Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 9

Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 9
NORÐURSLÓÐ — 9 Úr Kolbeinseyjarferð árið 1989. Kolbeinsey hefur minnkað hratt á umliðnuin öldum. Teikningin sýnir hvað sjórinn hefur brotið af lienni frá því að Hvanndalabræður mældu hana fyrstir árið 1616. Myndin er byggð á stærðarmælingum við eyna og á dýptarkorti Vita- og hafnarmála. ------------------------- árunum 1989 og 1990 voru uppi hugmyndir um að bjarga Kolbeins- ey. Eyjan hafði verið að minnka jafnt og þétt og var orðin að litlu klettaskeri. En hún hafði mikla efnahagslega þýðingu af því að hún var grunnlínupunktur í fisk- veiðilögsögunni. En þann punkt viðurkenndu reyndar ekki margar þjóðir. Steingrímur Sigfússon, þá- verandi samgönguráðherra, fékk okkur Atla á Jarðbrú með sér til Kolbeinseyjar í ágúst 1989 en þá var stigið fyrsta skrefið til bjargar eynni. Eg var jarðfræðingur leið- angursins en Atli stríðsfréttaritari. Ferðin var æfintýraleg um margt en út í það verður ekki farið hér. Þetta sumar var þyrlupallur steypt- ur upp á eynni. Með honum var fyrsta áfanga vamaraðgerðanna lokið. Næsta sumar fór ég aftur norður í haf og gerði athuganir á undirstöðum Kolbeinseyjar og kafaði í því skyni víða umhverfis hana. Ljóst var að einfaldasta leið- in til að verja eyna var að girða hana með stálþili eins og víða er í höfnum landsins. Það er hvorki flókin né verulega dýr aðgerð. Af því hefur þó ekki orðið og nú hefur verið afráðið að hætta öllum vam- araðgerðum þótt margir séu ósáttir við að gefast svona upp fyrir nátt- úruöflunum og láta ysta útver landsins hverfa viðnámslaust í sjó. Jarðfræði Kolbeinsey er 74 km norðnorð- vestur af Grímsey. Skemmsta leið til lands er um 105 km. Eyjan er á eldvirkum neðansjávarhrygg, Kol- beinseyjarhrygg, sem er hluti af Miðatlandshafshryggnum en hann teygir sig norðan úr Ishafi og suður allt Atlandshaf langt suður fyrir Afríku. Kolbeinsey er á grunnsjáv- arpalli þar sem dýpið er minna en 100 m á allstóru svæði. Kolbeins- ey hefur myndast við eldgos á hafsbotni, líkt og Surtsey, fyrir 5- 10 þúsund árum þegar sjór stóð nokkru lægra en hann gerir í dag. Upphaflega hefur hún verið allstór eyja með hraundyngju sem talið er að hafi hvflt á móbergs- og bólstrabergssökkli. Bergið sem sést ofansjávar í eynni er ólivín- basalt. Sama berg sést við köfun niður á 20 m dýpi við eyna sjálfa, í klettakollum á sjávarbotni út frá henni og í blindskerjum norðvest- an hennar. Kolbeinsey hefur verið þekkt allt frá fyrstu tíð og hennar er getið bæði í Landnámu og Svarfdæla sögu. Litlar heimildir eru um elds- umbrot á Kolbeinseyjarsvæðinu. Annálabrot frá Skálholti segja þó eftirfarandi árið 1372: „Sást úr Fljótum, og enn víðara annars staðar fyrir norðan land, nýkomið upp land út afGrímsey til útnorðurs“. Kolbeinseyjarvísur Guðbrandur Þorláksson Hólabisk- up sendi menn í rannsóknarför til Kolbeinseyjar árið 1616. Það voru bræður þrír frá Hvanndölum, sem er dalskora á milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Leiðangur þeirra varð allfrægur. Skýrslan um hann er týnd en efni hennar hefur að ein- hverju leyti varðveist í sextugri drápu sem sr. Jón Einarsson í Stærra-Arskógi orti árið 1665. Kvæðið heitir Kolbeinseyjarvísur. Erindi 52-54 hljóða svo: Eyjarfrónið fyrst þeir kanna að faðmamáli og stikuðum vað, fjögurhundruð full það sanna fyndi að lengd, þeir sögðu það, hœð og breidd að gátum granna glögt sextíu í annan stað. Flest sérþar um foldu kynna, fimmslags grjót um bjargið breitt, langvíurnar. veiða og vinna vænan geirfugl höndla greitt, eggjamargan fýlung finna, fást því ekki við hann neitt. Allt þeirþetta eyláð greina uppvaxið með hóla og gjár, gátu að líta grjót og steina grastó engin milli stár; mörgu hlýt eg loks að leyna, - Ijóði þeir, sem gengur skár. Fyrsta vísan greinir frá mæling- um þeirra bræðra á stærð eyjarinn- ar. Ef hún er tekin bókstaflega mældu þeir lengdina með kvörð- uðum kaðli en hæð og breidd var metin. Lengdin var 400 faðmar en breidd og hæð 60 faðmar. Líkleg- ast er að þessir faðmar séu miðaðir við Hamborgaralin (51,7 cm), sem í gildi var á þessum tíma. Samkvæmt Hamborgaralin hef- ur eyjan verið 690 m löng, 100 m breið og 100 m há. Þessi hæð er ótrúleg enda er nær algilt að menn ofmeti hæðir þegar ágiskunum er beitt. I miðvísunni segir að þeir hafi séð fimm tegundir bergs í eynni. Því miður er þeim ekki nánar lýst svo aldrei verður vitað hvaða berg þetta var. Lflclega er hér um að ræða mismunandi ásýndir basalts. I dag má hugsa sér að tvær teg- undir bergs séu í eynni, þétt basalt og frauðkennt basalt. Ef leifar gíg- rásarinnar hafa verið ofansjávar á þessum tíma hefðu þær vafalaust skorið sig svo frá öðru bergi að réttlætanlegt hefði verið að telja bergið þar sérstaka tegund. Annars er tilgangslítið að velta vöngum yfir þessu. Seinna í vísunni nefna þeir fuglana, langvíu, geirfugl og fýl- ung. Fuglafræðingum kemur vafa- laust ekki á óvart að þessar tegund- ir hafi verpt í Kolbeinsey. Það má velta því fyrir sér hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávarrofið hefði ekki eytt þess- ari afskekktustu fuglabyggð við Island. Ef til vill lifði hann þá enn í dag. I síðustu hendingunum segir að þeir hafi séð mikið af fýlung en ekkert fengist við hann því hann var á eggjum. Hér er þessi fugla- tegund nefnd fyrst í íslenskum heimildum svo vitað sé. Fýllinn eða fýlungurinn var sjaldgæfur fugl allt fram undir aldamótin 1900. Heimkynni hans voru við Vestmannaeyjar og í Grímsey, annars staðar er hvergi um hann getið nema hér, í Kolbeinseyjar- vísum. Það var ekki fyrr en á 20. öld að fýl tók að fjölga ótæpilega og nú er hann orðinn einn algeng- asti fugl við strendur landsins. Síðasta vísan sem hér er birt bætir litlu við lýsinguna nema því að enginn gróður hafi verið í eynni, einungis grýttir hólar og gjár. Seinna í kvæðinu er sagt að þeir bræður hafi dvalið í eynni 5 dægur, veitt 800 fugla, tekið egg í stórum stíl og á heimleiðinni drógu þeir þorsk. Þeir tóku land 2. júlí 1616. Gaman hefði verið að vita hvemig þeir náðu öllum þessum fugli. Lík- legast er að þeir hafi náð mest af langvíunni með flekaveiði. Þeir voru á vegum Hólabiskups og menn hans stunduðu flekaveiðar í stórum stfl við Drangey ár hvert. Rof Kolbeinseyjar Roföflin við Kolbeinsey eru mikil og hraðvirk. Vindar og brim, frost- sprenging, hafís og ísing vinna öll saman að niðurrifi eyjarinnar. Bergið losnar bæði í stórum og smáum blokkum og veltur út á grunnsævisbotninn. Þar heldur ölduhreyfing sjávar áfram að velta því til og vinna á því þar til það hefur borist niður fyrir rofmörk, sem eru á allt að 40 m dýpi. A sjáv- arbotninum næst eynni er mest- megnis stórar bergblokkir að sjá, smærra efni rótast fljótt lengra út. Tafla: Mælingar á stærð Kol- beinseyjar Ár Lengd Breidd Hæð 1616 700 100 100 1900 300 30-60 1933 #70 30-60 8 1962 #52 36 7,5 1971 #41 39 6-8 1978 #43 38 5,4 1986 #42 32 Dýptarmælingar sem gerðar voru af starfsmönnum Vita- og hafnarmála á næsta nágrenni eyj- arinnar sumarið 1990 sýna grunn- sævishrygg þar sem dýpið er innan við 12 m. Hann er um 700 m lang- ur og 100-200 m breiður með stefnu lítið eitt austan við norð- vestur. Eyjan er nálægt suðaustur- enda hryggjarins. Ekki er ólíklegt að útlínur Kol- beinseyjar hafi verið nálægt þessu lagi um 1600. Á 19. öld hafði hún minnkað mikið og heimildir nefna að þarna hafi verið skerjaklasi um 700 m að lengd og um aldamótin 1900 er Kolbeinsey talin 300 m löng. Tíu metra dýptarlínan um- hverfis eyna markar einmitt um 300 m langt svæði og norðvestur af því eru grunn á þremur stöðum þar sem dýpið er innan við 10 m. Á 20. öld hefur eyjan minnkað ört, einkum virðis hún hafa beðið mik- ið afhroð einhvem tíma á árunum milli 1900 og 1930. Vitað er að á síðasta áratug hefur hún minnkað að mun t.d. urðu menn varir við umtalsverðar breytingar á henni veturinn 1992-1993. " Augljóst er að með þessu áframhaldi er þess ekki langt að bíða að Kolbeinsey hverfi í hafið. Árni Hjartarson Kæru vinir á Dalvík og í Svarfaðardal Guð gefi ykkur gleði og frið á helgri jólahátíð. Megi komandi ár verða ykkur farsælt. Hjartans þakkir fyrir allar samverustundir liðinna ára. Jón Helgi, Margrét, Hilmar, Friðjón og Pétur Örn FLUGFELAG ISLANDS Air Icelattd H FLUGLEIÐIR Umboð Flugleiða og Flugfélags Islands, Dalvík óskar viðskiptavinum gleði- legra jóla og farsœldar á nýju ári. Þakka mikil og góð viðskipti á árinu sem er að líða. Röðull Hafnarbraut 5 • Sími 466 1300 Sólveig Antonsdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.