Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 8
TímamóT Skírnir 31. mars var Arnar Óli skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Soffía Kristín Höskuldsdóttir og Bóas Ævarsson (Klemenssonar), Dalbraut 9, Dalvík. 4. apríl var Jóhann Ólafur skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Elín Björk Unnarsdóttir og Sveinbjöm Jóhann Hjörleifsson (Jó- hannssonar), Goðabraut 21, Dalvík. 6. apríl var Eva Björk skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Dóra Bjömsdóttir og Birgir Ásgeir Kristjánsson, Brimnesbraut 17, Dalvík. 6. aprfl var Pórdís skírð í Dalvíkurkirkju, Foreldrar hennar eru Hólmfríður Sigurðardóttir og Rögnvaldur Ingvason (Eiríkssonar), Reynihólum 12, Dalvík. 8. apríl var Jón Martin skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans em Baldrún Hrönn Sævarsdóttir og Thor Johan Skoradal, Lokastíg 1, Dalvík. Andlát 1. apríl lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Hjörtur Friðrik Eldjárn Þórarinsson, Tjöm, Svarfaðardal. Hjörtur fæddist að Tjöm í Svarfaðardal 24. febrúar 1920, sonur hjónanna Sigrúnar Sigur- hjartardóttur og Þórarins Kristjánssonar Eld- jáms. Hjörtur var þriðji í röð fjögurra bama þeirra hjóna. Elst er Þorbjörg, næstur kom Kristján Eldjám, sem er látinn, og yngst er Petrína Soffía. Fósturbróðir þeirra systkina er Þórarinn Pétursson. Hjörtur lauk stúdentsprófi frá MÁ vorið 1940 og síðan búfræði- prófi frá Edinborgarháskóla. Hann lærði einnig tæknifrjóvgun hjá Bretum sem vom á þeim tíma að þróa nýjar aðferðir við búfjársæð- ingar. Er hann kom heim árið 1945 varð hann ráðunautur hjá Bún- aðarfélagi íslands með aðsetur á Akureyri. Stofnsetti hann fyrstu sæðingarstöð á Islandi á Grísabóli á Ákureyri og telst Hjörtur brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. 17. maí árið 1948 kvæntist Hjörtur eftirlifandi konu sinni Sigríði Margréti Ámadóttur Hafstað frá Vík í Skagafirði. Hafa þau búið á Tjöm frá árinu 1950. Þau hjón eignuðust 7 böm sem eru: Ámi, Þór- arinn, Ingibjörg, Sigrún, Steinunn, Kristján Eldjám og Hjörleifur. Samhliða bústörfum sinnti Hjörtur margvíslegum félagsmála- störfum. Hann var oddviti um árabil og hreppstjóri í Svarfaðardals- hreppi. Þá tók hann þátt í starfi Búnaðarfélags Svarfdæla og var um tíma formaður þess. Hjörtur var varamaður á Alþingi í eitt kjör- tímabil. Hann var kosinn í stjóm Kaupfélags Eyfirðinga 1966 og var stjórnarformaður kaupfélagsins 1972 til 1987. í stjórn Búnaðar- félags Islands var hann kjörinn árið 1971 og var formaður þess frá árinu 1987 til 1991. Fulltrúi á Búnaðarþingi var hann árin 1978 til 1986. Hjörtur sat í Náttúruvemdarráði árin 1972 til 1979 og ferðað- ist þá, sem endranær, mikið um Island. Hann var aðalhvatamaður að því að endurreisa Ferðafélag Svarfdæla og gekk mikið á fjöll, hvort heldur sumar eða vetur. Hjörtur þekkti flóru íslands sérstak- lega vel og kunni einnig nöfn flestra fugla sem búa hérlendis eða sækja landið heim. Hann var einn af forgöngumönnum þess að koma á fót Friðlandi Svarfdæla. Hjörtur annaðist stundakennslu við Menntaskólann á Akureyri, Húsabakkaskóla og á Dalvík. Árið 1977 stofnaði hann ásamt fleir- um blaðið Norðurslóð og skrifaði alla tíð mikið í blaðið. Hann var fenginn til áð rita sögu Sparisjóðs Svarfdæla í 100 ár, sögu Kaupfé- lags Eyfirðinga í 100 ár og síðast tveggja binda stórvirki um sögu Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989. Utför Hjartar var gerð frá Dalvíkurkirkju 6. apríl og var hann jarðsettur í kirkjugarðinum að Tjöm, eftir stutta athöfn í Tjamar- kirkju. Þann 14. apríl lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Halldór Ragnar Jónsson, Stórhóls- vegi l.Dalvík. Ragnar fæddist á Dalvík 5. maí árið 1919. Foreldrar hans voru Jóhanna Halldórsdóttir og Jón Emil Ágústsson. Ragnar var þriðji af sex systkinum. Elstir voru Páll Sigurvin og Óli Árelíus sem era látnir, en á lífi eru Ámi, Alm- ar, Kristján og Sigríður. Ragnar fór á unglingsáram á sjóinn og stundaði sjómennsku stóran hluta ævi sinnar. Hann tók vélstjórapróf frá Akureyri árið 1941. Á sjöunda áratugnum fór Ragnar að starfa í landi og var póst- ur á Dalvík í 14 ár. Hann átti trillu um áratuga skeið og var starfið í kringum hana líf Ragnars og yndi. 19. desember árið 1942 gekk Ragnar í hjónaband með eftirlif- andi konu sinni, Steinunni Helgu Sigurðardóttur frá Dalvík. Þau hafa búið að Stórhólsvegi 1 frá því um miðja öldina. Þau eignuðust tvö böm, Sigurð Emil og Elínu Rósu. Utför Ragnars var gerð frá Dalvíkurkirkju 20. apríl. FréttahorN Skíðagöngufólk hefur lítt haft sig í frammi í vetur vegna skorts á snjó á láglendi. Upp til fjalla er hins vegar nægur snjór ef menn nenna að prika sig upp í hlíðar eða fram í dalabotna. Hópur manna gekk á dögunum unrhverfis fjallið Skjöld í sólskini og blíð- skaparveðri. Uppi í Hvarfdals- skarði var logn og blíða og þar var áð og nesti snætt. Þar opnast útsýni niður á Lágheiði og ofan í Ólafs- fjörð. Síðasta ferð á vetraráætlun Ferðafélags Svarfdæla verður farin 5. maí. Þá verður gengið frá Ólafs- firði svokölluð Botnaleið til Siglu- fjarðar. Samstarfsnefnd sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð hefur samið við fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf hf. um að gera hagkvæmn- isúttekt á sameiningu sveitarfélag- anna. Sótt hefur verið um framlag úr Jöfnunarsjóði til þessa verkefnis en áætlað er að skýrsla liggi fyrir í lok maí. Rekstur og ráðgjöf er fyr- irtæki sem m.a. hefur tekið að sér að meta hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga víða um land. Friðrik Gígja varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna hefur flutt um það tillögu til bæjarráðs að at- vinnumálanefnd og ferðamála- nefnd verði lagðar niður en í stað þeirra ráðinn einn atvinnu- og ferðamálafulltrúi. Friðrik segir að þeim peningum sem árlega renna til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar væri betur varið til að kosta þenn- an starfsmann og með því móti mætti auka mjög skilvirkni á þessu sviði innan bæjarkerfisins. Isíðasta blaði var greint frá hug- myndum Siglfirðinga um jarð- göng til Héðinsfjarðar og Ólafs- fjarðar til að tengja bæinn hinu ey- firska atvinnusvæði. Siglfirðingar láta þó ekki þar við sitja. Nú hafa þeir óskað eftir aðild að samein- ingarviðræðum sveitarfélaganna við utanverðan Eyjafjörð og virð- ist fátt því til fyrirstöðu að þeir eigi þar sinn fulltrúa. Félagar í Leikfélagi Dalvíkur æfa þessa dagana undir stjóm Þráins Karlssonar kabarett þar sem gert er grín að mönnum og málefnum á Dalvík og í Svarfaðar- dal. Mikið er um söng og músík og koma um 20 manns við sögu í sýn- ingunni. Það er Bergljót Hreins- dóttir rithöfundur á Dalvík sem mestan heiður á af leiktexta. Áætl- að er að framsýna verkið í Ungó laugardaginn 4. nraí nk. Friðlandsbæklingurinn sem ferðamálanefnd Dalvíkur hefur unnið að upp á síðkastið er nú á lokastigi hjá Iceland Review. í sumar verður væntanlega unnið að því að skipuleggja aðstöðu fyrir fuglaskoðendur í Friðlandinu og eru væntanlegir hingað enskir sér- fræðingar á þessu sviði sem verða rnunu ferðamálanefnd innan hand- ar um skipulagið. Norðurströnd hf. með Þorstein Aðalsteinsson framkvæmda- stjóra í broddi fylkingar hefur keypt fiskhúsið við Ránarbraut sem áður var í eigu Vinar s/f. Fyr- irtækið mun á sumrinu flytja starf- semi sína úr leiguhúsnæði sem það hefur haft í fiskhúsi Stefáns Rögn- valdssonar hf. Sæplast hefur haft Vinarhúsið á leigu að undanfömu en eins og kunnugt er munu þeir stækka verksmiðjuhúsnæði sitt í sumar þannig að þörfin fyrir leigu- húsnæði verður minni fyrir þá. Snjólaug Vilhelmsdóttir, íþrótta- maður UMSE 1996. íþróttir Sigursæl- ir Dalvík- Einlægar þakkir til ykkar allra sem senduð okkur samúðar- og vinarkveðjur eða á annan hátt heiðruðuð minningu Hjartar E. Þórarinssonar Tjörn við andlát og útför hans Sumarkveðjur f.h. fjölskyldunnar Sigríður Hafstað Frá Bílaverk- stæði Dalvíkur Sumardekk í úrvali íngar Bón og hreinsivörur Sveinn Brynjólfsson skíðamaður frá Dalvík tryggði sér brons- verðlaun í svigi og stórsvigi á skíðalandsmóti sem haldið var í Hlíðarfjalli helgina eftir páska. Jafnhliða landsmóti var haldið annað skíðamót í fjallinu og nældi Sveinn þar í fjórða sætið í stórsvigi. Fleiri Dalvíkingar stóðu sig mætavel þó ekki kæmust fleiri á verðlaunapalla. Björgvin Björgvinsson varð sjötti í svigi en hann er aðeins 15 ára. Hann keyrði út úr brautinni í stórsvigi. I Kvennaflokki lenti Eva Björk Bragadóttir í fímmta sæti í svigi en féll úr keppni í stórsvigi. Á ársþingi UMSE helgina eftir páska var frjálsíþróttakonan frækna, Snjólaug Vilhjálmsdóttir kjörin íþróttamaður UMSE. I öðru sæti var Omar Kristinsson ungmenna- félaginu Æskunni en í þriðja sæti var Agnar Snorri Stefánsson hinn kornungi knapi í hestamannafélag- inu Hring. Smur-, loft- og elds- neytissíur í flestar gerðir bifreiða Hjólkoppasett á mjög góðu verði Gleðilegt sumar Bílaverkstæði Dalvíkur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.