Norðurslóð


Norðurslóð - 23.06.1994, Qupperneq 3

Norðurslóð - 23.06.1994, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ —3 Sveitarstjórnarkosningarnar: Nýr meirihluti myndaður á Dalvík - Hreppsnefnd enn kvenmannslaus í Svarfaðardal, en konur komust í oddaaðstöðu í Hrísey Sveitarstjórnarkosningarnar á Dalvík breyttu nokkuð hlutföll- um í dalvískri pólitík. Sjálfstæð- isflokkurinn sem verið hafði í meirihluta ásamt einum fulltrúa Jafnaðarmannafélags Dalvíkur missti einn mann til Fram- sóknar. Við það féll meirihlutinn og varð það úr að sigurvegarar kosninganna, Framsóknar- menn, mynduðu nieirihluta ásamt tveim bæjarfulltrúum I- listans. Kjörsókn var góð á Dalvík. Af 1.070 á kjörskrá mættu 802 á kjörstað, en 180 greiddu atkvæði utan kjörstaðar. Alls kusu því 982 sem jafngildir 91,8% kjörsókn og er það heldur meira en fyrir fjórum árum. Af þessum atkvæðum fékk B- listinn 390 og þrjá fulltrúa kjörna, þau Kristján Ólafsson, Katrínu Sigurjónsdóttur og Stefán Gunnarsson. D-listinn hlaut 329 atkvæði og tvo menn kjörna, þau Trausta Þorsteinsson og Svan- hildi Árnadóttur. I-listinn hlaut 239 atkvæði og tvo menn kjörna, þau Svanfríði Jónasdóttur og -A- Nýkjörin bæjarstjórn á Dalvík á fyrsta fundi sínum. Sitjandi frá vinstri: Svanhildur Árnadóttir, Svanfríður Jónas- dóttir, forseti bæjarstjórnar, og Katrín Sigurjónsdóttir. Standandi frá vinstri: Bjarni Gunnarsson, Kristján Ólafsson, Trausti Þorsteinsson og Stefán Gunnarsson. Mynd: -i>u Bjarna Gunnarsson. I-listinn fékk því kjörna þá tvo menn sem Jafnaðarmannafélagið og Frjáls- lyndir höfðu áður. Nýr meirihluti Þessi úrslit túlkuðu Sjálfstæðis- menn og fleiri sem svo að þeir ættu að taka sér frí og fulltrúar B- og I- Agætlega sáttur við þennan tíma - segir Kristján Pór Júlíusson sem sestur er í bæjarstjórastól vestur á Isafirði Kristján Þór Júlíusson hefur verið bæjarstjóri á Dalvík und- anfarin 8 ár en er nú á förutn til Isafjarðar og verður væntanlega sestur þar í stól bæjarstjóra þeg- ar þetta blað kemur út. Við hitt- unt Kristján að máli áður en hann fór vestur og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Ert þú áncegður með þróun bœjarmála á Dalvík þegar þú lítur yfirfarinn veg sl. 8 ár? - Já ég er ágætlega sáttur eftir þennan tíma. Það hafa átt sér stað miklar breytingar á einstaka þátt- um í starfsemi bæjarins. Á þessum tíma hafa setið 2 bæjarstjórnir og hefur bæjarfulltrúum auðnast að taka ákvarðanir í bæjarmálum sem hafa orðið til góðs að mínu mati. Fjárhagsstaða bæjarins og fyrir- tækja hans er traust. Hér hefur ver- ið næg atvinna. Aukning hefur orðið á þjónustu við bæjarbúa en skattaálögur verið tiltöluiega lágar. Bærinn kemur vel út úr saman- burði við önnur sveitarfélög. Fólki hefur fjölgað hér um 200 manns á þessum 8 árum. Ef við förum ofan í einstaka gjöminga sem ég er sérstaklega Greiðið áskrift- argjaldið! Blaðinu fylgir að þessu sinni gíróseðill með áskrift- argjaldi Norðurslóðar. Glöggir lesendur sjá að það hefur hækkað, en því veld- ur að nú er búið að leggja virðisaukaskatt ofan á áskriftargjaldið. Við látum þá hækkun þó ekki falla af fullum þunga á áskrifend- um, heldur hækkuin úr kr. 1.400 í kr. 1.500. Það er von okkar að áskrifendur bregðist fljótt og vel við. Kristján Þór Jólíusson fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík. ánægður með, þá stendur upp úr ný vatnsveita, hafnarmálin og sala á hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Dal- víkinga. Kveðurþú starfið með söknuði? - Nei, það eru engin sárindi í mér persónulega. Mér gremst hins vegar að sjá Dalvíkinga hafna manni eins og Trausta Þorsteins- syni til forystu í sveitarfélaginu á þeim tímum sem í hönd fara. Starf bæjarstjóra er aldrei annað en tímabundið starf og ég vissi að hverju ég gekk þegar ég réði mig til þess í upphafi. Telur þú œskilegt að bœjar- stjórar sitji lengur en tvö kjörtíma- bil? - Það fer alveg eftir því hvernig hann stendur sig í starfi. Menn sitja í þessu starfi allt frá einu ári upp í 30 ár. Það veltur á því hvort fólk er ánægt með störf þeirra eður ei. Bæjarstjórinn einn gerir hins vegar engin kraftaverk. Hann er fram- kvæmdastjóri 7 kjörinna bæjarfull- trúa og allt veltur á því hvemig samstarfi þessara aðila er háttað? Þú réðst þig vestur á Isafjörð með nánast engum fyrirvara. - Já, strax daginn eftir kosning- ar frétti ég af fyrirspumum um mig og á mánudeginum var haft sam- band við mig frá fleiri en einum aðila. Gekk vel að taka ákvörðun? - Ja, ég hafði ávæning af því að B-listi og I-listi ætluðu að mynda meirihluta og bæjarstjórastaðan yrði auglýst svo ég gat þess vegna strax gefið grænt ljós vestur á Isa- fjörð. En mér hefði fundist eðlilegt og sjálfsögð kurteisi að verðandi meirihluti ræddi við sitjandi bæjar- stjóra um starfslok hans. Nú þrem vikum eftir kosningar hefur enginn úr þeim hópi sýnt lit í því efni. Þekkirþú eitthvað til á Isafirði? - Nei ég þekki sama og ekkert til bæjarlífsins en Isafjörður er svo sem ekkert frábrugðinn öðrum íslenskum sveitarfélögum sem ég tel mig þekkja býsna vel. Starfsemi sveitarfélagsins ætti ekki að vera svo lengi tekin. Það er heldur ótryggt starf að vera bœjarstjóri. Ætlar þú að end- ast lengi á þessum staifsvettvangi? - Starf bæjarstjóra er vissulega ekkert ævistarf, því ráðning hans hverju sinni er einungis til fjögurra ára. Eg hef ráðið mig næstu fjögur ár til ísafjarðar og framhaldið hlýt- ur að ráðast af þvf hvemig gengur í starfinu. Hvað þá tekur við er jafn- óákveðið og næstu fjögur ár. Hvernig leggst þetta ífjölskyld- una? - Þetta leggst ágætlega í fjöl- skylduna. Það eru náttúrulega ekki allir jafnsáttir eins og gengur. En það er aldrei hægt að gera svo allir séu fullkomlega ánægðir. Komið þið aftur til Dalvíkur? - Já ég veit að við komum aftur til Dalvíkur en til hvaða starfa veit ég ekki. Eitthvað að lokum? - Eg vil bara þakka Dalvíking- um ágætt samstarf þennan tíma sem ég hef verið bæjastjóri. Eg er mjög sáttur við þennan tíma og ég vona að þeir séu það líka. hjhj lista settust strax að samningum. Samkomulag náðist fljótlega um samstarf og gengið var frá ntál- efnasamningi og skiptingu emb- ætta áður en ný bæjarstjórn tók við völdum á fundi þann 14. júní. Þar var samþykkt tillaga nýja meiri- hlutans um að auglýst skyldi eftir nýjum bæjarstjóra. Forseti bæjar- stjórnar var kjörin Svanfríður Jón- asdóttir af I-Iista og fonnaður bæj- arráðs Bjarni Gunnarsson af I- lista, en auk hans eiga sæti í ráðinu þau Katrín Sigurjónsdóttir og Svanhildur Árnadóttir. Á bæjarstjórnarfundinum var einnig samþykkt tillaga frá oddvit- um meirihlutans um að fela Olafi Nílssyni endurskoðanda að gera úttekt á fjárhagsstöðu Dalvíkur- bæjar. Á hann einnig að leggja mat á verðmæti eignarhluta bæjarins í atvinnufyrirtækjum og meta þær ábyrgðir sem bærinn hefur gengist í. Loks var samþykkt að flytja bæj- arstjórnarfundina úr Ráðhúsinu í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þar sem þeir verða fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og hefj- astkl. 17. Ekki hefur enn verið kosið í nefndir og ráð á vegum bæjarins, að bæjarráði frátöldu, en það verð- ur gert á síðasta fundi bæjarstjórn- ar fyrir sumarleyfi þriðjudaginn 28. júní nk. Norðurslóð birtir málefnasamn- ing hins nýja meirihluta á bls. 5. Svarfaðardalshreppur I Svarfaðardalshreppi voru litlar sviptingar í tengslum við hrepps- nefndarkosningar að þessu sinni, en þargreiddu 144 af 185 atkvæði. Fjórir sitjandi hreppsnefndar- manna voru endurkjörnir, þeir Atli Friðbjörnssson oddviti á Hóli, Kristján Hjartarson varaoddviti á Tjöm, Oskar Gunnarsson í Dæli og Gunnar Jónsson í Brekku. Jón Þórarinsson baðst sem kunnugt er undan endurkjöri og í hans stað kont Gunnsteinn Þor- gilsson bóndi á Sökku inn sem fimmti maður. Hreppsnefndin er því eftir sem áður kvenntannslaus en í varamannasætum er aftur á móti kvennaval. Þar sitja Svana Halldórsdóttir, Filippía Jónsdóttir, Jón R. Hjaltason, Margrét Gunn- arsdóttir og Jóhanna Gunnlaugs- dóttir. Arskógshreppur I Árskógshreppi urðu meiri mannabreytingar en þar var eins og í Svarfaðardal um óhlutbundna kosningu að ræða. Aðeins tveir sitjandi hreppsnefndarmanna gáfu kost á sér og voru endurkjörnir. Það eru þeir Kristján Snorrason á Hellu sem nú hefur tekið við odd- vitastarfi af Sveini Jónssyni, og Pétur Sigurðssson Árskógssandi, varaoddviti. Auk þeirra hlutu kosningu þau Hildur Marínós- dóttir á Árskógssandi, Kristján Tryggvi Sigurðsson (frá Brautar- hóli) Hauganesi og Kolbrún Ól- afsdóttir Hauganesi. Varamenn eru þeir Hermann Guðmundsson, Brynjar Haukur Sigfússon, Jón Ingi Sveinsson og Hörður Gunn- arsson. Alls kusu 175 af 246 á kjörskrá. Hrísey I Hrísey voru í fyrsta sinn lista- kosningar sem komu til af því að konur í eynni riðu á vaðið og buðu frant Nornalista. Karlarnir gátu ekki látið því ósvarað og buðu fram tvo lista. E-listi, Eyjalistinn, hlaut 66 atkvæði og tvo fulltrúa, þá Smára Thorarensen og Narfa Björgvinsson. J-listi framfara og jafnréttis hlaut einnig 66 atkvæði og tvo fulltrúa, þá Björgvin Páls- son og Einar Georg Einarsson. N-listi, Nornalistinn, hlaut 43 at- kvæði og einn fulltrúa, Þórunni Arnórsdóttur. Konurnar lentu því í oddaaðstöðu og nýttu sér hana til að komast í meirihlutasamstarf með Eyjalistanum. Þórunn verður oddviti en Smári Thorarensen varaoddviti. Ekki var Ijóst hvort Jónas Vigfússon sveitarstjóri yrði endurráðinn þegar blaðið fór í prentun en viðræður hans og nýja meirihlutans stóðu þá yfir. -ÞH/hjhj Sumaráætlun Ferðafélagsins 1994 Ferðafélag Svarfdæla hefur birt sumaráætlun sína. Á ári fjölskyldunnar þótti tilhlýði- legt að hafa Ileiri svokallaðar fjölskylduferðir en áður. Áætlunin hljóðar þannig. 24. júní: Miönætursólarferö að Hálshorni 9. júlí: Fjölskylduferö á Þor- valdsdal 30. júlí: Gönguferö yfir Helj- ardalsheiöi 13. ágúst: Fjölskylduferð aö Skeiösvatni 27. ágúst: Vinnuferð á Tungnahrygg 17. september: Haustlita- ferö í Karlsárskóg. Þarna ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeim sem alls ekki treysta sér í gönguferðir skal bent á að bæði fram í Þorvaldsdal og upp að Skeiðsvatni er hægt að aka á duglegum bílum og sama er reyndar að segja um Heljar- dalsheiði þegar snjór er farinn af heiðinni síðsumars. Upphaflega var var ætlunin að fara miðnætursólaiferð á Jónsmessu upp að Skriðuvatni upp af Hofsárkoti en vegna fannfergis á fjöllum var ákveð- ið að fara í staðinn austur að Hálshomi og verður hist við þjóðveginn á Hámundarstaða- hálsi kl. 10. að kvöldi 24. júní. Þá má geta þess að árbók Ferðafélags Islands er kontin út. Hún fjallar að þessu sinni um Ystu strandir norðan Djúps og verður borin í hús til félaga Ferðafélagsins á næstunni.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.