Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Tölvuumbrot: Hjörleifur Hjartarson og Þröstur Haraldsson, Reykjavík Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri Gerjun og gróska í sjávarútvegi Eins og fram hefur komið að undanförnu eru mikl- ar breytingar að verða í sjávarútvegi okkar íslend- inga. Það líður varla svo dagur að ekki sé sagt frá hugmyndum um sameiningu fyrirtækja í greininni eða að samstarf sé komið á milli fyrirtækja, meðal annars í kjölfar kaupa eins fyrirtækis á hlut í öðru. Þannig virðast nýjar áhersiur vera í þessum at- vinnurekstri. Markmið fyrirtækja í sjávarútvegi eru nú mun ljósari en áður. Fyrirtækin eru nú rek- in mun ákveðnar á viðskiptaforsendum og forsend- um arðsemi en var hér áður fyrr. Hinn rómantíski blær yfir rekstri sjávarútvegfyrirtækja á nú veru- lega undir högg að sækja. Harður heimur arðsem- innar er að ná yfirhöndinni í þessum aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar. Vafalaust sjá margir eftir rómantíkinni sem er víkjandi í atvinnurekstri en það er huggun harmi gegn að fyrirtækin verða með tímanum hæfari til að greiða góð laun og við getum eygt þá von að lífs- kjör okkar muni skána eða að minnsta kosti drag- ist ekki frekar aftur úr lífskjörum nágrannaþjóða en orðið er. Einn fylgifiskur þess sem nú er að ger- ast er að rekstrareiningarnar eru að stækka sem þá þýðir að veiðiheimildir og kvóti færist á færri hendur. Ef menn líta á það sem vandamál er rétt að menn ræði það opið og bregðist við hinu raunveru- lega vandamáli sem er að arðurinn af veiðunum skilar sér á færri hendur. Lausnin á þessu vanda- máli er ekki að hamla gegn hagkvæmum lausnum heldur að leita nýrra leiða til að dreifa arðinum af veiðunum. Annað sem er áberandi í íslenskum sjávarútvegi er sókn á fjarlæg mið. Vaxtarbroddur í fyrirtækja- rekstri hér á landi hefur verið í kringum sókn ís- lendinga á fjarlæg mið. Dalvískar útgerðir hafa tekið þátt í þessari þróun og er það vel. Sýnilegt er að þar huga menn að enn frekari sókn og uppbygg- ingu. Þá eru íslendingar að starfa í sjávarútvegi hjá öðrum þjóðum sem stjórnendur og leiðbein- endur. Það er því mikil gróska í íslenskum sjávar- útvegi hér heima, á fjarlægum miðum svo og í strandhöggi í sjávarútvegi annarra þjóða. J.A. DALVÍKURBÆR Starf við afleysingar Starfsmaður óskast í hlutastarf til afleysingar í heimilisþjónustu í sumar, tímabilið júnf, júlí og ágúst. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrif- stofunni. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Félagsmálastjórinn á Dalvík Halldór Sig. Guðmundsson Dýjahnjúkur Kleifarnibba Krossahnjúkur Mynd 1. Að morgni annars göngudags í tjaldstæði austan í Rimum. Horft yfir Hálsdal á hnjúka gærdagsins, en Kúgilshnjúkur er sunnan sviðs myndarinnar. (Ljósm. áþ.) Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum Gangan langa - Gengin vatna- skilin umhverfis Svarfaðardal Annar kafli: Hámundarstaðaháls-Rimar Mynd 2. Grétar á leið upp Krossahnjúk. Miðhnjúkur fyrir miðri mynd. (Ljósm. Á. Þ.) Sunnudaginn 23. júní 1995 hafði fjölskylda mín ákveðið að taka þátt í svonefndu Akureyrarmara- þoni. Ég hafði skráð mig til keppni í hálfmaraþoni og síðdegis á laug- ardag fór ég til Akureyrar, greiddi 1000 krónur í þátttökugjald og tók þátt í sameiginlegri pastaveislu. Að henni lokinni hlýddi ég á veð- urfregnir til að finna út hvort veð- urhorfur væru nægilega góðar til að við félagamir gætum lagt upp í gönguna löngu næstu daga. Ég vonaðist hálfvegis eftir því að ekk- ert yrði úr göngunni strax, svo ég gæti þreytt maraþonið. Eftir miklar vangaveltur og löng símtöl vegna ótraustrar veðurspár, ákváðum við félagarnir þrír að leggja upp morg- uninn eftir, sunnudagsmorguninn 23. júlí. Ég ákvað að skrópa í Ak- ureyrarmaraþoninu og taldi 1000 krónumar glataðar, en vænti þess að pastarétturinn og maraþonþjálf- unin mundi skila sér í „göngunni löngu“. Lagt af stað við lóusöng Snemma morguns komu þeir til mín göngufélarnir, Grétar Gríms- son (Akureyringur frá Tindum í Reykhólasveit) og Arni Þorgilsson (Akureyringur frá Sökku í Svarf- aðardal). Kona Grétars ók okkur úteftir, en við þurftum að koma við á Sökku til að fá lánaðan farsíma hjá Gunnsteini, en farsími er nú orðið sjálfsagt öryggistæki í svona ferðum. Á Sökku voru menn í hey- skap og þegar við höfðum kvatt þar var okkur ekið á Hámundar- staðaháls þar sem við hófum göng- una. Sól skein í heiði, en þokusúld var í nágrenni og þegar leið á dag- inn þyngdi yfir og undir kvöld rigndi á okkur. Það læddist því að okkur sú hugsun síðdegis að við hefðum ekki vandað dagavalið nægilega. En veðrið var svosem þokkalegt. Við lögðum sem sagt af stað upp frá þjóðveginum á Hámund- arstaðahálsi skömmu fyrir hádegi í sól og logni og tókum stefnuna upp á Krossafjall. Lóan vappaði um móana og söng angurvært. Við gengum álútir með 15-20 kg þunga bakpoka og við augum okk- ar blasti fjölbreytilegt blómstóðið. Við vissum ekki hvað í vændum var og litum spenntir upp hlíðina. Fyrirfram áleit ég þennan fyrsta áfanga göngunnar þann auðveld- asta. Við töldum okkur vera að feta í fótspor Helga magra er hann gekk á Sólarfjöll og sá „að svart- ara var miklu að sjá inn til fjarðar- ins“. Taldi hann þetta merki um að betra væri þar undir bú og flutti sig frá Hámundarstöðum að Kristnesi. Menn hafa dregið í efa að Helgi hafi gengið á Krossafjall, vegna þess að Kötlufjallið handan Þor- valdsdalsins byrgi sýn fram í fjörð. Við ætluðum að kanna hvað Helgi hefði séð langt inn til fjarðarins. Þetta var því rannsóknarleiðangur, auk þess sem við ætluðum okkur að kanna hvort hægt væri að þræða vatnaskilin og komast á hnjúka sem ef til vill hefðu aldrei verið gengnir. Við ætluðum að reyna að festa nöfn á hnjúkum og fjöllum á blaði, en biðjum þá sem sjá okkur fara með villur að koma endilega með leiðréttingar, þannig að allt sé sem réttast að lokum. Hve langt fór Helgi magri? Krossafjall nefnist einu nafni fjallið sem aðgreinir ysta hluta Þorvaldsdals og Hálsdal og nota ég það heiti á fjallinu allt inn að Þverárdal (mynd 1). Við gengum upp röðulinn á Krossafjallinu, en þar eru jökulurðir með sérkenni- legum vatnsrásum frá þeim jökul- tíma þegar bæði Þorvaldsdalur og Hálsdalur voru jökulfylltir, og nefnast þær Gamir. Eru aðallega tvær rásir sem gætu bent til þess að vatn hefði runnið úr Þorvaldsdals- jökli yfir í Hálsdal. Þessi ysti hluti fjallsins, sem er lægstur, hefur ver- ið nefndur Hámundarstaðarfjall, en yfir því gnæfir Krossahnjúk- urinn. Hann skiptist í raun í þrjá smátinda og hefur sá syðsti stund- um verið nefndur Krossahnjúkur. Eftir tæplega tveggja tíma göngu erum við famir að klífa Krossa- hnjúkinn og eftir allbratta brekku komum við á Ystahnjúk (710m). Þar er aflíðandi niður í Hálsdal en bratt niður að austan en þangað hefur fallið lítið berghlaup. Þá tók við enn ein allbrött brekkan eftir nokkuð mjóum hrygg með berg- hlaup niður í Hálsdal, Ríplana eða Ripplana (Ámi segir Rípill í ein- tölu), og að þeirri brekku lokinni komum við á næsta hnjúk, strýtu- laga hnjúk sem nefnist Miðhnjúk- ur (880m). Þá tekur við næsta brekka og er þá berghlaup til aust- urs og myndar svonefndar Krossa- skálar (mynd 2, einnig hef ég heyrt nafnið Grjótfjall á þessu berghlaupi). Nú er komið á Syðstahnjúk sem sumir nefna Krossahnjúk (955m) og er hann á austurbrún fjallsins, lausagrjóts- hnjúkur með vörðubroti og þar fundum við flösku með nokkrum rökum áletruðum miðum í. Krossahnjúkur stendur á fjalls- brúninni fyrir ofan Krossa og er áberandi. Manni gæti dottið í hug að hingað hefði Helgi magri geng- ið forðum, en athyglisvert er það að héðan sér hann ekki nema inn að Garðsvík á Svalbarðsströnd vegna þess að fjöllin handan Þor- valdsdalsins, Kötlufjallið og Vatns- hlíðarfjallið, skyggja á. Kannski fór hann lengra inn á fjallið eins og við ætlum að gera nú. Olíumengun á fjöllum Eftir áningu við Krossahnjúk gengum við áfram og nú lækkar landið talsvert til suðurs, líklega um eina 80 m. Fjallið er breitt og við höldum okkur nærri brún Háls- dals en niður í hann er allbratt. Handan Hálsdalsins (sem að vest- an nefnist Hamarsdalur) er Valla-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.