Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1993, Page 8

Norðurslóð - 15.12.1993, Page 8
8 — NORÐURSLÓÐ Baldur, Olgeir og Jóna Heiða einbeitt við vinnu sína. Föndur- dagur á Húsa- bakka Föndurdagar í skólunum eru orðnir fastur liður í undir- búningi jólanna. í Dalvíkurskóla var föndurdagur 4 desember en helgina áður föndruðu nemend- ur og foreldrar í Húsabakka- skóla oe drukku saman kaffí. Grundarfjölskyldan mætti öll til leiks. Karl Heiðar, Sigurbjörg, Frið- rik og Atli. Jenný, Anna Heiða, Erla og Eydís gáfu sér ekki tíma til að líta upp frá föndrinu fyrir Ijósmyndarann. Myndir: hjhj Ljóðagetraun Norðurslóðar 1993 Enn er Ljóðagetraun Norðurslóðar á ferðinni - og nú í 16. sinni. Búningurinn er með sama sniði og hann hefur verið frá upphafi, en gerður úr léttara efni en oftast áður, svo maður noti nú skáldiegt lík- ingamál. Dæmi: Hvar situr Sigga litla systir mín? Svar: Út í götu. 1. Hver eyðir sorg og ólund? 2. Á hverjum fór Rúnki ríðandi í réttimar? 3. Hverjir berast burt með tímans straumi? 4. Hvað ber dauðinn í styrkri hendi? 5. Hvert vill hugurinn hvarfla? 6. Hverjum veltir aldan? 7. Hvað fann krummi úti? 8. Hvar hafði fólkið hversdagsskemmtun á bænum? 9. Hvar gnæfir sú hin mikla mynd? 10. Hver er að lesa bænir ofanlút? 11. Hvað eykur mér óyndið? 12. Hverjir liðu inn í rökkurs hljóðar hallir? 13. Hverjum hlífír hulinn vemdarkraftur? 14. Hvar er aldrei fátt með ýtum? 15. Hvar er ekki rótt að eiga nótt? 16. Hver fannst mér þykkjuþung? 17. Hvað á ég í þessum handriðum? 18. Hver hlær við sínum hjartansvini? 19. Hver strýkur vanga minn blíðri hönd? 20. Hvað er mér ofarlega í sinni? 21. Hve lengi ert þú ljós lands og lýða? 22. Hver hefur blekkt oss vondslega? 23. Hvaða byggð fínnst oss fegurst á landi hér? 24. Hver fjarlægist sumarból? • 25. Hverju sinnti hún ekki par? 26. Hver veit allt sem talað er hér? 27. Hvað græðir fjör um dalinn? 28. Hvem elskar Litla-Gunna lítið? 29. Hvar stendur jötunninn með jámstaf í hendi. 30. Hver þýtur eins og logi yfír eggjagrjótið? Bókaverðlaun eru í boði eins og venjulega. Ekki er þess krafist skilyrðislaust, að höfundur ljóðs sé tilgreindur. Þó gæti það skor- ið úr og riðið baggamuninn ef fleiri en einn em með öll svör rétt. Gjörið svo vel og góða skemmtun. HEÞ Nafnagáta Myndirnar hér að ofan eiga aö tákna nöfn valinkunnra Svarfdælinga ásamt bæjarnöfnum. Hverjir eru mennirnir/konurnar? Vetrardagskrá Ferðafélagsins ákveðin Vetrardagskrá Ferðafélags Svarfdæla hefur nú verið ákveð- in og er stefnt að einni ferð fyrstu helgi hvers mánaðar til vors. Sem fyrr er reynt að hafa þar eitthvað við allra hæfí; kon- ur og karla, börn og gamal- menni, innipúka og göngugarpa. Allmörg undanfarin ár hefur það verið siður hjá dálitlum hópi fólks að ganga fram í Stekkjarhús í kring um áramótin og reyna með þeim hætti að bæta að nokkm fyrir syndir undangenginna hátíðisdaga. Vetrardagskrá Ferðafélagsins hefst einmitt á einni slíkri fjölskylduferð sunnudaginn 2. jan og verður þátt- takendum boðið upp á sjóðandi heitan kaffisopa í Stekkjarhúsum. Dagskráin er annars svohljóð- andi: Sunnudag 2. janúar - Fjöl- skylduferð í Stekkjarhús. Laugardag 5. febrúar - Fjöl- skylduferð yfír Hamarinn, gamli vegurinn frá Hamri að Völlum. Laugardag 5. mars - Genginn Þorvaldsdalur endilangur frá Fomhaga að Stærri-Árskógi. Laugardag 2. apríl - Gengið á Kaldbak. Allar em þessar ferðir hugsaðar fyrir gönguskíði en að sjálfsögðu fer það eftir færð og duttlungum hvers og eins hvaða ferðamáta menn viðhafa.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.