Norðurslóð - 15.12.1993, Qupperneq 11
NORÐURSLÓÐ —11
skyldi það vera bókað á hans nafn.
Áttum við að vera mættir í síðasta
lagi kl. 10 um kveldið. Fórum við
síðan allir og heimsóttum skyld-
fólk sem við áttum í bænum.
Jón og Svavar týndir
Á tilsettum tíma var ég mættur við
Hótel Gullfoss. Engan sá ég þar
mættan af félögum mínum, sem
mér þótti nú ekki neitt undarlegt,
bjóst ekki við að þeir myndu
standa þar utan dyra. Inni í and-
dyrinu hitti ég fyrir stúlku eina
sem mér leist að myndi vera starfs-
stúlka þar á hótelinu. Spurðist ég
nú fyrir um það, hvort ekki hefði
verið pantað herbergi á nafni Jóns
Ámasonar. Fór hún og leit í bók
eina mikla sem lá þar á borði og
kvað svo vera. Bað ég hana að vísa
mér á herbergið sem hún sagði mér
númerið á og var það á næstu hæð
fyrir ofan. Fann ég fljótt herbergið
eftir tilvísan stúlkunnar. Fór ég inn
og hitti þar fyrir Halldór Jónsson.
sem sagðist vera þangað kominn
fyrir nokkurri stundu.
I herberginu voru tvö rúm, eitt
borð og stóll. Urðum við því sýni-
lega að sofa saman tveir og tveir í
rúmi. Ekki fannst mér nú neitt
athugavert við það.
Var nú ekki annað að gera en
bíða eftir félögunt okkar, sem ekki
létu enn sjá sig. Einhvem veginn
var það svo að við vildum ekki
fara að hátta fyrr en þeir Jón og
Svavar væru mættir. Tylltum við
okkur nú á rúmin og spjölluðum
eitthvað saman um daginn og veg-
inn og ferðina austur daginn eftir.
Við lögðum af og til við hlustir,
hvort vinir okkar væru nú ekki að
koma. En tíminn leið og ekki
komu þeir Jón og Svavar. Og nú
hlaut að vera búið að loka hótelinu.
Við stjákluðum um gólfið, tylltum
okkur og stóðum upp aftur í full-
komnu ráðaleysi.
Eg stóð við gluggann í herberg-
inu og horfði á nokkra upplýsta
glugga inn Hafnarstrætið, og
nokkur götuljós er vörpuðu
draugalegri skímu á svo til mann-
lausa götuna fyrir neðan. Það var
orðið mjög áliðið. Hvar í fjand-
anum gátu þeir verið að flækjast
Jón og Svavar? Því í ósköpunum
gerðu þeir þetta, og þurfa að leggja
af stað eldsnemma að morgni? Og
við ákváðum að fara bara að sofa.
Við skriðum báðir upp í annað
rúmið, teygðum yfir okkur, eftir
því sem kostur var á, alltof mjóa
sæng, og sofnuðunt von bráðar.
Endurfundir og átök
Fimmtán mínútum fyrir sjö vorum
við Halldór báðir á fótum. Okkur
varð fyrst fyrir er við vöknuðum,
að líta yfir í hitt rúmið en það var
autt. Þeir höfðu þá ekki komið um
nóttina félagamir og nú fannst
okkur fyrst illa horfa. Eftir fimm-
tán mínútur áttum við að leggja af
stað. Fórum við nú að staulast nið-
ur stigana og koma okkur út. Því
nú mundi bíllinn sem átti að flytja
okkur yfir í Vaðlaheiðina fara að
koma.
Það stóðst á endum að þegar við
komum út á götuna renndi bíllinn
þar að. Svartur gljáandi Ford bíll.
Hafði ég aldrei kornið upp í slfkt
farartæki. Tæpast séð fólksbíl áð-
ur. Bárum við nú upp vandkvæði
okkar við bílstjórann með fyrir-
hugað ferðalag, þar sem tveir fé-
lagar okkar væru nú týndir. Sner-
umst við æðistund þama á götunni
og vissum ekki hvað gera skyldi.
Kom það helst til ráða að bílstjór-
inn færi heim en við færum að
svipast um eftir félögum okkar.
En sem við ræðum nú þetta,
opnast gluggi á þriðju hæð á hótel-
inu, og þar stingur höfðinu út Jón
félagi okkar Ámason. Sér hann
fljótt hvað um er að vera á götunni.
Sendir hann okkur Dóra tóninn og
kveður það furðu gegna að við
skyldum ekki koma í heimboðið til
Siggu Baldvins eins og um hefði
verið talað, og svo hefðum við
bætt gráu ofan á svart með því að
koma svo ekki á herbergið sem
hann hefði pantað handa okkur
kveldið áður. Kom mér þessi ræða
öll heldur ónotalega á óvart. Þar
sem ég vissi mig og okkur Dóra
saklausa af þessum ákúrum svar-
aði ég því til að ég vissi ekki til
þess að okkur Dóra hefði verið
gert neitt heimboð kveldið áður.
Og þar sem ég þekkti Siggu Bald-
vins ekki neitt þætti mér ólíklegt
að hún hefði boðið mér heim til
sín. Um náttstað okkar væri það að
segja að hann hefði verið á því her-
bergi sem hann hefði sjálfur pant-
að og okkur hefði verið vísað á.
Deildum við nú svona nokkra
stund, Jón og Svavar á náttfötun-
um uppi í glugganum, en við Dóri
niðri á götunni, og urðum við æ
hávaðasamari. Var fólk farið að
safnast að og athuga hvað hér væri
um að vera.
Bílstjórinn tvísté á götunni og
leyndi sér ekki að hann gerðist
mjög órór. Loks sagði hann er ör-
lítið hlé varð á hávaðanum, og sá
ég þá líka hvar lögregluþjónn var
að koma norðan götuna. - Jæja,
bræður, væri nú ekki rétt að slá
botninn í þessa deilu og sættast á
málin og koma okkur svo af stað
•sem fljótast.
Gengið í fússi
Að þessum orðum mæltum hurfu
þeir Jón og Svavar úr glugganum
og hófu að klæða sig. En ég, sem
búinn var að æsa mig heilmikið
upp, og var fullur réttlátrar reiði í
garð félaga okkar, snaraði mér inn
í bílinn og Dóri líka. Að stundu
liðinni komu þeir Jón og Svavar af
loftinu allfasmiklir og settust inn í
bílinn. Var nú ekið af stað inn úr
bænum. Fátt var talað og vorum
við jafn hljóðir og við höfðum ver-
ið hávaðasamir áður. Var bílstjór-
inn við og við að leggja fyrir okkur
spumingar um eitt og annað, svona
Flugleiðir óska viðskipta-
vinum sínum gleðilegra jóla
og gœfuríks komandi árs.
Um leið minnum við á okkar
fjölbreyttu þjónustu.
Styttið veturinn með
Kanaríeyjaferð.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða
FLUGLEIDIR
Umboðið Dalvík
Goðabraut 3 • Sími 61300
eins og til að prófa hvemig skaps-
mununum liði. En hann fékk jafn-
an stuttaraleg svör. Það sauð í okk-
ur ólundin. En stilltum okkur þó
um að fara að rífast aftur.
Veður var gott. Bjart en skýjað,
aðeins norðankul. Snjólítið var og
færi gott á þessum vegarkafla sem
við gátum farið á bílnum. Og fyrr
en varði vorum við komnir á leið-
arenda, en veginn þraut við Geld-
ingsána út og yfir frá Akureyri.
Lengra var hann ekki kominn þetta
herrans ár 1928. Fórum við nú út
úr bílnum og var bílstjóranum
greitt fyrir keyrsluna. Tók hann í
höndina á okkur öllum um leið og
hann kvaddi. Bað hann okkur nú
að jafna þennan ágreining sem upp
hefði komið á milli okkar. Við
önsuðum fáu þar um, en tókum á
rás upp heiðina því í okkur var
kuldahrollur þótt veður væri gott.
Var nokkurt frost. Færi var mjög
gott, snjólítið og frosin jörð. Bar
okkur því fljótt yfir heiðina. Ekk-
ert var talað, aðeins keppst við að
ganga. Gengum við jafnan í hala-
rófu með ofurlitlu millibili, á þann
hátt fannst okkur víst þögnin þol-
anlegri.
Þannig var haldið áfram austur
yfir heiðina, Fnjóskadalinn og
austur í Ljósavatnsskarð. Austan-
vert við Ljósavatnið stönsuðum
við loks við læk, settum okkur nið-
ur og fengum okkur matarbita sem
við vorum með. Vorum við orðnir
svangir því ekkert höfðum við
bragðað um morguninn áður en
við fórum af stað frá Akureyri.
í mjúkum meyjarörmum
Smátt og smátt fórum við að tala
ofurlítið saman, en vorum eins og
ofurlítið feimnir að láta heyra í
okkur. En öll reiði var nú rokin út í
veður og vind og langaði okkur
held ég mest til að biðjast afsök-
unar á öllu okkar háttalagi, en
komum okkur víst ekki að því. En
eftir nokkra hvíld og hressingu var
aftur lagt af stað, og var mikið létt-
ara yfir okkur en fyrr um daginn.
Var eins og af okkur létt fargi er
ólundin var úr okkur rokin. Bar
okkur nú hratt austur yfir Bárðar-
dalinn. Þegar við komum austur á
Fljótsheiðina var komið svarta
myrkur þar sem nú var ekkert
tunglsskin. Höfðum við þó engar
áhyggjur af því, því leiðina þekkt-
um við nú nokkuð og stutt orðið í
áfangastað. Brátt sáum við ljósin á
Laugum og nú rann það upp fyrir
mér að ég hlakkaði ekki minna til
að koma þar aftur en ég hafði
hlakkað til að fara þaðan fyrir
rúmri viku. Og sú tilhlökkun lét sér
ekki til skammar verða. Við feng-
um hinar ágætustu viðtökur, því
nokkrar skólasystur okkar, sem við
höfðum kynnst það sem af var
vetrinum og voru á Laugum um
jólin, buðu okkur velkomna og
tóku dýrðlega á móti okkur. Báru
fyrir okkur mat sem við gerðum
góð skil.
Síðan höfðum við fataskipti.
Því nú var gamlárskvöld og dans-
leikur stóð yfir af miklu fjöri í
skólanum þegar við komum. Við
drifum okkur strax í dansinn.
Þreyta eftir ferðina var öll á bak og
burt. Við eyddum fyrri hluta næt-
urinnar í fanginu á okkar yndislegu
skólasystrum við dans og söng. Og
voru þeirra atlot hlýrri og ljúfari en
fangbrögðin við Kára í ferðalaginu
heim. Minningin um þetta kvöld er
ljúf og björt og fymist ekki þótt
margt hafi síðan borið á sálar-
gluggann.
Við Jón, Svavar og Dóri héld-
um áfram að vera sömu félagamir
og áður, og aldrei, hvorki fyrr né
síðar, var minnst á ævintýrið á Ak-
ureyri, og aldrei vissi ég hvemig á
þeim mistökum stóð er þar áttu sér
stað.
Sigvaldi Gunnlaugsson
(Millifyrirsagnir eru blaðsins)
Oskum viðskiptavinum vorum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki íslands
Strandgötu 1, Akureyri
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi
Frystihús KEA Dalvík
sendir starfsfólki og
viðskiptavinum bestu jóla-
og nýárskveðjur og
þakkar vel unnin störfá árinu.
Gleðileg jól, farsœlt komandi ár.