Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Minning Hjörtur E. Þórarinsson Tjörn Fæddur 24. febrúar 1920 - Dáinn 1. apríl 1996 Svarfdælsk byggð og bær hefur kvatt Hjört á Tjöm hinstu kveðju. Laugardaginn fyrir páska var útför hans gerð frá Dalvíkurkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni og að þeirri athöfn lokinni var safnast saman í Tjamarkirkju þar sem kveðja fór fram áður en hann var jarðsettur í kirkjugarðinum á Tjörn. Athöfnin í Dalvíkurkirkju og áfram að Tjöm var hátíðleg en um leið persónuleg. Þar var kvadd- ur virtur héraðshöfðingi sem naut trausts fólks um land allt. Margir hafa ritað minningargreinar um Hjört að undanfömu og sýna þær glöggt hversu mikils metinn hann var af sínu samferðafólki. Um langan aldur hefur heimilið á Tjöm skipað sérstakan menning- arsess í augum Svarfdælinga. Þar var um aldir prestssetur. Síðasti presturinn sem sat á Tjöm var Kristján Eldjám Þórarinsson afi Hjartar. Hann naut fádæma virð- ingar samtíðarmanna sinna sem sést ef til vill best á því að margir drengir voru skírðir í höfuðið á honum og látnir heita Kristján Eld- jám. Þannig bera ýmsir hér um slóðir nafnið Kristján Eldjám án þess að vera skyldir fólkinu á Tjörn. Þórarinn faðir Hjartar, sem tók við búinu á Tjörn af föður sín- um, var kennari í sveitinni í ára- tugi. Þórarinn var rómaður kennari og hefur maður oft heyrt nemend- ur hans minnast daganna í skólan- um í Þinghúsinu á Grand með mikilli aðdáun á uppfræðara sín- um. I mínum huga er Hjörtur á Tjöm einhver menntaðasti maður sem ég hef umgengist. Þá á ég ekki við menntun í skilningi langrar skólagöngu heldur miklu fremur vegna hæfileika hans til að lesa úr umhverfi sínu, tileinka sér þekk- ingu, vinna úr henni og miðla til annarra. Eðliskostir hans hafa ráð- ið mestu í þessum efnum en ekki er rétt að vanmeta áhrifin sem hann hefur orðið fyrir á æskuheim- ili sínu. Hann fór í langskólanám og lauk prófi úr háskóla í búvís- indum. Hann sérhæfði sig í nýj- ungum sem era á tiltölulega þröngu sviði búvísinda en það kom ekki í veg fyrir að fáum áram síðar kom hann heim í Svarfaðar- dal og tók við búinu á Tjöm. Hjörtur tók við búinu á Tjöm 1950 af föður sínum. Hann tók ekki aðeins við búskapnum heldur einnig hinni menningarlegu arf- leifð forfeðra sinna. Hvort tveggja rækti hann af alúð og skilaði af sér með sóma til næstu kynslóðar. Hjörtur hafði óvenju gott vald á íslenskri tungu. Atti létt með að tjá sig, sérstaklega í rituðu máli. Hann var mikill félagsmálamaður og valdist víða til forystu þar sem hann beitti sér. Hann var í sveitar- stjóm í Svarfaðardal, í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga og lengi formaður, í stjóm Búnaðarfélags Islands og þar formaður, í stjóm Náttúravemdarráðs og í stjóm Sparisjóðs Svarfdæla lengi. Þessi upptalning er hvergi nærri tæm- andi en sýnir traustið sem borið var til hans þar sem hann starfaði. Það eru nú orðin nær tuttugu ár síðan við Hjörtur og Óttarr Proppé sátum saman og ræddum mögu- leika á að gefa út blað sem fyrst og fremst þjónaði íbúum Dalvíkur og Svarfaðardals. Markmiðið var skýrt í hugum okkar en fyrirmynda var ekki að leita hérlendis á þeim tíma. Héraðsfréttablöðin þá vora gefin út af stjómmálaflokkunum og miðuðust við einstök kjördæmi eða stóra kaupstaði. Slík blaðaút- gáfa var ekki í okkar huga. Við vildum gefa út blað sem segði fréttir af málefnum líðandi stundar og birti greinar um mál sem horfðu til framfara og geymdi jafnframt frásagnir af atburðum liðins tíma. Haustið 1977 ákáðum við að gera tilraun með svona blað. Óttarr hafði starfað sem blaðamaður um tíma og einnig við uppsetningu blaðs. Hans þekking var því afar dýrmæt þegar fyrstu skrefin voru stigin. Nafnið á blaðinu veltist lengi fyrir okkur, eða þar til Hjört- ur tók af skarið um að Norðurslóð skyldi það heita. Upp frá því hafa nöfnin Hjörtur og Norðurslóð ver- ið samtvinnuð. Hikandi fórum við af stað í útgáfuna en viðtökur voru góðar og fljótlega batt fjöldi áskrifenda tryggð við blaðið og er svo enn. Það er ekkert launungarmál að hefði Hjörtur ekki fljótlega tekið forystu um skrif í blaðið þá hefði útgáfan tæpast staðið fram á þenn- an dag. Hjörtur var mjög ritfær maður eins og áður segir og átti létt með að skrifa texta á skömmun tíma. Á skrifum hans var alltaf sér- stakur og persónulegur stíll og varð það til þess að Norðurslóð skipar á margan hátt sérstakan sess sem héraðsfréttablað. Það var ef til vill menningaryfirbragð Tjamar- heimilisins að fomu og nýju sem umfram annað skóp þessa sérstöðu blaðsins. Það var lærdómsríkt og mjög ánægjulegt að vinna með Hirti í þessi ár að útgáfu Norðurslóðar og fyrir það er ég þakklátur. Ég veit að lesendur blaðsins minnast skrifa Hjartar þakklátum huga. Ég veit líka að í nafni þeirra get ég sent Sigríði og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Minningin um Hjört E. Þórarinsson mun lifa. Jóhann Antonsson Þei þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó, sofþú í blíðri ró við höfum vakað nóg vœrðar þú njóta skalt. Þei þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Jóhann Jónsson Mig langar að minnast míns kæra tengdaföður, Hjartar á Tjöm. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að kynnast honum og vera honum samtíða hér á Tjörn. Sannur nátt- úraunnandi var hann og heillaður af landi sínu, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að njóta náttúrunnar undir hans leiðsögn. Minnisstæð er mér fyrsta skíða- ferðin sem ég fór með honum ásamt fleira góðu fólki fyrir u.þ.b. 12 áram síðan, en farið var í kring- um Hnjótafjallið. Þetta var í yndislegu veðri og sól skein í heiði. Ferðin upp gekk vel þó bratt væri, og fór Hjörtur fyrir hópnum. Við borðuðum nest- ið okkar bak við Hnjótafjallið og dáðumst að stórbrotinni náttúru og útsýni. Þá skynjaði ég fyrst þá töfra sem eru í því fólgnir að standa andspænis hrikaleik náttúr- unnar. En nú sótti kuldinn fast að okkur og fljótlega var farið að hugsa til niðurferðar en henni hafði ég kviðið. Það var þó óþarfi því Hjörtur renndi sér niður á und- an og vissi ég að hann þekkti leið- ina betur en nokkur annar. Þannig sé ég Hjört fyrir mér, allstaðar fremstan meðal jafningja. Bömin okkar áttu mikinn vin og félaga í afa sínum og fóra þau með honum í stuttar og lengri gönguferðir. Fræddi hann þau um kennileiti í náttúranni, nöfn fugla og plantna, og sagði þeim sögur. Hann hjálpaði þeim að lesa og einnig las hann fyrir þau, stundum upp úr erlendum bókum sem hann þýddi jafnóðum og hann las, enda var hann afburðagóður málamað- ur. Ösp dóttir okkar á skemmtilega minningu um afa sinn. Þau vora að spila ólsen-ólsen og setti hann þær reglur að sá sem tapaði fengi brjóstsykur, en sá sem ynni fengi súrt slátur. Þannig lærðist henni að það er ekki endilega einhlítt að sigurinn sé sætur og það sé súrt að tapa. Hjörtur spilaði á blokkflautu og þá gjarnan skosk lög sem hann hafði miklar mætur á. Hann gaf Ösp flautuna sína. Hún heimsótti afa sinn á sjúkrahúsið skömmu fyrir andlát hans og spilaði fyrir hann nokkur lög og glaðnaði mjög yfir honum þótt hann væri þungt haldinn. Ég vil þakka Hirti fyrir allar góðar stundir sem hann veitti okk- ur. Hvfli hann í friði. Kristjana Arngrímsdóttir Hjörtur á Tjöm var mikill vinur tengdafólks síns, systkina Sigríðar á Tjöm. Við bömin nutum góðs af því. Eftirminnilegar eru heimsókn- ir hans inn í Snekkjuvog til for- eldra minna. Hann gerði ekki boð á undan sér heldur birtist skyndi- lega á tröppunum með hattinn sinn. Það fylgdi honum einhver hátíðarblær. Stofan fylltist af eftir- væntingu því að skemmtun var í aðsigi. Það var eins og Hirti yrði allt að söguefni. Orðin léku honum á tungu, hvort sem það var í óbundnu máli eða bundnu. Mér fannst hann líka eiga svo auðvelt með að ræða við sér yngra fólk. Hann bæði hlustaði á það og hafði gaman af að fræða það. Fræðslan kom sem eðlilegur hluti samræð- unnar. En svo gat hann lflca verið stríðinn en í jákvæðum skilningi og góðum tilgangi. Þegar fjarlægð milli manna er mikil er eins og vinaböndin geti styrkst. Mér er minnisstætt þegar Hjörtur skrifaði mér til Toronto í Kanada langt bréf fyrir um tuttugu árum. Það sem var sérstakt við bréfið var að það var ekki skrifað á íslensku - og ekki á ensku heldur. Það var á latínu. Sennilega hef ég verið búinn að segja Hirti að ég væri að glíma við það foma mál og hann hefur þá talið rétt að láta reyna á kunnáttu mína í því. Þann- ig kom Hjörtur sífellt á óvart. Fáir hefðu líklega getað beitt mennta- skólalatínunni sinni á þennan hátt meira en þrjátíu árum eftir stúd- entsprófið. Reyndar hleraði ég síð- ar að Hjörtur hefði verið afburða- maður í latínu á skólaárum sínum. Glósur hans munu hafa gengið milli manna í Menntaskólanum á Akureyri árum saman og sparað nemendum þar mikla handavinnu. Eitt sinn á áram latínubréfsins góða fékk ég boð frá Hirti um að mæta á flugvöllinn í Toronto og hitta hann þar á dlteknum tíma. Þá var hann á leið til Alaska í kynnis- ferð með tveimur íslenskum land- búnaðarfrömuðum. Honum hafði reiknast að um klukkutíma bið yrði á Torontoflugvelli og því til- valið að stefna mér þangað. Hléið milli véla reyndist ekki svo langt, og þegar við loks hittumst voru ekki nema 10 mínútur í brottför Alaskavélarinnar. Föranautum Hjartar leist ekkert á blikuna og vildu drífa sig um borð. En Hjörtur tók ekki annað í mál en að drekka með mér ölglas. Ekki leit hann á klukkuna meðan við sátum þarna, og í minningunni finnst mér við hafa átt langt samtal og innihalds- ríkt á flugvallarbamum í Toronto. Það er annað skrif frá hendi Hjartar en latínubréfið sem ég ber nokkra ábyrgð á og má vera stoltur af. Ég bað Hjört nefnilega að skrifa dálítinn kafla í Skagfirð- ingabók árið 1985 um tengdaföður sinn og afa minn, Áma J. Hafstað í Vík. Hjörtur gerði það með þeim hætti sem honum einum var lagið. Þó ég hafi hér gert mér tíðrætt um fundi við Hjört fjarri heima- byggð hans þá eru eftirminnileg- ustu stundimar með honum heima á Tjöm. Sjaldan hef ég kynnst ann- arri eins gestristni og var á heimili hans og Sigríðar. Skyldi gesta- gangurinn þar á bæ ekki hafa verið einstakur? Einhver hefði kannski viljað nota orðið gestanauð. En það er eins og þeim hjónum hafi þótt þetta sjálfsagt, svona væri þetta og svona ætti þetta að vera. Ég veit að ég tala fyrir munn alls frændfólksins, systkinasona og dætra Sigríðar frænku minnar, þegar ég þakka Hirti á Tjöm ómet- anleg kynni. Hann var okkur dýr- mæt fyrirmynd til orðs og æðis. Baldur Hafstað Andlátsfregn kemur ætíð að óvör- um þótt vitað hafi verið um hríð að kallið gæti komið fyrirvaralaust. Svo varð einnig hér. Hjörtur á Tjöm átti við erfið veikindi að stríða sem hann bar af dæmafáu æðraleysi. Hann var þó svo lánsamur að geta verið heima á Tjöm nánast til hins síðasta og lifað eins eðlilegu lífi og kostur var, styrktur og studdur af sinni traustu eiginkonu og samhentu fjölskyldu. Ég man fyrst eftir Hirti sem gesti á Jarðbrú. Hann var þá ný- kominn frá námi í Skotlandi. Ég hafði ekki ýkja mörg árin að baki og nokkur nýlunda að hitta mann sem nýkominn var frá útlöndum og hafði í tilbót komist í nálægð við stríðið sem alltaf var verið að segja frá í útvarpinu. Þegar Þórarinn á Tjöm og Sig- rún hættu búskap tóku Hjörtur og Sigríður við. Ekki veit ég hvort þau hafa í reynd ætlað þá braut, því margar vora þeim færar, en hvemig sem því er varið hafa þau unnið mikið og gott starf, byggt upp stórt bú og skilað áfram til nýrrar kynslóðar, sem nú gerir garðinn frægan, bæði heima á Tjöm og annars staðar. Auk þess unnu þau Tjarnarhjón mikið að fé- lagsmálum, innan sveitar sem utan. Ég var svo lánsamur sem ung- lingur um tveggja vetra skeið að kynnast Tjamarheimilinu sem einn af heimilismönnum. Auk þess að vera rammíslenskt menningar- heimili ríkti þar samþjóðlegt and- rúmsloft, ef svo má að orði kom- ast, og gjama litið á menn og mál- efni að öðrum og hærri sjónarhól en almennt tíðkaðist í Svarfaðardal á þeim tíma. Af kynnum mínum af Tjamar- heimilinu, þótt stutt væru, veit ég að böm Hjartar og Sigríðar fengu að heiman gott veganesti, og það hefur enda dugað þeim vel. Ég held að þar sé virðingin haldbest. Þau hjónin virtu hvort annað, sýndu börnunum virðingu og gáfu sér tíma til að sinna þeim, vera með þeim og tala við þau. Á fyrri hluta 6. áratugarins var skólaganga svarfdælskra unglinga eftir að skyldu lauk ekki jafnsjálf- sögð og nú. Um skyldufræðsluna sá Þórarinn á Tjöm, en leitað var til Hjartar með kennslu unglinga. Ég var í þeim hópi tvo vetrarparta. Hjörtur tók þar við sem Þórarinn hætti, og þeim feðgum á ég að þakka kunnáttu, ekki síst í íslensku, sem reyndist traustur grunnur að frekara námi. Víst er að enginn ræður sínum næturstað. Nokkrum áram síðan, að loknu námi, kem ég aftur heim í Svarfaðardal, og þá til að taka við starfinu sem Tjamarfeðgar höfðu áður sinnt, kennslu bama og ung- linga. Nú kynntist ég Hirti og Sig- ríði sem foreldrum nemenda minna og grönnum. Með þeim var gott að vinna og leita hjálpar hjá, ef þurfti. Hirti látnum vottum við hjónin virðingu og heila þökk fyrir sam- fylgdina og grátum með syrgjend- um góðan dreng. Þórir Jónsson frá Jarðbrú Það er bjart yfir minningunni um Hjört föðurbróður minn. Ég sé hann fyrir mér við heyskap eða í fjósinu með gamanyrði á vör. Eða syngjandi við raust á gamla farm- allnum með hattkúf fram á ennið og bamaskarann hoppandi á hey- vagninum. I honum bjuggu, að því er virt- ist í sátt og samlyndi, eðlisþættir sem venjan er að telja andstæður. Hann var í senn sveitamaður og heimsborgari, íslenskur bóndi sem hafði hlotið háskólamenntun er- lendis og víða hafði farið. Hann átti mýkt og hörku, hann var róm- antískur og raunsær. Áhugi er það orð sem helst verður fyrir mér ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa Hirti. Hann hafði áhuga á mannlífinu, þjóðlífinu, náttúrunni. sögunni, ljóðum, tungumálum. Ekkert var fjær hon- um en að yppa kæruleysislega öxl- um og segja „hvað varðar mig um það?“. Allt vildi hann vita og skilja og miðla því síðan til annarra. Engin jurt slapp framhjá honum ónafngreind, enginn staður án ör- nefnis, jafnvel stjömur himinsins urðu að gera grein fyrir sér hver og ein. Orðabækur hafði hann ætíð innan seilingar og krafði þær sagna um merkingu og upprana. Ef góð vísa eða meitluð setning flaug fyrir ófeðruð var Hjörtur ekki í rónni fyrr en höfundur var fundinn. Sjálfur var hann einstaklega rit- fær, eins og lesendum Norðurslóð- ar mun kunnugast um. Þar hefur hann birt ótal athuganir sínar, hug- leiðingar og ferðasögur sl. 20 ár. Margt af því er hrein skemmtilesn- ing, svo sem endurminningar hans frá námsáranum á Bretlandseyjum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann ritaði einnig nokkrar bækur, svo

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.