Norðurslóð


Norðurslóð - 23.06.1994, Qupperneq 7

Norðurslóð - 23.06.1994, Qupperneq 7
NORÐURSLÓÐ — 7 Kór Dalvíkurkirkju Velheppnuð söngferð um England og Skotland Þegar til Grinisby kom var enginn mættur til að opna kirkjuna fyrir kórnum svo Hlín greip til þess ráðs að slá upp ætingu undir kirkjuveggnum. Ensku kirkjurnar voru voldugar, allar úr gráum steini, og hljómburður undantekn- ingalaust góður. Myndir: -ÞH Það var ekki mikið upp á veðurguðina að klaga meðan á Bretlandsferð Dal- víkurkórsins stóð. Þó hefðu sumir þegið meiri sól. En þá sjaldan hún sást var hún vel nýtt eins og sjá má af þessari mynd sem tekin er við suðursporð hinn- ar voldugu Drottningarbrúar skammt frá Edinborg. Kór Dalvíkurkirkju var í söng- ferðalagi í Skotlandi og Eng- landi dagana 31. inaí til 9. júní sl. Kórinn söng víða á formlegum og óformlegum tónleikum auk þess að syngja við sjóntanna- messu í Grimsby á sjómanna- daginn. Þá tók kórinn þátt í hátíðarhöldum í London á veg- um íslenska sendiráðsins í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Gefin var út vönduð söngskrá fyrir ferðina sem prýdd var myndum, þar voru einnig upp- lýsingar um Dalvík, kórinn og íslenska tónlist. Ferðalagið hófst með þvf að flogið var til Glasgow og komið þangað seinnipart dags 31. maí. Þau hjón Jón Helgi og Margrét voru mætt á flugvöllinn með syni sína Hilmar og Friðjón til að taka á móti hópnum. Frá Islandi komu 46 og þegar þau fjögur voru komin í hópinn voru það 50 manns sem næstu daga ferðuðust saman í rútu um Skotland og England. Fyrstu nóttina var gist í Glasgow. Næsta dag var snemrna lagt af stað og stefnan sett á stað sem heitir Stirling. Á leiðinni var siglt með ferju á vatni sem heitir Lo- mond eða Loch Lomond. I Stirling var gist, en seinnipartur þessa dags var nýttur til æfinga. Fyrstu reglu- legu tónleikamir voru daginn eftir í Pitlochry en þangð var komið um miðjan dag og gist þar næstu nótt. Á leið þangað var komið við í smábæ sem heitir Dunblane og dómkirkjan skoðuð. Kirkja þessi er meðal annars fræg fyrir góðan hljómburð og söng kórinn þar og sannreyndi hljómburðinn. I þess- unt bæ var einnig skoðað gamalt og merkilegt bókasafn. Tónleikamir í Pitlochry gengu mjög vel. Aðsókn var góð, töluvert á annað hundrað manns mættu. Pitlochry er fremur lítill bær en þangað kemur margt ferðamanna og kom í ljós að áheyrendur voru í bland ferðamenn og fbúar staðar- ins. Kórnum var vel tekið og varð að syngja mörg aukalög. Á tröppum Sveinbjarnar Daginn eftir var haldið til Edin- borgar þar sem gist var næstu tvær nætur. Tónleikar voru um kvöldið í kirkju St. Michael and All Saints. Aðsókn að tónleikunum var góð. Margir Islendingar sem búsettir eru í Edinborg voru þar saman- kontnir. Meðal annarra var þar Hafliði Hallgrímsson tónskáld, en kórinn söng útsetningu hans á þjóðlaginu Veröld fláa. Að loknum tónleikunum fór kórinn að húsi einu í Edinborg sem er við London Street númer 15. I því húsi var íslenski þjóðsöngur- inn saminn fyrir 120 árum. Þarna bjó Sveinbjöm Sveinbjörnsson og starfaði í Edinborg sem hljómlist- arkennari og píanóleikari. Skóla- bróðir Sveinbjöms, séra Matthías Jochumsson. dvaldi hjá honum veturinn 1873-74 og orti þar fyrsta erindið af lofsöngnum sem síðar varð þjóðsöngurinn. Sveinbjöm samdi síðar um veturinn eða vorið lagið og var það flutt í Dómkirkj- unni í Reykjavík í tilefni þjóð- hátíðar 1874. í tilefni þessa alls flutti kór Dalvíkurkirkju þjóðsöng- inn á tröppum hússins númer 15 við London Street. Búið er að setja skjöld utan á húsið sem minnti á að þama hafi þjóðsöngurinn verið saminn. Dagurinn endaði síðan með því að dansaðir voru gamlir skoskir dansar. Það var fróðlegt fyrir fólk sem dansað hefur svarfdælskan mars að taka þátt í slíku. Hljóm- sveitin samanstóð af fólki sem lék á harmonikkur, fiðlu og trommur. Stjómandi var uppi á sviði og lýsti því sem gera átti og síðan var ann- ar á dansgólfinu sem hafði forustu þar. Heimamenn kenndu kórfélög- um sporin og allir skemmtu sér hið besta. Islenski hópurinn dansaði síðan skottís við undirleik sekkja- pípu og var hljóðfæraleikarinn að sjálfsögðu í skotapilsi. Næsti dag- ur var notaður til að skoða borgina og síðan var opið hús á heimili Jóns Helga og Margrétar um kvöldið. Sjómannamessa í Grimsby Þá var kominn sunnudagur sem var sjómannadagurinn. Lagt var snemma af stað frá Edinborg og ekið sem leið liggur til Grimsby. Komið var til Grimsby um miðjan dag og ekið beint til aðal kirkju staðarins, St. James, þar sem sung- in varmessa. Sendiráðspresturinn í London, séra Jón A. Baldvinsson, var þar mættur og predikaði en Jón Helgi þjónaði fyrir altari. Auk þeirra var enskur prestur viðstadd- ur athöfnina. Kórinn söng við messuna en kirkjugestir voru fjöl- margir, aðallega Islendingar á Humbersvæðinu. Athöfnin var ákaflega virðuleg og má segja að íslensk sjómannamessa í Grimsby sé í sjálfu sér söguleg athöfn. Islendingarnir á svæðinu buðu síðan til kaffisamsætis og söng kórinn þar mörg lög við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var farið til Hull þar sent gist var næstu tvær nætur. Daginn eftir var farið í skoðunarferð til York þar sem borgin var skoðuð og meðal annars farið í Víkingasafnið. Morguninn eftir héldu Jón Helgi og fjölskylda aftur til Edinborgar en hópurinn að öðru leyti lagði af stað til London. Þangað var komið síðdegis og þá um kvöldið var farið á söngleiki. Stærsti hluti hópsins fór á Cats sem hefur verið á fjölunum þama í 13 ár. Nokkrir fóru á annan söngleik sem nýlega hófust sýningar á og nefnist Crazy For You. Sungið í skipi á Thamesá Daginn eftir var London skoðuð og meðal annars farið á nokkur söfn. Seinnipart dags var sungið í Dönsku kirkjunni við Regent Park. Hópurinn gisti í London tvær nætur. Seinni morguninn í London var hótelið yfirgefið snemma og allur farangurinn settur í rútuna og síðan keyrt niður með Thames ánni og farið um borð í togarann Leif Eiríksson sem þangað var kominn til að þjóna við hátíðar- höld vegna 50 ára lýðveldisafmæl- isins. Kór Dalvíkurkirkju hafði það megin hlutverk þarna um borð að syngja þjóðsönginn við vígslu skipsins. Auk þess söng kórinn nokkur lög við athöfnina. Skipið sigldi á Thames og lagðist síðan við festar þar sem það liggur enn og þjónar meðal annars sem út- varpsstöð. Utvarpsstöðin var vígð nteð útsendingu á þjóðsöngnum sem kór Dalvíkurkirkju söng þarna við vígsluathöfn skipsins. Að þessari athöfn lokinni var hlaupið í búðir í miðborg Lundúna þangað til farið var út á flugvöll og flogið heim um kvöldið. Fyrstu ut- anlandsferð kórs Dalvíkurkirkju var þar með lokið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður þeim sem tóku þátt í henni ógleymanleg. Kórinn fékk allsstaðar mjög góðar undirtektir við þær athafnir og tón- leika sem hann tók þátt í. JA Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Árskógi - Hrísey sendir íbúum Út-Eyjafjarðar bestu sumar- kveðjur á afmælisári hins íslenska lýðveldis Traust peningastofnun í héraði er ein af undirstöðum vel- ferðar í byggðun- um, sem að sínu leyti mynda undir- stöðu fullvalda ríkis Megi byggðir Út-Eyjafjarðar blómgast og dafna sem traustar stoðir lýðveldisins næstu 50 ár og um alla framtíð Lifið heil, frjálsir menn í frjálsu landi Sparisjóður Svarfdæla Dalvík, s. 61600 - Árskógi, s. 61880 - Hrísey, s. 61785

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.