Norðurslóð - 17.12.1997, Qupperneq 14
14 — NORÐURSLÓÐ
Kuldi og skortur hja
heimkynnum guðanna
Adda Steina Björnsdóttir skrifar frá Kazakstan
\dda Steina með
vinum sínum í
Kazakstan.
Adda Steina Björnsdóttir er fjar-
lægasti kaupandi Norðurslóðar.
Hún býr ásamt manni sínurn
Póri Guðmundssyni, sem starfar
fyrir alþjóðlega Rauða krossinn,
og tveimur sonum, Unnari Þór
og Birni, í Almaty (Alma Ata),
höfuðborg Kazakstan. Hún sendi
blaðinu þetta jólabréf. Geta má
þess að eftir að bréfið var skrifað
samþykkti íslandsdeild Rauða
krossins að senda vetrarhjálp í
formi 10 milljón króna fjárhags-
aðstoðar til Kazakstan.
Jólin nálgast og mér þykir
eins víst að þau nái að lokum
alla leið hingað til Kazakstan
ef við bara bíðum þolinmóð.
Kannski verðum við aðeins með
seinni skipunum, hér eru engar
jólaskreytingar uppi í aðventubyrj-
un, engar auglýsingar um jólagjöf-
ina í ár og ætli menn að komast í
verulegan jólaham verða þeir að
sjá fyrir því sjálfir. I fyrra rakst ég
ekki á jólatré fyrr en á Þorláks-
messu og var þá sagt að þau hétu
nýárstré. Þau tímamót skipa hér
viðlíka heiðurssess og jólin hjá
okkur, þó að tilstandið sé talsvert
minna. Jólahátíðin sjálf er svo 7.
janúar en aðeins um þriðjungur
landsmanna er kristinn og því fer
lítið fyrir hátíðarhöldum.
Ef einhver er ekki alveg viss
hvar Kazakstan er þá nær þetta
firnastóra land frá Kaspíahafi að
Kína og frá Síberíu í norðri að
Tien Shahn fjallgarðinum í suðri.
Tien Shahn þýðir heimkynni guð-
anna og við rætur þessara heim-
kynna er höfuðborg landsins, Alm-
aty, og hingað berst Norðurslóð
mánaðarlega, einu Islendingunum
í landinu til mikillar ánægju.
Hvað gæti svo fólk verið að
gera hér í Kazakstan fyrst það er
ekki að baka, þrífa og kaupa inn
fyrir jólin? Líkt og á Islandi eru
menn uppteknir af því að hafa í sig
og á. Baráttan hér er þó mun harð-
ari og snýst oftar en ekki um að lifa
af, að þreyja matarskort og kulda í
von um betri tíma að vori. I nýlegri
könnun sem Rauði krossinn og
Rauði hálfmáninn stóðu fyrir hér í
landi kom í Ijós að um 75% að-
spurðra telja sig borða minna en
þeir þurfa til að halda heilsu. Hjá
ellilífeyrisþegum var talan 90 af
hundraði. Alls voru á 12. þúsund
manns spurðir ítarlega um hagi
sína og niðurstaðan var sláandi.
Um fjórðungur þeirra borðar
minna en helming af ráðlögðum
dagskammti manneldisstofnunar
Kazakstan og þessi tala hækkar
umtalsvert ef litið er eingöngu á
bammargar fjölskyldur eða ein-
stæða lífeyrisþega. 44,2% barna í
úrtakinu á ekki vetrarskó, rúmlega
þriðjungur bama á ekki hlý vetrar-
föt. Einn tíundi barna fer ekki í
skóla sakir fataskorts, hjá barn-
mörgum fjölskyldum er það 15%.
Þetta eru sláandi tölur í landi þar
sem læsi var nær algjört og þar
sem allir gátu litið á sig sem mið-
stéttarborgara fyrir fáeinum árum.
Kazaski veturinn er kaldur, hér í
Almaty getur kuldinn farið niður í
30 stig og í norður Kazakstan í
mínus 40.
Alþjóðasamband rauðakrossfé-
laga brást við könnuninni með sér-
stakri beiðni um vetraraðstoð;
matarpakka, föt og skó til bam-
margra fjölskyldna og súpueldhús
fyrir aldraða. Islenski rauði kross-
inn hefur áður sent hingað hlýjan
fatnað og hefur að auki þegar
brugðist við þessu nýja kalli. Víst
er að mörgum verður hjálpað, jafn-
víst að fleiri munu líða skort.
Margir elstu borgaramir hafa liðið
skort fyrr: á fjórða áratugnum þeg-
ar þjóðin, mest kazaskir hirðingjar,
var þvinguð af sléttunum í sam-
yrkjubú er álitið að um fjórðungur
hafi látið lífið; skortur var víða
landlægur á stríðsárunum og á
sjötta áratugnum flykktust hingað
ungrússar til að rækta maís á
landssvæði sem hentaði ekki til
slíkrar ræktunar. Afleiðingin varð
örfoka land og minni gresjur fyrir
hjarðir kazakkanna. Það sem veld-
ur skorti nú er breytt hagkerfi og
vart fréttir fyrir neinn lengur,
kommúnismi er aflagður, kapítal-
ismi tekinn upp hröðum skrefum,
verksmiðjur verða gjaldþrota, fólk
atvinnulaust, framleiðsla víðast í
rúst.
Þegar litið er á aðstæður margra
hér nú þegar jólin nálgast, fjárskort
og viðvarandi rafmagnsleysi, gas-
leysi, vatnsleysi þá spyr maður sig
óneitanlega hvemig fólk muni lifa
af veturinn. Því flestum tekst að
þreyja Þorrann og Góuna. Lykilat-
riði er samhjálp í þorpum og sterk
fjölskyldubönd, einkum hjá fólki
af kazöskum uppruna. Nýtni er
líka mikil og ég get endalaust
dáðst að lagni fólks hér að gera dá-
indis súpu úr næstum nöglunum
einum.
Þegar ég kom hingað fyrst, fyrir
tuttugu mánuðum, þótti mér með
eindæmum hvað fólk var þungbú-
ið. Það kom líka illa við mig hve
allar gamlar konur hverfisins virt-
ust vilja skipa mér fyrir um upp-
eldi og klæðnað bama minna. Tvö-
föld neitun, afgerandi í rússneskri
málfræði, þótti mér einkenni á
þjóðarsálinni. Eftir að hafa lesið
nokkrar fræðibækur um þetta
landssvæði og lönd fyrrum Sovét-
ríkjanna undrast ég ekki að menn
séu brúnaþungir, mér þykir miklu
fremur undur að menn skuli al-
mennt kreista fram bros. Því menn
fá broskiprur hér stöku sinnum og
menn gera sér glaðan dag. Og eftir
því sem á dvölina hefur liðið hef
ég fengið að kynnast því sem ekki
kemur fram í fræðibókum, að und-
ir alvörusvipnum er hárbeitt kímni-
gáfa, fyrirskipanir gamalla bab-
úska í hverfinu sýna hjálpsemi og
umhyggju, samhjálp granna er mik-
il og fjölskyldubönd sterk. Það sem
heldur þjóðinni gangandi, það sem
á eftir að halda lífinu í mörgum í
vetur eru einmitt þau gildi sem við
tengjum oft jólunum, örlæti, sam-
hjálp og fjölskyldubönd. Sá jóla-
boðskapur sem bæði kristnir og
múslimar hafa tekið í arf eða til-
einkað sér á eftir að hjálpa þessari
þjóð í gegnum núverandi harðindi,
til nýrra og - vonandi - betri tíma.
VERSLUM í HEIMABYGGÐ!
* Jólatilboð >
i? Kjúklingar - Kalkúnar
Londonlamb, frampartur -Léttreyktur lambahryggur
Hangiframpartur, úrbeinaður - Hangilæri, úrbeinað
Bayonneskinka - Svínakambur, úrbeinaður reyktur
Svínahamborgarhryggur - Svínabógur, hringskorinn reyktur
Niðursoðið grænmeti - Niðursoðnir ávextir - margar tegundir
Jólakonfekt og jólakökur í miklu úrvali
_________ ^
Mikið úrval af ...* '
gjafavörum og
★
leikföngum
Við óskum öllum viðskiptavlnum
okkar gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs.
Starfsfólk Svarfdælabúðar
SVARFDÆLABÚÐ
2 0 2