálun að vori. Allt gekk þetta
eftir en um sumarið finn ég mér
teikniskóla en þegar kemur fram á
haustið eru allir peningar búnir og
ekkert annað að gera en fara heim.
Fóruð þið þá báðir heim brœð-
urnir?
- Þetta var haustið 1932 í miðri
kreppunni svo engin von var um
vinnu í Danmörku fyrir mig. Jón
var aftur á móti þannig settur að
hann fékk vinnu við byggingu
íþróttahallar um sumarið og næsta
vetur, en gat jafnframt stundað þá
nám og safnað punktum til þess að
geta sloppið með einn vetur í
Iþróttaháskólanum í Höfn. Jón
kom árinu síðar heim en ég. Við
ætluðum okkur báðir út aftur en
þurftum að vinna okkur inn
peninga áður. Jón fór síðan út aftur
1937 og lauk íþróttakennarask-
ólanum. Ég var ýmissa hluta vegna
ekki tilbúinn að fara, meðal annars
vildi ég tryggja mér betur skólavist
en þegar ég fór í fyrra sinnið.
Leiktjaldamálun
- Ég kynntist í málaranámi mínu
meðferð á vissri litaflóru sem var
notuð við leikhúsmálun, svokall-
aðir límlitir. Þeir voru ekki notaðir
við annað. Þegar ég kom heim var
ég beðinn að mála leiktjöld við
Lénharð fógeta sem þá var verið
að setja hér upp haustið 1932. Það
varð úr og þótti takast bærilega, en
sjálfur var ég feikilega óánægður.
Ég sá að það var ýmislegt sem
þurfti að gera betur en mig skorti
kunnáttu og fann sárt til þess.
Næstu vetur mála ég mörg af leik-
tjöldunum hér og finn alltaf til
vankunnáttu. A þessum árum var
ég farinn að setja upp fugla en
fannst þeir aldrei njóta sín nema
þeir gætu verið í réttu umhverfi.
Ég vissi að þetta var hægt, hafði
séð myndir og spurst fyrir urn þetta
og fengið þau svör að það væm
leikhúsmálarar sem gerðu þetta.
Því voru í raun farin að falla saman
þessi tvo svið sem ég hafði hvað
mestan áhuga á.
Hvað er þá til ráða fyrir ungan
mann norður á Dalvík?
- Þá er það að hér á landi eru
þau Poul Reumert og Anna Borg
með gestaleik. Ég hef samband við
Ragnar Kvaran sem var formaður
Leikfélags Reykjavíkur og bið
hann að athuga í gegnum Reumert
hvort hægt væri að komast inn í
Konunglega leikhúsið og læra eitt-
hvað til tjaldmálunar. Þessari
beiðni er tekið mjög vel og ekki
líður langur tími eftir að þau eru
komin út aftur þar til Ragnar flytur
þau boð að þetta sé allt í lagi.
Þannig gerist það að haustið 1938
var ég korninn að nýju til Kaup-
mannahafnar, upp á loft í Konung-
lega, en þar voru leiktjöldin máluð.
Leikmynd
fyrir ballett
Var leiktjaldamálun talin til iðn-
greina?
- Nei, en það var það skrýtna að
þeir þrír Danir sem þama unnu
voru allir húsamálarar að iðn. Mér
fannst þeir óskaplega flinkir og
þeir voru það. Þetta eru dýrmætar
minningar, til dæmis þegar ballett-
inn, sem var í minningu Thorvald-
sens var settur upp. Þá voru á svið-
inu eftirmyndir af frægustu högg-
myndum hans, sumar lifandi sem
þá fóru að dansa og svo aðrar sem
við urðum að-búa til en það mátti
ekki sjást hverjar voru lifandi og
hverjar ekki. Þetta var óskaplega
gaman og það sern mér fannst
ánægjulegt var að ég stóð þeim
nokkuð jafnfætis á þessu sviði.
Sinntirðu einhverju öðru í leik-
húsinu?
- Ég kom að máli við meistar-
ann minn og spurði hvort hann
gæti komið því til leiðar að ég
fengi að sitja tíma í leikskólanum.
Hann tók því vel og gekk fram í
því þannig að ég fór að sitja tíma
þar. Þannig kynntist ég vel öllum
þáttum leikhússlífsins. Síðan kem-
ur fram á sumar 1939 og var leik-
húsið lokað yfir sumarmánuðina.
Þá var ég ákveðinn í að fara að
vinna í kringum þessa hluti og var
búinn að fá vinnu hjá Nordisk Film
vegna gerðar kvikmyndar og átti
að vinna við senur í myndinni. En
síðan þegar kemur fram á haustið
hætta þeir við gerð myndarinnar
vegna ófriðarins sem var að skella
á. Þá um leið hrundu öll mín
áfomi. Ég hafði eins og ég sagði
áður ætlað mér að vinna við þetta
og fara í frekara nám eftir því sem
tilefni gæfist. Nú var ég peninga-
laus og atvinnulaus og styrjöld
skollin á í Evrópu. Jón Trausti var
þá orðinn kennari og hafði fasta
vinnu þama úti en það varð að ráði
milli okkar bræðra að ég færi heim
með fyrstu ferð. Heimsiglingin var
skemmtileg lengi vel innan skerja í
Noregi langt norður eftir og síðan
þvert yfir til íslands. Við komum
til landsins í byrjun nóvember.
Hvað tók svo við þegar heim
var komið?
Spákonan sannspáa
Steingrímur kann margar sögur af sjálfum sér
og öOrum. í samtalinu kom fram meðal annars
þessi saga þegar rætt var um árin í Kaupmanna-
höfn:
Áður en við skiljum fyllilega við Kaupmanna-
höfn ætti ég segja sögu sem ég hef nú sagt áður og
hún þykir það lygileg að menn hafa ekki viljað trúa
henni en hún er nú sönn samt. Þannig var að þegar
Jón bróðir var í seinni ferðinni í Kaupmannahöfn
ieigði hann ásamt Þorbimi Sigurgeirssyni, síðar
prófessor og hraunkælingarmanni, herbergi hjá
sænskri konu. Þegar ég er síðan þama árinu seinna
eða svo þá er Jón á Suður-Sjálandi að kenna og Þor-
bjöm fluttur eitthvað annað svo Jón biður mig að
heimsækja fyrir sig þessa gömlu konu. Mig minnir
að ég hafi fært henni blóm en Jón hafði sagt mér að
hún spáði í spil. Sem ég er þama fer ég að hafa orð
á því að hún spái fyrir mér. Ja, það er nú svo sem í
lagi, segir hún. Fyrst segir hún: „Pabbi þinn er á
leiðinni til höfuðborgarinnar ásamt fleirum úr þín-
um bæ og allir em að l'ara í augnuppskurð. Honum
mun nú ekki skána alveg en það stoppast nú það
sem farið er af stað.“ Ég var nú hissa því ekkert í
þessa átt hafði ég frétt að heiman. Síðan bætir hún
við: ,Jón Bróðir þinn kemur til Hafnar á morgun og
á eitthvert skrýtið erindi. Hann á að kaupa eitthvað
og sýnist mér það vera maður.“ Þið getið rétt
ímyndað ykkur hversu gáfulegur mér þótti spádóm-
urinn.
Jæja, morguninn eftir bankar Jón uppá hjá mér
og biður mig að aðstoða sig því ég þekkti orðið
betur til í Kaupmannahöfn en hann. Hann er með
heimilisfang einhversstaðar í háskólahverfinu og
við förum þangað. Sá sem tekur á móti okkur leiðir
okkur þar um sali og dregur út skápa þar sem beina-
grindur skrölta innan á hurðunum því erindi Jóns
var að kaupa beinagrind fyrir skólann sem hann
kenndi hjá. Ég hætti síðan endanlega að brosa að
spákonunni þegar ég fékk næst bréf að heiman þar
sem fram kom að pabbi hafði farið í augnuppskurð
til Reykjavíkur ásamt Steina í Efstakoti og Amóri á
Upsum.