Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Mynd 3. Horft til norðurs. Klcifarnibba að baki. (Ljósm. Á. Þ.) Mynd 4. Árni og Grétar í lægðinni á milli Dýjahnjúks og Kúgilshnjúks. Horft til suðurs í átt að Kúgilshnjúki. (Ljósm. Á. Þ.) fjallið yst en Rimamar sunnar. Til austurs hallar Krossafjallinu aflíð- andi niður í Þorvaldsdal. Framund- an er Kleifarnibba (980m), strýtu- laga klettahryggur, sem við fyrir- fram töldum auðgengan en hann reyndist svo mjór að hann var nán- ast ógengur (mynd 3). Kom það okkur á óvart að við urðum að fara niður af honum og ganga utan í hlíðum Hálsdalsins í skriðum og snjó og leiðinlegu göngufæri. Var þetta versti farartálmi dagsins. Eft- ir þetta var alveg ógengt niður í Hálsdal þar til komið var að botni hans. Að Kleifamibbu lokinni var lítil lækkun og var áfram gengið eftir klettahrygg, en nú var hann allbreiður og vel gengur, en sums staðar var gengið á snjó. Hækkaði nú landið talsvert upp á næsta hnjúk, Grundarhnjúk (1051m). Þetta er strýtumyndaður grjót- hnjúkur sem hallar aflíðandi niður í Þorvaldsdal en er brattur niður í Hálsdal. Af honum lækkar landið nokkuð (um 80 m) áður en lagt er til atlögu við næsta hnjúk, Dýja- hnjúk (llOOm). í lægðinni á milli hnjúkanna var gengið á snjó, en upp á sjálfan Dýjahnjúkinn á klettarana, talsvert brattan en auð- genginn (mynd 4). Nú vorum við komnir í talsverða hæð og dagur að kveldi kominn, en einn hnjúk- inn áttum við samt eftir á þessu langa Krossafjalli, Kúgilshnjúk (1160 m). Nokkur lægð, um 40 m, var einnig á milli Dýjahnjúks og Kúgilshnjúk en á Kúgilshnjúk var gengið eftir snævi þöktum rana og hnjúkurinn sjálfur var einnig snævi þakinn. Hér staðnæmdumst við og vomm nú orðnir nokkuð hungraðir og þyrstir, enda gengið á vatns- birgðimar. Ég á dýrindis málm- pela, sem varð fyrir því áfalli að ég setti einu sinni á hann matarolíu í stað ávaxtasafa í misgripum. Þrátt fyrir ítrekaðan þvott virtist olíu- bragðið enn loða við hann, og ég gat því ekki drukkið vatnið af hon- um. Svo var sorfið að Ama, að hann drakk þetta olíumengaða vatn vandræðalaust í einum teig. Helgi fór ekki lengra Nú vorum við á hátindi Krossa- fjallsins og komnir að botni Háls- dalsins. Ekki þótti okkur sýn Helga magra hafa aukist mikið fram í Eyjafjörð við gönguna inn eftir Sólarfjöllum, enn skyggja fjöllin handan Þorvaldsdals á, en við sáum ágætlega inn á Vind- heimajökulssvæðið. Vegna tor- færa og útsýnisleysis hef ég af- skrifað það að Helgi magri hafi gengið lengra en á Krossahnjúk, en sumir telja reyndar að hann hafi gengið á Kötlufjall, og það sé hin eiginlegu Sólarfjöll. Af Kötlufjalli sést vel fram Eyjafjörð og frá Há- mundarstöðum séð hverfur sólin á bak við Kötlufjallið þegar hún er lágt á lofti. Helgi gat því vel hafa gefið Kötlufjallinu sólamafn, en mér þykir ólíklegt að hann hafi gengið á fjall svo fjarri heimili sínu. Menn lögðu það ekki í vana sinn að ganga á fjarlæg fjöll. Sólin hverfur á bak við Kötlufjallið, en hins vegar skín hún oft fagurlega á Krossafjallið. Baldvin á Hámund- arstöðum hefur sagt mér að seint í maí skíni sól fagurlega á Krossa- fjallið gegnum skarð í Múlanum. Ríkuleg ástæða er til að gefa slíku fjalli sólamafn, miklu fremur en fjalli sem skyggir á sól í skamm- deginu. Niðurstaða þessara vanga- veltna er sú að Sólarfjöll séu Há- mundarstaðafjall og Krossafjall og Helgi magri hafi aldrei gengið lengra en á Hámundarstaðafjall eða hugsanlega á Krossahnjúk og þaðan hafi hann einungis séð inn á Svalbarðsströnd sem er snjóléttari en Arskógsströndin. Enn einn hnjúkur, Skeiðar- hnjúkur (1132m), er innst á Krossafjallinu, en þangað þurfum við ekki að fara, vegna þess að nú getum við sveigt fyrir botn Háls- dalsins. Skeiðarhnjúkurinn snýr að mynni Þverárdals, sem er allmikill og þrískiptur dalur sem gengur vestur úr Þorvaldsdalnum í átt að Rimum og Hofsdal. Af Kúgils- hnjúknum var því stefna tekin til vesturs, fyrir botn Hálsdalsins, hlaupið niður í snjónum um 180m niður og stefnt á Rimamar. Þegar undir Rimamar kom minnkaði snjórinn og sums staðar runnu vatnsseymr undan sköflunum. Gátum við nú fyllt á vatnsílátin og drukkið eftir þörfum. Við vorum nú orðnir allslæptir, klukkan orðin 10 að kveldi þessa fyrsta göngu- dags. Kom fram tillaga um það að við tjölduðum hér, undir Rimun- um, en þá væmm við í skjóli fyrir suðvestanáttinni sem var allstíf. Hafði nú að mestu hætt að rigna, en síðdegis höfðum við fengið á okkur skúrir og sáum eiginlega eftir því að hafa ekki valið betri dag til þessa ferðalags. Við fund- um nú hentugt tjaldstæði á melurð, tíndum stærstu hnullungana burt og reistum tjaldið. Ami kynti prímusinn og við elduðum kvöld- mat, pakkamat sem keyptur hafði verið í Reykjavík og nefnist „Mountain House“, og man ég ekki eftir að hafa notið máltíðar betur. í náttstað Jæja, þama vorum við komnir í náttstað, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að við gistum fyrstu nótt- ina á Sælufjalli, sem var langt und- an. Fyrsti áfangi göngunnar löngu, sem átti að vera auðveldasti hlut- inn, hafði reynst okkur strembnari en við áttum von á. Við höfðum þó sigrað marga hnjúka (mynd 1) og gátum fylgt hreppamörkum Svarf- aðardals (ásamt Dalvík) á móti Ar- skógshreppi, nema þegar við geng- um örlítið niður fyrir Kleifamibb- una. Hún kom okkur á óvart. Við höfðum hæst farið í 1160 m hæð en víða gengið allangt niður á milli hnjúkanna 7 sem við höfðum sigr- að þennan daginn. Þreyttir en ánægðir lögðumst við til svefns í um 1150 m hæð og sváfum ótrú- lega vel. Greinar- höfundur: Bjarni E. Guðleifs- son Dalvíkurbær Auglýsing um umferð á Dalvík Samkvæmt samþykkt umferðarnefndar og sýslumannsins á Akureyri hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á umferð á Dalvík (áður auglýst í nóvember 1995). Umferðarmerki hafa þegar verið sett upp. 1. Aðalbrautarréttur verður á Hafnarbraut, Skíðabraut og Gunnarsbraut og stöðvunarskylda á öllum götum, er að þeim liggja. 2. Mímisvegur, Böggvisbraut, Karlsrauðatorg og Bjarkar- braut verða aðalbrautir og biðskylda á aðliggjandi göt- um gagnvart nefndum götum. 3. Bjarkarbraut víkur fyrir umferð á Mímisvegi og Goða- braut. Mímisbraut víkur fyrir umferð á Böggvisbraut. Goðabraut víkur fyrir umferð af Mímisvegi. Vegur frá skíðasvæði hefur stöðvunarskyldu á Böggvisbraut. Um- ferð úr Svarfaðarbraut víkur fyrir umferð úr Hólavegi. 4. Á eftirtöldum götum verður 30 km hámarkshraði: Á öllum götum vestan Gunnarsbrautar og norðan Karlsrauða- torgs, þ.e. Karlsbraut, Bárugötu, Brimnesbraut, Ægis- götu, Drafnarbraut, Lokastíg og Öldugötu. Einnig á Ránarbraut, Martröð og Karlsrauðatorgi austan Hafnar- brautar. Bæjartæknifræðingur Hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps sendir Svarfdælingum nær og fjœr bestu óskir um gleðilegt og gjöfult sumar Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um Gleðilegt sumar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.