Norðurslóð - 17.12.1997, Síða 12

Norðurslóð - 17.12.1997, Síða 12
12 — NORÐURSLÓÐ Forsetinn í Skotlandi, fyrsta útvarpið og Brimar Upprifjun úr fyrstu jólablöðum Norðurslóðar Utgáfa á sérstöku jólablaði hefur verið aðalsmerki Norðurslóðar. Eins og sagt var frá í síðasta blaði var fyrsta desem- berblaðið, það er 1977, ekki með nein- um sérstökum jólablaðsblæ utan jóla- auglýsinga. Hins vegar má segja að árið eftir, desemberblaðið 1978, hafi formið á jólablað Norð- urslóðar þegar verið komið að undanskildri krossgátu sem kom til sögunnar 1980 og hefur verið fastur liður á dagskrá æ síðan. Það er kannski ekki alveg sann- gjart að segja að jólaauglýsingar hafi verið það eina sem minnti á að jólahátíðin var í nánd í desember- blaðinu 1977. Tryggvi Jónsson fyrrverandi frystihússtjóri skrifaði hugleiðinu um gömul jól. Tryggvi skrifaði margar greinar í Norður- slóð um dagana og er ekki vafi á að upprifjun hans á ýmsum atburðum á eftir að verða mikilvæg heimild síðar meir. Annað sem minnti á jólin og sagði svolítið til um jólablöðin síð- ar meir var ljóðagetraun sem Hjörtur samdi og sá um meðan hann lifði. Þó komu aðrir úr tjöl- skyldunni þar að, sérstaklega Sig- ríður. Ljóðagetraunin og ýmsar smáþrautir og reyndar fyrripartar til að botna hafa sett svip á jóla- blöðin í gegnum tíðina. Alltaf hafa mörg svör borist við þrautum og hafa verið veitt verðlaun fyrir. Krossgáta var í fyrsta sinn í jóla- blaði 1980 og hefur hún verið ár- lega síðan. Steinunn P. Hafstað hefur séð um og samið allar kross- gáturnar og þykir þær vera sér- deilis vel heppnaðar. Eiríkur Pálsson eða hvað? Nokkrir velunnarar Norðurslóðar hafa frá upphafi sent efni til blaðs- ins sem miðast hefur við að það birtist í jólabluðinu. Kristján Eld- járn, þá forseti Islands, skrifaði grein í jólablaðið 1978 sem hét Mr. Gillespie, Eiríkur Pálsson og ég. I greininni segir Kristján frá ferð um Skotland eða eins og hann segir í upphafi: „Hinn 22. júní 1978 fórum við hjón snemma morguns frá Stone- field Castle Hotel við Loch Fyne í Argyll á Skotlandi alllanga leið til smábæjar sem Oban nefnist og stigum þar um borð í skip mikið sem bar nafn hins heilaga Col- umba eða Kólumkilla, eins og fornir frændur okkar nefndu hann. Skip af þessu tagi kalla enskir ferj- ur, svo látum það gott heita. En hlutverk þessa skips var að sigla með ferðamenn út um eyjar og sund vestur af Argyll, og nú var það einmitt á einni slíkri hring- siglingu." Síðan segir Kristján frá hvernig svona ferð er háttað og staðháttum. Eftir það kemur kafli þar sem maður skynjar, að þjóð- höfðinginn, sem allir Islendingar þekktu. naut stundarinnar. „A ferj- unni var fjöldi manns, líklega af ýmsum þjóðum, en auðheyrilega voru þeir langflestir enskumæl- andi. Engir voru þar Islendingar nema við hjón og fylgdarmaður okkar, við vorum þarna alfrjáls og óþekkt og kallast slíkt á fínu máli að ferðast inkognító. Við spígspor- uðunt um þiljur, sátum á bekkjum, litum inn í setustofur, allt eftir at- vikum, en þó var dýrðin mest að horfa á landið og jafnvel einnig nokkuð á farþegana ókunnu, öll þessi margbreytilegu andlit ungra og gamalla. Ég hef alltaf gaman af að gefa fólki gætur ef hægt er án þess að valda því óþægindum. Óþekktu fólki eins og þessu. Óþekktu segi ég, það er nú svo. Hver situr þama á bekk með bók í hendi annar en Eiríkur Pálsson, lögfræðingur í Hafnarfirði, gamall sveitungi minn og frændi nokkuð í ættir fram, Eiríkur í Ölduhrygg? Eða hvað? Eiríkur er ekki hér um borð, það var af og frá og það vissi ég vel, þetta var bara eitt af þeim dæmum, sem mér verður svo oft, að ókunnugir menn minna mig á einhvem sem ég þekki. Að þessu sinni var sú tilfinning óvenjulega nærgöngul. Maðurinn var nauða- líkur Eiríki, eins á hæð og vöxt, mjög líkur honum í andliti og fasi, roskinn maður með grátt hár en ekki skalla, kvikur í hreyfingum eins og Eiríkur og allur persónu- leikinn einhvern veginn eins og endurskin af Eiríki.“ Ja, þvílíkt! Ferjan kom við á eyjunni Iona þar sem klausturrústir eru sem Kristj- án og förunautar fóru í land til að skoða og um það segir í greininni: „Og við komum í klausturgarð- inn, sem er nú stór grasflöt. Hver stendur þá þar nema maðurinn sem ég hafði verið að horfa á en ekki ávarpað og ekki tekið eftir að gæfi mér nokkurn gaum. Jú reyndar. Þama er hann og er að bíða eftir okkur. Gengur nú í veg fyrir okkur þarna í klausturgarðinum og heils- ar kurteislega upp á okkur og spyr hvaðan við séum? Við segjum það, við séum frá Islandi. Og nú víkur hann sérstaklega að mér og segir: Þið verðið að afsaka að ég gef mig svona á tal við ykkur, bláókunnug- ur maðurinn, en ég er búinn að horfa talsvert á þig í dag, og þú ert svo líkur eldri bróður mínum að ég hef bara aldrei komist í annað eins. Ég get varla haft augun af þér. Ég er svo undrandi að ég bara verð að segja þér frá þessu. Ja, þvílíkt, seg- ir hann og slær sér á lær. Og hvað- an ert þú með leyfi að spyrja, segi ég. Ég er írskur að uppruna en hef lengi átt heima hér og í Englandi, segir hann. Já, einmitt, segi ég, en við verðum nú víst að nota þennan stutta tíma sem við höfum hér á þessari helgu ey, við skulum spjalla svolítið saman þegar við komum um borð.“ Þegar um borð er komið heldur frásögn áfram: „Eg gekk á þilfar og skyggndist um eftir hinum nýja vini. Jú, mikið rétt, þarna situr hann á bekk, Eirík- ur enn, auðþekktur. Ég gekk til hans og hann bauð mér ljúfmann- lega að setjast við hlið sér og tók- um við tal saman. Hann sagðist heita Gillespie og hefði upphaf- lega verið eins konar arkitekt, en síðan snúið sér að kennslustörfum og síðast lengi verið skólastjóri í verkmenntaskóla eða kannski tækniskóla í Kent á Englandi." Og síðar: „Síðan bað hann mig afsökunar „Eigi ætla ek, at önnur kona sé betr gefin en ek,“ segir Yngvildur fagur- kinn við Klaufa sinn á þessari teikn- ingu Sigrúnar Eldjárn. á að hann hefði slegist svona upp á mig, en ég bara varð að gera það, sagði hann aftur, þú ert svo nauða- líkur eldri bróður mínum að það er alveg makalaust. Það er ekki eitt, heldur allt, látbragð og framkoma, sömu taktamir. Éða með öðrum orðum, hann lýsti þessu nákvæm- lega eins og ég vildi hafa lýst því sem ég hugsaði um hann og Eirík Pálsson. Annars þarft þú ekkert að vera óánægður með þetta, sagði hann svo hlægjandi, því hann bróðir minn gamli er allra við- kunnanlegasti náungi.“ Myndin af Manna og Margréti Á baksíðu jólablaðsins birtist afar skemmtileg ljósmynd sem Jón Baldvin Halldórsson frá Jarðbrú tók á Tungurétt. I myndatexta und- ir myndinni sagði: „Margar vilja að mér renna“ Félagi Manni og Magga. Myndin er af Guðmanni á Tungufelli og Margréti Ríkarðs- dóttur og eins og sjá má hér er þetta með afbrigðum skemmtileg mynd. Myndatextinn, það er að segja Félagi Manni og Magga, kom til vegna þess að umdeild bók Félagi Jesús var þá mikið til um- ræðu þegar var verið að ganga frá blaðinu. Það var undir áhrifum frá henni sem myndatextinn varð til. Myndin tengdist umfjöllum Hjart- ar um Guðmann undir fyrirsögn- inni Attrœður Ijóðasmiður sem hefst svo: „Guðmann á Tungufelli varð átt- ræður þann 12. desember eins og skýrt var frá hér í síðasta blaði. Hann er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Miklhóli í Viðvíkursveit, en fluttist hingað í Svarfaðardal 1929 og tók við búi á Tungufelli af tengdaföður sínum Þorvaldi Bald- vinssyni. Þóra kona hans andaðist árið 1965, eftir að fjölskyldan var flutt til Reykjavíkur.“ Síðar segir Hjörtur: „Guðmann er einn þeirra mörgu alþýðumanna, sem hefur létt sér og öðrum lífsgönguna með því að setja saman vísur og ljóð um sam- ferðarmenn sína og um daginn og veginn og viðburði líðandi stund- ar. Samt hefur hann í og með leitað lengra og hærra til fanga, jafnvel ort sálma og lofgerðarljóð, því hann er trúmaður mikill. Guðmann hefur löngum verið óspar á vísur sínar og ljóð og aldrei tregur til að lofa mönnum að heyra. Því er kveðskapur hans á al- mannavörum hér um slóðir og gengur í uppskriftum manna á rnilli og er í hávegum hafður nteð frumlegum líkingum sínum og skringilegu orðavali.“ Pegar útvarpið kom Jóhann Kr. Pétursson eða Jóhann Svarfdælingur sýndi Norðurslóð alla tíð mikinn velvilja og sendi blaðinu stundum efni. Til dæmis birtist í jólablaðinu 1980 frásögn undir fyrirsögninni Þegar fyrsta útvarpið kom í Svarfaðardal og hefst hún svo: „Ekki man ég, hvaða ár það var rnilli 1922 og 27, sem sú frétt kom í Svarfaðardal, að úti í hinum stóra heimi - víst í Ameríku - væri búið að finna upp tæki, sem hægt væri að hlusta í, hvað fólk í margra kíló- metra fjarlægð væri að tala um. Þá var mér á að segja sem svo, að nú væri okkur ráðlegast að gæta tungu okkar og forðast að tala illa um náungann. Seinna fréttist, að tæki þetta væri nefnt útvarp. Hvenær kom svo hið fyrsta út- varpstæki í Svarfaðardal? Kristján Eldjárn og Mr. Gillespie í klausturgaröinum á Iona.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.