Norðurslóð - 25.10.1995, Side 3

Norðurslóð - 25.10.1995, Side 3
NORÐURSLÓÐ- 3 MÁ ÉG KYNNA? Ho-Yin Li er kínverskur að uppruna en hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. Ho-Yin Li tónlistarkennari af kínversku bergi brotinn Ho -Yin Li heitir ungur maður sem hingað er kominn alla leið frá Bandaríkjunum til þess að kenna börnum byggðalagsins að spila á píanó. Sérlegur sendi- maður Norðurslóðar átti við hann stutt viðtal að afloknum konsert í Dalvíkurkirkju laugardaginn 14. október sl. þar sem hinn ungi og tvímælalaust efnilegi píanisti lék verk eftir Beethoven og Chopin. Fyrst var hann inntur eftir ætt og uppruna að gömlum og góðum íslenskum sið. „Eg er fæddur í San Fransisco en fluttist ásamt foreldrum mínum sem bæði eru kínversk til Hong Kong og bjó þar fyrstu fjögur ár ævinnar. Við fórum síðan aftur til Bandaríkjanna og settumst að í Virginíu þar sem ég ólst upp . Tón- listamám stundaði ég síðan um fjögurra ára skeið við tónlistarhá- skóla í New Orléans og lauk þaðan bachelorprófi í tónlist með píanó- leik sem aðalfag." - Hvernig stendur svo á veru þinni hér? „Eg ferðaðist um Island sl. sumar ásamt stjúpföður rnínum sem er íslenskur og heitir Sverrir Sigurðsson. I flugvélinni á leiðinni rakst hann á auglýsingu í blaði um lausa stöðu píanókennara á Dalvík og benti mér á svona mest í gamni hvort þetta væri ekki eitthvað fyrir mig. Mig óraði ekki fyrir að svona færi,“ segir hann og hlær. „Ég var mjög heillaður af landinu eftir ferðina og ákvað að slá til þegar ég fékk jákvætt svar frá Tónlistar- skólanum á Dalvík." - Og hvernig líst þér nú á þig þegarfyrsti mánuðurinn er liðinn? „Afskaplega vel, hér er friðsælt og fallegt og ég hef nægan tíma til að æfa mig. Svo finnst mér gaman að kenna og ég verð að segja að íslensku bömin eru að mörgu leyti betri nemendur en þau bandarísku sem ég hef áður kennt. Þau virðast eiga auðveldara með að einbeita sér og eru áhugasamari um námið. Þarafleiðandi taka þau ágætum framförum og það er jú svo upp- örvandi fyrir kennarann!!“ - Attu þér einhver áhugamál hurtséðfrá tónlistinni? „Já, ég les mikið og þá sérstak- lega bækur um heimspeki. Svo er ég mikill útivistarmaður og hef gaman af fjallaferðum" Ho-Yin er að sjálfsögðu snarlega bent á Ferðafélag Svarfdæla. (innsk. blm.)!!! „Nú, ég er mikill aðdáandi sundlaugarinnar og fer þangað annan hvem dag og ég á sjálfsagt eftir að fara á skíði í fjallinu svo ég kvíði alls ekki aðgerðaleysi þenn- an tíma. - Hvernig gengur þér að lœra íslenskuna? „Það gengur vonum framar. Ég er til dæmis orðinn býsna sleipur í Litlu gulu hænunni og fleiri bók- menntaverkum á svipuðu plani! Mest læri ég hins vegar á því að hlusta á málið og reyndar að horfa á enskar myndir í sjónvarpinu sem em með íslenskum texta. Þess á milli gref ég mig ofan í málfræði- bækumar mínar og reyni að átta mig á hvað eru reglur og hvað eru undantekningar....“ - Hvað hyggstu svo fyrir í ná- inni framtíð? „Ég stefni að því að ljúka dokt- orsnámi í tónlist innan fárra ára og öðlast þannig réttindi til að kenna í háskóla. En hér verð ég í vetur og eitthvað fram á næsta sumar,“ sagði þessi glaðbeitti ungi maður um leið og hann kvaddi. Hann er að sjálfsögðu boðinn hjartanlega velkominn til Dalvíkur og við von- um að honum gangi allt í haginn. RKB Gróska í tónlistarlífinu Helgi Símonar- son 100 ára Haustið er sá tími þegar félags- starf hverskonar vaknar aftur til lífsins eftir sumardvalann. Það á við um Dalvík og Svarfaðardal eins og aðra staði. Mikil gróska er í tónlistarlífinu og er óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hefur verið annar eins kraftur í tón- listarfólki hér eins og nú í vetr- arbyrjun. Kirkjukór Dalvíkur Kirkjukór Dalvíkurkirkju æfir nú af kappi fyrir tónleika í byrjun nóvember. Að sögn Hlínar stjóm- anda Torfadóttur verður þar troðið upp með Regina Coeli eftir Moz- art, Exultate Deo eftir Scarlatti , Ave Maria eftir Norðmanninn H. Nyberg og fleira á þeim nótunum. I Regina coeli verða einsöngvarar með kómum þau Jón Þorsteinsson, Svana Halldórsdóttir, Sólveig Hjálmarsdóttir og Jón Helgi Þórar- insson, allt heimafólk svo að segja. Einnig munu þær Svana og Sól- veig syngja saman dúetta. Karlakór Dalvíkur I síðasta blaði auglýsti Karlakór Dalvíkur eftir nýjum félögum og var eftirtekjan af því býsna góð að sögn Jóhanns Olafssonar stjóm- anda. Félagar em nú tæplega 40 talsins, ungir rnenn að meginuppi- stöðu en líka gamalreyndir karla- kórsmenn sem mikill styrkur er að. Kórinn stefnir að tónleikum í des- ember og einnig er mikill áhugi á að leggja land undir fót og gleðja íbúa annarra byggða með karla- kórssöng. Jóhann sagði þó enn pláss fyrir góða söngmenn, eink- um í bassa. Tjarnarkvartettinn Af öðm sönglífi má nefna að Tjamarkvartettinn hefur nú tekið upp annan geisladisk sinn. í þetta skipti syngur kvartettinn 18 jóla- lög bæði íslensk og erlend og fóru upptökur fram í Dalvíkurkirkju dagana 5.-8. október. Diskurinn er væntanlegur á markað upp úr miðjum næsta mánuði. Kvartettin heldur suður á land fyrstu vikuna í nóvember og ferðast á milli skóla á suðurlandi með tónlistardagskrá á vegum tónlistarátaksins „ Tónlist fyrir alla“ sem Jónas Igimundar- son hefur staðið fyrir undanfarin ár. Einnig mun kvartettinn halda eina 5 almenna tónleika í ferðinni og koma fram alls 24 sinnum. I desember hyggst kvartettinn halda jólatónleika á Dalvík. Ný söngsveit með sveiflu Eflaust hafa margir rekið augun í auglýsingu utan á Kaupfélaginu þar sem óskað var eftir skemmti- legu fólki til að syngja saman létta tónlist. Blaðið setti sig í samband við Ylfu Mist Helgadóttur sem er ein af forsprökkum þessa uppá- tækis og sagði hún æfingar hafnar. 15 manns eru komnir til starfa en að sögn Ylfu vantar fleiri karl- menn. Er ætlunin að æfa saman létt lög með sveiflu, gospel-tónlist, negrasálma og fleira í þeim dúr. Söngsveitin sem enn sem komið er gengur undir nafninu „Sveiflukór- inn“ hefur sett sér það mark að syngja á götum bæjarins á Þorláks- messu sér og öðrum til ánægju og yndisauka. Stjómandi hópsins er Dagmann Ingvason. Leikfélag Dalvíkur Og fyrst farið er að tala um listir er rétt að leita fregna hjá Leikfélag- inu sem hélt aðalfund sinn í síð- ustu viku. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða leikrit verður sett upp í vetur né heldur hver leikstýrir enda hefjast æfingar ekki fyrr en eftir áramót. Hins veg- ar er töluverður hugur í leikfélags- fólki og var rætt um að félagar æfðu dagskráratriði sem hægt væri að troða upp með á léttum kvöld- vökum í Lambhaga og einnig var uppi mikill áhugi á að setja saman og æfa kabarettsýningu til sýninga um jólaleytið. Hefur blaðið haft af því pata að einhverjir séu þegar sestir niður og famir að undirbúa ýmiskonar listviðburði sem meira á eftir að spyrjast af síðar. HjHj Filippía Kristjánsdóttir frá Brautarhóli sem ber skáldanafn- ið Hugrún, sendi blaðinu þetta ljóð og kveðjur sínar í dalinn. Þess rná geta að Filippía varð sjálf níræð þann 3. október s.l. og sendum við henni á móti okkar bestu hamingjuóskir með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árunt. Heiðursmaður hundrað ára Helgi frændi minn. Pótt á fari hrotni hára hjargar kjarkurinn. Hœfileika liefir notað til heilla landi og þjóð. Ennþá frœin eru að dafna. uppskeran er góð. Kennslu veitti telputetri te! ég gafu íþví. Frœðari varstu flestum betri. frá því aldrei sný. Einhvern ferskan anda áttir öðrum von hann bar. Veittir ört afviskubrunni veig til blessunar. Það er œðimargs að minnast margt er orðið breytt. Þeim öldruðu mun eflaust finnast hjá ýmsu góðu sneitt. Að öðru máli ég ætla að snúa eins og hendir mig. Engan heyrt hefhundrað ára hlægja dáitt sem þig Blessunar ég hið þér vinur bæði fyrr og nú. Framtíðin erfalin drottni fyrir hœn og trú. Hann hefttr allt í hendi sinni hans er mátturinn. Göngu ræður úti og inni oft ég til þess finn. Hugrún ROTÞRÆR OG VATNSTANKAR fyrir sumarbústaði og íbúðarhús ROTÞRÆRNAR eru þriggja hólfa og fáanlegar í mismunandi stærðum. Þær eru meðfærilegar, auðveldar í niðursetningu og tenging lagna er bæði einföld og örugg. Rotþrærnar hafa fengið viðurkenningu Hollustuverndar ríkisins. VATNSTANKARNIR eru fáanlegir í ýmsum stærðum. Þeir eru steyptir úr sérstöku polyethylen (ÞE) efni sem tryggir kröfur um góða endingu og styrkleika. POSTHOLF 50, 620 DALVIK, SIMI: 466 1670, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670, BRÉFSÍMI: 466 1833

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.