Norðurslóð - 28.08.2002, Síða 6

Norðurslóð - 28.08.2002, Síða 6
6 - Norðurslóð Tímamót Skírn Þann 4,ágúst var skírður í Tjarnarkirkju Daníel Máni. Foreldrar hans eru Flildur Birna Jónsdóttir og Hjalti Viðar Hjaltason, Ytra Garðshorni, Svarfaðardal. Brúðkaup Þann 3. ágúst sl. voru gefin saman í Danmörku þau Annett Ern- felt Anderson og Jóhannes Jakobsson. Heimili þeirra er í Syðra Kálfsskinni á Árskógsströnd. Þann 3. ágúst sl. varð 75 ára __ Valrós Árnadóttir Karlsrauðatorgi 12, Dalvík. Afmæli sl. varð 80 ára Þórey Jóhannsdóttir Hlíð, Skíðadal. Þann 26. ágúst sl. varð 70 ára Björn Daníelsson Laugabrekku, Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Hjalti Haraldsson bóndi í Ytra-Garðshorni lést 11. ágúst sl. Hann fæddist þann 6. desem- ber árið 1917 á Þorleifsstöðum í Svarfaðar- dal. Foreldrar hans voru hjónin Jón Har- aldur Stefánsson og Anna Jóhannesdóttir. Af systkinum Hjalta eru látin þau Stefanía Kristín, Friðrika Vigdís, Jóhannes, Halldór Kristinn og Lárus Blómkvist en systir hans, Fríða Hrönn, býr í Kópavogi. Ungur flutti Hjalti ásamt fjölskyldu sinni í Ytra-Garðshorn í Svarfaðardal og þar var lengst af heimili hans. Eftir grunnskólanám hugðist Hjalti læra smíðar. Fór hann inn á Akureyri til iðnnáms, en veiktist þá af berklum og lagðist inn á Kristneshæli í Eyjafirði. Var orðið svo tvísýnt um líf hans að Hjalti gaf leyfi sitt fyrir því að gerð væri á honum aðgerð sem lítil reynsla var fyrir hér á landi og heppnaðist hún vel. Um tíma var Hjalti á Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og á árunum 1942 til 1943 starfaði hann sem farkennari í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Eftir það settist hann í bændaskólann á Hólum og varð bú- fræðingur þaðan árið 1944. Á Hólum kynntist hann eiginkonu sinni, Onnu Sölvadóttur frá Mikla-Hóli í Viðvíkursveit. Þau hófu búskap á Litla-Hamri í Eyjafirði og bjuggu þar árin 1945-1950, en fluttu þá í Ytra-Garðshorn, þar sem þau tóku við jörðinni af foreldrum Hjalta. Ytra-Garðshorn var heimili þeirra upp frá því. Auk bústarfa sinnti Hjalti um árabil kennslu við Húsabakka- skóla. Anna lést árið 2000 en börn þeirra Hjalta eru: Haraldur Gauti f. 1946, Jónína f. 1948, Halldóra Kristín f. 1950, Sölvi Hauk- ur f. 1952. Jón Ragnar f. 1955, Anna Sigríður f. 1960, Sólveig Mar- ía f. 1964 og Hjalti Viðar f. 1966. Afkomendur Hjalta og Önnu eru orðnir 53 talsins. Hjalti var oddviti í Svarfaðardalshrepppi á árunum 1964-1974 og sat á þingi sem varaþingmaður fyrir Samtök lrjálslyndra og vinstri manna árin 1966,1968 og 1969. Meðal annarra afskipta hans af félagsmálum má nefna stjórnarsetur í ungmennafélagshreyfing- unni og auk þess var hann heiðurs- og stofnfélagi bæði í Golf- klúbbnum Hamri og Kíwanisklúbbnum Hrólfi. Þá var Hjalti söng- maður góður og tók virkan þátt í kórstarfi allt undir það síðasta. Hjalti var jarðsunginn í Dalvíkurkirkju og borinn til grafar í Tjarnarkirkjugarði þann 19. ágúst sl. Þann 29. júlí lést Hildur Pétursdóttir. Hún var fædd 22. febrúar 1926 á Halldórsstöðum í Lax- árdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn- ar voru Regína Frímannsdóttir og Pétur Jónsson, ábúendur í Árhvammi í Laxárdal. Hildur var elst ellefu systkina, en hin eru: Guðrún og Guðný, báðar látnar; Guðrún, kvænt Halli Þór Hallgrímssyni; Jón, kvæntur Hildi Jónasdóttur; Hallgrímur, kvæntur Vigdísi Láru Viggósdóttur; Þorkell, látinn, eiginkona hans var Sólveig Guðrún Jónasdóttir; Þórður, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur; Pétur, kvæntur Sig- rúnu Sigurbjörnsdóttur; Aðalsteinn, kvæntur Hafdísi Laufdal Jónsdóttur. Einn dreng misstu foreldrar Hildar í barnæsku. Hildur naut venjubundinnar skólagöngu í Laxárdal og sótti námskeið í saumaskap á Húsavík. Hún var í vist á ýmsum stöð- um, m.a. Hvoli í Aðaldal, við Laxárvirkjun, á Þórshöfn og í Reykjavík en þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóhanni Ferdi- nand Gunnlaugssyni. Jóhann vann ýmis störf en aðalvinna hans var kaupmennska. Hildur og Jóhann byrjuðu að búa í Lækjar- bakka en fluttu árið 1955 í Bessastaði. Frétevhorn Heldur hefur verið lítil veiði í Svarfaðardalsá í sumar en nú virðist hún vera farin að glæðast. Veiðitíminn fór vel af stað en júlímánuður var slappur og fyrstu vikur ágústmánaðar einnig. Sömu sögu er reyndar að segja um fleiri ár hér í grennd- inni, s.s. Eyjafjarðará. Nokkuð fer þó misjöfnum sögum af veið- inni; annálaðir veiðihundar sem blaðið hefur rætt við segja þetta með verstu veiðiárum sem þeir hafa upplifað á meðan aðrir láta nokkuð vel af sér. Nú fyrir helgi veiddist lax á fimmta svæði og þar hefur einnig fiskast vel af sil- ungi síðustu daga. Þá fer einnig nokkuð misjöfn- um sögum af berjasprettu. Fer það nokkuð eftir því við hvern er rætt hvort menn álíta þetta með betri berjaárum eða bara miðlungi gott. Svo virðist sem mikið sé víðast hvar af aðal- berjum en sömu sögu er ekki að segja um bláberin. Þessa dagana má sjá berjatínslufólk hvarvetna þar sem vænta má berja enda komið hið besta veður eftir lang- varandi kulda, þoku og rigningar. Göngur og réttir verða í Dal- víkurbyggð 7.-8. september. Aðrar göngur verða helgina 20,- 21. sept og stóðréttir 5. október. Atvinnuástand í Dalvíkur- byggð er gott um þessar mundir og eru fiskvinnslufyrir- tæki og fleiri aðilar þessa dagana að auglýsa eftir fólki til að manna hjá sér reksturinn þegar skólafólk hverfur aftur til náms. Samherji hefur auglýst eftir fólki bæði í frystihús og hausavinnslu en aftur á móti var 10 starfs- mönnum fyrirtækisins á Ár- skógsströnd sagt upp þegar ákveðið var að loka saltfiskverk- un félagsins þar. Áætlað er að vinnslu verði þar hætt í lok sept- ember en starfsfólkinu bjóðist vinna hjá Samherja á Dalvík. Framfarafélag Dalvíkurbyggð- ar hélt málþing um skólamál í Dalvíkurskóla sl. fimmtudags- kvöld. Fundurinn var ágætlega sóttur og fór umræðan víða. Framsögu fluttu Óskar Þór Sig- urbjörnsson skólamálafulltrúi, Hermann Tómasson kennari í VMA og Þuríður Jóhannsdóttir hjá Rannsóknarstofnun KHI. Nr. 395. Smjörmót Gefendur: Ólafur Tryggvason og Friðrika Har- aldsdóttir frá Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal. Smjörmót voru oft fagurlega útskorin, þetta mót var keypt tilbúið og til þess notað að forma smjör eftir strokkun, þá var smjörið til prýði á borðum. Ólafur sagði að í þetta mót var settur blautur smjörpappír áður en að smjörið var formað í því. Mynd 4. Hvað er þetta? (Lengd ca. 8-10 sm) Börn Hildar og Jóhanns eru: Unnsteinn Guðni, f. 1947; Sigurður Gunnar, f. 1948; Jón Pétur, f. 1950; Lovísa Guðrún, f. 1951; Regína Gunnhild- ur, f. 1951; Skarphéðinn.f. 1953; Jóna Arinbjörg, f. 1954; Ása Anna, f. 1956, lést á fyrsta ári; Anna Rósa, f. 1956; María Kristín Kristjánsdóttir, f. 1955. Hildur og Jóhann slitu samvistir. Árið 1962 flyst eftirlifandi eiginmaður Hildar, Sigurður Kristinn Guðmundsson, í Bessastaði. Börn Hild- ar og Sigurðar eru: Guðmundur Aðalsteinn, f. 1963; Kristín, f. 1964. Árið 1967 eignuðust Hildur og Sigurður dóttur er lést dagsgömul. Barnabörn Hildar eru 21 og barnabarnabörnin 11. Hildur vann ýmis verkakvennastörf á Dalvík, flest sumur við síldarsöltun hjá Blika og einnig margar sláturtíðir hjá sláturhúsi KEA á Dalvík. Þegar heilsu Hildar fór að hraka fluttist hún á Dalbæ og þar andaðist hún þann 29. júlí sl. Utför hennar fór fram frá Dalvíkurkirkju 7. ágúst sl. og var hún jarðsett í Upsakirkjugarði. Þann 17. ágúst andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, Lilja Hannesdóttir. Foreldrar hennar voru Hannes Benediktsson og Sigríður Björnsdóttir. Hún var fædd að Skefilsstöðum á Skaga næst elst 7 systkina. Hún ólst upp í Hvammkoti á Skaga og bjó þar til 17 ára aldurs. Fjölskyld- an flutti þá að Hvammi í Laxárdal. Lilja gekk í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún fékkst við ýmis störf, m.a. á hótelum og við veitingasölu bæði á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Þar kynntist hún manni sínum Pálma Jóhannssyni frá Búrfelli í Svarfaðardal og giftust þau 1948. Eftir það bjó hún á Dalvík og starfaði við fisk- vinnslu og félagsheimilið Víkurröst um árabil. Börn þeirra Lilju og Pálma eru tvíburarnir Óskar og Ásdís f. 1948. Pálmi andaðist 1997. Af- komendur þeirra eru nú orðnir 15 talsins. Lilja var jarðsett í Dalvíkurkirkjugarði 26. ágúst. Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni urn horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spanskt fyrir sjón- ir. íris Olöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar um rnunina hvetjum við ykk- ur tií að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.