Norðurslóð - 23.06.1994, Qupperneq 4
4 — NORÐURSLÓÐ
17. júní
1994 á
Dalvík
Mikil þátttaka var í hátíðarhöld-
um í tilefni af lýðveldisafmælinu
á Dalvík, þrátt fyrir heldur
hvimleitt veður. Dagskráin stóð
lungann úr deginum og hér sjá-
um við nokkrar svipmyndir frá
hátíðarhöldunum.
Í .
t
í ■
Fallhlífarstökkið vakti mikla hrifn-
ingu, ekki síst nákvæmnin í lending-
unni.
Fjallkona var H jördís Jónsdóttir og
fór meö kvæði eftir Tómas Guð-
mundsson.
'
Hestamenn fóru fyrir skrúðgöngu sem fór frá Ráðhúsinu suöur á íþróttavöll. Á eftir hestamönnum komu fulltrúar annarra félagasamtaka á Dalvík, en þar á
eftir almenningur sem fjölmennti. Lúðrasveitin var fjarri góðu ganini enda stjórnandinn suður í Reykjavík.
Að inorgni 17. júní gengust félagar í hestamannafélaginu Hring fyrir hesta-
sýningu þar sem ma. var skyggnst inn í fortíðina, hey bundið upp á hest og
skreið reidd á klakki. Hér eru þeir Karl Sævaldsson, Víkingur Daníelsson og
Sigurlijörtur 1‘órarinsson liver með sinn trússhestinn á leið inn í 20. öldina.
Myndir: SH/-ÞH
Tjarnarkvartettinn kemur fram í ýmsum dulargervum. Á lýðveldisafmælinu
kölluðu þau sig félaga úr Leikfélagi Dalvíkur og fluttu ma. nokkur lög úr
söngleikjum eftir Jónas Árnason. Hér hafa þau fengið liðsstyrk barna sinna
við að flytja barnalög.
Omurleg örlög í Skíðadalsbotninum
Nú er senn nóg komiö af
hrakfallasögum, sem gerst hafa í
sambandi við geymslu búfjár í
botni Skíðadalsins. Samt ætla ég
að klykkja út með einni
dapurlegri frásögn.
Surnar nokkurt á síðari hluta 9.
áratugarins var fjöldinn allur af
nautgripum á sumarbeit í Skíða-
dalsafréttinni af ýmsum bæjum,
þar á meðal frá Tjörn. I fyrstu
fjárgöngum upp úr miðjum sept-
ember huguðu gangnamenn eftir
nautastóðinu, sem ætlunin var að
sækja eftir nokkra daga.
Gangnamenn voru undrandi á
að sjá að margir nautgripir voru
mjög framarlega á Vesturárdal,
framar öllum venjulegum nauta-
högum. Ekkert var samt hugað
frekar að því, enda skyldu allir
nautgripir sóttir einhvern næstu
daga.
Þegar svo safnið var sótt og rek-
ið niður til réttar kom í Ijós, að það
vantaði 4 gripi, kvígur og uxa,
líklega öll úr Tjörn, að því er fyrst
var talið. Þetta þótti mönnum varla
einleikið en minntust þess þó, hvað
gangnamenn höfðu sagt urn naut-
gripi hátt uppi á Vesturárdal í 1.
göngum.
Nautgripir í jöklaferð
En áður en ráðrúm gafst til að gera
út sérstakan leitarleiðangur var
hringt úr Skagafirði til fjallskila-
stjóra, Jóns Þórarinssonar á Hær-
ingsstöðum. I símanum var bónd-
inn á Syðri-Hofdölum í Viðvíkur-
sveil í Skagafirði. Hann hafði þá
sögu að segja að gangnamenn
þeirra, sem leitað hefðu í seinni
göngurn svonefndan Skíðadal, sem
er næsti þverdalur innan við Helj-
ardal, hefðu riðið fram á 2 naut-
gripi, naut og kvígu, mjög framar-
lega á dalnum. Hjaltdælir komust
að raun um það, að skepnurnar
væru úr Svarfaðardal og létu því
fjallskilastjórann þar í hreppi vita.
Þetta voru ótrúleg tíðindi. Þarna
höfðu þessi vesalings. ringluðu dýr
unnið furðulegt þrekvirki: að
klöngrast yfir stórgrýtisurðir og
jökla, sem eru á þessari leið og nær
í 12-13 hundruð metra hæð. Það er
að segja 2 dýr af 4 höfðu brotist
vesturyfir. Önnur tvö hafa farist á
leiðinni, beinbrotið sig í urðinni
eða hrapað í jökulsprungur.
Tilraun var gerð til að rekja slóð
hinna afvegaleiddu nautgripa, upp
úr Vesturárdal, en veður- og leitar-
skilyrði voru upp á það versta
þessa dagana og hafðist ekkert upp
úr krafsinu.
Hinsvegar fékk undirritaður
duglegan mann með sér vestur í
Kolbeinsdal til að leita þaðan, ef
þess væri kostur, og svo til að
sækja gripina tvo, sem af komust
og voru geymdir á bænum Garða-
koti í Hjaltadal. Það var Valdemar
Bragason á Dalvík, sem ferðina fór
með mér, en hann átti duglegan
jeppa og kerru og er auk þess jafn-
an fús til að leggja sig í nokkrar
mannraunir ef svo ber undir.
Nautgripanna leitað
Nú ókum við vestur um Öxnadals-
heiði eins og leið liggur í fremur
leiðinlegu súldarveðri. Komum í
Garðakot, fengum góðar leiðbein-
ingar hjá Pálma bónda og skildum
þar eftir kerruna. Síðan ókum við
áfram og stefndum á „Grófina“ þar
sem moldargötur liggja um hálsinn
yfir í Kolbeinsdal. Allt var blautt
og leiðinlegt í súld og þoku niður í
miðjar hlíðar fjalla. Þó sigraðist
Valdemar á erfiðleikunum og
komumst við upp á hálsinn. Var þá
liðið langt á dag og þoka að færast
í aukana. Við hröðuðum því för
sem mest við máttum fram
Kolbeinsdalseyrar austan ár, fram
hjá Heljardal og áfrarn uns við
vorum á móts við Skíðadalinn og
ekki varð farið lengra á bíl. Við
vissunt hinsvegar, að nýlega höfðu
bændur niðri í sveitinni gert
göngu- og rekstrarbrú á Kolbeins-
dalsá vel fyrir framan mót hennar
og Skíðadalsár.
En við vildum ekki tefja för
okkar með slíkum útúrdúr, sem
ekki var þó mikill. Hinsvegar síkk-
aði þokan í fjöllunum ískyggilega
og hratt og gerði sig m.a. líklega til
að kúffylla Skíðadalinn með sínum
þykka, gráa graut. Þar höfðu Skag-
firðingar fundið nautgripina 2 og
þar fannst mér líklegast að hinir 2
væru, væru þeir á annað borð lif-
andi. Við klæddunr okkur því úr
skóm og sokkum studdum hvor
annan þ.e.a.s. Valdemar studdi
mig, yfir straumstríða ána. Þá var
næst að skunda upp lágan hálsinn
(miklu lægri en Heljardalsháls) og
skokka síðan fram dalinn, sem nú
var óðum að fyllast af þoku.
Árangurslaus leit
Við vildum samt ekki gefast upp
fyrr en í fulla hnefana, kálfarnir
gætu verið bak við næsta leiti og
einmitt langlíklegast, að þeir væru
á bak við næsta leiti. Mér virtist
líklegt að allir hefðu gripirnir kom-
ist klakklaust yfir fjallið, en skilist
að þegar komið var niður á efstu
grös Skagafjarðarmegin. Allt
reyndust það tálvonir. Að lokunt
tókum við þá ákvörðun, að snúa til
baka. Við vorum þá komnir fram-
undir efstu grös, dalurinn pakk-
fullur af þoku og súld og auk þess
tekið að bregða birtu.
Við skokkuðum niður kinda-
göturnar allt niður á háls dalsins. I
þetta skipti tókum við á okkur
krókinn inn á göngubrúna og náð-
um til bílsins þegar vel var tekið að
skyggja.
Þangað var gott að koma, þar
biðu okkar síðustu nestisbitamir
og heitur kaffidreitill á geymi.
Þessi saga er ekki mikið lengri.
Við ókum í Garðakot og tókum
gripi okkar, sem þau Garðakots-
hjón höfðu hýst nteð sínum eigin
ungneytum í nokkra daga.
Eftirmáli
Gripimir voru teknir á gjöf strax
og heim til Tjamar kom. Að
nokkrum dögum liðnum fór ein-
hver að tala um, að markið á ann-
arri kvígunni væri torkennilegt.
Við nánari athugun kom í ljós, að
kvígan var alls ekki frá Tjöm,
heldur frá Melum. Næsta dag kom
Melabóndi glaður í bragði og sótti
kvígu sína, sem sannarlega var
heimt úr Helju. En undirritaður
tapaði tveimur ársgömlum naut-
gripum og á ekki von á að fá fréttir
af örlögunr þeirra héðan í frá.
HEÞ