Norðurslóð - 17.12.1997, Page 20
20 — NORÐURSLÓÐ
Hið svarfdælska söltunarfélag að störfum, frá vinstri: Björn Þórleifsson, Halldór Jóhannsson,
Sigurður Marinósson, Björn Daníelsson, Jóhann Daníelsson og Jóhannes Haraldsson. Einn fé-
lagsmanna, Hjalti Haraldsson, var fjarri góðu gamni. Þess ber að geta að þótt karlar séu í
meirihluta á myndunum einkenndist samkoman í ríkum mæli af daðri kvenna við afmælisbarnið.
Það festist hins vegar illa á filmi, af einhverjum ástæðum.
Tekið var á móti gestum með trompettleik en um hann sáu Rögvaldur S. Friðbjörnsson, Einar
Arngrímsson og Eiríkur Stephensen.
Jóhann Daníelsson sjötugur:
Einskonar frásögn af afmæli
Afmælisbarnið ásamt Gíslínu konu sinni. Á milli þeirri má greina Kristínu Gestsdóttur.
Það þýðir ekkert fyrir mann eins og
Jóhann Daníelsson að ætla sér að
vera að heiman á afmæli sínu. Vinir
hans hlusta ekki á slíkt. Þeir vilja
sýna honum viðeigandi sóma. Þegar Jóhann
hafði látið þau boð út ganga að hann yrði að
heiman á sjötugsafmælinu tóku nokkrir vinir
hans til sinna ráða og skipulögðu uppákont-
ur honum til heiðurs og ánægju. Helgina
fyrir afmælið tóku nokkrir vinir afmælis-
barnsins sunnan heiða á móti þeim hjónum
Jóhanni og Gíslínu og var í tilefni tímamót-
anna ýmislegt gert til hátíðarbrigða. A af-
mælisdaginn sjálfan náði Karlakór Dalvíkur
að syngja fyrir Jóhann og reyndar söng af-
mælisbarnið einsöng með kómurn í laginu
„Vorið kemur“ eða Lóunni eins lagið er oft-
ast kallað. Hámarki náðu síðan hátíðarhöld-
in fimmtudagskvöldið 27. nóvember sl.
þegar tónleikar, til heiðurs Jóhanni sjötug-
um, voru haldnir að Rimum í Svarfaðardal.
Það er á flestra vitorði að Jóhann Daníels-
son, kennari, söngvari og lífskúnstner, er
Samherji hf.
sendir starfsfólki,
viðskiptavinum og
Dalvíkingum öllum
bestu óskir um gleðileg
jól og farsœld á
komandi ári.
Þökkum samstarfið á
liðnum árum.
vinamargur maður og eiga margir honum
ýmislegt að þakka. Ymsir hafa bent á það að
óvenju rík sönghefð er á Dalvík og í Svarf-
aðardal. Sönghefðin á sér áralangar rætur og
auðvitað hafa margir lagt því lið að skapa
þessa hefð og viðhalda henni. Þáttur Jó-
hanns í að viðhalda henni er ekki lítill.
Margir eru þeir fyrrum nemendur Dalvíkur-
skóla sem eiga Jóhanni það að þakka að þeir
eru þorrablóts- og rútubílahæfir í söng og
jafnvel þokkalega kórhæfir. Margar eru þær
samkomurnar þar sem Jóhann hefur stjórnað
almennum söng og/eða spilað undir söng.
Jóhann hefur einnig komið víða við í starfi
kóra á Dalvík og í Svarfaðardal.
Söngskemmtunin að Rimum til heiðurs
Jóhanni bar talsverð merki afmælisbamsins
eins og vera bar. f bland voru fluttar perlur
söngbókmenntanna, létt lög, grín og gaman-
mál. Samkoman hófs með trompetblæstri
miklum, einskonar opnunarstef hátíðarinnar.
Þeir sem blésu í trompeta voru Rögnvaldur
Skíði Friðbjömsson, Einar Arngrímsson og
Eiríkur Stephensen. Kynnir samkomunnar
var Bjöm Þórleifsson fyrrum skólastjóri á
Húsabakka. Bjöm var þar einskonar fulltrúi
Hins Svarfdælska Söltunarfélags og las á
milli atriða úr misgjörðabók félagsins sent
hefur ýmsan fróðleik og kveðskap að
geyma. Norðurslóð hefur stundum komist í
misgjörðabókina og birt úr henni valda
kafla. Það kom hins vegar í ljós þetta kvöld
að ýmislegt er óbirt enn.
Annars var það tónlistin sem réð ríkjum á
Rimum. Söltunarfélagsmenn sungu auðvit-
að sumt af því sem þeir höfðu ort í gegnum
tíðina. En til að gera því skil hverjir það voru
sem komu fram er rétt að byrja upptalningu
með því að nefna Friðrik Hjörleifsson sem
flutti lög af jólasnældunni sem hann hefur
sent frá sér. Samkór Svarfdæla söng undir
stjóm Rósu Kristínar Baldursdóttur. Rósa
Kristín söng auk þess einsöng og þar á með-
al óperuaríur t.d. úr Carmen. Rósa Kristín
kom einnig við sögu þegar Tjamarkvartett-
inn söng en Kristjana Amgrímsdóttir úr
kvartettinum söng einnig einsöng. Karlpen-
ingurinn úr kvartettinum, það eru þeir
Kristján og Hjörleifur Hjartarsynir, mynd-
uðu síðan EMMA (MA) kvartettinn með
Einari Amgrímssyni og Eiríki Stephensen
og sungu þeir nokkur hefðbundin lög í anda
MA kvartettsins. Kirkjukór Dalvikur söng
einnig undir stjóm Hlínar Torfadóttur. Haf-
liði Ólafsson spilaði á harmoniku og í sum-
um lögum spiluðu Bimir Jónsson og Heimir
Kristinsson með honum t.d. í marsi sem af-
mælisbamið samdi og hlaut hann umsvifa-
laust nafnið „Svarfdælskur mars“. Lóukór-
inn flutti nokkur lög en það er kór sem Jó-
hann Daníelsson hefur mikið spilað undir
hjá. Kórinn er skipaður núverandi og fyrr-
verandi kvenkennurum Dalvíkurskóla og
kemur fram þegar mikið liggur við. Hér áður
fyrr aðallega á þorrablótum kennara en nú
nær eingöngu við hátíðleg tækifæri eins og
að Rimum þarna um kvöldið.
Dagskráin stóð í þrjár klukkustundir og
lauk með þakkarávarpi Jóhanns og söng.
Eins og sjá má af þessari upptalningu var
þama um mikla og skemmtilega dagskrá að
ræða. Fjölmenni var á tónleikunum og
skemmti fólk sér hið besta. Frásögn af hátíð
sunnan heiða verður ekki fest á blað þó þar
væru bæði ræður góðar, frumortur kveð-
skapur og meira að segja flutt lög sem samin
höfðu verið í tilefni afmælisins.
Norðurslóð hefur verið samferða Jóhanni
Daníelssyni varðandi afmæli. Eins og kunn-
ugt er kom fyrsta blað Norðurslóðar út 25.
nóvember 1977 og í því blaði er sagt frá því
að Jóhann Daníelsson hefði orðið fimmtugur
18. þess mánaðar. Þegar Norðurslóð varð
10 ára var í jólablaði það ár viðtal við Jó-
hann, undir fyrirsögninni „Söngsins unaðs-
mál“, í tilefni þess að hann varð 60 ára. Nú
eru enn liðin tíu ár og talsvert hefur verið
rifjað upp af gömlu efni og því ekki úr vegi
að taka tvo kafla úr viðtalinu við Jóhann frá
1987. Þar segir hann um tónlist og söng í
bernsku:
„Ég var víst 9 ára gamall þegar við Júlíus
bróðir og Lárus í Ytra-Garðshomi tróðum
fyrst upp á bamaskemmtun á Bakka. Um
fermingu var ég með í kvartett sem söng á
afmælisfagnaði Ungmennafélagsins Þor-
steins Svörfuðar á Gmndinni. Kvartettinn
var undir stjóm Sigurðar í Syðra Holti. Mér
er þetta minnisstætt, ekki síst fyrir þá sök að
ég þurfti að standa upp á kassa til að vera
jafnstór hinum.
Við vorum aldir upp við söng á heimil-
inu. Bæði mamma og pabbi störfuðu mikið í
kórum og heima var mikið sungið. Þórarinn
á Tjöm hafði líka mikil áhrif í þessum efnum
því hann lét alltaf syngja eitthvað á hverjum
degi í skólanunt og sló þá gjaman taktinn."
Jóhann tók þátt í kvikmyndinni Landi og
sonum sem tekin var upp í Svarfaðardal
1979. í viðtalinu er rifjuð upp blaðagagnrýni
Ingibjargar Haraldsdóttur þar sem hún segir
meðal annars: „Eitt atriði í myndinni mun
áreiðanlega líða seint úr minni. Það er atrið-
ið í göngunum, þar sem alþýðusöngvari
syngur hárri skýiri tenórröddu Við fjalla-
vötnin fagurblá. Hann stendur á bakka fjalla-
vatnsins og í baksýn sjást félagar hans ganga
framhjá án þess að gefa honum neinn sér-
stakan gaum. Þegar söngvarinn lýkur laginu
taka aðrir við og syngja önnur lög. Haust-
stemmingin er allsráðandi og hjarta landsins
slær“.
Síðan segir:
„Myndin hefur verið sýnd í sjónvarpi
víða urn heim t.d. í Japan. Ekki höfum við
fengið blaðagagnrýni þaðan svo við vitum
ekki hvernig Japanir hafa skynjað haust-
stemmninguna og alþýðutenórinn. Hins veg-
ar hefur Sveinbjöm Steingrímsson sagt frá
því, hrærður, að þegar hann og fjölskyldan
höfðu komið sér fyrir í Noregi á síðasta ári
til árs dvalar og kveiktu í fyrsta sinn á sjón-
varpi hefðu fyrstu tónamir verið alþýðuten-
órsins en þá var Norska sjónvarpið að endur-
sýna myndina."
Rétt er að ljúka þessari frásögn nú með
heillaóskum Norðurslóðar til Jóhanns í til-
efni sjötugsafmælisins. J.A.