Norðurslóð - 17.12.1997, Qupperneq 3

Norðurslóð - 17.12.1997, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ — 3 FréttahorN til Pann 3 november sl barst tjarnarkirkju að gjöf nýr altarisdúkur. Gefendur voru börn Engilráðar og Þórs á Bakka, þau Kristín, Ósk, Eva, Helga, Rannveig og Vilhjálmur. Dúkinn gáfu þau í minningu foreldra sinna en 30. nóvember var giftingardagur þeirra. Dúkinn saumaði Jóhanna Einarsdóttir á Urðum og sést hún hér við altarið í Tjarnarkirkju. Utvegssvið VMA á Dalvík: Dalvíkurbær afhendir húsnæði 1999 - samningur hefur verið undirritaður Samningur liggur nú fyrir milli menntamálaráðuneytisins og VMA annars vegar og Dalvíkur- bæjar hins vegar um að Dalvík- urbær afhendi útvegssviði VMA norðurálmu gamla grunnskól- ans til eignar og afnota í upphafi haustannar 1999. Samningurinn Gestir frá vinabæ Eins og sagt hefur verið frá í Norðurslóð hefur Dalvík eign- ast vinabæ á Grænlandi. Vinabær- inn er á austurströndinni og heitir á grænlensku Ittoqqortoormitt en við þekkjum sennilega betur undir nafninu Scoresbysund. Síðastlið- inn fimmtudag voru fjórir fulltrúar þessa nýja vinabæjar staddir á Dal- vík. Þar voru á ferð forseti bæjar- stjómar, bæjarstjórinn og tveir bæj- arstjómarmenn. Annar þeirra er jafnframt þingmaður á þingi þeirra Grænlendina. Gestimir færðu Dal- víkurbæ trommu að gjöf og má geta þess að tromman er til sýnis í anddyri ráðhússins. J.A. hefur verið undirritaður af öll- um hlutaðeigandi aðilum og er þar með koniin varanleg lausn á húsnæðisvanda framhaldsdeild- arinnar sem tryggir stýrimanna- og fiskvinnslunámið í sessi. Húsnæðið sem um er að ræða er sá hluti gamlaskólans sem byggður var upp úr 1950 og tekinn í notkun 1955-6. Elsta hluti skólahúsnæð- isins nýtir Tónlistarskóli Dalvíkur nú og verður svo í framtíðinni en samningurinn nú tryggir Dalvíkur- bæ umgangsrétt á öðru en kennslu- húsnæðinu einmitt vegna tónlistar- skólans. Dalvíkurbær fær til eignar í staðinn lausu kennslustofuna sem er við heimavistina og útvegssvið- ið notar núna. Stofan verður afhent um leið og útvegssviðið fær hús- næðið, það er haustið 1999. Ljóst er samkvæmt þessum samningi að taka verður nýbyggingu grunn- skólans sem byrjað verður á næsta vor í notkun haustið 1999 svo hægt verði að losa það húsnæði sem samningurinn nær til. J.A. Ný verkleg aðstaða fiskvinnslunema á Dalvík Nýverið var tekin í notkun ný aðstaða fyrir verklega kennslu á fiskvinnsluhraut útvegssviðs VMA á Dalvík. Frarn að þessu hefur verkleg aðstaða verið til húsa í Frystihúsi KEA á Dalvík, nú Snæ- felli hf. I nýju aðstöðunni eru nemendur út af fyrir sig með sínum kennara en þar er pláss fyrir 8-10 nemendur í senn og einnig er þar ein kennslu- stofa fyrir bóklegt nám. Húsnæðið var innréttað í fyrrverandi móttöku Frystihúss KEA en hráefni er að mestu fengið frá frystihúsinu enda að- eins nokkrir metrar á milli þessara tveggja staða. Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœld á komandi ári. Happdrætti Háskóla íslands vænlegast til vinnings! Umboðið á Daluík: Röðull - Sólveig Antonsdóttir - Hafnarbraut 5 - S. 466 1300 Unglingaráðstefnan „Okkar mál“ var haldin í Dalvíkurskóla fimmtudaginn 4. desember sl. en ráðstefnan er orðin árviss viðburð- ur í skólanum þar sem nemendur eldri bekkja taka til umfjöllunar málefni sem snerta unglinga á einn eða annan hátt. A dagskrá voru er- indi frá bæjarstjóra, fulltrúum nem- enda í grunn- og framhaldsskóla, lögreglu á Dalvík og Akureyri og Þorsteinn Pétursson sagði frá for- eldraröltinu á Akureyri. Þá var boðið upp á veitingar og Friðrik Hjörleifsson kynnti nokkur lög af nýútkominni jólaspólu sinni. Mæt- ing nemenda var góð en fjöldi full- orðinna var minni en vonast hafði verið eftir. Laugardaginn 6. desember sl. opnaði Guðrún Þórisdóttir myndlistarsýningu á Cafe Menn- ingu. Guðrún er búsett á Olafsfirði, hefur búið þar frá 9 ára aldri og stundaði nám við Myndlistarskól- ann á Akureyri 1990-1994 í mál- unardeild. Verkin á sýningunni eru öll olíuverk unnin á striga og papp- ír og unnin á síðustu mánuðum. Guðrún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum auk einkasýninga og var m.a. gestalistamaður í Austur- ríki veturinn 1996. Sýningin stend- ur fram að jólum. / Afyrstu hæð Ráðhúss Dalvíkur sýnir Einar Emilsson pastel- myndir. / Arlegur föndurdagur Dalvíkur- skóla var haldinn sunnudag- inn 7. des. s.l. Foreldrar og böm áttu þar ánægjulegar stundir við fjölbreytt jólaföndur, 10. bekkur seldi að venju kaffi og kökur gegn vægu gjaldi og kór Dalvíkurskóla söng opinberlega í fyrsta skipti. Að vanda var vel mætt og hvert sæti setið. Jóladagskrá á Café Menningu: Fram að jólum: Upplestrar úr nýjum bókum. Helgin 19.-20. des- ember: Jólamatur og dansleikur um kvöldið. 2. í jólum: Hljóm- sveitin Bylting leikur fyrir dansi. 3. í jólum: Hljómsveit Ingu Eydal. Gamlárskvöld: Hljómsveitin Tvö- föld áhrif. Milli jóla og nýárs: Ljósmyndasýning tveggja áhuga- ljósmyndara: Olafs Helga Rögn- valdssonar og Olafs Steins. Ann- ars opið eins og venjulega. Troðfullt hús var þegar Friðrik Hjörleifsson hélt útgáfutón- leika á Café Menning 4. des sl. í síðasta blaði var auglýst opið hús í þrem glæsilegum fjósum á austur- kjálkanum. Er skemmst frá því að segja að hátt í 200 manns þekktust boðið og marseruðu á milli fjósanna, skoðuðu dýrðina og þáðu veitingar. A Hofi hélt ein kýrin upp á daginn með því að bera og var í miðjum klíðum við að kara kálfinn þegar blaðamann bar að garði. Koníaksstofan í Sökkufjósinu er annað og meira en nafnið tómt. Þar var haldin ærleg vígsluhátíð þegar aðstaðan var tekin í notkun. Meðal gjafa sem gefnar voru að því tilefni var þessi forláta koníaksbar smíðað- ur af Arna Þorgilssyni. Aðventukvöld voru haldin að Rimum þann 7. des og í Dalvíkurkirkju þann 14. des. Að Rimum söng samkór Svarfdæla ásamt barnakórnum „Góðir hálsar“. Friðrik söng lög af hinni nýút- komnu jólasnældu sinni „Jólasal- at“ m.a. hin frumsamda smell „Jól um jól“ við rífandi undirtektir áheyrenda. Sem kunnugt er rennur ágóði af sölu snældunnar til styrkt- ar Rauða krossi Islands og þakkaði Friðrik á milli laga þeim fjölmörgu aðilum og fyrirtækjum í bænum sem styrktu útgáfuna. Forsvars- menn fyrirtækja sem staddir voru í salnum voru augljóslega harla ánægðir með útkomuna og keppt- ust við að ausa hinn unga tónlistar- mann lofi og jafnvel gjöfum. Þann- ig fékk hann dálaglegar peninga- upphæðir frá bæði Sparisjóði Svarfdæla og Fiskmiðlun Norður- lands. I lok tónleikanna var svo frumsýnt myndband það sem Frið- rik gerði í samvinnu við Traust- mynd á Akureyri við „Jól um jól“ sem væntanlega er jólasmeilurinn í ár. Að undanförnu hefur ágætt skauta- svell verið á tjörnum og pollum. Að vísu snjóaði á það og spillti það nokkuð aðstæðum til skautahlaups. Krakkarnir á Húsabakka kunnu ráð við því. A myndinni eru þau Sigga, Halli, Oli, Dúna og Sigurlaug og hin lifandi snjóskafa Hulda en eftir þeim fer Sólveig kennari. Frá Tjarnarkirkjugarði Þeir sem hafa hug á aá vera með Ijósakrossa á leióum í garðinum yfir jólin, eóa fá þá leigáa, hafi samband viá Sigríói í síma 466 1555, en hún gefur nánari upplýsingar. Sóknarnefnd

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.