Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ- 5 Á háfjöllum. Hjörtur í Grímubrekkum áriö 1972. Stjórnarfundur í Kaupfélagi Eyfiröinga á 8. áratugnum, frá vinstri: Gísli Konráðsson, Sigurður O. Björnsson, Sigurður Óli Brynjólfsson, Arngrímur Bjarnason skrifstofustjóri, Hjörtur, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Jón Jónsson, Kristinn Sigmundsson og Jón Hjálmarsson. sem lýsingu Svarfaðardals í Árbók Ferðafélagsins 1973 og 1994 kom frá honum stórverk í tveimur bind- um, Saga sýslunefnda Eyjafjarðar- sýslu. Hjörtur var mikill hamingju- maður í einkalífi sínu. Hann eign- aðist frábæra konu árið 1948, Sig- ríði Ámadóttur Hafstað frá Vík í Skagafirði. Á undraskömmum tíma eignuðust þau 7 mannvænleg böm sem öll hafa erft eiginleika foreldra sinna í ríkum mæli. En þó hópurinn væri stór og að mörgu að hyggja var samt alltaf pláss fyrir okkur sumarbömin. Það hafa sagt mér fleiri en einn af félögum Hjartar frá fyrri tíð að sjaldan hafi þeir fyrirhitt nokkum mann jafngeislandi af lífsþrótti og fjöri. Sú orka sem hann þar virtist eiga umfram aðra menn dugði honum vel í nær tíu ára stríði við illvíga sjúkdóma, þó hratt gengi á birgðimar. Hann streittist á móti miklu lengur en allir meðalmenn hefðu getað og reyndi að fara sinna ferða eins og kostur var þó oft væri hann sárlega kvalinn. Þannig auðn- aðist honum til dæmis að heim- sækja námsslóðir sínar í Skotlandi hinsta sinni síðastliðið haust. Hjörtur að störfum hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar árið 1948. Hjörtur og Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri afhenda Vigdísi Finnbogadótt- ur forseta fyrsta eintakið af sögu Búnaðarfélags íslands á 150 ára afmæli fé- lagsins 1987. í heimavarnarliði Skota á stríðsárunum í Edinborg ásamt Ottó Jónssyni til vinstri og Friðriki Þorvaldssyni. Hjörtur lést aðfararnótt 1. apríl sl. og var lagður 6. apnl til hinstu hvíldar í Tjamarkirkjugarði, í suð- vesturhomi garðsins, eins nálægt og komist verður bænum þar sem hann fæddist fyrir rúmum 76 ár- um. Svarfdælsku fjöllin, sem hann þekkti öllum mönnum betur, eru vegleg umgjörð um líf hans. Hann lifði því lifandi og var á svo marg- an annan hátt eins og við ættum öll að vera. Þórarinn Eldjárn Hjörtur og Sigríður reisa vörðu á Tungnahrygg þar sem síðar kom skáli fyrir þeirra tilstuðlan. Svipmyndir úr lífí Hjartar E. Þórarinssonar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.