Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 an húmor hjá Bjössa sem hafði fengið áramótaskaupið sent út á myndbandsspólu. Eftir mánaðardvöl í Namibíu vorum við reynslunni ríkari. Við, dekurböm Islands, sem emm hlað- in lífsgæðum og þægindum á allan hátt, höfðum gott af umskiptunum, þó að Namibía sé að mörgu leyti vestrænna land en mörg Afríku- ríki. Það var líka sérstakt upplifelsi að sjá landann með sín sérkenni í fjarlægu og alls ólíku landi - þrátt fyrir allt - sjálfum sér líkur! Sendum viðskiptavinum okkar nœr og fjœr bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR FISKMIÐLUN NORÐURLA NDS HF. NORFISH LTD. Gunnþór í jólaskapi með barnabörnunum Ara og Árnýju. sókn í frystihúsið og fengum leið- sögn hjá Sigmari verkstjóra, sem var nýkominn til starfa frá Hrísey og Steingerði gæðastjóra. Frysti- húsið er allt hið fullkomnasta, búið nýjustu tækjum og tækni frá ís- lenskum fyrirtækjum. Þar vinna um 250 manns á dagvakt og um 150 manns á næturvakt, flestir svartir. Okkur þóttu vinnubrögðin frekar hæggeng en þannig er það víst til sjós og lands í Namibíu og við heyrðum fljótlega í umræðum að okkur ofvirkum Islendingum væri sennilega hvað erfiðast að venjast því að allt vinnulag þessa fólks væri með öðrum hætti en við eigum að venjast. Nú nálguðust jólin, svo skrítið sem það nú var í 30-40 stiga hita, enda hásumar að ganga í garð. Á Þorláksmessu fórum við í bæinn og drógum að matföng fyrir hátíð- ina. Jólaverslunin stóð greinilega sem hæst, margt fólk var á götum úti. Um kvöldið skreyttum við jólatréð, sem hafði fengist í bóka- búðinni, og borðuðum íslenskt og namibískt hangikjöt ásamt vina- hjónum mömmu og pabba. Inn- lenda lambakjötið, sem var reykt sérstaklega fyrir Islendingana, smakkaðist ágætlega en var þó lík- ara folaldakjöti, íslenska lambið brást ekki frekar en fyrri daginn, þó til Namibíu væri komið. Á að- fangadag var legið í sólbaði fram eftir degi. Klukkan 17 var sérstök jólamessa fyrir Islendingana en prestur úr þýskum, lútherskum söfnuði flutti okkur boðskap jól- anna á ensku. Islensku bömin mynduðu kór ásamt okkur hinum og sungnir voru íslenskir sálmar. Presturinn talaði á almennum nót- um um lífið og tilveruna og trúna á Jesú Krist. Hann var snjall ræðu- maður og ekki síst í því að halda athygli en í dæmisögunni sem hann sagði okkur um vegferð mannsins, dró hann upp eitt par af rauðum, þreyttum og slitnum skóm sem hefðu þjónað eiganda sínum og tengdi það lífsgöngu okkar. Eftir ferðalag til Höfðaborgar í Suður-Afríku og um Etosha þjóð- garðinn í norðurhluta Namibíu, heimsóttum við Islendinga í Walvis Bay sem er um 1300 km akstur í norður frá LUderitz. Suð- ur-Afríka hafði yfirráð yfir Walvis Bay þar til árið 1994 en vegna mikilvægis hafnarinnar voru þeir tregir til að láta bæinn af hendi. Við gistum í tvær nætur hjá fFramfqjííum samdczgurs ‘Jifmafyígir Fiverri framtfííun ILEX- myndir Hafnarbraut 7 Sími: 466 1212 Bimi og Guðbjörgu en þau fluttu ásamt þremur bömum sínum til Walvis Bay á síðast liðnu sumri. Jóla- og sumarfrí var enn þegar okkur bar að garði 7. janúar. Bjöm sem kenndi áður við stýrimanna- deildina á Dalvík starfar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Islands við kennslu í stýrimannaskóla. Lengst af hafa aðrar þjóðir, t.d. Rússar, Japanir, S-Afríkubúar o.fl. séð um að veiða fiskinn á móti ein- hverri málamyndagreiðslu en nú vilja Namibíumenn veiða fiskinn sjálfir en vandamálið er að það eru engir namibískir sjómenn til og því hafa þeir á síðustu árum reynt að mennta sitt fólk til starfa í land- inu. I skólanum stunda nemendur nám sem annars vegar hafa ein- hverja sjóreynslu og hins vegar nemendur sem eru ráðnir af ríkinu í svokallað kadettprógramm en þeir koma ilestir innan úr landi og hafa enga reynslu í sjómennsku, hafa jafnvel aldrei séð sjó fyrr en komið er í skólann svo aðstæður eru ólíkar því sem tíðkast á Islandi. Við hittum einnig Súsönnu og Þóri en þau bjuggu á Dalvík áður en þau fluttu til Walvis Bay þar sem Þórir er skipstjóri. Þar var okkur boðið í mat, en Súsanna galdraði fram veislumáltíð á svip- stundu að hætti Islendinga. Þann tíma sem við stöldruðum, litu nokkrir Islendingar í heimsókn og greinilegt var að mikill samgangur er á milli fólks og samheldni. Um kvöldið rifjuðum við upp íslensk- n Sparisjóður Svarfdæla sendir bestu sumarkveðjur til allra viðskiptamanna og þakkar samstarfið á liðnum vetri Sparisjóður Svarfdæla Dalvík S. 4661600 Hrísey S. 4661880 Arskógi S. 4661785 KEA Dalvík sendir starfsfólki og viðskiptavinum sínum bestu kveðjur og óskir um gleðilegt sumar Þökk fyrir viðskiptin á liðnum vetri KAUPFELAG EYFIRÐINGA

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.