Norðurslóð - 17.12.1997, Qupperneq 13
NORÐURSLÓÐ —13
Brimar við eina mynd sína á sýningunni í Ráðhúsinu.
Jóhann Kr. Pétursson Svarfdæling-
ur ásamt Steingrími Matthíassyni
lækni á Akureyri.
Ég hef heyrt einhvem segja, að
þeir Skeiðsbændur og bræður,
Sveinn og Hjörtur, hafi flutt fyrsta
útvarpstækið inn í sveitina. Þetta
efast ég hinsvegar um að sé rétt.
Ég hef alltaf staðið í þeirri mein-
ingu, að Vilhjálmur á Bakka hafi
fyrstur manna fengið sér slíkt tæki
í dalnum. Því til staðfestingar
hripa ég þennan greinarstúf.“
Eftir að Jóhann hefur sagt frá
Vilhjálmi bónda á Bakka og að til
að heyra í útvarpi þyrfti að reisa
hátt mastur segir hann:
„Nú var vandi fyrir dyrum.
Engin há stöng, ekkert 10-15 metra
hátt tré var til í Svarfaðardal og
hafði ekki verið síðan stóra „eikin“
við Blakksgerði var felld og úr
henni byggt haffært skip, sem
gamla Svarfdæla getur um, ef ég
man rétt.
Þá var leitað til Þorsteins kaup-
manns. Hann gat verið bóngóður
og var vinur vina sinna. Hann átti
miklar rekajarðir í Héðinsfirði, og
þar rak oft á land stór og voldug
tré, komin alla leið frá Síberíu. Eitt
slfkt tré fékk Vilhjámur og var það
dregið fram að Bakka á tveimur
stórum sleðum, sem 4 hestar drógu.
Og nú blasti þyngsta þrautin við,
að reisa tréð upp á endann.
Engir kranabílar, Iyftarar eða
kraftblakkir voru við hendina. Nú
varð að treysta á handaflið ein-
göngu. Og margar hendur buðu sig
fram. Piltar þustu heim að Bakka
til að hjálpa til við að koma hinni
16 metra háu stöng upp á endann.
Það tókst loksins eftir margra tíma
erfiði í norðanvindi og snjóslyddu.
Þegar nú loftnetið var komið á
sinn stað og hin háa stöng komin
lóðrétt upp á endann, styrkt með
vírstrengjum í allar áttir, svo hún
ylti ekki um koll í rokum, þá urðu
allir fegnir að ganga í baðstofu og
taka úr sér hrollinn. Og Kristín
húsfreyja bar á borð heita bauna-
súpu og bolaspað, eða var það
lambakjöt? Allir borðuðu með
bestu lyst nema Vilhjálmur. Hann
gaf sér ekki tíma til að borða, en
var önnum kafinn við að snúa
skrúfum og tökkum á útvarpstæk-
inu og reyna að fá það í gang.
Það stóð á endum, að þegar ver-
ið var að enda við máltíðina, þá fór
útvarpið að ískra. Vilhjálmur hent-
ist upp af stólnum og hrópaði af
fögnuði: „Ég heyri, ég heyri“. Þustu
þá allir að og vildu heyra líka.
En sá galli var á gjöf Njarðar,
að það var enginn hátalarinn, að-
eins eitt heymartól, svo aðeins
einn, eða sá, sem hafði það um
höfuðið, gat heyrt. En fljótt upp-
götvaðist, að legði maður eyra við
eyra barst hljóðið á milli, svo
margir gátu hlustað samtímis. Var
þessi vangaaðferð óspart notuð
þama næsta tímann, því að allir
urðu að fá að heyra.
Þessi atburður stendur mér ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum enn í
dag þótt hálf öld og hálft ummál
hnattarins skilji mig nú frá þeim
stað og þeim tíma, er saga þessi
gerðist, þegar fyrstamtvarpið kom
í Svarfaðardal.“
Síðustu orð Brimars
I jólablaðinu 1980 voru þættir úr
Svarfdælu sem Árni Hjartarson
tók saman og Sigrún Eldjám gerði
myndir við sem hér eru birtar aftur.
Síðar eða fyrir jólablöðin 1982 og
1983 valdi Ámi aftur kafla úr
Svarfdælu sem myndskreyttir vom
af Sigrúnu.
En það er viðtal sem Brynja
Grétarsdóttir tók við Brimar Sigur-
jónsson sem gerir jólablaðið frá
1980 svo merkilegt. I raun og veru
er þetta viðtal ein af mestu perlum
sem Norðurslóð státar af. Hvort-
tveggja er að viðtalið er vel gert frá
Brynju hendi og örlögin höguðu
því svo að Brimar dó aðeins örfá-
um dögum eftir að viðtalið var tek-
ið og blaðið kom út. Utgáfudagur
blaðsins var 16. desember en
Brimar dó 22. desember. Hann hné
niður þegar hann var að taka niður
myndir sem hann sýndi á göngum
Ráðhússins. Viðtalið var einmitt
tekið í tilefni sýningarinnar og
gengu Brimar og Brynja um sýn-
ingarsvæðið á meðan. Við skulum
grípa niður í aðfaraorðum Brynju:
„J. S. B. í homi málverks stend-
ur fyrir Jón Stefán Brimar, hvorki
meira né minna, auk þess er mað-
urinn Sigurjónsson. Stór maður
vexti og stendur undir mörgum
nöfnum. Ferðast títt um bæinn á
reiðhjóli; lífsins lystisemdir í hefð-
bundnum skilningi þeirra orða
freista hans ekki. Lífsins list stend-
ur honum nær og er honum í blóð
borin, nefnilega málaralistin. Sem
daglaunamaður er hann húsamál-
ari, en meðan aðrir láta gjaman
matast af fjölmiðlum - eða sofa,
talar Brimar við sinn innri mann.
Þeir talast við á striga „í lit“. Þar á
Jaðri, við slag bám og Brimnesár,
verður sólarhringurinn langur og
árangurinn eftir því; hans fáum við
sem oft áður að njóta um sinn. Á
göngum Ráðhúss Dalvíkur hefur
Brimar hengt upp 39 verka sinna
til sýnis og sölu. Ágóðinn rennur
allur til Dalbæjar. Það er reyndar
ekki ný saga að Brimar gefi verk
sín.“
Viðtalið sjálft byrjar Brimar
svona:
„Þetta eru nú ekki bestu mynd-
imar mínar sem eru hér núna, nei,
nei. Þið fáið kannske einhvem
tíma að sjá þær. Þetta eru bara
svona sýnishorn. - Þessi héma er
úr Ytrivrkinni, þar er gott að vera.
Þessi klettur virðist í fljótu bragði
ekkert sérstakur en býr yfir ýmsu
ef vel er að gáð. Þú sérð líka að ég
hef málað í hann fullt af vættum.“
Víst sé ég vættir. Kletturinn
bókstaflega iðar af kynjaskepnm.
Ætli ég þori nokkurn tíma aftur
niður í Ytrivík?
Slembra með
ástarpungum.
- Hvernig varð nafnið til?—
„Já, það er nú það.“ Listamað-
urinn hlær dátt. „Nafnið á henni
þessari já. Það má eiginlega segja
að nafn og myndefni sé til orðið
fyrir áhrif frá Kjarvalsmynd sem
heitir Hafragrautur og er núna í
Ameríku. Nú ég hugsaði með mér,
því skyldi ég ekki líka geta málað
graut, til dæmis skyrhræring? Hann
var nú einu sinni ein algengasta
fæðutegund okkar Islendinga hér
áður, fínasti matur. Og þú sérð að í
myndinni er blanda af ýmsu sem
okkur stendur næst. Ástarpungam-
ir eru hér út um allt, en ástin - kær-
leikurinn - er einmitt rauði þráður-
inn í lífinu.”
Við skoðum landslagsmálverk
og Brimar ræðir af innlifun um
áhrif náttúmnnar á mannsandann,
hvernig hún göfgi og lyfti.
„Umhverfi manns er stærsti
áhrifavaldurinn. Það mótar og elur
mann upp og sennilega er flestum
það eðlilegast að eyða ævinni þar
sem vaggan stóð í fyrstu. Já, þar
sannast hið fomkveðna: Djúpt
liggja rætur,.... römm er sú taug.
og svo framvegis.“
Síðar í viðtalinu kemur þessi
millifyrirsögn og viðtalið heldur
áfram:
Konan mesta furðuverkið
Víkjum aftur að rómantískari hlið-
um lífsins. Ilmur skógarins er næsti
áfangastaður: íturvaxin kona situr
nakin í skóginum, böðuð sólarljósi
og snýr við okkur baki. Málarinn
býður bolsíur og skýtur inn í:
„Þú sérð að það er jafnrétti í
sýningunni hjá mér. Jafn margar
myndir af báðum kynjum.“ Hann
bendir á þrjár myndir af körlum og
aðrar þrjár af konum.
„Konan er mesta furðuverkið í
allri sköpuninni, það hef ég alltaf
sagt þótt ég hafi aldrei verið gift-
ur.“ Brirnar hlær dátt.
„Það má líka segja að konan
hafi frá upphafi verið driffjöðrin í
allri list, sem myndefni og tilfinn-
ingaleg hvatning til listsköpunar.
Hún hefur verkað sem krydd á list-
ina, það er ekki nokkur vafi. Það er
vegna þess hve mikil ást er alltaf í
kringum konuna. Ástin er alls
staðar grunntónninn og án hennar
verður ekkert gert. Ást okkar á líf-
inu, náttúrunni, ást milli karls og
konu; hún streymir alls staðar
gegnum tilveruna. Hvað sjáum við
til að mynda fegurra en unga elsk-
endur sem haldast í hendur? Það
bókstaflega geislar út frá þeim.“
Listamaðurinn baðar út hönd-
um af innlifun í umræðuna um
konur og ást og bendir næst á
mynd í grænum lit sem heitir
Flóra:
„Hér sprettur konan, furðuverk
skaparans í allri sinni mynd upp úr
blómkrónu við rætur fjallanna -
það má segja að þetta séu eilífðar-
fjöllin. Öll búum við í skjóli fjalla
og verðum fyrir áhrifum frá þeim.“
Brynja lýsir síðan göngu þeirra
um sali og að listamaðurinn hafi
boðið upp á harðfisk um leið og
fjallað er um myndir sem tengjast
sjónum. Blaðamaður spyr hvort
hann hafi aldrei bundið sig við
neina eina ákveðna stefnu í mynd-
sköpun?
„Nei, nei. Ég hef alltaf lifað frá
degi til dags hvað það snertir og
leyft áhrifunum að ráða eftir því
hvemig þau koma yfir mig hverju
sinni. Sjáðu til dæmis hvernig Pi-
casso málar - alltaf eitthvað nýtt
með hverri mynd. Enda er list hans
sífellt lifandi og áhrifin frá henni
dofna aldrei." - Brimar hlær. - „Já,
maður finnur til smæðar sinnar
frammi fyrir þessum stóru körlum
og má ekki mikið segja, en það
veitir mikla innsýn í lífið og listina
að grúska í verkum þeirra. Og
maður gerir eins og maður getur,
Bóndi og Eyrarkarl nefndi Brimar þessar myndir.
Júlíus Daníeisson eldri.
ekki betur. Um það er ekki að fást,
bara að passa sig á að mála ekki of
mikið. Það er hættulegt. Ég fer
stundum í ham og ræðst í hluti sem
ég ræð ekkert við. Það er vont, og
þá verð ég að éta harðfisk til að
halda aftur af mér. Já, já. Það er
ágætt ráð að éta harðfisk. Það er
stundum eins og eitthvað yfimátt-
úrulegt stjórni mér þegar ég er að
vinna. Eins og það sé ekki ég sjálf-
ur sem held á penslinum. Þá mála
ég og mála klukkustundum saman
og stend svo steinhissa á þessu öllu
saman.
Nei ég held að það sé verra að
binda sig við eitthvað ákveðið.
Prófa nýtt, Ieita. Það er það sem
gildir. Ég fór til að mynda fyrir
stuttu að prófa þessar dekoratífu
myndir eins og þessa héma. Óður
til trésins.
Hún er gerð í tilefni af ári
trésins. Það er lygilegt hvað fánýtir
hlutir geta nýst vel í myndir. Þessi
hjólkoppur hérna ber fjögra laufa
smárann uppi og gefur honum
góðan bakgrann. Þar upp af teygir
sig lífsins tré, fulltrúi hinnar eilífu
móður náttúru, í sólargeislana. Sag-
að, neglt og málað, það er gaman
að þessu. En þetta er nú meira
svona dekoratíft en beinlínis list-
rænt.“
Síðasta millifyrirsögnin er:
Sáttur við menn og
skepnur
Og síðan lýkur viðtalinu með þessu
frá listamanninum:
„Maður má ekki standa utan
við, það er nauðsynlegt að hrærast
með og lifa listina - lífsins list. Ég
elska lífið og tilveruna í kringum
mig. Að vera sáttur við menn og
skepnur er það sem færir manni
frið. Og að geta brosað. Þú hefur
kannski tekið eftir nafninu sem ég
valdi þessari fyrstu eiginlegu
einkasýningu minni: Lítið lífsins
bros? Hversu margir hafa ekki
brotið heilann um bros Mónu Lísu
gegnum tíðina? Já, það er ekki
lítils virði að geta brosað. Og að
muna eftir skapara sínum svo að
ekki fari fyrir manni eins og Adam
og Evu þegar þau héldu að þau
væru ein í Paradís."
Listamaðurinn hlær konung-
lega og að því búnu kveðjumst við.
Þjóðsögur
Rétt er að ljúka þessari upprifjun
úr fyrstu jólablöðum Norðurslóða
með einunt af þremur þjóðsagna-
þáttum sem birtust 1980 en þeir
voru skráðir af Júlíusi J. Daníels-
syni en hann hefur verið mjög dug-
legur að skrifa fyrir blaðið allt frá
fyrstu dögum þess. Aðfaraorðin
1980 voru eftirfarandi:
„Einn af bestu vinum Norður-
slóðar, Júlíus J. Daníelsson rit-
stjóri frá Syðra-Garðshorni sendi
blaðinu fyrir alllöngu þrjá neðan-
skráða þætti í þjóðsagnastíl. Þeir
hafa ekki áður verið skráðir á blað.
Þetta er „jólalegt“ efni, sem blaðið
birtir hér með mikilli ánægju:
Huldukonurnar þrjár
Afi minn, Júlíus J. Daníelsson,
bóndi í Syðra-Garðshorni (f. 1859)
ólst upp í Tjamargarðshomi (nú
Laugahlíð) í Svarfaðardal. Þegar
hann var 11 eða 12 ára gamall, var
það eitt kvöld að vorlagi, að hann
sat úti, upp á baðstofunni, og
smalahundurinn Bósi hjá honum.
Sér hann þá, hvar 3 konur koma
gangandi þar utan og neðan og
hafa stefnu á bæinn. Dettur honum
í hug, að þetta séu stúlkur frá
Tjörn, sem séu að ganga sér til
skemmtunar með prjóna sína, og
bíður úti til að bjóða stúlkunum
inn. Eftir skamma stund tekur hann
eftir því, að þær ganga ekki þá
leið, sem venjulega var farin á
milli bæjanna, heldur rniklu ofar.
Þegar þær koma nær sér Júlíus,
að þessar stúlkur hefur hann aldrei
séð fyrr. Þær ganga hratt og þegj-
andi. Þegar þær koma að bæjar-
læknum, sem rennur skammt fyrir
utan bæinn, beygja þær uppeftir og
ganga nokkum spöl með læknum,
þangað til þær fara suður yfir hann
og taka stefnu suður og upp í holt-
in.
Hundurinn Bósi urraði og gelti
að stúlkunum allt þangað til þær
fóru suður yfir lækinn, þá þoldi
hann ekki mátið og stökk geltandi
á eftir þeim. Þegar þær urðu
hundsins varar hertu þær gönguna
sem mest þær máttu og skunduðu
nú beint uppeftir. Þessum fleng
héldu þær meðan Júlíus sá til
þeirra og hurfu svo upp af Tjarnar-
garðshorns-brúninni.
Spurst var fyrir um þessar
stúlkur á næstu bæjum, en enginn
vissi nein deili á þeim.
(Ritað 18. febr. 1939 eftir sögn
Júlíusar eldra.)
Heimasíða í undirbúningi
Ég hef nú einungis flett í gegnum
tvö jólablöð í þessari upprifjun og
satt best að segja skilið ýmislegt
eftir sem vert hefði verið að taka
með úr þeim blöðum. Jólablöðin
sem gefin hafa verið út eftir 1980
hafa verið með svipuðu sniði og
oftast 24 síður. Þegar á heildina er
litið er rnikill fróðleikur saman
kominn í þessum blöðurn. Ákveð-
ið hefur verið að útbúin verði
heimasíða Norðurslóðar á internet-
inu. Það verði einskonar afmælis-
gjöf Norðurslóðar til sjálfrar sín og
verður þá hægt að nálgast ýmislegt
efni þar í framtíðinni og kannski
þegar tímar líða verða gömlu
Norðurslóðarblöðin sett á netið.
Þangað til verður okkur ef til vill á
að rifja upp gamalt efni í blaðinu
sjálfu, en við látum hér staðar
numið að sinni. JA