Norðurslóð - 17.12.1997, Side 24
Karlsárfjall
...
Fláandi
'•**n ur
Stórhóll
Pollttlækur
Iiólsnaust
Hrunka
.. Þorsteinn Skaftason:
Ornefni í Karlsár-
og Hólslandi
Litli Hnjukur
Svðri Seti
Ytri Seti \
o,.
■Æ .
Skógarbrekkur
Hriinnes- 4, ..... ^
/«/ blettur %. % /. k/aufjjr
V \\ \\^»
\ V ^ Stekkur
Storholl
Katlar ' V
KötluUignrhólar
, . Karlsárskógur
Oeroi ; Cirastcinn
lunp Evvindarpollur I.eili F.ngiasund
I lalioll Skotklauf Bikholl |
I Karlsanaust (ívendahrunnur I
hasteinn Stekkjargjá
^olahvanimur í^uj1<>11
Lnngiinelur
Svöri
oflani vri
Fófukofanef Skolti
Ytri Skollamvri
Eins og algengt er hér heitir dalurinn sem Karlsá rennur um tveim nöfnum Karlsárdalur norðan ár en Hólsdalur sunnan. Um dalinn liggja tvær gönguleiðir til Ólafsfjarðar, leiðin um Dranga og
Bræðravegur.
Allmörg ömefni eru á túnunum við bæina sem ekki
eru sýnd á myndinni.Við Hólsnaust voru nokkrar
þurrabúðir: Háiskáli. Hólkot og Framnes sem
enn stendur, en gamla Framnes nokkru norðar,
Hólskot byggt á fjárhúsastæði Hóls 1670-1711, Töðugerði
suður og upp frá Hóli, þar er sagt að Hóll hafi staðið í fymd-
inni, en verið fluttur þaðan undan snjóflóðum. Býlið Fell var
byggt við fjallsrætur syðst í landi Hóls árið 1900 en flutt
norðar strax árið eftir, því um veturinn féll snjóflóð úr
Merkjagili alveg að bænum og heitir þar Fellstún. Býlið
Svæði var byggt á túninu á Karlsá 1905, þar var einnig
Karlsárkot í byggð 1680-1712, nálægt þar sem minnis-
merki um Duggu-Eyvind stendur. I skýringum Þorsteins
Þorsteinssonar um Órnefni sem tilheyra helst Svarfaðardal
segir eftirfarandi: „Ekki vita menn fyrir vissu hvar Karl og
fylgjarar hans hafa verið lagðir í haug, en munnmæli hafa
verið gömul að þeir hafi verið heygðir í melhöfða þann sem
er á sjávarbakkanum skammt fyrir utan ána og Bygghóll er
kallaður. Það er afar hár hóll hruninn og brotinn framan af
sjávargangi, en blásinn af veðri sunnan, en grastó stór á hon-
um ofan, og er auðséð að hann hefur fyrrmeir verið grasivax-
inn og hef ég heyrt að þá hafi sést á honum girðingamót
sunnan og vestan til á hólnum. Annar hóll er þar sunnar og
ofar skammt frá, sem Rauðshóll eða Rauðhóll ernefndur og
er alllíklegt að sá hóll hafi fengið það nafn af því að Karl
Rauði hafi verið lagður þar í. Ekki sjást samt nein merki til
að grafið hafi verið í þann hól.“ Bikhóll eins og hann heitir í
dag hefur, samkvæmt þessu og öðrum heimildum einnig,
áður heitið Bygghóll. Gvendarbrunnur er nafn á lindum í
sjávarbakkanum sem árabáta- og skútusjómenn sóttu drykkj-
arvatn í. Ömefnaskrár segja lindimar heita Jónsbrunn,
kenndar við Jón föður Eyvindar Duggusmiðs, en heimildir
hef ég fyrir því að þær heiti Gvendarbrunnur, kenndar við
Guðmund góða biskup.
Heimildir:
Örnefnaskrár Jóhannesar Óla Sæmundssonar og Mar-
geirs Jónssonar. Örnefni sem tilheyra helst Svarfaðardal
eftir Þorstein Þorsteinsson frá Upsum. Björn Þorleifsson,
Steingrímur Þorsteinsson og Haraldur Guðmundsson.
Þorsteinn Skaftason
Snæfell hf.
Glæsileg
vígsluhátíð
Föstudaginn 28. nóvember sl.
var haldin mikil hátíð í Víkur-
röst á Dalvík. Tilefni hennar var
að fagna stofnun Snæfells hf.
sem hefur nú þegar tekið til
starfa sem eitt af öflugustu sjáv-
arútvegsfyrirtækum á landinu.
Strax um morguninn hafði sér-
stökum gestum fyrirtækisins og
fjölmiðlafólki verið boðið að
kynnast starfseminni, bæði í
frystihúsinu á Dalvík og í Hrís-
ey. Gestirnir fóru í gegnum
frystihúsið á Dalvík undir ör-
uggri leiðsögn forráðamanna og
sama er að segja um pökkunar-
stöðina í Hrísey. Þar gafst
mönnum kostur á að sjá fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins og
smakka á þeim.
Veislan í Víkurröst hófst síðan
klukkan hálffjögur og var starfs-
mönnum Snæfells boðið þangað
auk annarra gesta. Boðið var upp
á léttar veitingar, þar á meðal sér-
bruggað öl - Snæfellsás - sem var
á sérmerktum flöskum. Allmargar
ræður voru haldnar við þetta tæki-
færi, ýmist til að segja frá fyrir-
tækinu eða flytja árnaðaróskir.
Karlakór Dalvíkur söng nokk-
ur lög og var með því að endur-
gjalda myndarlegan styrk frá ís-
lenskum sjávarafurðum hf., en ÍS
sér um sölu afurða Snæfells hf. og
tæknimenn þeirra sáu að stórum
hluta um hönnun á endurbyggingu
frystihússins á Dalvík en frá henni
sögðum við í októberblaði Norð-
urslóðar. Jóhannes Kristjánsson
eftirherma fór með gamanmál.
Veislunni lauk formlega með
mikilli ilugeldasýningu sem fram
fór á malarvellinum ofan við Vík-
urröst.
Yfirlýsing sem Ari Þorsteins-
son framkvæmdastjóri Snæfells
gaf þennan dag um að afkoma ís-
fisktogara og landvinnslu félags-
Glaðbeittir forystumenn um borð í
Hrísejarferjunni: Ari Þorsteinsson
(t.v.) frkvstj. Snæfells og Jóhannes
Sigurgeirsson stjórnarformaður
Kaupfélags Eyfirðinga.
ins í bolfiski væri í raun betri en
frystitogara hefur vakið mikla at-
hygli. Haldist það má segja að
kaflaskil séu að varða í sjávarút-
vegi eða kannski réttara sagt að
eitthvert jafnvægi sé að komast á
milli landvinnslu og frystingar úti
á sjó. J.A.
Fylgst af athygli með handbrögðum í fiskvinnslunni, frá vinstri: Svanfríður
Jónasdóttir, Guðný Sverrisdóttir, Ingbjörg Svava Siglaugsdóttir og að baki
henni eiginmaðurinn, séra Pétur Þórarinsson, en hann og Guðný eiga sæti í
stjórn KEA.
Karlakór Dalvíkur söng af þrótti og innlifun á hátíðinni í Víkurröst undir
stjórn Jóhanns Olafssonar.
Á niyndinni til vinstri fylgjast þeir Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS (t.v.) og
Bjarni Gunnarsson bæjarfulltrúi á Dalvík með útskýringum Gunnars Að-
albjörnssonar rekstrarstjóra fiskvinnslunnar á Dalvík.